Þjóðviljinn - 25.07.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.07.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN Föstudagur 25. júll 1980 Glyptotekið I Kaupmannahöfn er nú undirlagt af kvennalist. Kvennalist í Köben 1980 Kvennabarátta í oröum og myndum þaö vera eitthvaö I llkingu viö upplestur Lorde. Hún talaöi um tengsl hins daglega llfs viö listir og stjórnmálabaráttu og átti vart nógu sterk orö til aö lýsa þvl hve fáránlegt væri aö állta þessi atriöi ótengd. Þaö er spennandi aö fylgjast meö þvi hver viöhorf kvenna eru hér i þessu máli. Þaö var ef til vill ekki ætlun ljóöskáldsins Esther Broner frá New York aö fjalla um þessi tengsl er hún sagöi „aö þessi borg sem er þekkt fyrir hafmey sem hefur mænt til sjávar I áraraöir vekur margar spurningar hjá mér. Hefur þessi hafmeyja ekki kom- ist aö neinni niöurstööu?”, en þessi ummæli er þó ekki hægt aö útleggja ööru vlsi en sem spurn- ingu um tengsl listarinnar viö hversdagsleikan. Já.mér er lika spurn, er þessi borg ekki full af hafmeyjum sem sitja og blöa eftir einhverju sem karlveldiö ákvaröar? Dulúð og töfrar í „Vetrargaröi” Glypto- teksins var Barbara Hammer frá Kalifornlu meö gjörning sem hún nefndi „ljósmynda- konan”. Hún fjallaöi um hvernig hún uppgötvaöi og not- aöi ljósmyndun til aö kanna sjálfa sig og umhverfi sitt og óneitanlega voru hugmyndir hennar tengdar þeim sem Susan Sontag setur fram I bók sinni „Um ljósmyndun”. Flestar þeirra kvenna sem voru viö- staddar gjörningin voru meö „ljósmyndagræjur”, þannig aö þaö var góöur jarövegur fyrir umfjöllun um myndir og tilver- una séöa I gegnum þær. Þessi Barbara Hammer er ein þeirra myndlistakvenna sem tekur sinn útgangspunkt I einhvers konar töfrum og gyöjutrú. Þaö eru nokkrar konur hér sem vinna út frá þessu dulúöar- sjónarmiöi og veröur spennandi aö sjá hvernig þær koma út á móti þeim sem vinna meira pólitiskt meövitaö. Innræting og veruleiki Pro Femina tilraunaleik- flokkurinn frá Washingtonborg flutti svo i gærkvöld verkiö „An I for you”. Þær vinna verkin I sameiningu úr frá eigin reynslu og fjalla þvi um mannleg sam- skipti frá sjónarhóli kvenna. Leikritiö hófst á þvl aö aftan til á sviöinu sat stúlka op las upp- hátt úr „Astmenn lafö. Chater- leys” hástemda lýsingu á hrifn- ingu ungrar stúlku af aöals- manni nokkrum. Stúlkan gengur um og syngur dlsætan ástarsöng og er þaö beinllnis I anda þess sem upp er lesiö. Þegar aöalsmaöurinn birtist á sviöinu, leikinn af annarri konu, koma upp ýmis vandamál. í næstu atriöum er rakiö hefö- bundiö uppeldi stúlkna og hvernig þaö miöar aö þvi aö gera þær háöar einhverjum goöumllkum manni. Þegar sá maöur sem stúlkan siöar giftist vill ekki lengur leika þennan upphafna og fjarlæga KARL- MANN sem hann á aö vera kon- unni skilur hún. Hún fer í gegn- um nokkur hjónabönd og jafn- marga skilnaöi, barneignir og ýmsa vinnustaöi. Vandamáliö er alltaf hiö sama aö sú mann- gildishugsjón sem henni var innrætt passar ekki inn i þann raunveruleika sem hún lifir. Bókmenntir eru stór þáttur I þessari innrætingu og þaö er ekki lengur fyndiö aö hlusta á hástemdar lýsingar Lawrence á ungu stúlkunni I „Astmönnum laföi Chatherlays” I lokin. Þá er lesturinn oröinn grátbroslegur, enda er bókinni varpað út i ystu myrkur I lok sýningarinnar. Umfjöllun um veruleika kvenna i myndlist, bók- menntum o.s.frv. er engu slöur pólitisk en þaö sem fram fer á ráöstefnunum tveim, þótt þar sé tekiö aöeins ööruvisi á málum. Svala Sigurleifsdóttir Kaupmannahöfn Laila Khaled fulltrúi PLO á kvennaráöstefnu S.Þ. er sú kvennanna sem þessa ráöstefnu sitja sem fær mesta athygli og hún fær vart þverfótað fyrir heimspressunni. Þótt hún sé mikillar athygli . verö, þá eru margar konur I Kaupmanna- höfn núna sem sannarlega eru aö gera athyglisverða hluti, þótt ekki fari eins hátt. Hér stendur yfir alsherjar listahátiö I tengsl- um viö kvennaráöstefnurnar. Fjölmargar myndlistasýningar eru um allan bæ, haldnir eru fyrirlestrar um margvisleg efni, kvikmyndir sýndar, leikrit flutt, ljóðaupplestur og dans- sýningar eru hér og lengi mætti telja til þaö sem um er aö vera. Enda er þaö svo aö þaö hrlslast einhver „útsölu-æsingur” um taugar margra kvenna hér, þvi þaö er svo margt spennandi sem upp á er boöið aö maöur er dæmdur til missa af mörgum at- riöum þvi þaö er jú aöeins hægt aö vera á einum staö I einu. 1 Glyptotekinu, sem stendur viö hliðina á Tivoli og margir íslendingar kannast sjálfsagt viö,er einskonar miöstöö þess sem er aö gerast á sviöi lista. Dagskráin þar hófst á miöviku- dag og var ljóöalestur banda- riskra rithöfunda aöalatriöiö á skránni þann daginn. Þaö var sterk áhersla lögö á ljóöskáld sem tilheyra minnihluta hópum og var hin þeldökka Audre Lorde áhrifamest. Hún las ekki aöeins eigin ljóö heldur mörg ljóö eftir konur úr þriöja heim- inum eöa eins og hún oröaöi þaö: „konur sem eiga þess engan kost aö koma hingaö og fá verk sin ekki einu sinni útgefin á Vesturlöndum”,þ.e. ekki nema hjá þeldökkum systrum sinum I kvennaforlögum. Byltingarblús Ljóöin sem hún las báru nöfn eins og „Meö hverjum munt þú berjast”, „Blús byltingarsinna” og segir þaö nokkuö til um inni- hald ljóöanna. Þaö var ekki aö- eins athyglisvert hvaö hún sagöi heldur einnig hvernig hún las ljóöin. Þarna I Glyptotekinu er mjög hátt til lofts þannig aö þaö má ekki aöeins heyra saumnál detta heldur er þaö beinlinis há- vaöi. Fyrir aöra upplesara var þetta greinilega óþægilegt, en Audre Lorde notaöi þetta atriöi meö góöum árangri og las meö eins konar sönglanda sin ljóö. Ef hægt er aö imynda sér sam- bland af gregorlskum kirkju- söng og soul-tónlist þá mundi Bandariskur leikflokkur flutti þátt um lif kvenna Gerningur var framkvæmdur I garöinum, I ætt viö dulúð og töfra. Inni I húsinu hanga lista- verk eftir konur og þar fara fram dagskrár og fyririestrar. Þaö er svo mikiö um aö vera aö menn hafa á tilfinningunni aö þeir séu alltaf aö missa af einhverju. Þaö eru greinilega mikil átök á feröinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.