Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. júli 1980 Allt á núll- piinkti í leikKR og Þróttar 1 hjörtum margra Vestur- bæinga vöknuöu miklar vonir þegar KR-ingar gjörsigröu forystuliö Fram á dögunum og blönduöu sér um leiö i baráttuna um Islandsmeistaratitilinn. Nú er aö sjá sem þetta hafi veriö fals- vonir þvi KR-ingar hafa alls ekki náö sama klassa i spili og gegn Fram. A sunnudaginn léku KR- ingar viö Þröttara á Laugardals- vellinum er vlst óhætt aö segja aö þar hafi allt veriö á núll- punktinum. Mörkin voru engin skoruö og marktækifæri sárafá. Bæöi liöin hurfu á braut meö eitt stig, Þróttarar eiga erfiöa stööu aö verja á botni deildarinnar og KR-ingar geta sagt aö eitt stig sé betra en ekkert, þó bæöi liöin komi til meö aö gleyma þessum leik fljótt. Þróttarar áttu meira I fyrri hálfleik og áttu nokkur slöttungs góö marktækifæri sem ekki nýttust. í siöari hálfleik var lognmollan öllu yfirsterkari. Virtust leik- menn hafa öllu meiri áhuga á aö ljúka leiknum heldur en aö spila hann og þvi var þaö fátt sem gladdi augaö. Hættulegust tæki- færin áttu þeir Sverrir Herberts- son fyrir KR og Páll Ólafsson fyrir Þrótt. Hann var bestur I liöi Þróttar, fljótur leikmaöur og ákveöinn.en hjá KR var meöal- mennskan algjör. —hól Bræöurnir Sigurlás og Kári Þorleifssynir eru tvimælalaust tveir af allra bestu leikmönnum IBV, tekniskir og skemmtilegir leikmenn. Hér sjást þeir I baráttu I leik IBV og Breiöabliks á laugardaginn. Sigurlás virðist frábiöja sér afskipti Ólafs Björnssonar. ijósm: — eik. íslandsmótið 1. deild: Breiðabiik - ÍBV 2:0 íþróttir 0 íþróttirg) íþróttir r Blikar í baráttunni um titilinn 2. deild Uppgjör Akureyrarfélaganna Þórs og KA fór fram á Akureyri um helginga og lauk meö glæsi- legum sigri KA, 3:1. Óskar Ingi- mundarson skoraöi tvivegis fyrir KA og Gunnar Gislason eitt mark. Fyrir Þór skoraöi Oddur Óskarsson. Orslit leikja I 2. deild um helg- inauröusemhérsegir: KA — Þór 3:1, Selfoss — Armann 4:4, isa- fjöröur — Þróttur N,3:0, Austri — Völsungur 2:2, Fylkir — Haukar 1:2. Staöan er þessi: KA............ 10 8 1 1 34:7 17 Þór........... 10 7 1 2 21:9 15 Haukar........ 10 5 3 2 21:19 13 IBt ........... 9 4 3 2 21:18 11 Fylkir........ 94 14 16:8 9 Völsungur_____ 9 3 2 4 11:15 8 ÞrótturN...... 8 2 2 4 10:17 8 Selfoss....... 9225 15:23 6 Armann........ 9 1 3 5 15:25 5 Austri ........ 9 0 2 7 11:34 2 Læknir fékk bílinn Skurölæknirinn Knútur Björnsson var hinn lánsami þegar Toyota-keppnin I golfi fór fram á Hvaleyrarvelli i Hafnar- firöi um helgina. Toyota-um- boöiö haföi fyrirfram lofaö þeim keppanda sem kæmist næst hol- unni á 5. braut I teigskoti heilum bil I verölaun, og Knútur varö næstur allra. Kúlan staö- næmdist 75,5 sentimetra frá hol- unni og þaö nægöi til sigurs. bessi glæsilegu verölaun áttu hugi og hjörtu keppenda á Hval- eyrinni og var baráttan geysi- hörö. Keppt var i öllum mögu- iegum flokkum og voru kepp- endur alls u.þ.b. 250 talsins. Sigurvegari i meistarfiokki varö Jóhann Benediktsson og i kvennaflokki Asgeröur Sverris- dóttir. —hói. Þar er nú oröiö nokkurn veginn ljóst mál aö þeir Kópavogsblikar blanda sér ekki i baráttuna viö fall niöur i 2. deild. Þvert á móti viröast þeir á þessari stundu hafa alla buröi til aö gera rósir I 1. deildinni. Stutt er í efstu liö.aöeins þrjú stig.og eftir sigur yfir Is- landsmeisturum IBV á laugar- daginn hlýtur notalegur fiöringur aö fara um KópavogsbUa, sem séö hafa slna menn skoppa á milli deilda undanfarin ár. Islands- meistararnir fengu á sig tvö mörk á laugardaginn án þess aö geta svaraö fyrir sig. Leikurinn var opinn og skemmtilegur til aö byrja meö og talsvert um skemmtileg atvik. Hinn marksækni leikmaöur IBV, Sigurlás Þorleifsson, var ekki I sinum besta ham en hann átti engu aö sfður nokkrar góöar syrpur, s.s. skalla I þverslá. Mark Blika kom þegar litiö var eftir af fyrri hálfleik. Siguröur Grétars- son skoraöi eftir fallega send- ingu Helga Bentssonar. Helgi haföi komist framhjá tveimur varamönnum ÍBV af mikilli harö- fylgni og markiö aö miklu leyti honum aö þakka. Blikar slökuöu ekkert á i seinni hálfleik og áttu oft á tiöum hinn ágætasta leik. A móti voru Eyja- menn næsta ótrUlega daufir og gátu litla björg sér veitt. Siöara mark Blika kom þegar stutt var til leiksloka. Ólafur Björnsson komst á eigin spýtur einn innfyrir og skoraöi, 2:0. Breiöabliksmenn eiga nú marga afbragössnjalla knatt- spyrnumenn. Þeir Helgi Bentsson og Siguröur Grétarsson hafa að undanfömu átt hvern stórleikinn á fætur öörum og aö þessu sinni brást þeim ekki bogalistin. Is- landsmeistararnir hafa enn ekki sýnt þá jöfnu baráttu semein- kenndu þá þegar tslandsmótið fór fram I fyrra. Eru þeir ótrúlega brokkgengir, geta sýnt knatt- spymu eins og hún gerist best hér á landi en siöan detta þeir niöur þess á milli. Benda má á aö nokkrir af þeirra bestu mönnum hafa yfirgefiö Eyjarnar og þó t.a.m. Sigurlás Þorleifsson sé kominn aftur bætir koma eins leikmanns ekki missi jöfra á borö viö Arnar Óskarsson, Arsæls Sveinssonar, Valþórs Sigþórs- sonar og Karls Sveinssonar. — hól. Syrtir í álinn hjá Valsmönnum Rétt eins og i fyrra ætlar Is- landsmótiö I knattspyrnu aö veröa hin skemmtilegasta bar- átta. Um helgina töpuöu bæöi forystuliö mótsins, Valur og Fram,sinum leikjum og sú staöa er komin upp aö nánast öll liö deildarinnar þ.e. ef Þróttarar og FH-ingar eru undanskildir eiga möguleika á sigri. Þaö hefur ekki fariö framhjá nein- um aö Valsmenn, sem flestir spá sigir I deildinni,hafa verið á hraöri niöurleið aö undanfömu. Hver leikurinn rekur annan og liösmenn viröast engan veginn finna sig. A sunnudaginn kom einn dapur Valsdagur I viöbót. Neösta liö I 1. deild, FH, sem margir voru búnir aö afskrifa tók óvæntan fjörkipp og vann veröskuldaðan sigur 2:1. Vais- menn voru e.t.v. ekki heppnustu menn i heimi upphafsminút- urnar, þvi tvivegis meö stuttu millibili náöu FH-ingar aö bjarga á linu eftir snarpa sóknarlotu Valsmanna. Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks. Boltinn gekk ámilli manna viö vitateig Vals og virtist ekki mikil hætta á feröum, Nokkuö óvænt náöi svo Helgi Ragnarsson til bolt- ans, gaf háa sendingu inn til Pálma Jónssonar og hann náöi eldsnöggt aö drepa boltann og senda hann siöan meö þrumu- skoti i'vinstra markhorniöalveg út viö stöng, 1:0. Fleiri uröu mörkin ekki I hálfleiknum. Seinni hálfleikur virtist alveg I járnum fyrst i staö þar til FH-- ingar náöu aö skora sitt annaö mark. Magnús Teitsson komst einn innfyrir og renndi bolt- anum I netið framhjá ólafi Magnússyni I marki Vals, 2:0. Eftir þetta mark fóru Valsmenn heldur betur aö sækja en voru sem fyrr, seinheppnir uppi viö( markiö. Matthias Hallgrims- son, sem haföisig litiö í frammi, komst i dauðafæri einn innfyrir enskaut framhjá. Þegar nokkuö var liöiö á fyrri hálfleikinn skiptu Valsmenn þeim Guö- mundi Þorbjörnssyni og Her- manni Gunnarssyni út af og inn komuMagnús Bergs (kvefaöur) og Jón Einarsson. Sókn Vals frá þeim kafla og til loka var æöi hörö en þaö var ekki fyrr en nokkrar minútur voru til leiks- loka aö Dýra Guömundssyni tókst aö skora fyrir Val með fal- legum skalla eftir hornspyrnu Jóns Einarssonar. Ekki tókst Valsmönnum aö bæta marki viö þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir. FH-ingar léku sinn besta leik á sumrinu og af mikilli skyn- semi. Þeir gáfu Valsmönnum aldrei neinn friö og skyndiupp- hlaup þeirra voru á tiöum stór- hættuleg. Þó Valsmenn hafi sótt mun meira seinni part siöari hálfleiks var þaö I raun ekki nema eölilegt, þvi skiljanlega kappkostuöu FH-ingar aö halda fengnum hlut og treystu vamir sinar. Sigurinn var I raun sanngjarnt þó auðvitað heföi hann alveg eins getaö lent Vals megin. Bestu menn FH voru þeir Viöar Halldórsson og Val- þór Sigþórsson i vörninni. Sóknarmennirnir voru og skeinuhættir. í heild átti liöiö góöan leik. Þaö er erfitt aö skilja Vals- menn þessa dagana og stór- furöuleg er sú ráöstöfun þjálf- ara Vals aö gefa Siguröi Haraldssyni ekki tækifæri á aö spreyta sig. Maöur sem getur haldiö marki hreinu 11 leiki i röö hlýtur aö geta spjaraö sig. Ólafur MagnUsson virkaöi óör- uggur I leiknum gegn FH og heföi vel mátt hvilast. Albert Guömundsson er oröinn furöu- lega mistækur upp á siökastiö og heldur vart auöveldustu bolt- um. Þá er vinnslan á Matthiasi Hallgrlmssyni nánast engin. Mega þeir félagarnir fara aö taka sig alvarlega I hnakka- drambiö ef ekki á illa að fara. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.