Þjóðviljinn - 20.07.1980, Page 19
HELGIN 19.—20. júll. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Eigum við að fara á rúntinn
uœSMMU
en ég hef nægan tlma
Jóhann ætlaöi i Landdsbankann á
horni Austurstrætis og Pósthús-
strætis. Eins og sést á myndinni
er upp nokkrar tröppur aö fara en
Jóhann lét þaö ekki aftra sér.
Hann treysti á hjálpsemi
náungans. „Nú, þessi er eitthvaö
aö fiýta sér”, hugsar Jóhann, ,,ég
biö bara hins næsta”.
..Hvursiags snarkast er á þessum. Ætiar hann aö ryöja mér um koll.
Ekki má hann vera aö þvi aö liösinna mér. Ojæja, nóg er af fólkinu
samt.”
t sjö minútur beiö Jóhann utan viö bankann og
enginn leit viö honum. Reyndar virtist fólkiö
sem framhjá gekk foröast aö llta I áttina til hans
og enginn gaf sig á tal viö hann og enginn
spuröist fyrir um feröir hans né bauö honum aö-
stoö þar til....
„Hérna var maður nú alltaf að flækjast áður fyrr",
sagði Jóhann, þegar hann kom niður í Austurstræti, ,,en
hingað hef ég ekki komið síðan þetta varð göngugata".
Jóhann byrjaði f erð sína á horninu hans Öla blaðasala.
Hefði hann átt erindi í apótekið er allt eins víst að það
hef ði orðið tafsamt. Reyndar hefði hann alls ekki komist
þar inn,því að dyrnar eru aðeins 70 cm. breiðar og það er
of þröngt fyrir hjólastól.
Við ætluðum að sjá hvernig fólk brygðist við að sjá
mann í hjólastól úti á götu. Jóhann ók fyrst að bókaversl-
un Sigfúsar Eymundssonar, en komst ekki inn vegna
smámishæðar. Hann stóð utan við dyrnar æðistund og
gerði ítrekaðar tilraunir til að komast inn. Margir gengu
framhjá en liðsinntu honum ekki,þar til Svíar tveir áttu
leið um og buðu honum strax aðstoð sína.
Næst fór hann að dyrum Otvegsbankans handan göt-
unnar og þar endurtók sagan sig,nema nú var það ekki
útlendingur sem hjálpaði uppá sakirnar heldur kunningi
Jóhanns. Siðast fór Jóhann að dyrum Landsbankans þar
sem tröppurnar eru allháar og þar mátti hann bíða lengi
aðstoðar eins og kemur fram í myndatexta. Svo virtist
sem vegfarendur forðuðust að líta í áttina til Jóhanns.
Hins vegar gjörbreyttist viðmótið um leið og einhver fór
að aka hjólastólnum og bera sig við að koma honum í
áfangastað. Þá voru 100 hendur á lofti reiðubúnar til að-
stoðar. —hs.
Kunningi hans og fyrrum verkstjóri gekk fram-
hjá. Hann bauöst strax til aö hjálpa honum og
þarna er hann aö viröa fyrir sér aöstæöur. Ekki
treysti hann sér til að bera Jóhann einn upp
tröppurnar en fór aö sækja kunningja sinn sem
var þarna nærstaddur.
Og nú stóöekki á hjálpsemi vegfarcnda. AHir vildu hjálpa manninum I hjólastólnum.