Þjóðviljinn - 01.08.1980, Page 7
Föstudagur 1. ágúst 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Kvennalist í Köben Kvennalist í Köben Kvennalist i Köben Kvennalist í
Saga myndlistarkvenna
Rætt við Eleanor Tufts
listfræðing
Fyrir sex árum kom út I London
bókin „Falin fortlð okkar”
(„Our hidden heritage”). Eins
og nafnið bendir til fjallar hún um
sögu sem flestum er gleymd, sögu
myndlistarkvenna. Bókin er ein-
stök aöþvileytitilaöhún er fyrsta
bókin sem er heilsteypt saman-
tekt á sögu helstu myndlistar-
kvenna fyrri aida. Nú seinustu ár
hafa nokkrar bækur veriö gefnar
út um þetta efni, aöallega i
Þýskalandi og i Bandarikjunum.
Auövitaö var þaö kona sem svipti
hulu gleymskunar af fortíö okkar.
Hún heitir Eleanor Tufts, for-
stööumaöur listadeildarinnar viö
Southern Methodist University í
Dallas, Texas.
Eleanor Tufts hefur flutt fyrir-
lestra um myndlistakonur og
verk þeirra á kvennalistahátið-
inni sem haldin er hér i tengslum
viö kvennaráöstefnurnar tvær. t
dag talaði hún um „Myndlista-
konur frá endurreisnartimanum
fram til vorra daga”. Ef einhver
lætur sér detta til hugar að það
hafi verið einn af þessum fyrir-
lestrum þar sem fyrirlesarinn
notar fyrsta korterið til að raða
rétt saman átta vélrituðum blað-
siðum þá fór þvi fjarri. Tufts
talar blaðalaust og af brennandi
áhuga sem smitar út frá sér. Hún
talaði i fyrstu um þann mun sem
verið hefði á menntun karla og
kvenna i myndlist. Eitt dæmanna
var frá Bandarikjunum. A sein-
ustu öld, þegar loks var farið að
veita konum inngöngu i mynd-
listarskóla var t.d. módelteikning
i þvi falin aö teikna kú sem fyrir-
sætu. Það var álitið mann-
skemmandi fyrir kvenkyns
myndlistarnema aö teikna dýra-
tegundina homo sapiens nakta.
Ein þeirra sem lenti i þessari teg-
und módelteikningar var Mary
Cassat, sem var samtimakona
Berthe Morisot i Frakklandi.
Báðar voru þær impressionistar
og á myndinni hér á siðunni
stendur Tufts viö eina af þeim
myndum eftir Morisot sem eru i
eigu Glyptóteksins hér. Annars
velti Eleanor Tufts þvi fyrir sér
hvort þessi kennsluaðferð i
módelteikningu hefði verið við-
höfð hér i þessu dýrðárriki kúa,
Danaveldi. Fyrirlesturinn var
svipað uppbyggöur og bókin fyrr-
greinda, — fjallaði um nokkrar
sérlega góðar myndlistakonur á
hverri öld frá þeirri sextándu til
þeirrar tuttugustu.
Ég talaði i stundarkorn við
Eleanor Tufts og hún byrjaði á
þvi að óska okkur til lukku með
vorn splunkunýja forseta. Einnig
sagðist hún kannast við verk eftir
konu sem bæri álika undarlegt
eftirnafn og ég, Luise
Matthiasdóttur.
— Hvaö varð til þess að þú fórst
að fást viö sögu myndlistar-
kvenna?
„Ég byrjaði þegar ég var að
sumarlagi fyrir 12 árum að vinna
að doktorsritgerð minni i Madrid
á Spáni. Ritgeröin fjallar um
ákveðnar andlitsmyndir sem eru
m.a. á söfnum i Madrid. Þegar ég
var að vinna á söfnum i Madrid
rakst ég á mynd eftir flæmsku
myndlistakonuna Clara Peeters
sem var uppi á sautjándu öld. Ég
skrifaði niður hjá mér það sem ég
fann um verk hennar þarna á
Spáni og hélt svo áfram með rit-
gerðina. Næsta sumar var ég svo
i sömu erindageröum I Napoli á
ttaliu og rakst þar á sjálfsmynd
Sofanisba Anguissola frá sex-
tándu öld. Sú mynd er veruléga
sjarmerandi. Ég fann hvergi neitt
skrifað um þessa myndlistakonu
né um verk hennar og fór að velta
fyrir mér hve þetta væri allt und-
arlegt. Það var meira skrifað um
lélega karlkyns málara fyrri
tima en bestu myndlistakon-
urnar. Ég fór að velta þvi fyrir
mér hvað hægt væri að gera til að
afla meiri vitneskju um þessar
myndir og konurnar sem máluðu
þær. A fundi sem félag háskóla-
kennara i Bandarikjunum hélt
1972 var þar I fyrsta skipti f jallaö
um myndlistakonur sérstaklega.
Ég hélt þar fyrirlestur um efnið.
Á þessum fyrirlestri var stödd
kona, umboðsmaöur frá útgáfu-
fyrirtæki i London, sem spuröi
mig strax hve langan tima ég
þyrfti til að skrifa bók um mynd-
listakonur. Eitt ár sagöi ég, og
hugsaöi til allra þeirra miða sem
ég var búin að skrifa niður um
verk kvenna, hér og.þar”.
— Það hefur þá ekki verið neitt
mál aö fá bók um efniö útgefna?
„1 rauninni ekki. Þó leitaði ég til
bandariskra útgáfufyrirtækja
þegar ég var búin að skrifa bók-
ina þvi mig langaði til að hafa lit-
myndir i bókinni, — Fyrirtækið i
London gat aðeins prentað svart-
hvitar i sinni útgáfu. Þá vildi eng-
inn gefa hana út i Bandarikjun-
um. Bókin hefur þó selst vel, bæði
i bandi og I kilju.”
— Varöst þú vör viö aukinn
áhuga á list kvenna eftir útkomu
bókarinnar?
„Einskonarendurreisn? Já, að
þvi leyti að það hefur fariö fram
mikil umræða um myndlistakon-
ur fyrr og nú. Það hefur lika tals-
vert verið skrifað um efnið. En
það hefur i sjálfu sér litið breyst i
hinni opinberu myndlistarstofn-
un, þ.e. á söfnum, i listasögu-
deildum háskólanna o.s.frv.”
— Heldur þú ekki víöa fyrir-
lestra?
„Jú, viða um Bandarikin.”
— Og hverjar eru undirtektir
þeirra scm á hlýða?
„Yfirleitt góöar. Þó er það yfir-
leitt þannig eins og var hér i dag
að konur eru i algerum meiri-
hluta. Ég verð þó að segja þeim
körlum, sem koma á mina fyrir-
lestra, þaö til hróss aö þeir fara
aldrei út i miöjum fyrirlestri, og
virðast áhugasamir i lokin.
Þessi ferðalög eru mér mikils
virði að þvi leyti að þau veita mér
tækifæri til að leita uppi ýmis
verk myndlistakvenna.”
— Átt þú ekki oröiö mikiö safn
litskyggna af verkum kvenna?
„Jú, talsvert”.
— Hefur aldrei komiö til tals aö
stofna einhvers konar miöstöö
sem dreiföi slikum myndum og
upplýsingum um verkin?
„Nei, um slikt er ekki að ræða.
Við sem höfum mest fjallað um
þetta efni höfum samband okkar
á milli varðandi myndir, en eigin-
leg miðstöö er engin til. Ég veit til
þess að konur i hinum ýmsu borg-
um safna slikum myndum, en
þær eru yfirleitt af verkum
kvenna i nágrenni við þær.”
— Hvaö ert þú aö fást viö
núna?
„Sem stendur hef ég mestan
áhuga á verkum þeirra mynd-
listakvenna i Bandarikjunum,
sem á seinustu öld fengust við
höggmyndagerö. Það er hreint
stórkostlegt að sjá hvaö þær
orkuðu að gera, miðaö við það að
það var engin hefð fyrir þvi að
konur leggöu stund á þessa list-
grein. Það fóru að minnsta kosti
niu þeirra til Rómarborgar til
náms og starfs. Þar unnu þær i
marmara, brons og gifs. Ef viö
berum þetta saman við t.d.
Skandinaviu þá sést hve þær voru
hressar. Ég hef ekki heyrt um
Eleanor Tufts viö málverk eftir Berthe Morisot, en hún var ein af frönsku impressionistunum
Harriet Hosmer var ein þeirra sem héldu til Rómar til náms og starfs á
seinustu öld.
aðra en Thorvaldsen og félaga
sem fóru til Rómar héðan. Fóru
einhverjar konur til náms i högg-
myndalist i Róm héðan?”
Nú var ég komin i einhverja
varnaraðstöðu. Fékk Urás fyrir
þessa islensku vanmáttarkennd
með þvi að fullvissa Tufts um að
Thorvaldsen væri i raun islensk-
ur, enda var hún þá of háttprúö til
að fara nánar út i þaö hvernig
hann heföi veriö toppurinn á
karlaveldinu i myndlist i Róm. Og
næsta spurning var tilraun hjá
mér til að snúa vörn i sókn:
— En var nokkur munur á
myndefni þessarra myndlista-
kvenna og þvl sem karlarnir
fengust við?
„Já, það finnst mér nú heldur
betur. Ég get nefnt sem dæmi að
Anne Whitney hjó allar helstu
suffragettur Bandarikjanna i
marmara. Hún gerði myndir af
þessum konum sem feröuðust um
landið þvert og endilangt til að fá
kosningarétt kvenna lögbundinn.
Whitney var áköf baráttukona
fyrir afnámi þrælahalds. Hún
gerði myndir af mörgum forustu-
mönnum þeirrar baráttu, svört-
um og hvitum. Ég lit á Whitney
sem fyrirrennara þeirra mynd-
listakvenna sem i dag kenna sig
við feminisma.”
— Hvaö finnst þér um skrif
þeirra kvenna sem fjalla um
feminisma i myndlist I dag? Eru
þær aö vinna áfram á þeirri braut
sem þú ruddir?
„Satt að segja er mér ekki
alltaf ljóst hvað þær eru að fara,
en ég sé þann ljósa punkt i skrif-
um þeirra að þær vekja athygli á
þvisem margar góðar myndlista-
konur eru að gera i dag.”
— Hvaö um listasöguna?
„Nú er svo komiö að i fjölmörg-
um háskólum er boðið upp á
kúrsa i myndlist eftir konur og
það er ágætt að vissu marki.
Markmiðið hlýtur þó alltaf aö
vera að konur taki þann sess sem
þeim ber i hinni almennu umfjöll-
un um myndlist. Einangrun er
hvorki eðlileg né æskileg i sögu
myndlistakvenna”.
Kaupmannahöfn, 23.7. ’80.
Svala Sigurleifsdóttir.