Þjóðviljinn - 22.08.1980, Blaðsíða 15
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Föstudagur 22.ágiist 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
M
t-
Bréf til Hjalta
Kristgeirssonar
Borgþór Kjærnested.
Hjalti Kristgeirsson heíur aö
undanförnu haft mikinn
áhuga á iþróttum hverskonar,
sér i lagi ef þær fara fram i
Moskvu, undir merki Olymplu-
leikanna. I fyrstu hélt ég
raunar, aö Hjalti væri aö reyna
aö rekja ættir islenskra iþrótta-
manna til Afganistan en svo var
ekki þegar betur var lesinn text-
inn, heldur var hann að óska
þeim góörar feröar til Moskvu.
Boöskapur Hjalta var sá, aö
Islenskir Iþróttamenn heföu átt
aö finna þaö upp hjá sjálfum sér
aö fara ekki til Moskvu, þrátt
fyrir aö Carter heföi allt I einu
fundiö smáriki þetta á kortinu,
svona hentuglega i hita forseta
kosninganna. Akvöröun is-
lensku iþróttamannanna átti aö
vera algerlega sjálfstæö, án
áhrifa frá stjórnmálamönnum
eins og Hjalta og Carter og var
einna helst á Hjalta aö skilja, aö
þeir heföu átt aö sitja heima, án
þess ab láta þá Hjalta og Carter
vita af þvi.
Eini gallinn á þessum boö-
skap Hjalta Kristgeirssonar er
sá, að hann er hjáróma og vekur
jafnvel grunsemdir um, aö
Hjalti sé orðinn einskonar sjálf-
skipaður kosningastjóri Carters
á tslandi. Þaö eru nefnilega
fimm ár frá þvi aö ákvöröun var
tekin innan alþjóðlegu Olymplu-
nefndarinnar um aö halda leik-
ana I Moskvu 1980. t allan þann
tima, sem siðan er liöinn, hefur
ekki heyrst nein áskorun frá
Hjalta til Islenskra Iþrótta-
manna aö taka þaö upp hjá
sjálfum sér, að fara hvergi. baö
var ekki fyrr en Carter brá viö
fyrir nokkrum mánuöum sem
Hjalti tók slnar sjálfstæöu
ákvarðanir, en þá var þaö bara
þvi miður oröiö of seint til þess
aö vera sannfærandi.
Þaö er út af fyrir sig jákvætt,
aö menn skuli vera gæddir sjálf-
stæöum skoðunum en þá á
maöur aö koma þeim á fram-
færi áöur en forseti Bandarikj-
anna tekur af manni ómakið,
eftir þaö vera þær bara hjáróma
raddir I leiöum samsöng Car-
ters, Pinochets og annara ágæt-
is manna.
Borgþór Kjærnested.
barnahornrid
—VIÐTAL—
Klíptu
drenginn
Ung hjón fóru í kvik-
myndahús og höfðu með
sér þriggja ára gamlan
son sinn. Þeim var sagt,
að ef strákurinn færi að
gráta, þá yrðu þau að
fara út aftur, enda skyldu
þau fá peningana til
baka. Þegar sýningin var
hálfnuð, hvíslar maður-
inn að konunni:
— Anna, hvernig finnst
þér myndin?
— Hún er sú mesta vit-
leysa sem ég hef nokkurn
tíma séð.
— Það finnst mér líka.
Klíptu drenginn fast.
Klukkan
• ••
sjo
Ungur nemandi í
Bandaríkjunum hengdi
svohljóðandi skilti á
dyrnar að herbergi sínu:
Það er mjög nauðsynlegt,
að ég verði kominn á
fætur klukkan sjö. Gjörið
svo vel að halda áf ram að
berja á dyrnar, þar til ég
svara. Reyniðsíðan aftur
klukkan tíu.
Ég tók viðtal við syst-
urnar Berghildi og
Kristinu en þær búa í
Kópavoginum:
Hvað hefurðu verið að
gera í sumar?
Berghildur 10 ára: Ég
fór í Iþróttir og útilíf og
það var mjög gaman.
Skemmtilegast var að
fara í útileguna á
Laugarvatni. Við fórum á
hestbak, í reiðhjólatúra
og sund”, Svo fór ég á
námskeið í reiðskólanum
sem var í hálfan mánuð
og mér f annst svo gaman
að ég fór aftur. Áður en
skólinn byrjar fer ég
norður í viku og þegar ég
kem aftur byrja ég fljót-
lega í skólanum.
Kristín 14 ára: „f júní
byrjaði ég í unglingavinn-
unni og vann þar í tvo
mánuði. Ég var að
hreinsa götur og hreinsa
rústirnar að Digranesi
(gamall bær hét því
nafni). Við máluðum
einnig Drekahelli( en það
nefnast göng í Kópa-
voginum). Mér fannst
kaupið ekki gott. Ég fékk
í kringum 250 þúsund
f yrir þessa 2 mán.og mér
finnst það frekar lítið
miðað við að við unnum
allan daginn. I vinnunni
fengum við að fara í
starfs,- bæjar- og
sveitakynningu. Ég hætti
að vinna í lok júlí og síðan
hef ég verið að dunda
mér heima við.
I lokin spurði ég Krist-
inu hvað hún ætlaði að
gera þangað til skólinn
byrjaði:
„Á sunnudaginn fer ég
upp í Kerlingarfjöll á
skíði og verð ég þar í tæpa
viku. Síðan byrja ég í
skólanum af fullum
krafti."
Brynhildur Fjölnisdóttir.
UMSJÓN: BRYNHILDUR OG MARGRÉT
t
Jósef Stalín
1 kvöld veröur á dagskrá
sjónvarpssins þátturinn.
„Rauöi keisarinn” (The Red
Czar). Hann fjallar um Jósef
Stalin. Þátturinn er breskur
og er I fimm hlutum. Þýöandi
og þulur er Gylfi Pálsson.
bað sópaöi ekki mjög aö fél-
aga Stalln i hópi bolsévikka
fyrstu árin. Hann þótti grófur I
framkomu, utanveltu I vits-
munalegri samræöu, klaufsk-
ur ræöumaöur og þar aö auki
haföi eiginkona Lenlns horn I
siöu hans. En Stalin var frá-
bær skipuleggjandi og vegur
hans óx jafnt og þétt bak viö
tjöldin.
Sjónvarp
kl. 21.05
Saga um
ást og dauða
Miödegissagan, „Sagan um
ástina og dauöann”, eftir
norska rithöfundinn Knut
Hauge er á dagskrá kl. 14.30.
Þýðandinn, Sigurður
Gunnarsson, ies 18. lestur.
Sagan fjallar um Halldór
verkfræðing sem þjáist af
krabbameini. Hann ber ekki
harm sinn I hljóöi. Halldóri
liöur bölvanlega og bitnar þaö
á ástkonu hans sem þykir
Halldór ekki sinna sér sem
skyldi. Halldór^ þaö lika til aö
drekka sig fullan og eirir þá
engu. Halldór er alkóhólisti.
Miðdegissagan er fólki til
sjávar og sveita kærkomin
skemmtan i dagsins önn og
vonar margur að Halldóri
verkfræöingi elni ekki sóttin
og ástmær hans sýni honum
umburðarlyndi.
Barnatíminn
Kl. 17.20 er litil stund handa
litlu fólki. Gunnvör Braga
stjórnar barnatima I tuttugu
minútur. 1 þættinum les Ragn-
heiöur Gyöa Jónsdóttir ævin-
týri úr þjóösögum Jóns Arna-
sonar „Karlssonur og köttur-
inn hans”. Efni sögunnar er
væntanlega á þá lund aö karls-
son eignast kött, fer til kóngs,
köttur eyðir rottum og annar
hvor þeirra félaga eignast
kóngsdóttur og hálft rikiö eöa
þeir skipta góssinu meö sér.
begar úti er ævintýri les
Karl Agúst Úlfsson ljóö eftir
Kristján frá Djúpalæk: „Kisa
og drottningin”, „Kisa min”
og„Hlátur konungur”. Næsti
þáttur hefur þemaö „Selir” og
má segja aö dýraríkiö gefi
marga möguleika og veiti ef-
laust ýmsum unaö.
Huldumaöurinn (The Paper
Man), bandarisk sjónvarps-
mynd frá árinu 1971 er kl. 22.00
i kvöld. Aöalhlutverk leika
Dean Stockwell, Stefanie
Powers og James Stacy.
Nokkrir illa innrættir há-
skólanemar notfæra sér þekk-
ingu sina i tölvufræðum. Þeir
hafa komist yfir kritarkort og,
búa til falskan eiganda þess
meö aöstoö tölvu og taka aö
versla út á kortið. Fyrst I staö
gengur allt aö óskum en þaö er
nú betra aö halda sig réttu
megin viö lögin þvi annars
lendir maöur kannski röngu
megin viö rimlana.
Huldumaður