Þjóðviljinn - 05.09.1980, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. september 1980
® ÚTBOЮ
Til sölu
Tilboð óskast i húsið Vesturgata 18.
Húsið verður til sýnis laugardaginn 6.
sept. kl. 13—16 og þriðjudaginn 9. sept. á
sama tima.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
að Frikirkjuvegi 3 og ennfremur á Vestur-
götu 18 á auglýstum sýningartima.
Tilboð berist Innkaupastofnuninni fyrir
þriðjudaginn 16. sept. kl. 14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR
Fnl<irt<|uvegi 3 — Sími 25800
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i málningu utanhúss á húsi
Sambandsins Tryggvagötu 15, Reykjavik.
Útboðslýsing verður afhent á Teiknistofu
Sambandsins, Hringbraut 119.
Tilboðin verða opnuð á sama stað 12.
september kl. 11.
@ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Umsjón fasteigna
B orgarstarfsmenn
Atkvæðagreiðsla um aðalkjarasamning
Starfsmannafélags Reykjavikurborgar
fer fram að Grettisgötu 89, 3. hæð i dag
föstudaginn 5. september kl. 10—19.
Kjörstjórn
2 fallegir kettlfngar fást gefins
Upplýsingar i sima 81333
Allur akstur
krefst
varkárnl
fS
Ytum ekki barnavagni
á undan okkur við
aðstæður sem þessar
||UMFERÐAR
Blikkiöjan
Ásgaröi 7, Garöabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
Súnlmi er 81333
uOBmnm Síðumúla 6 S. 81333. /
JÉMr
' iÍL W
Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda að Kirkjubæjarklaustri. Allmargar konur sátu fundinn og sjást
sumar þeirra hér á myndinni.
Þetta
1 gær var hér á siðunni litils-
háttar drepið á þær umræður,
sem fram fóru á aðalfundi
Stéttarsambands bænda á dög-
unum. Birtur var örstuttur
útdráttur úr ræðum fundar-
manna. Meira leyfði rúmið ekki
þann daginn. Nú er hugmyndin
að bæta nokkru við og er þó ekki
Ijóst i upphafi hvort botninum
verði náð i dag. En við sjáum
hvað setur og byrjum þar, sem
frá var horfið.
Grimur Jónsson, bóndi og
ráðunautur i Ærlækjarseli i N-
þingeyjarsýslu: Sjálfsagt er að
þakka þá aðstoð, sem Bjarg-
ráöasjóður og Byggðasjóður
veittu bændum á haröindasvæð-
unum. Þetta eru að visu talin 5
ára lán en þau eiga samt að
greiðast á 4 1/2 ári! Fyrirheit
voru á sínum tima gefin um að
greiöa flutningskostnað á gras-
kögglum og heyi til þessara
svæða. Það hefur aöeins verið
gert að litlu leyti. — Ekki er
réttmætt, að maður með t.d. 250
ærgilda bú sitji viö sama borö
um skerðingu og annar, með
sömu bústærð en verulegar
tekjur utan búsins.
Haukur Steindórsson, bóndi á
Þrihyrningi i Eyjafiröi.: Sam-
þykkt Eyfirðinga á bændafund-
inum i Freyvangi 5. ágúst s.l.
var eðlileg og réttmæt. 9% færri
nautgripir og 10% færra sauðfé
var sett á í Eyjafirði s.l. haust
en árið áður. Þetta kemur auð-
vitað strax fram i minnkandi af-
urðum. Sláturfjárloforð hjá
KEA eru 15% minni i haust en I
fyrra. Það er þvi ljóst, að ey-
firskir bændur hafa tekið tillit til
kvótans. Fóðurbætisskattur er
auðvitað áhrifamikið meðal til
að draga úr framleiðslu en er
hann aö sama skapi gott stjórn-
unartæki? Hann veldur meira
misræmi en kvótinn eftir að af
kvótanum hafa verið sniðnir
agnúarnir. Kvótinn er betra
stjórnunartæki. -Hefur áætluð
útflutningsbótaþörf fyrir mjólk
verið miðuð við búmark? —
Talaö er um endurgreiðslu til
mjólkurframleiðenda. Getum
við ekki bara fengið úttektar-
kort eins og alifuglabændur?
Stefán Jónsson, bóndi á
Kagaöarhóli i A-Húnavatns-
sýslu: — Kvótakerfið hefur
marga slæma annmarka en
varla verður snúið til baka meö
það að öðru leyti úr þvi sem
komiö er. -Veit nokkur hver er
heildarkvótinn yfir landið? —
Ósáttur við hvað útborgunar-
verðið var ákveðiö lágt i sumar.
Þaö má ekki fara niður fyrir
75%. — Hef alltaf verið fremur
andvígur fóðurbætisskatti en
það er ekki hægt fyrir okkar að
framleiða illseljanlega vöru á
innfluttum, niðurgreiddum
fóðurbæti og láta þannig aðrar
þjóðir stjórna okkar fram-
leiðslumálum. — Umframfram-
leiðslu á mjólk tel ég aö eigi að
gera upp með 35% verði eins og
útflutt kjöt. — Það er hreint
byggðamál að 300 ærgilda bú fái
fullt verð fyrir framleiðsluna
þvi oft eru þessir bændur eins-
konar útverðir viðkomandi
byggða. — Þurfum að sinna
betur markaðsmálum bæði er-
lendis og hér heima.
sögðu þeir i
Stefán Valgeirsson, aiþm: Tel
siðasta aðalfund Stéttarsam-
bandsins hafa verið timamóta-
fund. Breytingar á þeirri stefnu,
sem þá var mörkuð, veikir
bændastéttina. — Margir telja
að eina leiðin til þess að stjórna
framleiðslunni sé að beita
kvótakerfinu. — Um eöa innan
við 30% af búvöruframleiðsl-
unni er frá búum, sem eru yfir
300ærgildi. Ef komast á hjá þvi
að skerða mínnstu búin verður
rikiö að hlaupa undir baggann.
— Eigi aðlögungartlminn,
sem ýmsir tala um, að koma að
gagni, þá þarf hann að vera
meira en tvö til þrjú ár. — Er
það ekki verðlagspólitikin, sem
gerir það að verkum, hvernig
komið er fyrir bændum? Verð-
lagsþróunin hér og erlendis.
—Ég sé ekki betur en fóður-
bætisskatturinn leiði til þess, að
við séum að þriborga það sama.
Fyrst er það kvótinn, svo inn-
vigtunargjald og loks fóður-
bætisskatturinn. — Ef svo og
Umsjón: Magnús H. Gíslason
svo mikið af mjólkinni verður
ekki greitt getur ekki vantað 4
miljarða i útflutningsuppbætur.
Einar Þorsteinsson, bóndi og
ráðunautur i Sólheimahjáleigu i
Mýrdal: — Þakka landbúnaðar-
ráöherra ágæta ræðu og vonast
til að bændur eigi gott samstarf
viö hann. Ráðunautum er
stundum kennt, að þeir hafi
hvatt til aukinnar framleiöslu.
Vafasöm ásökun þótt vel megi
ráðunautar una þvi aö ekki sé
þögn um þá. — Við erum ekki
einir þjóða um þaö að þurfa að
gripa til sérstakra aðgeröa til
þess að stjórna framleiðslu-
málum. Það er talin nauðsyn
viða annarsstaöar. — Mjög
slæmt að litlu búin verði fyrir
skerðingu. Fer ekki ánægður af
þessum fundi nema leiö finnist
til þess að koma i veg fyrir það
og treysti þar á aðstoö landbún
aðarráöherra. — Kvótinn má
ekki gilda lengi. Menn hafa á
oröi að jarðirnar verði óseljan-
legar ef ekki má framleiða á
þeim. — Efla þarf aukabú-
greinar svo sem fiskirækt og
loðdýrarækt og sá atvinnurekst-
ur þarf aö vera i höndum
bænda. Um það þarf að setja
löggjöf. óhæfa að stórrekstur
með alifugla og svin sé i bæjum.
— Tolla, innflutningsgjöld og
söluskatt af landbúnaðarvélum
á að afnema. Unga fólkiö leitar i
landbúnaöinn nú, þaö er gleði-
leg staöreynd sem við veröum
greinilega varir við. — Hef
aldrei sætt mig við að einungis
sé hugsað um að framleiða
fyrir innanlandsmarkað.
Guðmundur Ingi Kristjáns- 1
son, bóndi á Kirkjubóli i
önundarfirði: — Baráttan I
stendur um það I islenskum
landbúnaði hvort hér á að vera
bændabúskapur eða verk- ■
smiðjubúskapur. Á þessu
verðum við að átta okkur. —
Fagna þvi, að athugun skuli ,
gerð á búrekstraraðstöðu á i
jörðum. — Misræmiö i skatta- I
lögunum er óþolandi.
Steinn Guömundsson, bóndi á ,
Sellandi, N-Múlasýslu: — 1 i
fyrra ákvað Stéttarsambands- |
fundur aö velja kvótakerfiö. En |
Alþingi hafði gengið svo frá ■
málum, að um aðra leið var i
naumast að ræða þá og það er
mergurinn málsins. — Þekki |
marga bændur, sem voru meö ■
smá bú 1976 og 1977, stóðu i upp- I
byggingu , unnu e.t.v. að ein- |
hverju leyti utan heimilis i bili, |
hugsuðu ekki um að fjölga •
bústofninum mjög hratt af þvi |
þeir áttu ekki von á kvóta. Þeir |
eru nú hart leiknir. — Mæli meö ■
fóðurbætisskatti en býst þó ekki |
við að kvótinn verði afmuninn i
bili. — Alifugla- og svinabændur
þurfa aö koma inn I sölukerfi
landbúnaðarins.
Hermann Guðmundsson,
bóndi á Blesastöðum I Arnes-
sýslu: — Þakka landbúnaðar-
ráöherra fyrir fóöurbætisskatt-
inn. Hann er nauðsynlegur og
öðru visi væri nú ástatt ef hon-
um hefði fyrr verið komið á. 1
sumar var litið gefið af fóður-
bæti i Arnessýslu, áður mikiö. —
Megum ekki láta byggöina
ganga saman og þar kemur
sauðfjárbúskapurinn okkur til
hjálpar. — Bændum vará sinum
tima lofað tveimur félagsmála-
pökkum ef þeir gæfu eftir 3% af
afurðverðinu. Annar er fenginn:
forfallaþjónustan. Hinn liggur
eftir I þinginu: fæðingarorlofið.
Asgeir Eiriksson, formaður
Félags kjúklingabænda: — Nær
engri átt, að viö séum að flytja
inn margt af þvi, sem við getum
framleitt i landinu sjálfu. Verð-
um að gera okkur ljóst, að
neysluvenjur Islendinga eru að
breytast, hvort sem okkur llkar
þaö betur eða verr. Hljótum að
laga okkur eftir þvi.
Magnús Finnbogason, bóndi
á Lágafelli i Landeyjum: —
Veröbólgan er höfuöbölvaldur-
inn og þaö er fyrst og fremst við
afleiðingar hennar, sem viö
erum aö glima. — Er fylgjandi
fóðurbætisskatti en hef ekki haft
trú á aö með kvótakerfinu náist
stjórn á framleiðslunni. Nýju
skattalögin eru hrein eignaupp-
taka.
Þórarinn Þorvaldsson, bóndi
á Þóroddsstöðum I Hrútafirði:
— Hvernig kemur kvótinn, til
meö að þróast? Hef ekki trú a að
hann standi óbreyttur i mörg ár.
Siguröur Sigurðsson, bóndi á
Brúnastööum i Skagafiröi: —
Kjarnfóöurgjaldið er brýn
nauðsyn. — Sagt að erfitt sé eöa
ekki hægt að sleppa 300 ærgilda
búum við skeröingu. En 200-250
ærgilda búum? Það er þó i átt-
ina, ef unnt væri aö setja markið