Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 15

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 15
12. juli 1980 Sérrit Þjódviljans um ALMENNINGSÍPRÓTTIR OG ÚTIVIST Geir Svansson og Asgeröur Sverrisdóttir. Geir Svansson og Ásgerður Sverrisdóttir: Mikil sókn í golfið Upphaf qolf iþróttar- innar hér á iandi má rekja aftur til ársins 1934/ en þá var Golfklubbur islands stofnaður. Stofnfélagar voru 11 talsins og f Ijótlega var nafni klúbbsins breytt í Golfklúbb Reykjavikur. Vöxtur golfíþróttarinnar var fremur hægur fyrstu árin, en síðustu árin hefur unnendum golfsins f jölgað svo mikið að sú aðstaða sem fyrir hendi er í dag er fullnýtt. Björgúlfur Lúöviksson, for- maöur kappleikjanefndar GR, sagöi fyrir skömmu aö aukningin i golfinu væri hreint ótrúleg. Þeir Björgúlfur Lóöviksson. hjá GR heföu t.d. haft 500 meölimi um áramót, en nú heföi þeim fjölgaö um 68. Svokallaö klúbbgjald hjá GR er 70 þúsund fyrir fulloröna karl- menn, en 40 þúsund fyrir konur og sagöi Björgúlfur aö þessi mis- munur væri gömul „tradisón”. Þeir sem eru á aldrinum 18-21 árs þurfa aö greiöa 40 þús, 16-17 ára 30 þús, og 15 ára og yngri 12 þús. I Reykjavik eru nú 2 golf- klúbbar, Nesklúbburinn og Golf- klúbbur Reykjavfkur. Utan höfuöborgarinnar má segja aö golfklúbbur sé i hverjum bæ og margir þeirra eru myndarlega reknir, s.s. á Akureyri, I Keflavik, á Akranesi og f Hafnarfiröi. „Golfiö er hiklaust almennings- iþrótt og þaö er mjög mikiö um aö heilu f jölskyldurnar stundi saman þessa skemmtilegu Iþrótt,” sagöi Björgúlfur Lúö- viksson ennfremur. — IngH Við kynntumst golfinu sem fjölskylduíþrótt Asgeröur Sverrisdóttir og Geir Svansson veröa vist aö teljast I hópi hins haröa kjarna keppnis- fólks I golfinu. Þau kepptu t.d. saman á Opna GR mótinu um siö- ustu helgi og náöu ágætum árangri. Eftir keppnina náöum viö tali af þeim skötuhjúum. — Hvenær byrjuöuö þiö aö leika golf? A: — Þaö eru ekki nema 3 ár siöan ég fór aö stunda þetta af einhverjum krafti. Golfiö hefur veriö lengi viöloöandi fjölskyld- una og þar fékk ég bakteriuna. G: — Ætli þaö séu ekki 10—11 ár siöan ég byrjaöi aö spila. Fyrst var ég „caddy” hjá pabba og þaö má segja aö hann hafi ýtt á eftir manni. — 1 hverju er ánægjan viö golf- iökun einkum fólgin? — Fyrst og fremst er bæöi hollt og gaman aö vera úti. Þá er félagsskapurinn mikilvægur, en golfmenn halda mikiöhópinn, þaö eru þorrablót o.þ.h. skemmtanir á veturna. Keppnin er mikilvæg I golfinu, þú getur jafnvel keppt viö sjálfan þig. Þetta er svo fjölþætt iþrótt aö þú getur i rauninni bætt þig endalaust. Forgjöfin gerir þaö svo aö verkum aö allir geta leikiö og keppt saman. Þaö má heldur ekki gleyma þvi aö allir geta stundaö golf fram á gamalsaldur. — Okkur finnst aö golfiö sé alveg tilvalin fjölskylduiþrótt og viö byrjuöum bæöi aö leika meö okkar fjölskyldum. Golfbakterian er oftast svo skæö aö hún veröur aö hálfgeröu æöi innan fjöl- skyldna. ---------GOLF----------------- — En hvernig er aöstaöan til þess aö stunda Iþróttina hér á landi? A: — Þaö versta er hvaö timinn sem hægt er aö spila golf er stuttur, svona 4 til 5 mánuöir. G: — Aöstaöan er svona ágæt og alltaf skánandi. Veilirnir eru alltaf aö veröa betri og betri. A veturna reynir maöur aö slá i neti inni og jafnvel aö æfa sig I aö pútta á stofugólfinu. — Er mikill kostnaöur þvi sam- fara aö leika golf? — Já, stofnkostnaöurinn er talsveröur. Byrjandi getur þó keypt 1/2 sett fyrir um 100 þús, en slikt sett, notaö„kostar 60—70 þús. Ef menn eru haröir er hægt aö kaupa nýtt golfsett fyrir 1/2 miljón. Siöan er þaö klúbbgjaldiö, kúlur o.s.frv. Þaö er nánast hægt aö bæta endalaust viö græjurnar sinar. Viö erum þó alveg hætt sliku „fiffi”, sögöu þau Asgeröur Sverrisdóttir og Geir Svansson aö lokum. —IngH Þaö eru fagmannlegir tllburöir hjó sveininum Sigurþóri Sævarssyni. Hann var „caddy” hjá foreldrum sinum, Sevari Stfrensen og Guöfinnu Sigurþórsdóttur, á Opna GR-mótinu. Ferðist um ykkar eigin land Þægilega —ódýrt og áhyggjulaust Við bjóðum upp á 12 daga ferðir um byggð og óbyggðir íslands Kaldadal — Borgarf jörð — Skagaf jörð — Akureyri — Mývatn — Herðubreiðarlindir — öskju — Dettifoss — Ásbyrgi — Hljóða- kletta — Hveravelli — Kjöl — Kerlingaf jöll — Gullfoss — Geysi — Þórsmörk. Fullt fæði. Tjaldgisting. Kunnugur leið- sögumaður. Verð kr. 130 þús. Brottför 20.7. Upplýsingar Ferðaskrifstofa B.S.I. Umferöamiðstöðinni v.Hringbraut,sfmi 22300. Snæland Grímsson h.f. Ferðaskrifstofa — Hópferðabílar Símar 83351 - 75300 FILMUR DG VÉLAR S.F. Skólavörðustig 41 — Simi 20235 — 101 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.