Þjóðviljinn - 26.08.1980, Qupperneq 5
ÞriDjudagur 26. áglist 1980 ÞJÓDVILJINN — SIDA 5
ð
'O
!fl
s
3
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Kristín
Astgeirs-
dóttir
Elin
ólafsdóttir
Katrin
Didriksen
Eirikur
Guðjónsson
Hildur
Jónsdóttir
Kristin
Astgeirsdóttir
Ad selja sína vöru
meö afslætti
Getnaðarvarnir
á bannlista bodnar
þriöja heiminum
t tengslum viö kvennaráöstefnu
Sameinuöu þjóöanna i sumar
mættu margar konur til leiks og
lýstu ástandinu i sinum löndum.
Margt kom þar fram einkum frá
þriöja heiminum, sem vakti
undrun og viöbjóö en þaö er auö-
veldara aö dæma og hneykslast
en aöskilja og bregöast viö á rétt-
an hátt.
Eitt hinna stóru vandamála
sem riki heims eiga viö aö glíma
er offjölgun mannkynsins. A
stórum svæöum heims er ekki
unnt aö brauöfæöa fólkiö meö þvi
aröráni og frumstæöu tækni sem
þar viögengst. Viöa er mikill
skortur á vatni og um þriöji hluti
alls vinnutima kvenna fer i vatns-
burö.
Riku iönrikin sitja yfir hlut
hinna smærri og hér kynnum viö
eitt dæmi þess hvernig varningur,
sem búiö er aö banna, — i þessu
tiiviki getnaöarvarnarlyf — er
boöinn fátækum þjóöum bara til
aö selja hann án tillits til afleiö-
inga.
Þér fyrir bestu
I október 1979 gaf forlagið Pluto
Press út bókina „For her own
good — 150 years of the Experts’
advice to women” eftir þær
Deirdrei English og Barböru
Ehrenreich, þar sem þær taka
heilbrigöismálefni kvenna til um-
fjöllunar og þá sérstaklega
getnaöarvarnarlyf, útbreiðslu
þeirra og aöferöir opinberra aðila
til aö draga úr fólksfjölgun i
þriðja heiminum. 1 bókinni draga
þær fram i dagsljósið ýmsar ógn-
vekjandi staöreyndir um hvernig
saman fléttast gróðasókn banda-
riskra lyfjaframleiðenda og sú
pólitik sem bandariskar þróunar-
stofnanir reka i fólksfjölgunar-
málum þriöja heimsins. Þær
rekja margar ófagrar sögur af
þvi hvernig bandariskir auð-
hringar hafa getað selt birgöir af
hættulegum getnaðarvarnarlyfj-
um, matvælum fyrir ungabörn og
öðrum vörum, sem hafa veriö
teknar út af bandarískum mark-
aði, til þriðja heimsins, oftlega
undir yfirskyni þróunaraöstoöar
og I skjóli alþjóðlegra hjálpar-
stofnana.
Dalkon Shields
Eitt þeirra getnaðar-
varnarlyfja, er DEPO
PROVERA, sem nýlega var fjall-
aö um hér á sfðunni, annað þeirra
er DALKON SHIELDS. Eftirfar-
andi samantekt er úr þeim kafla
bókarinnar sem fjallar um sögu
DALKON SHIELDS. en þaö eru
spiralar sem settir eru upp i legið.
Þessi tegund af spiral hefur ekki
verið i notkun i vestrænum rikj-
um um nokkurra ára skeið. Jafn-
réttissiðan grennslaðist fyrir um
það hjá islenskum kven-
sjúkdómalæknum, hvort spirall-
inn væri i notkun hér eöa hefði
verið i notkun, en enginn þeirra
kannaðist við þessa tegund
• spirals.
Sú röksemd sem beitt er til að
réttlæta að hættuleg getnaðar-
varnarlyf séu sett á markaöi I
þriðja heiminum er sú að öll með-
ul séu réttlætanleg I baráttunni
gegn offjölgun mannkyns. En sú
spurning hlýtur að vakna hvort
ekki sé verið að notfæra sér fá-
fræði og neyð kvenna þriöja
heimsins þar sem það eru alltaf
hættulegustu getnaðarvarnirnar
sem þær eiga völ á, lyf sem upp-
lýstum konum á Vesturlöndum
sem njóta mannúðlegri heil-
brigðisþjónustu, er ekki boðið
uppá?
Á bannlista
Arið 1971 var Dalkon Shields
sett á markað i Bandarikjunum.
Framleiðandi var AH Robins Co.
Nokkrum mánuðum seinna tóku
að streyma inn til framleiðand-
anna kvartanir um aukaverkanir,
bæði frá konum og læknum.
Kvartað var um langvinnar bólg-
ur, blóöeitranir, þunganir sem
leiddu til fósturláta , dæmi voru
nefnd um frjóvganir i eggja-
leiðurum og ennfremur um að
spirallinn þrengdi sér út i gegnum
legvegginn og út I kviðarhol.
Opinberar tölur I Bandarikjunum
um fjölda alvarlegra sýkinga sem
sannanlega mátti rekja til
spiralsins voru 200.000 tilfelli.
Höfundar bókarinnar hafa sýnt
fram á að fyrir hverja miljón
dollara sem til framleiðenda lyfs-
ins runnu, þá þurftu bandariskar
konur (þær sem efni höfðu á
læknisaðstoð) að greiöa 20 sinn-
um hærri upphæð fyrir læknis-
hjálp vegna aukaverkana.
Strax i febrúar 1971 skrifaði
læknir nokkur til framleið-
andanna og kvartaði yfir hversu
innsetning spiralsins i legið væri
erfið: „Mér hefur fundist innsetn-
ingin (á spiralnum) sú óhugnan-
iegasta aðför sem gerö er að kon-
um (most traumatic manipula-
*
v«'
^ *
tion against womanhooa) en ég
hef sett inn þúsundir annarra teg-
unda.”Þvi var þaö á árinu 1973 að
AH Robins töldu stööu sina á
bandariskum markaði ótrygga og
hófu „markaðskannanir” i þriðja
heiminum. Opinber bandarisk
stofnun, Alþjóölega þróunar-
hjálpin (US Agency for Inter-
national Development, skamm-
stöfun AID) kom þá til sögunnar.
AH Robins leituðu samninga við
þá deild AID sem fæst við offjölg-
unarvandamáliö og dreifir getn-
aðarvarnarlyfjun til þriðja
heimsins. Eitthvað gekk
framleiðendum treglega að sann-
færa stofnunina um ágæti Dalkon
Shields en þegar þeir buðu 48%
afslátt gegn þvi aö sleppa sótt-
hreinsun á spirölunum og umbúð-
um (!) þá náðust samningar og
AH Robins Co. gat hafið útflutn-
ing i stórum stil. Yfirmaður
markaðsdeildar fyrirtækisins gaf
eftirfarandi skýringu: Hann
sagði að tilgangurinri með að
hætta sótthreinsun væri sá „að
lækka verð þeirra og ná þannig
meiri útbreiðslu... til landa sem
venjulega kallast vanþróuð”
Offjölgun eða
aukaverkanir
Framleiðendur fullyrtu aö full-
nægjandi leiðbeiningar um sótt-
hreinsun og innsetningu fylgdu
hverjum spiral. En þaö er mjög
óliklegt að leiðbeiningar hafi ver-
ið fullnægjandi þvi með hverri
þúsund spirala sendingu fylgdi
aðeins einn miði með leiðbeining-
um á ensku, frönsku og spænsku.
Sendingarnar fóru til 42 landa i
þriðja heiminum, allt frá Eþiópiu
til Malaysiu. Og það sem meira
var, með hverjum 100 spirölum
fylgdi aðeins útbúnaður til inn-
setningar á 10 spírölum.
Framleiðendur höföu i auglýs-
ingu fullyrt aö öryggi Dalkon
Shields spiralanna væri það mikið
að likur á þungun væru aðeins
1,1%. En nokkrum mánuðum eft-
ir að útflutningur hófst komu aðr-
ar staðreyndir i ljós. Tölur frá
tsrael sögðu likurnar 4.5%, Costa
Rica 6,7% og sjúkrahús i Suöur-
Ameriku gaf upp þungunartiðn-
ina 14,8%.
Þeir opinberu aðilar sem vildu
dreifa Dalkon Shields til aö
sporna við offjölgun gátu sætt sig
við aukaverkanir (enda fundu
þeir þær ekki á eigin skrokk), en
þeir gátu ekki sætt sig við að
spirallinn reyndist léleg vörn
gegn þungun.
Á árinu 1974 voru þvi allar send-
ingar afturkallaöar og notkun
spiralsins bönnuö I Bandarikjun-
um. En-afturköllunin hefur ekki
náð inn I öll afskekkt héruð i
þriðja heiminum og i júni 1979
skýrði Dr. A. Goldsmith sem
starfar við rannsóknir á vegum
International Fertility Research
Program, frá þvi að spirallinn
væri enn notaður i Pakistan,
Indlandi, Suður Afriku og viðar.
Það þarf ekki mikla andlega
loftfimleika til aö skilja að við-
horf sem komu fram i viötali við
Dr. Ravenholt yfirmann offjölg-
unardeildar AIO, sem tekiö var á
árinu 1977, eru dæmigerö fyrir þá
stefnu sem bandarisk stjórnvöld
reka gagnvart þriðja heiminum i
offjölgunarmálum og eru óaö-
skiljanlegur þáttur utanrikis-
stefnu þeirra. Hann sagði:
„Mannfjölgunarsprengingin
myndi leiða til byltinga yrði hún
ekki stöðvuð”. Og það þarf að
stjórna fólksfjölgun til aö við-
halda „eðlilegu athafnarými”
vegna bandariskra viðskipta-
hagsmuna I heiminum.
Ef við reynum ekki aö aðstoða
þessi riki við þeirra efnahagslegu
og félagslegu þróun, þá myndu
þeir gera uppreisn gegn hinni
sterku nálægð Bandarikjanna i
viðskiptalifinu. Okkar eigin hags-
munir eru það sem drifur okkur
áfram.” H.J. byggtá Spare Rib.