Þjóðviljinn - 26.08.1980, Síða 3
Þriðjudagur 26. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
er metsölubíll ársins og nú
til afgreiðslu strax.
Eftir sex mánaða stríð:
Banaslys
í Hvalfiröi
Siöastliöið föstudagskvöld varö
banaslys uppi i Hvalfirði. Bar þaö
til meö þeim hætti, aö d veginum
miili Saurbæjar og Kalastaöa
rákust saman jeppabifreiö úr
Borgarfiröi og fólksbill frá Akra-
nesi.
Lögreglunni á Akranesi barst
tilkynning um slysið kl. 23.15 og
fór þegar á slysstaö. Var þá öku-
maöur fólksbilsins látinn en hann
var einn i bilnum. Hinn látni hét
Oddur Olafsson, 62 ára gamall, til
heimilis á Akranesi.
í jeppanum voru þrir farþegar,
auk ökumannsins. Sluppu þeir viö
meiri háttar meiðsli nema hvaö
ökumaöurinn nefbrotnaöi og
skarstnokkuöiandliti. — mhg
Hrapaði
til bana
Enn eitt dauöaslysiö. Og nú var
þaö 9 ára gamall drengur úr
Reykjavik, sem hrapaöi til bana
austur á Siöu árdegis i fyrradag.
Nánari atvik voru enn næsta
óljós seinnipartinn i gær og máliö
I rannsókn. Þarna var á ferö fólk
úr Reykjavik, bæöi fullorönir og
börn. Mun drengurinn hafa farið
ásamt ööru fólki eitthvað upp i
hliöina ofan viö Kirkjubæjar-
klaustur en oröiö viðskila viö þaö
meö einhverjum hætti og hrapað
fram af klettum, meö fyrr-
greindum afleiöingum. Blautt var
til jaröarinnar og þvi skreipt i
spori. — mhg
ra rökrétt oghagnýtbílakaup
Daihatsu
Charade
Daihatsu
Charade
Verðið er frá
5.660.000
kr. með ryðvörn og við
bjóðum eingöngu lúxus-
gerð.
brúar kynslóðabilið og er bíll
fyrir unga sem aldna.
DAIHATSUUMBOÐIÐ
Ármula 23 — Símar 85870 — 39179
DAIHATSU
CHARADEER:
1. Sparneytnasti bíllinn á
markaðnum.
2. Kraftmikili með fram-
hjóladrifi.
3. Rúmgóður 5 manna og
5 dyra.
4. Eins og hugur manns í
akstri innan- og utan-
bæjar.
5. I hönnun var öryggið í
fyrirrúmi.
6. Orugg og viðurkennd
varahluta- og við-
gerðarþjónusta.
7. Trygg fjárfesting í
endursölu.
8. Rúm lánakjör.
Rúrik Haraldsson og Erlingur Gfslason í hlutverkum sinum I Snjó
Æfingar hafnar í Þjóðleikhúsinu:
Snjór frumsýndur 12. sept.
Fjölbreytt dagskrá í vetur
Starfsmenn Þjóöieikhússins
mættu s.l. laugardag aftur til
vinnu aö loknu sumarleyfi og i
gær hófust æfingar á fyrstu verk-
efnum vetrarins af fullum krafti.
Fyrsta frumsýning haustsins
veröur 12. september n.k. á nýju
ieikriti Kjartans Ragnarssonar,
„Snjó”, en tvær forsýningar voru
á þvi á listahátiö i vor. Leikstjóri
er Sveinn Einarsson, Þjóöleik-
hússtjóri.
Meöal verkefna vetrarins má
nefna áframhaldandi sýningar á
„í öruggri borg” eftir Jökul
Jakobsson, „Smalastúlkunni og
útlaganum” eftir Sigurö Guö-
mundsson málara og „Óvitum”
Guörúnar Helgadóttur, aö þvi er
Arni Ibsen, blaðafulltrúi Þjóö-
leikhússins tjáöi Þjóöviljanum I
gær. Þá hefjast á miðvikudag æf-
ingar á „Stundarfriöi” Guð-
mundar Steinssonar, sem fariö
veröur meö á alþjóölega leik-
listarhátlö I Júgóslaviu i lok
september.
„Dagshriöarspor” nefnist leik-
rit eftir Valgarö Egilsson sem
Brynja Benediktsdóttir leikstýrir
og veröur þaö fært upp á litla
sviöinu snemma i haust. Þá hefj-
ast i vikunni æfingar á nýju leik-
riti eftir Bretann Tom Stoppard i
leikstjórn Gisla Alfreðssonar, en I
islenskri þýöingu hefur leikritiö
verið nefnt „Nótt sem nýtan
dag”. Hallmar Sigurösson leik-
stýrir fyrsta leikriti Ludvigs Hol-
berg, „Könnusteypinum póli-
tiska” og veröa bæöi þessi verk á
stóra sviöinu.
Slðar i vetur og eftir áramótin
veröa frumsýnt barnaleikritiö
„Oliver Twist” og hiö kunna leik-
rit Millers „Sölumaður deyr”,
Endanleg dagskrá vetrarins
verður ekki kynnt fyrr en siöar i
þessari viku. — AI
Bíóin auglýsa
aftur í Mogga
Mun hærra verð en í öðrum blöðum
„Þeir komu til okkar, eins og
sagt er, og buöu okkur upp á verö
sem viö gátum sætt okkur viö”,
sagöi Grétar Hjartarson, for-
maöur kvikmyndahúseigenda i
gær, en þaö vakti athygli um
helgina aö eftir sex mánaöa hlé
birtust aö nýju bióauglýsingar i
Mogga.
Kvikmyndahúseigendur hættu
aö auglýsa i Morgunblaöinu fyrir
um hálfu ári i mótmælaskyni viö
hátt auglýsingaverð. Voru báöir
aöilar stifir á sinu og sagöi Grétar
aö þó Morgunblaöiö værti
áreiöanlega sterkur auglýsinga-
miöill þá heföu kvikmyndahúsin
ekki merkt þaö aö aösókn minnk-
aöi eftir aö hætt var aö auglýsa
þar. Hins vegar heföu lesendur
blaösins kvartaö undan ástandinu
og væri það liklega skýringin á
sinnaskiptum á þeim bæ.
Samningarnir sem tókust gera
ráð fyrir föstu veröi, 250 þúsund
krónum á mánuöi fyrir 5-12 dálk-
sentimetra á dag en umbrots-
menn Morgunblaösins hafa heim-
ild til þess aö ákveöa plássiö
hverju sinni. Fyrir hálfu ári
greiddu kvikmyndahúsin hins
vegar um hálfa miljón á mánuöi
til Mogga eftir aö reiknaöur haföi
veriö 40% afsláttur frá fullu
veröi. Hér er þvi um meira en
helmings tilslökun aö ræöa af
hálfu Morgunblaösins en samt
sem áöur er þetta mun hærra
verð en kvikmyndahúsin greiöa
hinum blööunum, sem er 50-80
þúsund á mánuöi.
Grétar var aö lokum spuröur
hvort hann óttaöist ekki aö hin
blöðin fylgdu i kjölfar Moggans
og kreföust nú hærri greiðslna
fyrir auglýsingarnar. „Ég held
ekki”, sagöi hann. „Viö borg-
uðum Morgunblaöinu á sinum
tima allt aö fimm sinnum hærra
verð en öörum blööum og sá
munur hefur nú minnkað veru-
lega. Ég vona aö samningar viö
önnur blöö veröi óbreyttir, ef ekki
, þá er ekki um neitt annaö aö ræöa
en aö hætta aö auglýsa I þeim”.
— AI