Þjóðviljinn - 05.09.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 05.09.1980, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. september 1980 Menntun hjúkrunarfrœðinga Arlegur fulltrúafundur Samvinnu hjúkrunarfræöinga á Norðurlöndum, fer aö þessu sinni fram á Hótel Loftleiðum dagana 9.—11. september nk. Aðalumræöuefni verður: Menntun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og uppfyllir menntunin þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunar- fræðinga. Fyrirlesarar verða frá öllum Norðurlöndunum. Jafn- framt fara fram umræður i hópum. Fundinn sitja 85 þátt- takendur, en samvinnan hefur um 170 þúsund hjúkrunar- fræðinga innan sinna vé- banda. Á þessu ári er Sam- vinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum 60 ára og verður þess minnst með hófi að Hótel Sögu. Fagna árangri pólskra wrkamanna Fundur I stjórn Verkalýös- félagsins Rangæings haldinn 2. sept. 1980, samþykkti ein- róma eftirfarandi ályktun: „Stjórnarfundur i Verka- lýðsfélaginu Rangæing hald- inn 2. sept. 1980 fagnar þeim árangri sem pólskir verka- menn hafa náð i baráttu sinni fyrir bættum kjörum og aukn- um mannréttindum. Þá lýsir fundurinn furðu sinni á þeirri andstööu sem fram hefur komiö við stofnun og rekstri frjálsra verkalýðs- félaga sem óháð séu rikis- stjórnum og stjórnmálaflokk- um.” Almenn kosningaþátttaka styrkur Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar 3. september 1980: „Stjórn Starfsmannafélags Reykjavikurborgar beinir þeim tilmælum til allra félagsmanna sinna, að þeir taki þátt i allsherjaratkvæöa- greiðslunni um kjarasamning félagsins 4. og 5. september. Stjórn Starfsmannafélags- ins mælir með samþykkt þessa samnings sem gerður er til 13 mánaða. Er það m.a. forsenda þess að viðræöur um sérkjarasamninga geti hafist. Almenn kosningaþátttaka er styrkur fyrir félagið.” Sá týndi var erlendis Maðurinn sem lögreglan i fram og reyndist hafa skropp- Reykjavik lýsti eftiri fyrra- ið til útlanda án þess aö láta kvöld og hafði verið saknað nokkurn vita. siðan 25. ágúst er nú kominn (Jtbreiðslunefnd Fyrsta ráðs málfreyja, sem stendur fyrir Akra- nesfundinum. Neðar frá vinstri: Patricia Hunt, Sigrun Sigurðar- dóttir, og Sjöfn Sigurjónsdóttir. Ofar: Aldis Jónsdóttir og Dollý Nielsen. Málfreyjur kynna sig í Rein Málfreyjur halda kynn- ingarfund i félagsheimilinu Rein Akranesi laugardaginn 6. sept. kl. 14. Samtökin hafa nú gefið út handbók á Islensku og væntan- lega verða fleiri kynningar- fundir haldnir úti á lands- byggðinni á næstunni, segir i fréttatilkynningu þeirra. A þessu ári eru liðin 7 ár frá stofnun fyrstu Islensku mál- freyjudeildarinnar, en nú eru starfandi tvær deildir I Kefla- vik, ein I Hafnarfiröi, og þrjár I Reykjavlk. A fundinum I Rein verður kynnt starfsemi og markmið Alþjóða Málfreyjudeilda, sem er „að stuðla að frjálsum og fordómalausum umræðum á hvaða sviði mannllfsins sem er”, segir I tiikynningunni. Boðið verður upp á kaffi og öllum er heimill aðgangur. í Sokkholti Ingibjörg Hafstað, fulltrúi Rauðsokkahreyfingarinnar I islensku sendinefndinni á kvennaáratugsráöstefnu Sameinuðu þjóðanna i Kaup- mannahöfn i sumar, mun segja frá ráðstefnunni og svara fyrirspumum I Sokk- holti, húsakynnum Rauðsokka að Skólavörðustlg 12, i hádeg- inu á morgun, laugardag. Ráðstefnan var afar fjöl- menn og vakti mikla athygli einsog menn muna, en fjöl- miðlarhafa auðvitað ekki gert henni skil nema að tak- mörkuöu leyti, og er ekki að efa að Ingibjörg hefur frá Sagt frá ráðstefnu SÞ Ingibjörg mörgu að segja. Áhugafólki um jafnréttismál er þvi ráð- lagt aðlabba viði Sokkholti ki. 12 á morgun, fá sér kaffisopa ogfræðast. —ih Gæsluvöllurinn kominn á ísafirði Engar framkvæmdir viö dagheimiliö Skortur á dagheimilum og leik- skólum er mjög mikill á tsafirði. Hús fyrir þá starfsemi er nú I byggingu við Eyrargötu. Það var gert fokhelt sl. haust en I þvl hefur hinsvegar ekkert veriö unnið i sumar, og ekki talið trú- legt að það verði gert á þessu ári. Þetta hús á að taka upp undir 100 börn I leikskóla og dagheimili. Kvenfélagið Hvöt i Hnifsdal hefur beitt sér fyrir byggingu leikskóla þar. Húsið er komið upp en skólinn ekki ennþá tekinn til starfa, sem væntanlega verður þó áður en langt um liður. Nýr gæsluvöllur Búiðernú að opna nýjan gæslu- völlviðTúngötuá ísafirði. Er það eini völlurinn á Isafirði en hins- vegar er litill gæsluvöllur i Hnifs- dal. Til var að vlsu áður gæslu- völlur i' Isafjaröarkaupstað en hann varð að vikja fyrir dag- heimilis- og leikskólabyggingu, sem er I fæöingu. Gæsluvöllurinn hefur verið ákaflega vel sóttur I sumar og ótvirætt sannaö þörfina fyrir sllka velli. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritariá Isafirði, sagði brýna Hús leikskólans sem gert var fok- helt á sl. hausti hefur siðan staðið óhreyft og virðist eiga aö salta frekari framkvæmdir, nauðsyn á að bæta úr leikvalla- málunum I bænum. Nú væri verið að koma upp leikvelli við Skipa- götu og annar væri fyrirhugaður i Holtahverfi, byggðinni við fjarðarbotninn, en hvorugur þeirra væri gæsluvöllur, Reynt væri og að koma upp leiktækjum viðar um bæinn. ,,En leikvalla- málin hafa ekki verið I nógu góðu lagi hjá okkur, það verður að segjasteins og er”, sagði Magnús Reynir Guðmundsson. — mhg Sr. Valgeir Ástþórsson kjörinn í Seljasókn Talningu lauk i gærmorgun úr prestskosningu I Selja- prestakalli I Reykjavik og hlaut sr. Valgeir Astþórsson sóknarprestur á Eyrarbakka kosningu, 903 atkvæði. Sr. Olfur Guðmundsson sóknarprestur i óláfsfirði fékk 873 atkvæði, auðir seðlar og ógildir voru 11 og er kosningin lögmæt, kjörsókn 65%. Aðeins einn frambjóöandi var um Hof I Vopnafirði, þar sem einnig var kosið um heig- ina. Af 536 á kjörskrá kusu að- eins 146, þaraf fékk séra Sig- þór Jón Arnason á Sauðár- króki 139 atkvæði, en auðir og ógildir seðlar voru 7. Þátttaka var ekki næg, svo væntanlega verður séra Sigþór skipaður og er þá næst fyrir að kjósa nýjanprest til Sauðárkróks. Nýi gæsluvöllurinn við Túngötu. Þar hefur haldið til hópur barna daglega siðan hann var opnaður. —Ljósm. Vestfirðingur Landsfundur og opnar panel-umrœður: Upplýsingar á bókasöfnum „Bókasafnið er upplýsingamiö- stöð” er yfirskrift 6. landsfundar Bókavaröafélags Islands sem hefst I Norræna húsinu I dag, en aðalframsögumenn þar verða Greta Renborg, lektor viö sænska bókavaröaháskólann og Andras Jablonkay lektor við Háskóla tslands og ræða þau um almenna upplýsingaþjónustu I bókasöfn- um. Greta Renborg er þekktur fræðimaður á sviði bókasafns- fræði, einkum fyrir kennslu og skrif um almenn tengsl safnanna Andras er frá Ungverjalandi, menntaður þar og I Bandarikjun- um. Helgi Bernódusson yfirbóka- vörður I Vestmannaeyjum hefur framsögu um upplýsingamiðlun sveitarstjórnarmála og Sigrún K. Hannesdóttir lektor við Háskólann um upplýsingamiðlun til stjórnvalda. Panel-umræða verður að lokn- um framsöguerindum og taka þátt I henni auk framsögumann- anna þau Birgir Isleifur Gunnars- son, alþm., Guörún L. Ásgeirs- dóttir sveitarstj.fltr. Umræöun- um stjórnar Guörún Helgadóttir, alþingismaður. Fundurinn er öll- um opinn og hefst kl. 13. Almenningsbókasöfn hafa sam- kvæmt lögum þrlþættu hlutverki að gegna, þe. þau eiga aö vera mennta- upplýsinga- og tóm- stundastofnanir. Upplýsinga- þjónustan þykir sjálfsögð i sér- fræði-og rannsóknarbókasöfnum, en lltið hefur farið fyrir henni I al- menningsbókasöfnum hér á landi, þar sem tómstunda- eða af- þreyingarhlutverkiö hefur verið mest áberandi fram að þessu. 1 tengslum við landsfundinn, sem stendur I dag og á morgun, hefur verið efnt til tveggja nám- skeiöa fyrir bókaverði, annars- vegar um skipulagningu safns- kosts og hinsvegar um almanna- tengsl (Public Relations). Tveir fulltrúar þjónustumiðstöðvar bókasafna I Danmörku verða á þinginu með kynningu og sýningu á bókasafnsbúnaði og jafnframt skipulagningu bókasafna og hafa þar dæmi um. Þrjú islensk bóka- söfn eru sýnd. Sýningin er I kjall- ara Norræna hússins og er að- gangur öllum opinn á opnunar- tlma bókasafnsins. Auðvitað hefur TlvoIIið verið vinsælast meðal yngstu gest- anna á sýningunni Heimilið 80 I Laugardalshöll og þótt for- eldrar smástynji undan peningaeyðslunni geta vlst fáir staðist eftirvæntingaraugum...., svona i þetta eina sinn! Hægt er að fá sér salibunur bæði I stórri hringekjunni og þeirri litlu, sem hér sést. — Ljósm.-eik-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.