Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. júli 1980
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgófufélag ÞjóBviljans
Framkvœmdastjóri: EiBur Bergmann
RiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblabs: Þórunn Siguröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Afgrelbslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefónsson, Guöjón Friöriks-
son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjornsdóttir.
Skrifstofa .Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla:Kristin Pétursdóttir, Bóra Halldórsdóttir, Bóra Siguröardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bóröardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pólsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaþrent hf.
Sjónarspil
vs!
# Frá því að nýir herrar tóku við Vinnuveitendasam-
bandi íslands hefur það orðið hávaðasamara og fyrir-
ferðarmeira en áður án þess að vegur þess haf i aukist að
isama skapi. Það bylur hæst í tómum tunnum og fyrir-
gangur framkvæmdastjóra VSI í f jölmiðlum dylur það
ekki til lengdar að frá forystuklíku atvinnurekenda er
einskis að vænta nema útúrsnúninga og biðleikja.
# Innan Vinnuveitendasambandsins fer óánæg jan með
hina nýju forystu mjög vaxandi og liggur hún undir
gagnrýni fyrir að fara eigin leiðir án samráðs við aðila
sambandsins. Lítill einangraður kjarni sem nú hefur öll
tök á samtökum atvinnurekenda telur sig geta f arið sínu
fram, og er þá ekki endilega að hugsa um hag félags-
manna heldur ekki síður og kannski fyrst og f remst um
úrslit þeirra skáka sem nú eru tefIdar innan Sjálfstæðis-
flokksins um forystuna þar.
# Sjálfur framkvæmdastjóri VSI er oft nefndur í
tengslum við hugsanleg forystuskipti innan Sjálfstæðis-
f lokksins og vissulega hlýtur staða hans í þeim barningi
að metast í Ijósi þess hvernig honum tekst að nýta stöðu
sína til þess að koma höggi á ríkisstjórnina og alþýðu-
samtökin.
# En eins og mál standa í dag hefur forystukjarni VSí
rækilega afhjúpað að honum er engin alvara að koma á
samningum. Flestir sæmilega skynugir menn hljóta því
aðdraga þá ályktun að meðan svo sé ástatttjói litt að sóa
tíma í samningaviðræður við útúrdúramenn. Morgun-
blaðið hneykslast hinsvegar yfir því að ASi-menn og
sáttanefnd skuli ekki halda áfram að berja höfðinu við
steininn, og bregst ekki ályktunarhæf nin i því f remur en
öðru þessa dagana.
# Svo sligaðir eru atvinnurekendur nú af formlegheit-
um að í hvert skipti sem hafist hafa viðræður um eitt-
hvert afmarkað atriði í samningunum, hafa þeir óðar
settaðskilyrði að það verði ekki rætt frekar nema önnur
atriði séu höfð undir samhliða. Hafi ASí ætlað að koma
til móts við VS( tam með því að ræða röðun í launa-
flokka, hafa atvinnurekendur byrjað að tala um verð-
bótakerfið, og sé allt rætt í einum graut, hengja VSÍ-
menn hattsinná þaðað Alþýðusambandiðskuli leyfa sér
að tala við Vinnumálasamband samvinnufélaganna.
# Þrátt f yrir f jölmiðlahávaða sjá allir i gegnum svona
stráklingslegar leikfléttur af hálfu atvinnurekenda, og
þar sem um alvörumál er að ræða var það hárrétt hjá
sáttanefnd ríkisins að beita sér fyrir sérviðræðum milli
Alþýðusambandsinsog Vinnumálasambandsins. Þaðer í
alla staði eðlilegtaðslíkar viðræður eigi sér nú stað milli
tveggja sjálfstæðra samningsaðila, sem Vinnuveitenda-
sambandið hef ur hreint ekkert forræði yf ir. Sérstaklega
vegna þess að leiðir VSí og VMSS virðast ekki liggja
samsíða eins og oft áður, og forráðamenn Vinnumála-
sambandsins hafa sýnt að þeim er í mun að koma á
samningum.
# Ekkert skal á þessu stigi sagt um likindin til þess að
samningar náist á þessum vettvangi. A samningssviði
Vinnumálasambandsinser mjög hátt hlutfall lægst laun-
aða fólksins í landinu. Kröfurnar um stórbættan hlut
verkafólks í verksmiðjuiðnaðinum eru nú eindregnari en ,
nokkru sinni fyrr á sama tíma og Iðnaðardeild Sam-
bandsins telur sína stöðu til samninga afar erf iða. Jafn-
Ijóst er að eigi iðnaðurinn að verða sá vaxtarbroddur at-
vinnulífsins sem mestar vonireru bundnar við hlýtur að
verða að bæta kjör starfsfólks innan hans.
# Hér er vandi á ferðum sem stjórnvöld geta ekki ver-
ið afskiptalaus um, og gæti því komið til kasta þeirra að
greiða götu samninga, áður en langt um líður. A herðum
Alþýðusambands íslands hvílir sú skylda að reyna til
þrautar allar leiðir til samninga, og meðan Vinnuveit-
endasambandið er rígfast í eigin samningaflækjum, er
sú leið ein fær sem stendur að ræða við Vinnumálasam-
bandið.
— ekh
Hverjir eru sannir og hverjir ekki sannir SjálfstæOismenn?
Hvaö skyldi fuglinn á bak viö þessa tvo þungbúnu herramenn á
myndinni eiga vantalaö viö Geir Hallgrimsson?
Meðan fuglar
syngja
Svo illa virðist nú komiö fyrir
Sjálfstæöisflokknum, aö hann
geti meö engu móti hreyft sig
eitt hænufet aftur á bak, áfram
eöa Ut á hliö án þess aö innan-
meinin blasi viö allra sjónum.
A sunnudaginn var efndi
stærsta flokksfélag Sjálfstæöis-
flokksins, Landsmálafélagiö
Vöröur i Reykjavlk, til sinnar
árlegu sumarferöar. Fátt er
betur til þess falliö aö efla meö
mönnum samheldni og bróöur-
hug en einmitt samvera úti I
náttúrunni þegar sólin skin og
fuglar syngja.
Engan þarf þvi aö undra, þótt
þeir sem áhuga hafa fyrir
sáttum innan Sjálfstæöisflokks-
ins legöu til aö bæöi Geir
Hallgrimsson, formaöur flokks-
ins og foringi stjórnarandstöö-
unnar, og Gunnar Thoroddsen,
varaformaöur flokksins og for-
sætisráöherra, yröu fengnir til
aö halda ræöur I Varöarferöinni
I ár. Og sllk tillaga var einmitt
flutt I undirbúningsnefnd
feröarinnar.
En vei, — haföi ekki Geir
I Hallgrlmsson sagt I sinni
■ harmatölu á Bolungavlkur-
I mölum, aö nú yröi aö draga vlg-
I ltnu innan Sjálfstæöisflokksins
milli réttlátra og ranglátra,
milli sannra Sjálfstæöismanna
og svo hinna sem I raun eru
erindrekar óvinanna, þótt boriö
hafi sauöargæru Varðarfélags-
ins, máske í mannsaldur.
Geir og hans
minnstu brœður
Og feröanefndin gekk á fund
Geirs Hallgrfmssonar til aö
spyrja hann ráöa I sfnum mikla
vanda. Þarna var komin tillaga
um aö fá hann Gunnar Thorodd-
sen til aö halda ræöu I sjálfri
Varöarferöinni, — jafnvel hætta
á aö hann tyllti sér á sama
steininn eöa sömu þúfuna og
sjálfur Geir. — Hvaö var nú til
ráöa? Hvaö á aö gera viö svona
tillögu ?
Og Geir Hallgrímsson, for-
maöur Sjálfstæöisflokksins og
foringi stjórnarandstööunnar,
horföi hinum alvarlegustu
augum á sina minnstu bræöur I
ferðanefndinni og látum nú
Morgunblaöiö greina frá dóms-
oröi flokksformannsins I þvl
mikla og erfiöa vandamáli,
hvort leyfa ætti varaformanni
Sjálfstæöisflokksins aö segja
nokkur orö undir berum himni.
Sú rétta gagn-
rýni og hin
óviðeigandi svör
1 Morgunblaöinu á sunnudag-
inn var, sama dag og Varöar-
feröin var farin, segir orörétt:
,,Þá haföi Morgunblaöiö sam-
band viö Svein H. Skúlason,
framkvæmdastjóra Fulltrúa-
ráös Sjálfstæöisfélaganna I
Reykjavfk, sem starfaö hefur
meö nefndinni aö undirbúningi
Varöarferöarinnar, og sagöi
hann, aö Geir Hallgrimsson
heföi út af fyrir sig ekkert haft
viö þaö aö athuga, aö Gunnar
Thoroddsen talaði I þessari ferö,
en hins vegar heföi hann vakiö
athygliá þvl, aö búast mætti viö
aö I ræöu sinni gagnrýndi hann
stefnu og störf rlkisstjórnar-
innar. Þaö gæti veriö óviöeig-
andi, ef Gunnar Thoroddsen
notaöi ræöutima sinn I Varöar-
feröinni til þess aö svara þeirri
gagnrýni.aö gera þessa sumar-
ferö Varöar aö vettvangi fyrir
deilur um þessi mál.”
Engum sögum fer af þvl hvort
hinir minnstu bræöur Geirs
Hallgrlmssonar, þeir I feröa-
nefnd Varöar, gengu glaöir eöa
hryggir af fundi formanns slns,
en dómsorö hans höföu þeir
heyrt og auövitaö fóru þeir eftir
þvl.
Bak við byrgða
glugga
Þaö er nefnilega ekkert nema
gott um þaö aö segja aö for-
maöur Sjálfstæöisflokksins
gagnrýni varaformann Sjálf-
stæöisflokksins I Varöarferö, en
ef varaformaöurinn skyldi nú
taka uppá þeim fjanda aö svara
þeirri gagnrýni á sama vett-
vangi, þá er þaö „óviöeigandi”!
Alveg sérstaklega er nauö-
synlegt aö formaöurinn fái
aö gagnrýna varaformanninn
án óviðeigandi truflana af hálfu
--------------03
þess síðarnefnda þegar fólk
safnast saman I sól og bllöu úti I
náttúrunni viö fuglasöng og ilm
jaröarinnar. Sök sér væri hitt aö
varaformaöurinn fengi aö segja
nokkur orö lokaöur inni I húsi,
helst þá litlum sal, þar em
vandlega væri búiö aö byrgja
alla glugga.
Svona er hiö æösta lýöræöi, en
þaö þekkja aöeins sannir Sjálf-
stæöismenn og þeirra allra
nánustu.
Ekki komast
allir á kirkjugarðs-
ballið í haust
Gunnar Thoroddsen hefur aö
vísu veriö f Varöarfélaginu I svo
sem 50 ár, en nú er upp komiö aö
hann hefur vlst aldrei veriö
sannur Sjálfstæöismaöur,
heldur úlfur I sauöargæru.
Gunnar Thoroddsen hefur fariö
I margar Varöarferöir um dag-
ana og sú var tiö aö hann þótti
jafnvel boölegur ræöumaöur á
þeim vettvangi, en hverful er
heimsins dýrö. Varðarferöir
Gunnars Thoroddsen meö Geir
Hallgrlmssyni veröa máske
ekki fleiri. Þó kann svo aö fara
aö Gunnar komist enn I Varöar-
ferö, en þá veröi þaö Geir sem
sitji heima. — Þaö komast
nefnilega ekki allir á kirkju-
garösballiö I haust, sem ætlubu
sér þaö I vor. Og hvaö þá um
landsfund Sjálfstæöisflokksins?
Hitt væri heimsfrétt, ef þeir
Gunnar og Geir ættu eftir aö
sjást sitja báöir á sama
steininum. k.
skorið