Þjóðviljinn - 20.07.1980, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 19.—20. Júll.
HELGIN 19.—20. júll. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Grænlenski leikflokkurinn Tukak, sem vakift hefur mikla athygli vlöa um lönd, kom fram
siðasta kvöldiö I gervum illra anda. Þeyttust þeir vitt og breytt um salinn og umturnuðu
samkomunni.
Séð yfir ráðstefnusaiinn.
Borið undir atkvæði.
Hans Pavia Rosing, forseti Alisherjarráðs Inúita hefur orðið. Við hlið hans sitja Robert
Petersen, yfirmaður Inuit Institut l Nuuk og Lars Chemnitz, formaður Atássut-flokksins á
Grænlandi.
Kanadfskar stöllur syngja hefðbundna
koksöngva.
VIÐ
Alaskaínúit endurvakti dans „angakoksins”,
hins andlega leiðtoga Inúita I „heiðni”.
»
Trommudans frá Austur-Grænlandi. Fyrr á árum gegndi þessi siður mikilvægu hlutverki I
samfélaginu. Þá gerðu menn út um deilumál sin með mannjöfnuði á almannafæri, sungu
niövlsur hver um annan og ýktu einkenni andstæðingsins með hinu hræðilegasta látbragði.
Sá bar sigur úr býtum sem betur gekk að kitla hláturstaugar áhorfenda.
EIGUM OKKUR
Ljósm. —
texti
Halldór
Stefánsson
Uans „Angakoksins” Þannig feröaðist hann á fund móður hafsins til þess að blíöka hana.
SÉRSTAKA
r
A hverju kvöldi
meðan á ráðstefnunni
stóð voru haldnar
menningarvökur,
og er þessi mynd
ásamt fleirum hér
i opnunni frá þeim.
SOGU.MENMNGU OG FOSTURJORÐ
Nýir timar
I upphafi slðasta áratugar, er
ollulindir fundust I Alaska og
Bandarlkjastjórn og oliuauö-
hringar ráðgerðu nýtingu þeirra,
bundust Inúitar þar nyrðra (þjóð-
flokkarnir: Sugþiaq, Yupik og
Inupiaq, samtals 32 þús. Ib.)
landssamtökum til þess að verja
hefðbundin lándsréttindi sln. Eft-
ir langt þóf samdi Nixonstjórnin
við Alaska-Inúlta áriö 1971.
Samningarnir, sem þóttu mikill
sigur innfæddra, staðfestu
ótvlræðan eignarrétt þeirra á
hefðbundnum veiðilendum, sem
ná yfir 11% af öllu landi fylkisins
(tvöföld stærð Kaliforniu að flat-
arm.). Auk þess skyldi veita þeim
hart nær einn miljarð U.S.-dala i
efnahagsaðstoð til félagslegrar
uppbyggingar. Við það tækifæri
voru stofnsett 12 sameignafélög
(corporations) á hinum mismun-
andi svæðum Inúlta, til þess aö
skipuleggja landnýtingu og stýra
fjárfestingum. Eitt þeirra er
sameignafélagið North Slope
Borough i N-A-Alaska, sem hvað
mest orö hefur farið af undir
stjórn Inúksins Eben Hobson,
bæjarstjórans I Point Barro». Ar-
ið 1975 var haldið stórþing I Port
Alberni I bresku Koiombtu I
Kanada. Þangað komu 52 fulltrú-
ar Indlána Suður-Mið- og Norður-
amerlku, Inúítar frá Alaska,
Kanada og Grænlandi, fulltrúar
Sama og frumbyggjar Astrallu og
Nýja-Sjálands og stofnuðu Heims-
ráð Frumbyggja (World Council
of Indigenous Peoples), til þess að
vinna að baráttumálum frum-
byggja hinna ýmsu heimshluta.
Samtök þessi hafa slöan fengiö
sérstaka aðild aö Sameinuðu
Þjóöunum og gefið nokkurt fyrir-
heit um pólitiskt bolmagn. Hitt
hefur þó sýnt sig, aö óllkar að-
stæður frelsis og jafnréttisbar-
áttu frumbyggjanna hafa torveld
að þeim sameiginlegar aðgerðir,
sem takmarkast hafa af þeim
sökum við flatneskjulegar yfir-
lýsingarog góðan vilja. óravegur
er milli baráttuaðferða Indlána
Suð- og Miö-Amerlku, þar sem
réttlæti viröist hvergi vaxa nema
fram ur byssuhlaupinu og frum-
byggja á landsvæðum lýöræðis-
rlkjanna, þar sem almennings-
álitið og samningsleiðin reynast
oftast mikilvirkust.
Fyrsta þing Inúita
1 anda Heimsráös Frumbyggja
hófst Ebcen Hobson bæjarstjóri I
Point Barrow handa við að undir-
búa stofnun Allsherjarráðs Inúlta
(Inuit Circupolar Conference eöa
I.C.C.), sem skyldi beita sér fyrir
raunverulegu samstarfi á sviði
menningarmála, umhverfis-
verndar og jafnvel efnahags-
mála. Að því málefni vann hann
mikið starf og nýtur I dag viöur-
kenningar Inúita sem frumkvöð-
ull samtakanna.
Fyrsta þing Allsherjarráðs
Inúíta (I.C.C.) var haldið I Point
Barrow áriö 1977. Þar þinguöu
Inúltar fyrsta sinn eftir að Knud
Rasmussen og félagar rufu alda-
langt sambandsleysi þessara
frændþjóða með V. Túle-leiö-
angrinum árið 1921. Kosnir
fulltrúar Alaska Inúlta, Kanada
Inúlta (Inuit og Inuvialuit, alls
22.700 Ib.) og grænleskra Inúlta
(Kalaallit, 43 þús. ib.) reifuöu á
vikulangri ráöstefnu helstu sam-
eiginleg stefnumið sln. Mikilvægi
þess atburöar var öllum ljóst og
náði langt út fyrir ramma þeirra
tuttugu og einnar samþykktar,
sem þar voru gerðar. A þinginu
var fjallaö um landsréttindi
frumbyggja heimskautaland-
anna, umráðarétt Inúita yfir lif-
andi sem dauðum náttúruauð-
lindum landa sinna, mengunar-
hættu, sem viðkvæmri heim-
skautanáttúrunni stafar af ollu-
vinnslu, rannsóknir og samræm-
ingu á sviði dýraverndunar. Auk
þess voru lögð drög aö samvinnu
um mennta- og menningarmál,
þá einkum málvernd, sem er
brýn nauösyn, svo sem I Alaska,
þar sem þriðjungur Inúlta hefur
þegar glataö móðurmálinu. Að
lokum var kosin nefnd, sem vinna
skyldi að gerð stofnskrár fram aö
næsta þingi. Liðu svo þrjú ár.
I.C.C. — ’80, Nuuk.
Dagana 28.júnl til 1. júli sl. var
loks haldiö 2. þing Allsherjar-
ráös Inúita (I.C.C.) I Nuuk
(Godtháb) á Grænlandi. Gest-
eiafinn bessu sinni var hin nýja
grænlenska heimastjórn, og for-
maður hennar, Jonathan
Motzfeldt, hélt setningarræðu
þingsins. Átján kosnir fulltrúar
Inúíta frá löndunum þremur, er
komið höfðu saman I Point
Barrow, komu til stefnu. Enginn
fulltrúi kom frá Slberlu, þó boðnir
væru, en þar þrlfst rúmlega
þúsund manna, aö þvl er virðist
heilsteypt, Inúltsamfélag.
Auk kosinna fulltrúa sóttu
þingið 250 gestir, áheyr-
endafulltrúar og emb-
ættismenn. Stjórnir Bandarlkj-
anna og Kanada sýndu ráð
stefnunni feimnislausan áhuga,
enda mikilla hagsmuna að gæta.
12 há-embættismenn og sérfræö-
ingarvoru sendirá staðinn. Danir
komu þar hvergi nærri, líklega af
kurteisi við grænlensku heima-
stjórnina. Hinir 54-ir málsvarar
Inúlta höfðu einir atkvæðisrétt og
málfrelsi á þinginu og opinber-
lega áttu umræöur aö fara fram á
Inúítmáli, þótt oft væri gripið til
enskunnar, þegar á hólminn var
komið. Skyldi engan undra mis-
munandi þróun á málýskum I
þessum heimshluta, þegar haft er
I huga strjálbýlið og vegalengd-
irnar. En tungumálaþröskuldar
voru allir yfirstignir með sóma.
Allt skipulag ráðstefnunnar var
með besta (vestræna) móti. Hver
þátttakandi fékk I slnar hendur
lltiö hlustunartæki, sem réði yfir
fimm túlkunarrásum, — einni á
ensku og fjórum á Inúítmállýsk-
um. Þingið var haldiö I Kennara-
skólanum í Nuuk og þar sváfu
gestir I heimavistinni, átu I mötu-
neytinu og þinguöu i hátfðarsaln-
um.
Fyrstu tvo dagana var nær ein-
göngu fjallað um drög að stofn-
skrá samtakanna. Þær umræöur
fóru að mestu fram fyrir luktum
dyrum, án þátttöku gesta, til þess
að forðast aö upp væri blásinn
viss ágreiningur um þau mál. A
morgni hins þriðja dags var
samþykkt stofnskrá, en gildis-
töku hennar var frestað um tvö ár
aö beiðni Kanada-Inúita. Staöa
þeirra innan rikisheildarinnar I
Sambandslýöveldinu Kanada er
enn óljós og samningar við rlkis-
valdið um landsréttindi standa
fyrir dyrum.
Stefnuskráin
í helstu formsatrið
um tekur sú stefnu
skrá, er samþykkt
var mið
af Norðurlandaráði, og hún hefst
á þessum orðum:
„Hér með kunngjörist:
Að viö Inúltar erum frum-
byggjar og eigum okkur sérstaka
sögu, menningu og fósturjörð.
Aö þau heimskautasvæði, sem
viö byggjum og nýtum spanna
yfir pólitlsk landamæri.”
Siðar i stofnskránni er greint
frá helstu markmiðum Alls-
herjarráös Inúíta (I.C.C.), en þau
snúa að menningarmálum,
náttúruvernd og eftirliti með auö-
lindavinnslu. Hlutverk Alls-
herjarráðsins felst I gerö stefnu-
markandi samþykkta um þessi
mál og önnur hagsmunamál
Inúlta. Þá var kosin fram-
kvæmdanefnd, skipuð tveimur
fulltrúum frá hverju landi auk
forseta. Þrjátlu og fimm ára
Grænlendingur, Hans Pavia Ros-
ing, hlaut einróma kjör I forseta-
stól. Framkvæmdanefndin, sem
kosinvar til tveggja ára, skal
koma samþykktum Allsherjar-
ráösins I verk.
Eftir kosningar var þingheimi
skipt I 7 starfshópa, sem fjölluöu
daglangt um hin ýmsu málefni.
Afraksturinn varð fjöldi tillagna,
sem lagðar voru fyrir sameinað
þing.þar semkrafist
var einróma atkvæöis
allra kosinna fulltrúa I
hverju máli.Þrjátlu og átta sam-
þykktirhlutu bannig gildistöku og
kenndi margra grasa. Eftir-
farandi má telja markverðast:
Tillögur þingsins:
1. Stofnun alþjóðlegrar
Inúitamennta- og menningar-
málanefndar (Inuit Nunaanni
Ilinniartulirijit), sem vinna skal
að varðveislu og kennslu á siöum
og venjum Inúlta, — gæta þess að
verðmætin týnist ekki milli kyn-
slóða. 1 þvi skyni á aö styrkja og
efla öldungaráðin, sem þekkjast
víöa í landi Inúíta. Auk þess aö
skipuleggja sögurannsóknir og
fjölmiölasamstarf, skal nefndin
sjá um þann undirbúning, sem er
talinn nauðsynlegur svo innleiða
megi samræmt ritmál meðal
þessara þjóða. Hún skal einnig.
rannsaka möguleika á stofnun
Inúftaháskóla.
2. Þá veröi þeim eindregnu til-
mælum beint til ríkisstjórna
Inúltlandanna, að samstillt átak
allra sé nauösynlegt, I beinu sam-
ráöi og samvinnu við fulltrúa
Inúita, til þess að skipuleggja
mengunarvarnir á heimskauta-
svæðunum. Allt rannsóknarstarf
á því sviði krefst fullrar þátttöku
Inúíta.
3. Ennfremur aö Allsherja»áöið
krefjist þess, að ráöageröum oliu-
auðhringsins Petro-Canada
(þekk t u ndir nafninu:, ,The Arctic
Pilot Project) um aö vinna jarð-
gas á Melville-eyju verði frestað
um óákveðinn tíma. Allt þar til
geröar hafa verið nauösynlegar
rannsóknir á þeirri vistfræðilegu
röskun, sem siglingar risa-tank-
skipa og Isbrjóta gegnum Isbreið-
ur Norðursins hafi á afkomu
veiðimannasamfélaganna I Túle
á N-Grænlandi og við Lancaster
Sound f Kanada.
4. Að stöðvuö verði öll vinnsla á
landsvæðum Inúita, sem tengd er
kjarnorkuiðnaði. Þar er átt viö
vinnslu uraniums, thoriums og
lithiums og annarra skyldra efna.
5. Aö Inúltar krefjist þess aö hafa
hönd I bagga með öllum þeim
þróunarog skipulagsmálum, sem
unnin eru á þjóölegum eöa alþjóð-
legum vettvangi og snerta þau
lönd, sem Inúítar hafa byggt og
nýtt frá ómunatiö. Allar ráða-
geröir, er það snerta, veröa að
Iryggja forgang aðalatvinnuvega
Inúlta og náttúruverndarsjónar-
miöa.
6. Aö Allsherjarráðið lýsi yfir
stuðningi við núverandi beina
aöild Grænlands aö Alþjóðlega
Hvalveiðiráðinu, sem annar
tveggja fulltrúa Inúlta á þeim
Alaskafrú sýndi nýjustu vetrarklæöin.
Grænlenski kórinn Erinarsortarut NIPE söng og dansaöi, klædd grænlenska þjóöbúningn-
um. Söngmennt góö og almenn sönggleöi er eitt aöalsmerkja Grænlendinga.
vettvangi. Sá stuðningur endur-
speglar áhyggjur Inúit-hval-
fangara af hótunum úr búöum
Efnahagsbandalags Evrópu um
að svifta Grænland aöildinni.
7. Að unniöverði að fullri alþjóð-
legri viöurkenningu hefðbund-
inna hvalveiða Alaskainúlta og að
auka skilningá þeim grundvallar
mun, sem skilur aö lögmál ár-
þúsunda gamals sjálfsþurfta-
búskapar, þar sem maður og dýr
eru tengd órofaböndum, — og
hinna „köldu” veiðihátta stór-
iðnaðarins, sem vissulega stofni
tegundunum I hættu. Allsherjar-
ráðið mælist til þess, að komið
veröi I veg fyrir, að Alþjóða
Hvalveiðiráðið fái hamlað gegn
heföbundnum hvalveiöum I
Alaska með einhvers konar sam-
þykktum á þingi sinu i Brighton á
Englandi 21. júll næstkomandi.
8. Aö rannsakaður veröi grund-
völlur samvinnu milli Inúlta á
sviði efnahagsmála.
9. Að athugaðir skuli rekstrar-
möguleikar Inúlt-flugfélags, sem
héldi uppi reglubundnum sam-
göngum milli Inúitbyggða land-
anna þriggja.
Leikslok
Umræöur og atkvæðagreiðslur
um tillögurað samþykktum dróg-
ust mjög á langinn siöasta dag
þingsins. Er 38-undu og slöustu
samþykktínni var jánkað með
upplyfting 54-urra handa, var
klukkan orðin 0:1 eftir miðnætti.
Þá var tekiö að sllta fundi og var
likt eins og það vekti Inúlta upp af
slæmum evrópskum draum-
förum. öll hegöan og látbragð
fundarmanna breyttist. Orðið
gekk hratt, vítt og breitt um sal-
inn. Menn heldu stuttar, and-
rtkar og laggóðar skjallræöur
hver um annan og ráðstefnuna I
heild. Gamall hvalfangari og
höfðingi frá Point Barrow sagðist
vera prestbyterian, vitnaði I guð
almáttugan og vaö viöstadda að
biðja fyrir frændum sinum i
Slberfu, sem kramdir væru lon og
don í heljargreipum kommún-
ismans. Þá stakk Kandalnúk
uppá, að fundarmenn samein-
uðust f hljóðri bæn, svo sem siður
væri við hver fundarlok I sinni
sveit. Svo var gert með almennri
þátttöku og mikilli andakt, enda
stendur trúarlif I einstökum
blóma vlðast hvar meöal Inúlta.
Þá var dreift fjölprentuðu ljóði
eftir einn grænlensku fulltrúanna,
Uvdloránguak Kristiansen, sem
sungið var kröftuglega. Þaö var
söngur Allsherjarráðs Inúlta. Þvi
næst innsigluöu húrrahróp og
handbönd leikslok.