Þjóðviljinn - 15.07.1980, Qupperneq 15
Þriðjudagur 15. juli '1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Ljósm. — gel.
frá
lesendum
Slæmt að eiga inni
peninga hjá ríkinu
Sigurlaug Jóhannesdóttir
hringdi:
— Það er sannarlega ekkert
gamanmál að eiga inni peninga
hjá rikinu. Þeir eru fljótir að
loka fyrir rafmagn og sima hjá
manni ef maður borgar ekki
sina reikninga á tilskildum
tima, en sjálfir draga þeir mann
endalaust á greiðslu fyrir vinnu
sem maður innir af hendi fyrir
þá.
Þannig er mál með vexti, aö
ég og fleiri héldum námskeið
fyrir kennara á vegum endur-
menntunardeildar. Námskeiðin
voru haldin fyrstu vikuna I júni,
og við höföum verið beðin um að
halda þau með næstum hálfs árs
fyrirvara. Við reiknuðum auð-
vitað meö að fá launin greidd i
siðasta lagi næstu mánaðamót á
eftir, en þvi var ekki að heilsa.
Viö fáum svo loöin svör, aö ég er j
ekki einu sinni viss um að við I
fáum þetta um næstu mánaöa-
mót.
Ég veit að það eru fleiri en ég
sem hafa reiknað með þessum
peningum og ráðstafað þeim.
Það er ekki einsog maður vaði
i seölum. Þessi dráttur hefur þvi
komiö sér afskaplega illa. Ekki
getur maður fengið pappir uppá
aö maður eigi peninga inni hjá
rikinu og borgað með honum
vixlana sem á mann falla. Mér
finnst það satt að segja ógeðs-
legt, aö hægt sé aö fara svona
meö mann.
— 1 Laugardalnum er lítið
býli, sem mér þykir mjög at-
hyglisvert fyrirbæri. Það er
áreiðanlega ekki viöa i borgum
af þessari stærð, sem hægt er aö
finna sveitabýli inni I miðri
borg, þangað sem hægt er aö
fara meö börn og sýna þeim
sveitastörf.
Mér skilst að gamli maðurinn
sem þarna býrhafiárum saman
staðiö i striði við yfirvöld um að
halda þessu býli. Nú er búið að
moka upp allt túniö hjá honum,
og skilst mér að verið sé að ræsa
fram dalinn, en varla getur það
verið bóndanum hagstætt á
þessum árstima.
Mér finnst að nær væri að
friöa þetta býli og gera eitthvað
fyrir bóndann, í staöinn fyrir að
rifa niður fyrir honum. Eftir
hans dag veröur áreiöanlega
hægt að finna fullorðiö sveita-
fólk sem vill setjast þarna að og
stunda búskap i Reykjavlk.
Ólaunuð hjálp
Sigriður hringdi:
— Mig langar til að koma
þeirri spurningu á framfæri við
borgaryfirvöld, hvort það sé
satt að konan sem heldur opnu
klósettinu I Grjótagötu 6 á
kvöldin og fram á nætur vinni
þetta starf sem sjálfboöaliði.
Unglingarnir á Hallærisplan-
inu eiga sterkt athvarf hjá
þessari konu, og geta leitað til
hennar frá kl. 11 til 2 eöa 3 eftir
miðnætti og fengið aöstoð, t.d. ef
þau meiða sig eða eru illa á sig
komin. Skiptir þá engu máli
hvort um stráka eöa stelpur er
að ræða, og hvort þau eiga
peninga. Gjaldiö er 50 krónur,
en það er ekki gengiö hart eftir
þvi ef krakkarnir eiga þær ekki
til. Þessi kona vinnur þarna al-
veg einstakt hjálparstarf, að
mér skilst i sjálfboöavinnu, og
peningarnir sem inn koma fara i
að kaupa það sem til þarf,
snyrtivörur og sjúkravörur.
Mér finnst að þetta starf þess-
arar ágætu konu ætti að meta að
veröleikum og launa. Það er
alltaf greint frá þvi sem miöur
fer, ef einhver gerir eitthvað af
sér, en um þetta er ekki talað.
Krakkarnir kunna þó svo
sannarlega að meta það að geta
jafnan flúiö til þessarar góðu
konu ef þau meiöa sig eða þurfa
á aðstoð að halda einhverra
hluta vegna.
Býliö í
Laugar-
dalnum!
Lesandi hringdi:
Sumarleyfissaga
Útvarp
U!? kl. 9.05 ’
Asa Ragnarsdóttir leikari
byrjar i dag að lesa söguna
„Sumar á Mirabellueyju”
eftir Björn Rönningen I
þýðingu Jóhönnu Þráins-
dóttur. Björn þessi er norskur
rithöfundur, sem hefur skrifaö
mikið fyrir börn, og hafa
sögur hans verið fluttar i út-
varp og sjónvarp i Noregi.
„Sumar á Mirabellueyju”
er sumarleyfissaga af bestu
gerð, spennandi, skemmtileg
og oft full af ljóðrænu, — sagði
Gunnvör Braga, þegar við
spurðum hana um söguna. —
Söguhetjurnar eru Maria, 11
ára, Jeppi bróðir hennar, 6
ára, og foreldrar þeirra.
Mamman er rithöfundur og
gleymir sér ööru hverju við
skriftirnar, og þá er það pabb-
inn sem þvær upp og eldar og
gerir það sem þarf. Þau eru i
sumarleyfi á eyju i norska
skerjagarðinum. Þar er lika
önnur fjölskylda, og við sögu
kemur kaupsýslumaður sem
sér að eyjan er gulls Igildi og
vill reisa þar hótel, en kemst á
þá skoðun að betra sé að leyfa
eyjunni aö vera einsog hún er.
—ih
Minmngar Einars
Útvarp
kl. 10.25
— Einar Jónsson mynd-
höggvari skrifaði tvær bækur,
„Minningar” og „Skoðanir”,
og við ætlum að lesa nokkra
valda kafia úr þeirri fyrr-
nefndu, — sagði Agústa
Björnsdóttir, stjórnandi þátt-
arins „Aður fyrr á árunum”.
— Hulda Runólfsdóttir frá
Hlið I Gnúpverjahreppi les
kafiana, sem fjalla um
bernskuár Einars i Galtarfelli
i Hrunamannahreppi og um
dvöl hans i Hlið á unglingsár-
unum. Henni er efniö nærtækt,
þvi hún man eftir Einari og
heimsóknum hans að Hlið.
Þá les Hulda einnig kvæöiö
„Hnitbjörg” eftir Guðmund
Friðjónsson frá Sandi. Það
kvæði fjallar um listaverk
Einars og var ort 1922, ári áö-
ur en Listasafn Einars Jóns-
sonar var opnaö i Hnitbjörg-
um. —ih.
barnahArnið
Hugsunar-
yiilur
Hér fara á eftir f jórar
örstuttar sögur, sem
allar eru á einhvern hátt
rangt hugsaðar. Sjáið
þið hvað er bogið við
sögurnar?
1. Maður nokkur lauk
bréfi til kunningja síns
með þessum orðum:...
en ef þú færð ekki þetta
bréf, þá láttu mig bara
vita og ég verð að skrifa
þér aftur. Þinn
Brandur.
2. Maður nokkur
vaknaði um miðja nótt
og heyrðist eitthvert
þrusk vera f yrir f raman
hurðina.
— E r þa r n a
nokkur? — kallaði hann.
— Nei, — var svarað
fyrir framan.
— Það er ágætt, þá get
ég sofið rólegur.
3. Bakari nokkur sagði
við kunningja sinn, sem
var að tala um hvað
hann seldi ódýrt:
— Já vinur minn, ég
sel hvert brauð fyrir
lægra verð en það kostar
mig að baka þau, en
vegna þess hvað ég sel
mörg, þá græði ég þó
nóg handa mér og mín-
um.
4. Það var barið að
dyrum hjá séra Bjarna.
Dóttir hans kom til dyra.
Roskin kona stóð fyrir
utan dyrnar og spurði
hvort séra Bjarni væri
heima. Dóttir hans kvað
það ekki vera, en spurði
hvort hún gæti ekki
skilað neinu.
Stultur einsog þessar er
ekkert sérlega erfitt að
smíða. Allt sem til þarf
eru tvö löng kústsköft úr
tré og tveir þríhyrndir
kubbar, sem skrúfaðir
eru á sköftin í mátulegri
hæð. Spyrjið fullorðna
fólkið heima hjá ykkur
hvort það nenni ekki að
hjálpa ykkur, og svo
getið þið æft ykkur í að
ganga á stultum einsog
spænsku trúðarnir á
Listahátiðinni!
— Jú, — svaraði
konan, — biddu prestinn
að líta inn hjá mér ein-
hvern næstu daga.
— Hvar er það, og
hvað heitir þú? — spurði
dóttir prestsins.
— Presturinn þekkir
mig svo ve1, sagði kon-
an, og veit hvar ég á
heima, svo ég þarf
ekkert að útskýra það
nánar.