Þjóðviljinn - 26.08.1980, Qupperneq 10
10 SlD/v — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. ágúst 1980
íþróttir 0
íþróttir
íþróttir
Átakalítlll
V alssigur
Valsmenn ruddu i gærkvöldi
enn einni hindruninni úr vegi sin-
um að lslandsmeistaratitlinum i
knattspyrnu þegar þeir lögðu
botnlið Þróttar að velli, 2-1.
Reyndar var knattspyrnan sem
Vaismenn sýndu vart meisturum
sæmandi, en það er önnur saga.
Fyrsti hálftimi leiksins var eitt
allsherjar hark og þóf á miðju
vallarins og mátti vart á milli sjá
hvort liðið var aumlegra. A 31.
min kom fyrsta marktækifærið,
en þá skaut Albert framhjá úr
þokkalegu færi. A 39. min fengu
Þróttarar gullið tækifæri til að
taka forystuna. Agúst gaf fast
fyrir og Páli tókst að ná til
knattarins á markteig, en ýtti
honum framhjá stönginni, utan-
verðri. A sömu min brunaði Matti
upp, gaf fyrir og Magnús Bergs
skoraði (sjá mynd), 1-0. Þarna
var skammt á milli sigurs og
ósigurs hjá Þrótturum.
I seinni hálfleiknum var tviveg-
is ástæða til þess að sperra skiln-
ingarvitin. Á 66. min lék Her-
mann á tvo Þróttara innan vita-
teigs og skoraði með hörkuföstu
vinstrifótarskoti, 2-0. Snaggara-
lega gert. Þegar 2 min voru til
leiksloka felldi Magnús Bergs
Sigurkarl innan vitateigs og auð-
staðan
Staöan 11. deild knattspyrnunn-
ar, þegar einungis þrjár umferðir
eru eftir, er þannig:
Vaiur 15 10 2 3 36-13 22
Fram 15 9 2 4 19-18 20
Akranes 15 7 4 4 25-16 18
Vikingur 15 6 6 3 20-17 18
Breiðablik 15 7 1 7 23-19 15
Vestm.eyjar 15 4 5 6 21-25 13
KR 15 5 3 7 14-23 13
Keflavik 15 3 6 6 14-20 12
FH 15 4 3 8 19-30 11
Þróttur 15 2 4 9 10-20 8
Jón Þorbjörnsson kýlir knöttinn
Bergs skorar fyrra mark Vais.
frá Þróttarmarkinu. A innfelldu myndinni má sjá hvar Magnús
Myndir: — eik-
vitað var vitaspyrna dæmd á Val.
Sigurður gerði sér litið fyrir og
varði spyrnu Daða, en það var
skammgóður vermir. Dómarinn
lét endurtaka spyrnuna og þá
kom Sigurður engum vörnum við,
2-1. Búið spil.
Um frammistöðu einstakra
leikmanna er ekki ástæða að fjöl-
yrða. Við segjum bara eins og
arkitektinn: No comment.
—IngH
Pétur Pétursson hefur litiö getaö æft undanfarið vegna meiösla, en
skoraöi samt 2 mörk þegar 1. umferðin i hollensku knattspyrnunni var
leikin.
Pétur skoraði tvö
KA í 1. deild
mörk í fyrsta leiknum
Pétur Pétursson og félagar
hans hjá Feyenoord byrjuðu
keppnistimabilið I Hollandi með
glæsibrag á sunnudaginn þegar
þeir sigruðu nágrannaiiðið Spörtu
2—0 á útivelli. Pétur var á skot-
skónum ogskoraði bæöi mörk liðs
sins.
Helstu úrslit I HoUandi urðu
þau, að Ajax, meistararnir frá
þvi I fyrra, sigruöu Deventer á
útivelli 4—2, AZ 67 sigraði NAC á
útivelli 4—1 og PSV sigraði Den
Haag á heimavelli 3—0.
1 þýsku Bundesligunni geröu
Atli Eðvaldsson og strákarnir i
Borussia Dortmund jafntefli við
Karlsrúher á Utivelli, 1—1. Þar
sigraði Fortuna ^Dusseldorf
meistara Bayern Munchen 3—0,
Stuttgart sigraði Köln 3—0 og
Hamburg sigraði Keiserlautern
3—2.
Fortuna Dusseldorf er nú i efsta
sæti i Bundesligunni, en fast á
hæla þeim koma Hamburg, Stutt-
gart, Bayern, Frankfurt og
Borussia Múnchengladbach.
KA frá Akureyri tryggði sér á
laugardag rétt til þess að leika i 1.
deild að ári. Þeir KA—menn
fengu þá Isfirðinga i heimsókn og
sendu þá til baka vestur með 0—4
tap á bakinu. Óskar Ingimundar-
son og Gunnar Blöndal skoruðu 2
mörk hvor.
A Eskifirði léku Austri og
Fylkir og varð jafntefli i þeirri
viðureign, 0—0. Þar með er nán-
Blikarnir á
grænni grein
Breiðabliksmenn renndu sér
framúr failbaráttuiiöunum, svo-
kölluðu, þegar þeir sigruðu FH f
Kaplakrika á laugardaginn, 1—0.
Að sama skapi versnaði staöa
FH—inganna til mikilla muna, en
hafa verður i huga að enn eiga
þeir möguleika á að forða sér frá
falli.
Leikurinn I Hafnarfirði var til-
þrifalitill allan timann. FH—ing-
arnir voru meira með boltann, en
tókst afleitlega að skapa sér
markfæri. Það gekk Blikunum
öllu betur og með heppni hefðu
þeir getað skorað riokkur mörk.
Eina mark leiksíns skoraði Sig-
uröur Grétarsson f fyrri hálfleik.
Hákon splundraöi vörn FH, gaf á
Sigurð sem skoraði með fastri
innanfótaspymu, 1—0.
Mest bar á Sigurði Grétarssyni
i liði Breiöabliks og Guðjóni Guð-
mundssyni í Iiði FH.
lg/IngH
ast útséð að Austramenn munu
leika I 3. deildinni að ári.
Þróttarar frá Neskaupstað
halda enn i vonina um að þeim
takist aö komast i 1. deild. Þeir
léku á laugardaginn gegn Völs-
ungi frá Húsavik og sigruðu
austanmenn næsta auðveldlega,
3—0. Valþór Þorgeirsson (2) og
Njáll Eiðsson skoruðu mörkin
fyrir Þrótt.
J[staöan
Staðan I 2. deild er nú þannig:
KA 14 11 1 2 47:11 23
Þór 14 9 2 3 28:12 20
Þróttur 14 6 4 4 20:20 16
Isafjörður 14 4 6 4 28:30 14
Haukar 14 5 4 5 24:28 14
Selfoss 15 5 4 6 23:19 14
Fylkir 14 5 3 6 25:20 13
Armann 14 3 5 6 21:28 11
Völsungur 14 3 4 7 14:24 10
Austri 15 1 4 10 16:44 6
Sundþingi
frestað
Vegna ýmissa erfiöleika verður
ekki hægt að halda sundþing um
ieið og Aldursflokkameistara-
mótið á Selfossi verður haldiö.
Sundþingið verður haldið helg-
ina eftir, eða dagana 6.-7. á
Hótel Esju að öllu forfallalausu.
I Jafnt
Í hjá ÍBV
I og ÍBK
Fallbaráttan setur nú mikinn
I svip á keppnina i 1. deildinni. A
, laugardaginn léku i Keflavík
■ IBK og IBV, lið sem eru hættu-
I lega nærri botni deiidarinnar og
I eins og gefur að skilja þá var
, litið gefið eftir i þessari viður-
■ eign. tlrslitin urðu jafntefli, 1-1,
I og má segja að bæði liöin séu i
I sömu sporunum eftirá.
, Keflvikingarnir voru öllu að-
I gangsharðari I leiknum enda
I var heimavöllurinn þeirra.
I Ragnar komst i gegnum vörn
, IBV á fyrstu min. en Páll varði
■ iaglega. Páll átti hins vegar
I ekkert svar við skoti Ragnars á
| 18. min, 1-0. Um miðbik hálf-
, leiksins komst Steinar í gegn, en
■ var felldur rétt utan vitateigs.
I Þarxsluppu Eyjamenn með
I skrekkinn.
, I upphafi seinni hálfleiks leit
■ út fyrir að Keflvikingarnir
I myndu gera út um leikinn þegar
| að þeir fengu dæmda vitaspyrnu
■ eftir að Ragnari var brugðið
■ innan vitateigs. Gisli fyrirliði
I Eyjólfsson framkvæmdi spyrn-
| una, en skot hans fór i stöng.
■ Dómarinn, Villi Þór, var á þvi
i'að, markvörður ÍBV hefði
I hreyft sig áður en Gisli spyrnti
| og fékk þvi GIsli annað tækifær-
• ið til þess að skora. Nú tókst
| honum ekki betur en svo að Páll
I varði auðveldlega. Eftir þetta
| atvik hresstust Eyjapeyjarnir
■ verulega og á 61. mln tókst þeim
| að jafna. Þar var að verki ómar
I Jóhannsson eftir mikið hark i
| vítateig IBK.
■ Ragnar Margeirsson hjá IBK
Iog Ómar Jóhannsson hjá IBV
voru langbestu leikmenn liöa
sinna.
Einar Vilhjálmsson (t.h.)
Einar setti
Islandsmet
í spjótkasti
Nýtt Islandsmet var sett I
spjótkasti á Norðurlandamóti
unglinga I frjálsum fþróttum,
sem haidið var um helgina I Dan-
mörku. Þaö var Einar Vilhjálms-
son (Einarssonar), sem afrekið
vann. Hann kastaði 76.76 m og
bætti gamla metið Óskars
Jakobssonar frá 1975 um rúman
metra.
Að sjálfsögðu sigraði Einar i
spjótkastinu á mótinu og varö þar
með Norðurlandameistari
unglinga. Annan kastara áttum
við íslendingar Véstein Haf-
steinsson, sem sigraði i kringlu-
kasti. Aðrir Islensku keppend-
anna höfnuðu i neðstu sætunum.
Island og Danmörk sendu sam-
eiginlegt lið til keppninnar (einn
keppandi frá hvorri þjóð I hverja
grein) og hafnaöi liðið I neösta
sæti.
Þeir félagar Vésteinn og Einar
munu væntanlega keppa I byrjun
næsta mánaðar þegar fram fer
Þriggja-landa-keppni i kastgrein-
um á milli Islands, Italiu og Finn-
lands.