Þjóðviljinn - 26.08.1980, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 26.08.1980, Qupperneq 9
Þriöjudagur 26. ágúst 1980 ÞJóÐVlLjINN — SIÐA 9 [Belgía veröur Isambandsríki Snemma i þessum mánuði samþykkti belgiska þingið með mikium meirihluta at- kvæða að iandið skyldi á næstunni breytast i sam- bandsriki. Munu Flæmingjar, er tala hollenska mállýsku og Vallónar er mæla á frönsku hafa sitt fylkið hvorir með all- viðtækri sjálfstjórn. Ætlast er til að höfuðborgin Brussel til- heyri hvorugu fylkinu og hafi sérstöðu, en miklar deilur kváðu enn standa um það atriöi. Gagnstætt þvl sem er um flest Evrópuriki getur Belgia ekki kallast þjóðriki, þar eð þar búa tvær þjóðir, sem lengstum hafa veriö tiltölu- lega jafnsterkar. Þó ekki al- veg. Lengi framan af hinni 150 ára sögu belglska konungsrik- isins réðu Vallónar þar mestu, þeir voru fjölmennari, höfðu mikinnþungaiönað og styrk af þvi að hafa Frakkland og alla dýrðina, sem umlék franska menningu, I bakiö. Til dæmis má nefna að I fyrri heims- styrjöld voru langflestir her- foringja belgiska hersins Vall- ónar, enda þótt margir flæmsku hermannanna skildu ekki frönsku. Baráttu Flæm- ingja fyrir jafnrétti viö Vall- óna varð löng og hörð og skildi eftir sig mikla beiskju. Það var ekki fyrr en 1930, hundraö árum eftir stofnun belgiska rikisins, að hollenska (eða flæmska) var fyrst leyfð sem kennslumál i belgiskum há- skóla. Þaö var i háskólanum i Gent, þeirri kunnu borg iðnað- arogkaupskapar á miööldum. Flæmingjar hafa magnast Nú er öld snúin, og fer sam- an að iönaöur Vallóna hefur drabbast niður (sumpart vegna þess aö hann er gamal- dags nokkuð, eins og sá breski) en atvinnulif blómgast þeim mun meira I flæmsku héruðunum. Fólksfjölgun hef- ur lika lengi veriö meiri I þeim, enda eru Flæmingjar nú um 5.7miljónir á móti tæplega fjórum miljónum Vallóna. Um vallónsk yfirráð i landinu er og ekki lengur að ræöa, þtítt ýmislegt minni enn á þau. Hinsvegar eru Vallónar nú á nálum um að Flæmingjar taki til sin öll ráð. Deilurnar milli þessara tveggja þjóða eða þjóðabrota hafa oft tekið á sig heiftarlega mynd og jafnvel verið talað um hættu á þvi aö Belgia leystist upp sem riki. Niður- staðan er nú orðin sú, eftir mikið japl og jaml og fuður, að breyta landinu i sambands- riki. Skal hvort fylkið eða rik- iö um sig hafa eigin stjórn og þing og sjálfstjórn ekki ein- ungis i menningarmálum, heldur til dæmis i heilbrigðis- málum og viðvikjandi fram- kvæmdum eins og borga- skipulagi og vegagerð. Þau skulu og ráða fjárlögum Belgiu að einum fimmta. Enn deilt um Brussel En hnifurinn stendur enn i kúnni þar sem höfuðborgin Framhald á bls. 13 ^^NIEDER- REG10N FLANDERN —-^^^LANDE (flamische Sprache) Gent*^^ L FRANKREICH I Briissel /^bun- (zweisprachig) J \0ES Sonderstatus /pcp deutsch- sprachiges mW' ■ 'jJHtA Gebiet \f\ (franzosische Sprache) LUX. / Kortið sýnir hvernig Belgia skal nú skiptast I fylki. Nyröri hlutinn er sá flæmski, suðurhlutinn vallónskur og i Briissel eiga bæði tungu- mál að verða jafnrétthá. á dagskrá >Það er verkefni verkalýðshreyfingarinnar að hindra að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna geti misbeitt svo hrikalega þvi mikla valdi, sem þessi sölusamtök telja sig hafa Refsingar Sölumiðstöðvarmnar Ekki er ofsögum sagt af fram- komu Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna þessa dagana. Frysti- húsiö á Raufarhöfn hafði leyft sér að selja litilræði af frystum fiski framhjá Sölumiöstöðinni. Og hvað skeöur? Samkvæmt lögum Sölumið- stöðvarinnar er þessu frystihúsi gert aö greiöa til Sölumiðstöövar- innar 20 miljónir kr. I sekt fyrir þetta brot, sem um 10% af árs- framleiðslu þessa húss. Forráðamenn frystihússins á Raufarhöfn hafa skýrt frá þvi að ástæða þess að þeir gripu til þess að selja frystan fisk án milli- göngu Sölumiðstöðvarinnar hafi- verið sú, að þeir á Raufarhöfn hafi ekki fengiö að afskipa fiski á vegum Sölumiöstöðvarinnar I þeim mæli sem réttur þeirra stóð til miöaö við ýmsa aðra. Þetta vilja talsmenn Sölumið- stöðvarinnar að visu ekki viður- kenna, og hamra á þvi aö lög sölusamtakanna hafi veriö brotin með sölunni frá frystihúsinu á Raufarhöfn, og þess vegna skuli húsið greiða kr. 20 miljónir I sekt. Að auki á svo aö banna fólkinu á Raufarhöfn að fá nokkrar umbúö- ir utan um sinn fisk. Sem sagt ef ktíraninn, sem Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna hefur til hliösjtínar hefur verið lit- ilsvirtur skal hver sem þaö gerir þola sina þungu refsingu. Frysti- húsiðáRaufarhöfnskalekkifá að starfa, og þeir sem eiga sitt lifs- viðurværi komiö undir rekstri þess skulu sviptir atvinnu sinni. Annað hvort verður fólkið á Rauf- arhöfn að taka á sig þungar refs- ingar samkvæmt kórani Sölumiö- stöðvarinnar, ellegar flytja bara burt úr sinu heimahéraöi. Þessi vinnubrögð Sölumiö- stöövarinnar virðast þeim mun ömurlegri sem við hugsum meira um þau. Ég hef að visu um árabil litið þessi sölusamtök hornauga af mörgum ástæðum. Reyndar minnist ég þess að hafa áður skrifað grein þar sem ég fór fram á að fá ákveðnar upplýsingar. Ég spurði þá hvort satt væri, að Sölu- miðstöðin felldi i verði um 10% dagsframleiöslu þeirra húsa, þar sem einhverjir gallar kæmu fram á framleiðslunni. Auðvitað fékk ég aldrei svar við þessari spurn- inguminni greinin hefur sjálfsagt ekki veriö i anda kórans þeirra Sölumiðstöðvarmanna. Min skoöun er sú, að sé Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna riki i rikinu, eða telji sig vera þaö, þá sé kominn timi tíl að rannsaka þessa sölustarfsemi alveg niður i kjölinn. Stjórnendur Sölumið- stöðvarinnar verða að skilja þaö, að innan sinna samtaka eru þeir með mikið fé, sem fiskvinnslan i landinu á, og raunar þjóöin öll. Um árabil hafa forráðamenn Sölumiðstöðvarinnar viðurkennt aðmikið af hagnaðinum af okkar útfluttu fiskframleiðslu hefur ekki komiö heim til ráðstöfunar hér. Þessi hagnaður hefur verið notaður til að byggja upp sölu- kerfi samtakanna i Bandarikjun- um. Samt sem áður hefurkomið I ljós, að uppbyggingin þar er ekki betri en svo, aö þegar dregur úr eftirspurn eftir hefðbundnum fisktegundum þar, þá snarast al- gerlega á merinni. Ogþá fáum við sem að framleiðslunni vinnum hér heima aðheyra að nú verði aö koma ein gengislækkunin enn til að bjarga vandamálum frysti- húsanna. Þessi gengislækkunar- krafa Sölumiðstöövarinnar er oröin svo árviss, að ef hún hætti að heyrast þá mætti búast við að heimsendir væri 1 nánd. Krafa Sölumiðstöbvarinnar um gengislækkun á gengislækkun of- an er hins vegar þess eölis aö hún kostar þjóðarbúið ærnar fúlgur ef samþykkt verður. Gengislækkun sú sem Sölumiöstööin heimtar á hverju ári veldur miklu um verö- bólguna, og verðbólgan kostar heimilin I landinu ekki litið. 1 raun er ekki hægt að lita á Sölu- miðstöðina sem neitt einkafyrir- tæki nokkurra útgerðarmannaeða braskara. Krafa min er sú að rik- isstjórnin sjái svo um, að starf- semi þessara samtaka verði tekin til rannsóknar, og kannað hvort hægt sé aö koma málum þannig fyrir að þjóðin fái aö njóta þess hagnaðar sem fiskvinnslan skap- ar. Ekki get ég skilið svo viö þetta mál, að ég ekki nefni hvernig fiskverkafólk hefur á undanförn- um árum jafnan tekið fullt tillit til fiskvinnslufyrirtækjanna i öllum kjarasamningum. Óhætt mun að fullyrða aö verkafólkið eigi stór- an hlut að velgengni margra frystihúsa á undanförnum árum og að velgengni Sölumiðstöövar- innar. Ekki er kaupið svo hátt sem unnið er fyrir. Aö endingu þetta. Krafan sem Sölumiöstöðin gerir á hendur Hraöfrystihúsinu Jökli á Raufar- höfn um 20 miljón króna sektar- greiöslur er á engan hátt sann- gjörn. Þessa kröfu á aö stöðva. Einnig ber að hnekkja ákvöröun Sölumiðstöövarinnar um af- greiðslubann á umbúöir til Rauf- arhafnar og það tafarlaust. Dugi ekki neitt annað, þá verður verkalýðshreyfingin aö taka þessi mál upp nú i kjarasamningunum. Ráðstafanir Sölumiðstöövar- innar bitna á verkafólkinu á Raufarhöfn. Þaö er verkefni verkalýðshreyfingarinnar að hindra að Sölumiöstöð hraðfrysti- húsanna geti misbeitt með svo hrikalegum hættí þvi mikla valdi, sem þessi sölusamtök telja sig hafa. Ekki sídur fyrir þá sem eldri eru: Ferðahandbók barna um nágrenni Reykjavíkur Hryöjuverk bólivíska hersins Amnesty International, hin kunnu baráttusamtök fyrir mannréttindum, sökuðu i sið- astliðinni viku btíliviska her- inn um að hafa framiö hin verstu hryðjuverk I námabæn- um Caracoles hinn 4. ágúst sl. Hefur Amnesty upplýsingar sinar um þetta eftir sjtínar- vottum og segir þetta vera gleggstu frásagnirnar, sem stofnuninni hafi til þessa bor- ist um ofbeldisverk hersins siðan valdaránið var framiö I landinu 17. júlf. Að sögn Amnesty beitti her- inn stórskotaliði, skriödrekum og flugvélum i árásinni á Caracoles, og er þó ekki að heyra að námumennirnir, sem þar bjuggu, hafi haft önnur vopn en grjót. Sjónarvottar skýra svo frá, að fólk hafi ver- ið hálshöggviö og likin flutt á brott á vörubflum. Púðri var troðið upp i einn verkamann- inn og höfuð hans siðan sprengt I tætlur. Hermennirn- ir nauðguðu konum og ungum stúlkum. Amnesty segir að um 900 manns hafi veriö horfnir frá Caracoles eftir árás hers- ins á bæinn, en ekki er vitað hve margir þeirra voru drepn- ir,hve margir voru fangelsað- ir eöa hvort einhverjir þeirra hafa komist undan og eru I fel- um. Caracoles er I suðurhluta landsins, um 266 kilómetra suðaustur af höfuðborginni La Paz. Ekki kemur fram I frétt- um um þetta hversvegna her- sveitir valdaræningjanna réð- ust á bæ þennan, en ætla má að þeir hafi þóst merkja ein- hvern mótþróa af hálfu Ibú- anna. Verkalýðssamtökin, með námumenn sem kjarna, hafa lengi verið sterkasta andstöðuaflið gegn herforingj- um og annarri yfirstétt i Bóli- A hverju ári eru gefnir út margs konar ferðabæklingar um tsland og eiga þeir það flestir sameiginlegt að vera á erlendum tungumálum og ætlaðir erlendum ferðamönnum, sem heimsækja og feröast um tsland. Fyrir nokkru sendi Btíkaútgáfan SAGA hins- vegar frá sér ferðabækling á tslensku og ber hann heitiö „Ferðahandbtík barnanna ( 1), Fjölskylduferðir I nágrenni Reykjavikur. Eins og heitið ber með sér er bæklingurinn ætlaður Islenskum börnum, sem eru að skoða eigið land með f jölskyldunni eða kunn- ingjum.en hún virðist sannarlega eiga ekki siður erindi til þeirra sem eldri eru og áhuga hafa á úti- veru og náttúruskoöun. 1 bæklingnum eru hugleiðingar um náttúruskoöun almennt hvers viöförum á mis, ef við ökum beint af augum eftir þjóövegunum, án þess aö stansa eða gefa gaum aö þvi, sem fyrir augun ber. Einnig eru bendingar um auðveldar gönguleiðir I nágrenni Reykja- vikur, um undirbúning fyrir slik- Ferðahandbók barnanna (1) IFjölskylduferdir í nágrcnni Rcykjavíkur ar ferðir, umgengni við landið og bent er á nokkrar bækur, sem gott er aö hafa meðferðis eða lesa áöur en lagt er af stað. tfréttatilkynningu um bækling- inn er bent á aö vaxandi áhugi viröist vera meðal foreldra á að fara i stuttar gönguferðir með börnin i staö þess aö þeytast með þau um landið I bil, án viðkomu eða hvildar. Foreldrar viröast vera að uppgötva að eigiö land hefur upp á margt áhugavert og eftirsóknarvert aö bjóða, og um leiö vakna ýmsar spurningar um umhverfið og náttúruna. Er Ferðahandbók barnanna ætlaö að svara nokkrum af þeim spurning- um og hefur Bókaútgáfan Saga ákveðið að gefa út röð af hand- bókum handa ungum náttúru- skoðendum meö upplýsingum um það, sem áhugavert er I umhverf- inu, þegar ferðast er um landið, án þess þó aö um beinar leiöar- lýsingar verði að ræða. Fjöl- skylduferðir I nágrenni Reykja- vikur er fyrsta handbókin af þessu tagi, gefin út i takmörkuðu upplagi og mun verða seld i stærstu btíkaverslunum i Reykja- vik og i Nesti við Artúnshöföa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.