Þjóðviljinn - 01.08.1980, Side 5
Föstudagur 1. ágúst 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Billygate
Flestir, jafnt innan Bandarikj-
anna sem utan, viröast sammála
um aö Jimmy Carter hafi reynst
lélegur forseti og finna honum
margt til foráttu. Þetta hefur leitt
til þess aö nú eru allar horfur á
þvi aö erki-ihaldsmaöurinn Ron-
aid Reagan felli Carter i forseta-
kosningunum I háust og veröi
næsti forseti Bandarikjanna.
Virðist hann þó sist hæfari til þess
valdamikla embættis en Carter,
auk þess sem harölinustefna
þessa fyrrverandi Holly-
wood-leikara i utanrikismálum
gæti haft hinar hrikalegustu af-
leiðingar.
Þaö siðasta, sem orðiö hefur
Carter til vandræða og gæti vel
valdið falli hans, er háttalag
Billys bróður hans. I Bandarikj-
unum skiptir fátt meira máli fyrir
forsetana en að meðlimir fjöl-
skyldna þeirra og nánustu ætt-
ingjar teljist skikkanlegt fólk og
komi þannig fram að almenning-
ur sjái ekki ástæðu til að hneyksl-
ast. Kona Carters, Rosalynn, er
geðþekk kona að sjá, kemur vel
fyrir, enda dugði hún bónda sin-
um ágæta vel i prófkosningunum
á móti Edward Kennedy, sem
ekki gat státað af jafn hagstæðum
betri helming.
Atkvæði Gyðinga i hættu
Systkini Jimmys Carter hafa
hinsvegar ekki þótt vera honum
til jafnmikils sóma, sist Billy,
sem sýnist vera maður heldur
grófgerður og ófyrirleitinn og lik-
lega ekkert skarpgáfaður. Ekki
var bróðir hans fyrr orðinn forseti
en Billy fór að gera þá staðreynd
að bissniss. Þetta þótti miðlungi
viðeigandi, en þó ekki alveg óþol-
andi, meðan Billy gerði ekki ann-
að en auglýsa bjór og annað álika,
en Ut yfir tók þegar hann vingað-
ist við Libiumenn og þáði af ráða-
mönnum þar dýrlegar gjafir og
þar að auki miklar fjárfúlgur, alls
um 220.000 dollara eftir þvi sem
nú er best vitað. Það segir sig
sjálft, að Libiumenn væru ekki að
ausa fé i Billy nema af þvi að þeir
gera sér vonir um að þessi bróðir
voldugasta stjórnmálaleiðtoga i
heimi geri þeim mikilvægan
greiða i staðinn.
Það þykir að sjálfsögðu hæpið
að jafn náinn ættingi forsetans sé
i einhverskonar erindrekstri fyrir
annað riki, og við þetta bættist að
Libia er eitt þeirra landa, sem
Bandarikjastjórn hefur illan bifur
á. Veldur þar mestu um að Libia
hefur, allt frá þvi að Kaddafi
komst þar til valda, verið mót-
snúin bandariskum hagsmunum
og þar að auki það Arabarikiö
sem hvað fjandsamlegast hefur
verið ísrael. Hið siðarnefnda er
sérstaklega alvarlegt i þessu
sambandi, þvi að bandariskir
Gyðingar, sem að jafnaði kjósa
fremur demókrata, gætu fráfælst
Carter af þessum sökum. Þar að
auki hefur Kaddafi komið á sig ó-
orði með stuðningi við Idi Amin
Úgandaharðstjóra, meðan hann
var við völd og jafnvel siðar, og
þvi háttalagi að senda flugumenn
til höfuðs iibiskum andstæðingum
sinum, sem erlendis búa. Einir
sex þeirra munu hafa verið myrt-
ir siðustu mánuðina.
Vináttufélag Libíu
og Georgiu
Vinskapur Billys við Libiumenn
hófst fyrir tveimur árum og hefur
hann aldrei farið dult með. 1978
var honum boðið i ferðalag til
Libiu, Bandarikjastjórn til tals-
verðrar hrellingar, þvi að þá voru
erfiðar friðarviðræður milli
Bandarikjanna, Israels og
Egyptalands i gangi og Libia for-
dæmdi þann gang mála af mikl-
um ofsa. Billy sagðist fyrir sitt
leyti aldrei hirða hvað banda-
riska utanrikisráðuneytið segði
og virtist fullur virðingar i garð
Libiu. Utanrikisráðuneytið, sem
hafði einhver ráð með að fylgj-
ast með Billy meðan hann var
þar, komst að þvi að hann hafði
haldið sér þurrum allan timann
og þótti það verulegum tiðindum
sæta, þvi að ofan á annað er Billy
þó nokkuð fyrir sopann og var sl.
ár i sjö vikur i afvötnun á þar til
ætluðu heilsuhæli.
I ágúst fór Billy aftur til Libiu
og hélt þá upp á tiu ára byltingar-
Fréttaskýring
V anúatú
Nýtt ríki á Kyrrahafi
Nýju-Suðureyjar i
Kyrrahafi bættust við i
tölu sjálfstæðra ríkja
þann 29. júli. Eyjarnar
eru tæplega 15.000 fer-
kilómetra að stærð og
ibúar um 140.000, flestir
Melenesar. — Frá og
með sjálfstæðistökunni
skipta eyjarnar um nafn
og heitir hið nýja riki
Vanúatú.
Nýju-Suðureyjar hafa búið við
þær sérstæðu kringumstæður að
vera ekki nýlenda eins stórveldis,
heldur tveggja, Bretland og
Frakkland, og hefur svo staðið
siðan 1906. Ekki skiptu Bretar og
Frakkar þó eyjunum á milli sin,
heldur riktu sameiginlega yfir
þeim öllum. Þannig höfðu eyjarn-
ar tvo landstjóra, breskan og
franskan, og um aðra embættis-
menn og stjórnsýslu yfirleitt
gegndi sama máli.
Ekki eru á eyjunum neinar þær
auðlindir, sem eftirsóttar þykja,
helst eru ræktaðar kókoshnetur.
Þeir, sem helst beittu sér fyrir
þvi að eyjarnar yrðu sjálfstæðar
voru breskskólaðir menn og
bresksinnaðir, og leiðtogi flokks
þeirra, prestur að nafni Walter
Lini, hefur svarið embættiseið
sinn sem fyrsti forsætisráðherra
VanUatU. En franskættaðir plant-
ekrueigendur gerðu uppreisn á
stærstu eynni, Espiritu Santu eða
Heilagsandaey, og hugðust stofna
þar sérstakt riki með stuðningi
hóps bandariskra fésýslumanna
með harla hægrisinnaðar hug-
myndir. Var draumur þeirra að
gera Heilagsandaey að skatt-
lausri bækistöð fyrir starfsemi
sina.
Heilagsandaeyingar hóta að
berjast með vopnum gegn stjórn
VanUatU, og hafa Bretar og
Frakkar sent herflokka til eyj-
anna stjórninni til fulltingis.
Varla eru þó uppreisnarmenn
þessir mjög hættulegir, þvi að
þeir munu litið hafa af skæðari
hergögnum en bogum og örvum.
-dþ.
Jimmy Stevens, leiötogi upp-
reisnarmanna á Espiritu Santo —
fátt til vopna utan bogar og örvar.
Billy og ifbiskir gestir hans á bensinstööinni, sem hann rekur í Plains i Georgiu heimasveit þeirra
bræöra.
afmæli Kaddafis með honum.
Hann hefur lika stofnað „Vináttu-
félag Libiu, Araba og Georgiu”,
sem bandariska alrikislögreglan,
FBI, er ekki grunlaus um að
standi i sambandi við hryðju-
verkamenn.
Billy og Brzezinski
Komið hefur I ljós að Zbigniew
Brzezinski, sérstakur ráðgjafi
forsetans, leitaði i nóvember sl.
til Billys og fékk hann til að koma
á fundi með Brzezinski og Ali
HUderi, sendifulltrúa Libiu i
Washington. Tilgangur
Brezezinskis var sá að fá Kaddafi
i lið með sér i þvi að fá Iran til að
láta bandarisku sendiráðsgislana
lausa. Að þvi er HUderi tilkynnti
Brzezinski siðar hafði Kaddafi
brugðist vel við beiðninni og beðið
Komeini erkiklerk að sleppa gisl-
unum, en til einskis eins og ljóst
má vera. Þetta hefur vakið grun-
semdir um að Billy hafi, sem
erindreki Libiu, haft einhver
frekarisamskipti við Hvita húsið.
öldungadeild Bandarikjaþings
hefur nú skipað rannsóknarnefnd
i málið.
Carter forseti hefur lýst þvi yfir
að hann teldi hegðun Billys óvið-
eigandi, en lætur jafnframt i ljós
að hann áliti sig ekki eiga að gæta
bróður sins. Margir Bandarikja-
menn eru greinilega á annarri
skoðun. Þetta hefur ásamt með
öðru mörgu grafið svo mjög und-
an Carter að margir háttsettir
demókratar eru nú farnir að
vinna að þvi að hann verði ekki i
framboði i haust, vegna þess að á
móti honum muni sá iskyggilegi
og hugsanlega stórhættulegi
Reagan eiga sigur visan.
-dþ-
Kjarnorkuverið í Barsebáck:
Sprungur í öryggiskerfinu
Yfirvöld þau sænsk er
hafa eftirlit með kjarn-
orkuverum þar i landi
hafa uppgötvað
sprungur i rörum við
þrjú af kjarnorkuverum
landsins. Rör þessi
heyra til kælikerfum
kjarnorkuveranna, sem
eru mjög mikilvæg til að
hindra óhöpp og slys.
Þetta hefur á ný orðið til að
vekja umræður um kjarnorkumál
i Sviþjóð, en sú umræða hefur
farið heldur lágt eftir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um kjarnork-
una i vor. Danir láta sér ekki
heldur á sama standa, þvl að einn
kjarnaofna þeirra er hér um
ræðir er i BarsebSck, Sviþjóðar-
megin við Eyrasund. Ef eitthvert
verulegt óhapp henti þar, væru
ekki einungis þéttbýl svæði af
Suður-Sviþjóð i hættu, heldur og
Kaupmannahafnarsvæðið.
Sprungurnar upp-
götvuðust af tilviljun
Danir, sem til þessa hafa ekki
hætt á að koma sér upp kjarn-
orkuverum, hafa alltaf haft illan
bifur á BarsebSck. Þarlendis
mun hroll hafa sett að mörgum er
forstöðumaöur kjarnorkueftirlits
sænska rikisins upplýsti, að
sprungurnar i Barsebíick hefðu
uppgötvast af tilviljun, og
margar af sprungunum hefðu
ekki fundist við venjulega skoðun.
Sprungurnar voru i rörum svo-
kallaðs neyðarkælikerfis, sem
ætlað er taka við ef sjálft aðal-
kælikerfið skyldi bregðast. I
þessu sambandi hefur komist i
hámæli að leiðslan, sem vatn
rennur eftir til neyðarkæli-
kerfisins við téðan kjarnaofn i
Barseb'áck, liggur svo nærri ofn-
kjarnanum að ef hann ofhitnaði
myndi leiðslan að likindum
bráðna og neyðarkælikerfið þar
með veröa gagnslaust. Þetta
munu bæði dönsk og sænsk yfir-
völd hafa vitað i mörg ár, en
steinþögðu yfir þvi þangað til
Skoöanir eru skiptar um kjarnorkuverin eins og fleira; margir telja
þau óhjákvæmileg sem orkugjafa enda þótt fæstir fullyröi aö hægt sé aö
tryggja algerlega aö ekki veröi stórslys af völdum þeirra.
maður einn sérfróður um þessi
mál ljóstraði þvi upp i fyrra.
Höfn væri í stórhættu
ef...
Þetta hefur enn á ný vakið upp
ótta almennings við hugsanleg
stórslys af völdum kjarnaofna og
ekki siður tortryggni gagnvart
yfirvöldum, sem óneitanlega hafa
mikla tilhneigingu til að láta
hverjum degi nægja sina þján-
ingu i þessum efnum og hika ekki
viö að leyna ámælisverðum eða
jafnvel stórhættulegum stað-
SALTII:
Sovétmenn
Sovéskir embættismenn eru
sagöir láta á sér skilja viö vest-
ræna kunningja sina aö valdhafar
I Kreml séu þegar orönir vonlaus-
ir um aö Bandarikin staöfesti
nokkurntima samninginn um tak-
mörkun á útbreiöslu stórtækari
gereyöingarvopna — SALT II.
Skipti engu máli i þvi sambandi
hver vinni forsetakosningarnar i
Bandarikjunum i haust. Ronald
Reagan vill hvorki sjá né heyra
samninginn og öldungadeild
Bandarikjaþings, sem tók samn-
ingnum heldur illa frá byrjun,
reyndum tyrir almenningi.
Sprengingin i Dansk Sojakage-
fabrik hefur minnt á, hve yfir-
völdum er varlega treystandi i
þessum efnum. Og nU velta menn
þvi fyrir sér, hvað raunverulega
myndi gerast, ef verulegt slys
yrði i Barsebáck. Að visu hefur
verið gerð og opinberuð áætlun
um það, hvernig ibúar Kaup-
mannahafnar skuli bregðast við
sér til bjargar i sliku tilfelli. En
sænskir veðurfræðingar segja þá
áætlun gagnslitla; til dæmis muni
hún að engu haldi koma sé veður
óhagstætt. — dþ.
vonlausir
kemur þaðan af siður til með að
lita við honum meðan Sovétmenn
eru i Afganistan. Er þá hætt við
að Sovétmenn telji sig óbundna af
ákvæðum samningsins um að
vera búnir að eyðileggja einhvern
siatta af eldflaugum fyrir mitt ár
1981. Bandariska blaðið News-
week segir að sovéskum sérfræð-
ingum á þessu sviði hafi veriö
fyrirskipað að athuga þá mögu-
leika, sem Sovétrlkin hafi til þess
að tryggja að vigbúnaöarkapp-
hlaup risaveldanna veröi ekki al-
veg hömlulaust.