Þjóðviljinn - 22.08.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1980, Blaðsíða 8
g stÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22.ágúst 1980 HRA UNEYJAFOSS Biaðamenn Þjóðviljans voru á ferð um virkjunarsvæðið við Hraun- eyjafoss fyrir skömmu og birtist fyrsti hluti þeirrar frásagnar í síð- asta sunnudagsblaði. Hér fyrir neðan fara viðtöl við nokkra starfs- menn á svæðinu og fleiri viðtöl munu fylgja í kjölfarið eftir helgina. Það skal tekið fram að viðtölin voru tekin þremur dögum áður en Heklueldar brutust út. Orkuframleiðsla Hrauneyjafossvirkjunar fullbyggðar verður 210 MW eða jafnmikil og Búrfellsvirkjunar/ en áætlað er að taka fyrstu 70MW aflvélina af þremur í notkun næsta haust. Undirbúningsvinna við hönnun virkjunarinnar hófst fyrir 10 árum/ en áætlað er að hún verði f ullbyggð í lok árs 1982. Við byggingu virkjunarinnar starfa sex aðalverktakar þar af þrír innlendir en aðrir aðalverktakar eru ítalskir, sænskir og þýskir. Auk þeirra starfar fjöldi innlendra undirverktaka við virkjunarfram- kvæmdir. i sumar hafa um 600 starfsmenn unnið að staðaldri við virkjunina en þeim mun fækka í 200 í vetur. Heildarkostnaður við virkjunina á núvirði er um 52 miljarðar/ íslenskir. Páll Ólafsson staðarverkfrœðingur Lands virkjunar: Við höldum áætlun Heildarkostnaður við virkjunina á núvirði um 52 milljarðar kr. ,,Þaö má eiginlega segja aö hér sé risiö smáþorp meö öllu þvi sem tilheyrir. Nokkrir tæknimenn hafa veriö meö fjölskyldur slnar hér uppfrá i sumar og þvi er allt frá kornabörnum uppi eldri menn hérna á svæöinu” sagöi Páll óiafsson staöarverkfræöingur Landsvirkjunar viö Hrauneyjar- foss. Landsvirkjun hefur yfirstjórn meö framkvæmdum á virkjunar- svæöinu, og er þetta i fyrsta sinn sem innlendir aðilar hafa yfir- stjórn meö virkjunarfram- kvæmdum hér á landi. „Framkvæmdirnar hafa geng- iö alveg árekstralaust fyrir sig og við höldum áætlun. Það eru 6 aðalverktakar og fjöldi undir- verktaka sem vinna hérna á virkjunarsvæðinu auk þess sem Landsvirkjun hefur hér nokkurt starfslið tækni- og eftirlits- manna”. Páll sagði aö þaö hafi verið á- kveöið strax og framkvæmdir hófust við virkjunina, að Lands- virkjun heföi umsjón og Utvegaði allar starfsmannaibúðir handa Páll Ólafsson staöarverkfræö- ingur Landsvirkjunnar: Höfum sett strangar reglur um umgengni og aöbúnaö á staönum verktökum og allan þann aðbúnað sem til þarf. „Stjórnunin vildi stundum fara nokkuð úr böndunum viö Sigöldu og þvi vildum við tryggja okkur gegn öllu sliku og höfum sett nokkuö strangar reglur bæði um umgengni og aðbúnað hér á staönum og þeim reglum hefur veriö hlýtt út i ystu æsar. Viö reistum sorpbrennslustöð og sá- um um frágang á öllum starfs- mannabúöum. Þá höfum viö i samráöi viö yfirtúnaðarmann á staönum haldiö uppi virku öryggiseftirliti á vinnusvæöun- um. Þetta hefur gefist mjög vel og má geta þess aö hér hefur ekk- ert stórslys átt sér staö, þrátt fyr- ir aö 600 manns vinni hér meira og minna allan sólarhringinn meb stórvirkustu verktækjum sem til eru i landinu. Varðandi félagslif á staðnum sagöi Páll aö erfiðlega gengi aö koma starfsmannafélagi á fót, en þab væri samdóma álit Lands- virkjunar og verkalýösfélaga á staðnum, aö slikt starfsmannafé- lag eigi aö vera alveg undir um- sjón og stjórn starfsmanna sjálfra. Heildarkostnaöur viö byggingu Hrauneyjarfossvirkjunar á nú- viröi er 52 miljaröar kr. Við spuröum Pál hvort rétt stefna væri að byggja öll helstu orkuver landsmanna svo nálægt eldvirk- um svæðum og raun er á, en það skal tekið fram að viðtalið var tekiö aöeins þremur dögum áöur en Hekla tók aö spúa eldi og eim- yrju sl. sunnudag. Pállsagðiþaöbæriaölita á þaö aö 40% af besta virkjunarafli landsmanna væri að finna á þessu svæöi þar sem Hrauneyjarfoss- virkjun mun standa og Búrfells- og Sigölduvirkjanir eru fyrir. Hins vegar væri litil ástæða til aö óttast skemmdir á þessum mann- virkjum þótt að stórgos kæmu I Heklu og eins væri óliklegt sam- kvæmt áliti jarövisindamanna að áhrif frá Suöurlandsskjálftanum þegar hann kemur nái alla leið upp aö virkjunum. -lg. Atyinnuástandið ekki gott heimafyrir segja Rangœingarnir, Þráinn Ársœlsson og Halldór Gunnarsson Þeir sátu þungt hugsi yfir skák- tölvunni þegar viö iitum inn i svefnskálann til þeirra i vinnu- búðum Fossvirkis. Þráinn Ársælsson úr Þykkvabæ og Halldór Gunnarsson frá Ægis- siðu kváðust þeir heita og eftir smá tima höfðu þeir snúið dæm- inu við og létu skákvölvuna hugsa stift meðan þeir gáfu sér tima tii að ræða við blaöamenn Þjóðvilj- ans. „Jú, þaö er rétt, við eyðum okk- ar tómstundum aöallega i skák og spil. horfum litiö á siónvarp, og i fótboltann kemst bara úrvaliö. Þeir eru hvorugir fjölskyldu- menn og sögöust satt aö segja ekki sakna eins né neins aö heim- an, enda báöir skólaöir I virkjun- arstörfum viö Sigöldu á sinum tima. Þaö er ekki nema 1 til 1 1/2 tima akstur héöan niöur I Þykkvabæ og þar erum viö um hverja helgi. Af hverju viö erum aö vinna hérna? Jú, ætli við höfum" ekki heyrt sömu sögu og margir aörir aö hérna uppfrá væri hægt aö þéna 2 miljónir á mánuði. Viö megum þakka fyrir ef viö náum einni miljón á mánuöi og þaö tekst ekki nema meö mjög mikilli vinnu. Svo kölluö staðaruppbót er ekkert annað en feröakostnaöur.” Hvernig finnst ykkur félagslifið á staðnum? „Þaö er fyrir þaö fyrsta lftil sem engin félagsaöstaða á svæö- inu. Ég held aö ástæöan fyrir þvi hversu erfiölega gengur aö koma upp virku starfsmannafélagi sé sú, aö hérna uppfrá eru verktak- arnir svo dreifliir um stórt svæöi og þvi litiö um samgang á milli vinnuhópanna. t Sigöldu var þetta mikiö meira allt á sama svæöinu. Þar blómstraöi félagslifiö og viö fengum miklar og góöar heim- sóknir viöa aö, bæöi leikhús og tónlistarmenn. Viö erum nú samt aö vona aö hægt veröi aö koma Þeir Þráinn Ársælsson til v. og Halldór Gunnarsson sögðust eyöa flest- um fristundum á hálendinu til tafls og spilamennsku. einhverri mynd á þessi mál fyrir inn er ekki sem verstur” sagöi veturinn.” Þráinn, „en viö sem störfum viö Hvernig er með launa- og almenna verkamannavinnu eöa samningamál? erum i steypunni fáum mun lé- „Sjálfur Tungnaársamningur- legri bónus en til dæmis trésmiö- ur á svæöinu og þar hefur sifellt veriö aö draga i sundur. Þaö er ekkert um bónusgreiðslur i sjálf- um samningnum, heldur hefur þaö komiö eftirá og núna eru allir á einhverskonar bónus hérna á svæðinu, en fólki gremst þaö hversu einstakir iönaöarmenn eru á langtum hærri bónus- greiöslum en aörir starfsmenn viö virkjunina.” Hvernig er vinnutiminn hjá ykkur núna? „Aðalvinnutiminn er tólf timar frá 7-7 og siöan eftirvinna oft til 10 ef til fellur. Núna segir verktak- inn hins vegar aö viö séum komn- ir langt á undan áætlun meö stöövarhúsiö og þvi er enga eftir- vinnu aö fá. Hinsvegar vilja flest- ir þeir sem eru hérna á annað borö vinna þegar möguleiki er. Þegar viö vinnum aöeins 12 tima eins og núna þá er kaupiö hjá okk- ur i steypunni 6-700 þús. á mánuöi og mörgum okkar finnst ekki taka þvi aö vera hérna uppfrá fyrir þaö kaup. Hitt er lika ljóst aö hversu mik- iö sem viö vinnum þá eru menn alltaf dauöþreyttir I vikulokin og guösfegnir þegar haldiö er af staö heim.” Nú er þið báðir Rangæingar, Framhald á bls. 13 Allur er aðbúnaður til fyrirmyndar helst að það vanti öflugra félagslif líkt og var i Sigöldu „Ég kann bara ágætlega við mig hérna. Ég er búinn að vinna viö virkjunarframkvæmdir frá þvi byrjaö var viö Sigöldu, og ég hef bara kunnað þessu starfi vel” sagði Guðmundur Halldórsson úr Holtunum, þegar Þjóðviljamenn ræddu við hann og vinnufélaga hans þá Kalman Jóhannsson frá Hvolsvelli og Þorstein Jónsson sem býr vestan undir Eyjafjöli- um. ^ Klukkan var langt gengin niu á miðvikudagskvöldi og þeir sátu þrir inni I setustofunni i svefn- skálabyggingunni og horföu á sjónvarpið. „Nei þaö er enginn griöarlegur áhugi á sjónvarpsglápi hérna uppfrá eins og þú sérö. Þaö er frekar aö menn fjölmenni þegar biósýningar eru i félagsheimilinu og núna stendur yfir knattspyrnu- keppni milli verktaka og eflaust margir þar uppfrá og fylgjast meö”, sagöi Þorsteinn. En hvað er það sem dregur fólk hingaö til vinnu? „Ég held aö það sé m.a. vegna þess aðhér er auðvelt að spara og safna fé. Þótt kaupiö sé hátt aö sumum ókunnugum finnst, þá er það eingöngu tilkomiö vegna þess hve mikið viö vinnum. Yfirleitt er ekki unniöundir I2timumá dag”. Þeir Kalman og Þorsteinn tóku undir þessi orö Guömundar og sögöu aö þaö væri yfirvinnutiöin sem skapaði tekjurnar. Kalman ætlar að halda áfram námi við Fjölbrautaskólann i Breiöholti I vetur og var nú i fyrsta sinn I virkjunarstörfum uppi á hálendinu. „Ég er aö reyna aö drýgja tekj- urnar fyrir skólann i vetur, en þaö tekst ekki nema með mikilíi vinnu og sparsemi”. En hvernig er meö félagslifið uppi viö Hrauneyjarfossa þar sem 600 manns vinna aö jafnaöi núna yfir sumartimann? „Þaö hefur veriö alveg sárlitiö núna i sumar” sagöi Þorsteinn. „Eitthvaö hefur veriö reynt aö Hvflst og horft á sjónvarpiö. Frá vinstri Þorsteinn Jónsson, Guð- mundur Halldórsson og Kalman Jóhannsson. gera til að koma skipulagi á þá hluti, en þaö hefur ekki tekist. 1 Sigöldu var félagsstarfsemin alveg til fyrirmyndar og öflugt starfsmannafélag sem stjórnaöi starfinu, en þaö vantar alveg hér”. „1 vetur var þó haldiö þorra- blót”, sagöi Guömundur, „og þaö meö miklum myndarskap. Þaö var litiö dansaö þar sem fátt kvenfólk var til staöar, en þvi mun meira boröaö”. Þrátt fyrir þaö aö kvartað sé yfir dauflegu félagslifi á virkjun- arsvæöinu voru þeir félagar sam- mála um aö allur aöbúnaður viö Hrauneyjarfoss væri miklu betri en t.d. viö Sigöldu. „Fyrir þaö fyrsta þá er allt skipulag á svæöinu betra en hjá Júgóslövunum viö Sigöldu. Þá er lika allt sem lýtur aö öryggismál- um á vinnusvæöunum til fyrir- myndar og eftir þvi sem ég veit best þá hefur ekki orðiö eitt ein- asta slys hér á svæöinu sem orö er á gerandi” sagöi Guömundur. Viö spuröum Þorstein sem er fjölskyldumaöur hvernig þaö sé að vinna svo fjarri heimili sinu mestan hluta ársins. „Ég kem heim um hverja helgi, og aöra- hverja helgi eigum viö stór helg- arleyfi, þ.e. frá siödegi á föstu- degi fram til þriðjudags. Þetta er þvi mjög svipað því að vera til sjós, jafnvel meira fri, þvi aö mér finnst helgarfriin nýtast mjög vel, aö minnsta kosti fyrir okkur sem búum hér i sveitinni”. Kalman sagði að hann kynni vel fyrir sig i virkjunarvinnunni, en nokkrir félagar hans frá Hvolsvelli og nágrenni eru einnig að störfum á svæöinu. Aöspuröur hvort hann saknaöi ekki kven- fólksins sagði hann: „Maður fer nú heim um helg- ar”. -lg- Föstudagur 22.ágúst 1980 ÞJÓÐVlLjINN — SIÐA 9 Smlði stöðvarhússins miðar vel áfram. Það veitir ekki af mikilli járnabindingu og sterkri stevDU i slikt mannvirki. A brekkubrúninni I inntaksskurðinum fyrir ofan stöðvarhúsið þarf að steypa i kring- um stálpipurnar sem leiða vatnið að túrbinuvélunum. Eins og sést vel á myndinni er ekki um neina smásmið að ræða, enda vatnsþrýstingurinn gifurlegur þar sem vatnið steypist niður hiiðina, rúmlega 80 m failhæð. Niðri Iþessari djúpu gryfju verður vélasamstæðu nr. 3komið fyrir. Undirstöður stærsta byggingarkrana sem til er i landinu hvila hér fyrir neðan. á dagskrá Þegar stofnanir stinga saman nefj- um í nefnd án nafngreindra manna, og hyggjast spá um jfamtíðina án ' þess að skynja samtiðina, er kannski engin furða þótt árangurinn verði ekki pappírsins virði. Þorsteinn Vilhjálmsson/ eölisf ræðingur: Þegar stofnan- ir stýra penna Kveikjan aö þessu greinarkorni er skýrsla ein sem ég fékk i hend- ur i fyrravor en hefur oröiö mér svo hugstæö aö ég fæ ekki oröa bundist. Ég vænti þess aö hug- renningar minar eigi erindi viö fleiri en þá sem þurfa aö láta sig varöa sjálft efni skýrslunnar; hér er um aö ræöa viöhorf og vinnu- brögö ekki siöur en efnisatriöi. Aöur en ég kem nánar aö skýrsl- unni sjálfri vil ég vikja aö hinu viöara samhengi sem hún tengist I huga mér. Auðlindakreppan Fyrir sosum áratug fóru aö koma fram á Vesturlöndum rök- studdar spár um þaö aö sumar mikilvægar auölindir jaröar væru á þrotum. Væri mönnum eins gott aö horfast I augu viö þessa blá- köldu staöreynd og þaö heldur fyrr en siöar. Eins og viö var aö búast skiptust menn mjög i tvö horn um þessa spádóma. Þeir sem áttu hvaö mest undir svoköll- uöum hagvexti, eöa öllu heldur si- vaxandi efnisneyslu, og voru hon- um samdauna I hugsunarhætti, þrjóskuöust viö fram I rauöan dauöann aö taka .nokkurt mark á „hrakspánum”. Hafa margir þeirra oröiö aö gjalda þá þrjósku dýru veröi samkvæmt miskunn- arlausum leikreglum markaös- kerfisins. Til aö mynda súpa bandariskir bilaframleiöendur nú seyöiö af þvi hve glámskyggnir þeir hafa veriö á hinar raunveru- legu orsakir oliukreppunnar og óhjákvæmilegar afleiöingar hennar: sihækkandi eldneytis- verö og stóraukinn áhuga á sparnaöi. Framsýnni fjármála- menn hafa hins vegar látiö sér segjast i tima og er nú oröiö fátitt i þeirra rööum aö gera þvi skóna aö efnisleg framleiösla haldi til aö mynda áfram aö vaxa á næstu tveimur áratugum eitthvaö svip- aö og hún geröi á árunum 1950-70. Hiö sama er vitaskuld aö segja um efnislega neyslu i þeim sam- félögum sem* viö hana eru kennd: þar hlýtur aö veröa um minnkandi vöxt og jafnvel stöönun aö ræöa. Samfara þessu veröur svo hug- arfarsbreyting sem gengur fyrir sig meö svipuöum hætti og aörar slikar breytingar hafa gerst i mannlegu samfélagi: Akveönir hópar eru fyrstir til aö tileinka sér hin nýju viöhorf — ýmist i málflutningi eöa I eigin breytni, nema hvorttveggja sé. Smám saman breiöast hin nýju viöhorf út og ná aö lokum til þeirra sem halda fastast I — en yröu þvi þá fegnastir aö gleyma fyrri and- stööu. Þaö þarf sosum ekki aö koma neinum öörumviö þótt þeir kjósi aö halda tryggö viö gömul og úrelt viöhorf, nema svo óheppilega vilji til aö þeir séu til þess settir aö spá um þróunina fyrir hönd allra hinna. Olíuspá án spámanna I marsmánuöi siöastliönum kom út I Reykjvik fjölrituö skýrsla sem ber heitiö Oliunotkun 1980-2000: Spá. Skýrslan er sam- tals 42 blaösiöur aö meötöldum tveimur viöaukum. A kápu og titilsiöu stendur nafniö „Orku- spárnefnd” sem viröist eiga aö tákna bæöi höfund og útgefanda. t.upphafi textans segir svo orö- rétt: „I Orkuspárnefnd eru fulltrúar frá Orkustofnun, Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavikur, Rafmagnsveitum rikisins og Hitaveitu Reykjavikur...” Hins vegar segir hvergi i gerv- öllum texta skýrslunnar, aö meö- töldum fylgiskjölum, hverjir þessir fulltrúar séu. Ekki kemur heldur fram hver sé formaöur I nefndinni, enda þurfa stofnanir kannski ekki áslikumaö halda. Yf- irhöfuö kemur aöeins eitt einasta mannsnafn fyrir I þessu ritverki. Þar er um aö ræöa blásaklausan mann sem getiö er i tvigang i heimildartilvlsun neöanmáls i fylgiskjali. Þaö hvarflar ekki aö mér aö gera honum þann óleik aö nefna hann hér. Ég læt lesandanum eftir aö mestu aö draga ályktenir af þessu nafnleysi og þeim ópersónuleika sem af þvi > leiöir. Ég get þó ekki neitaö þvi aö sá grunur læöist aö mér aö menn hafi, leynt eöa ljóst.viljaö reyna aö komast undan persónulegri ábyrgö á þeirri pappirsnotkun sem þarna er um aö ræöa. Meöal annarra rósa er nefni- lega aö finna i skýrslunni talna- meöferö furöulegri en ég minnist aö hafa séö slöan ég læröi um þri- liöuna I gagnfræöaskóla. Ég skal þó ekki þreyta lesandann meö nánari útlistunum á þvi heldur snúa mér aö einu dæmi um furöu- lega spámennsku i ætt viö kafl- ann hér á undan. Þar er um aö ræöa svo hversdagslegt og auö- skiliö fyrirbæri sem bensinnotkun einkabila. Spáð aftur í timann? Eftir aö Orkuspárnefnd hefur rakiö þá áþreifanlegu reynslu siö- ustu fimmtán ára aö bensin- neysla á hverja bifreiö i landinu hafi minnkaö aö meöaltali um tvö prósent á ári, kemst hún aö þeirri merkilegu niöurstööu aö „ben- sineyösla bifreiöa muni halda áfram aö minnka, en þó hægar en áöur eöa um 1% á ári fram til aldamóta”. Ég undirstrika aö hér er um aö ræöa minnkandi eyöslu á hverja bifreiö, t.d. bæöi vegna aukinnar sparneytni og vegna minni aksturs, eftir þvi sem viö á. Engin rök er aö finna i skýrslunni fyrir þvi aö Nefndin spáir þannig sem kalla mætti „aftur fyrir for- tiöina”. Þessi ályktun Orkuspárnefndar var sett fram á svipuöum tima og fyrir lá til aö mynda aö bensin- notkun á hverja bifreiö haföi minnkaö um ca. 10% (tiu af hundraöi) milli áranna 1978 og 1979. Og hverju mannsbarni er ljóst aö þeir bflar sem eru nú aö bætast i bilaflotann, eru yfirleitt miklu sparneytnari en hinir sem hverfa úr honum á hverju ári. Þetta atriöi er auövelt aö meta i tölum útfrá upplýsingum nefnd- arinnar sjálfrar. Fæst þá sú niö- urstaöa aö meöaleyösla bilaflot- ans á ekinn km fari minnkandi um ca 3-4% á ári. Þá er aö sjálfsögöu eftir aö taka meö I reikninginn aö árlegur akstur hvers bils fer væntanlega minnkandi aö meöal- tali. Nú má vera aö hér sé ekki um ýkja stórt efnisatriöi aö ræöa. Hins vegar eru viðhorf og vinnu- brögö Orkuspárnefndar aö minu viti stórvarasöm, ekki sist ef haft er I huga að einhverjir kunna aö vilja byggja mikilvægar ákvarö- anir á upplýsingum og „spám” sem þessi nefnd sendir frá sér. Frúarbíllinn Ég get aö lokum ekki stillt mig um aö nefna annaö dæmi um þaö hvernig þankagangur Orkuspár- nefndar stefnir I þveröfuga átt viö allt sem er aö gerast I samtiöinni. Aöur en lengra er haldiö vil ég þó biöja jafnréttissinnaöa lesendur aö spenna öryggisbeltin. A blað- siöu 24 i téöri skýrslu er nokkrum linum variö til aö ræða um rafbila og hugsanlegan innflutning þeirra eftir 1990. Klykkt er út meö svofelldum oröum: „Einkum er taliö aö rafbilar muni mæta vaxandi eftirspurn eftir öörum bil fjölskyldunnar, „frúarbilnum” svonefnda.” Ég undirritaöur hef þann siö, sem veröur varla lengur talinn til sérvisku, aö fara flestra minna feröa á reiðhjóli, en konan min notar „bil fjölskyldunnar” i sin- um daglegu feröum. Er hann þar meö „frúarbill” aö áliti Orku- spárnefndar? Ef viö tækjum upp á þvi (sem er raunar ekki liklegt) aö kaupa okkur annan bll undir sitjandann á mér, væri hann þá „frúarbill”? Yröi ég þá kannski sjálfur „frú”? 1 ljósi þess aö orö Nefndarinnar féllu nokkrum mánuöum áöur en kona („frú”?) var kjörin forseti tslands er kannski heldur ekki úr vegi aö spyrja: Skyldi bill forset- ans vera „frúarbill”? Hér spyr sá sem ekki veit en hitt veit ég aö Orkuspárnefnd er meö eindæmum spámannlega vaxin og ætti kannski frekar aö leggja fyrir sig aö spá um fortið en framtiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.