Þjóðviljinn - 01.08.1980, Side 1

Þjóðviljinn - 01.08.1980, Side 1
DJÚÐVIIJINN Föstudagur l. ágúst. 1980, 173. tbl. 45. árg. Vigdís Finnbogadóttir tekur viö embætti Athöfnin hefst klukkan hálf fjögur i dag og verður útvarpað Klukkan hálf fjögur í dag hefst sú athöfn er Vigdis Finnboga- dðttir tekur viö embætti forseta tslands. Athöfnin hefst meö þvf aö forsetaefniö gengur úr Alþingis- húsinu yfir i Dömkirkjuna ásamt fráfarandi forseta.konu hans og handhöfum forsetavalds auk nokkurra embættismanna. 1 Dómkirkjunni stýrir biskupinn yfir tslandi guöþjónustu, en aö henni lokinni gengur forsetaefniö yfir i Alþingishúsiö ásamt um 150 boösgestum og þar fer sjálf embættistakan fram. Athöfninni i Dómkirkjunni og Alþingishúsinu veröur útvarpaö auk þess sem komiö veröur fyrir hátölurum utan dyra svo fólk geti fylgst þar meö. Embættistakan i Alþingis- húsinu fer þannig fram aö forseti Hæstaréttar byrjar á þvi að lýsa forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs. Siöan mælir hann fram eiöstafinn sem viötakandi forseti undirritar. Þegar forseti Islands hefur undir- ritaö eiöstafinn þá ávarpar for- seti Hæstaréttar forsetann og af- hendir honum kjörbréfið. Siöan gengur forseti Islands út á svalir Alþingishúsins og tekur viö hyll- ingu almennings. Þegar þvi er lokið flytur forsetinn ávarp i sal sameinaös Alþingis og eftir þaö er þjóösöngurinn sunginn. Um 150 manns er sérstaklega boöiö aö vera viöstatt athöfnina og er þar bæöi um aö ræöa inn- lenda og erlenda gesti. Af inn- lendum gestum má nefna eftir- talda: rikisstjórnin, dómarar hæstaréttar, forsetar Alþingis og fyrstu varaforsetar, formenn stjórnmálaflokkanna og þing- flokkanna, embættismenn og for- stjórar rikisfyrirtækja, fulltrúar alls konar landssamtaka svo sem ASl og VSl og Stéttarsambands bænda, fulltrúar fjölmiöla og fleiri. Þá verða sérstakir gestir Vigdisar Finnbogadóttur úr hópi ættingja og vina. Fulltrúar erlendra rikisstjórna veröa um 15 talsins og er um aö ræða sendiherra sem aösetur hafa á Islandi og einnig nokkra aöra sendiherra Þá er Bent A. Koch ritstjóra frá Danmörku sér- staklega boðiö. — þm Nýr þjóðhöfðingi Vigdis Finnbogadóttir, sem tekur viö forsetaembætti i dag, er fædd i Reykjavik 15. aprfl 1930. Móöir hennar er Sigriður Eiriksdóttir hjúkrunarkona, sem var formaður Félags fslenskra hjúkrunarkvenna um 36 ára skeiö, og býr i Reykjavik. Faöir Vigdisar var Finnbogi Rútur Þor- valdsson, hafnarverkfræðingur og prófessor viö Háskóla Islands. Hann lést fyrir nokkrum árum. Vigdis Finnbogadóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavik árið 1949. Hún stundaði nám i frönsku og frönsk- um bókmenntum, með leikbók- menntir sem sérgrein, i hálft fjórða ár við háskólann i Grenoble og Sorbonne i Paris. Þegar heim kom starfaði hún i 5 ár sem bókavörður og ritstjóri leikskrár i Þjóöleikhúsinu og annaöist einnig blaöakynningar fyrir leikhúsiö. Þá stundaöi hún nám viö Háskóla Islands i ensku og enskum bókmenntum, meö leikbókmenntir sem sérgrein, og hélt áfram námi i frönsku og frönskum bókmenntum. Einnig stundaöi hún nám i uppeldis- og kennslufræðum. Um skeiö las hún leiklistarsögu viö Háskólann i Kaupmannahöfn og i Sviþjóö las hún franska málsögu og tók áfangapróf i báöum greinum. Lokapróf i háskólagreinum sin- um tók Vigdis viö Háskóla ís- lands. Vigdis Finnbogadóttir hóf aftur störf I Þjóðleikhúsinu eftir dvöl erlendis, en stundaði jafnframt kennslu við Menntaskólann i Reykjavik árin 1962 til 1968. Þegar Menntaskólinn viö Hamrahliö var stofnaöur réöst hún þar til starfa. A sumrin vann hún i mörg ár hjá Ferðaskrif- stofu rikisins, fyrst sem leiösögu- maður, en siöan viö landkynningu og móttöku erlendra rithöfunda og blaðamanna, sem hingaö leit- uðu eftir efni i greinar og bækur um Island. A þeim árum skipu- lagöi hún leiðsögumannanám- skeiö Ferðaskrifstofu rikisins, stjórnaöi þeim og annaðist kennslu. Áriö 1970 tók Vigdis árs- leyfi frá störfum og dvaldi i Frakklandi þar sem hún kynnti sér samskipti og menningar- tengsl Islendinga og Frakka á 19. öld, hinni miklu skútuöld Frakka á Islandsmiöum. Síöan 1972 hefur Vigdis starfaö sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iönó, en haföi þegar á siöasta hausti sagt starfi sinu lausu frá 1. september n.k. A þeim árum hefur veriö mikil gróska I leikhúslifi íslendinga og áhersla lögöá aö hlynna aö leikrit- um islenskra höfunda og flutningi verka þeirra. Jafnframt störfum sinum hjá Leikfélagi Reykjavik- ur hefur Vigdis verið stunda- kennari i frönskum leikbók- menntum viö Háskóla Islands. Arið 1971 kenndi Vigdis frönsku i sjónvarpinu og um tveggja ára skeið sá hún um leiklistarkynn- ingu i Vöku. Árið 1963 var Vigdis ásamt fimm öörum stofnandi fyrsta tilraunaleikhúSs á Islandi, Grimu. Formaður Aliance Francaise var Vigdis um þaö leyti sem sú hefð skapaöist, aö hafa á þess vegum fastar dag- skrár i franska sendiráðinu. Vig- dis hefur haldið fjölda fyrirlestra um islcnsk menningarmál á þing- um erlendis. Vigdis Finnboga- dóttir hefur siöan áriö 1976 setiö i ráögefandi nefnd um menningar- mál á Noröurlöndum og verið for- maöur hennar frá 1978, kjörin af ráöherranefnd Norðurlanda. Auk þess hafa henni verið falin marg- háttuö trúnaöarstörf á opinberum vettvangi. Kjördóttir Vigdisar, Astriöur er sjö ára aö aldri. II opnu blaðsins i dag er viötal viö fráfarandi forseta ■ Islands, dr. Kristján Eld- járn. Viötalið skráöi Arni Bergmann. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti tslands Vigdfs Finnbogadóttir, nýr forseti Islands Ljósm: —gel— r ASI og Vinnumálasambandið á fundum um helgina: Töluverðar líkur eru Myndin var tekin nokkru áöur en fundur hófst I gær. á samningum — segir blaðafulltrúi ASÍ „Mér viröist allt benda til þess að töluverðar likur séu á þvi að samningar takist við Vinnumála- sambandið, enda var þaö ein- róma álit manna að halda bæri þessum viðræðum áfram á þeim grundvelli sem fyrir liggur”, sagði Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASl, eftir fund 43 manna aðalsamninganefndar ASl i gær, en á þeim fundi gaf 14 manna viðræðunefndin skýrslu um gang viðræðna. „Við verður meö fundi yfir helgina”, sagöi Hakkur ennfrem- ur „og kveðjuorðin til aðalsamn- inganefndarinnar voru þau að menn skyldu vera reiðubúnir að koma saman til fundar i næstu viku”. Að sögn Hauks er fyrir- komulag visitölugreiðslna eina alvarlega atriðið sem eftir er aö semja um við Vinnumálasam- bandið. Sagði Haukur að nú væri að nokkru leyti búið að leysa þaö atriöi er varöaði grunnkaups- hækkanir, en Vinnumálasam- bandið hefði þó ekki gefið alveg ákveðiö svar i þeim efnum, en það myndi þó skýrast i dag eöa á morgun. Næstifundur Alþýðusambands- ins og Vinnumálasambandsins verður kl. 10 f.h. i dag. — þm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.