Þjóðviljinn - 05.09.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 05.09.1980, Page 15
Föstudagur 5. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15' Rl - frá Q lesendum Höfnum sauötjárralli! Viröulegi lesendadáikur! Þaö hygg ég vera sair.dóma álit allra óljúgfróöra, þeirra er gerst til þekkja, aö fáir standi þeim kompánum, Gunnlaugi 0. Johnson og Guöna Bragasyni, á sporöi hvaö mannkosti snertir og gjörvileik allan og megum viö aumir meðaljónar hyggja gott til þess dags er þeir i fyllingu timans erfa land og riki. En þó hygg ég aö fleirum sé fariö eins og mér undirrituöum, aö þykja nóg um þann lævíslega undirróöur sem þeir sómapiltar láta á þrykk út ganga i svo ráövöndum og sómakærum fjölmiöli sem blað þetta má réttilega kallast, og beinist að þvi sem oft hefur verið nefnt „magapina Islensku þjóöar- innar”, en þaö er einmitt Rikis- útvarpiö. í kjarnyrtri og skorinortri greinsinni, „Sauöfjárrall”, sem birtist I Þjóöviljanum þriöju- daginn 2. september, reifar téöur Gunnlaugur stuttlega helstu rök fyrir þvi aö Islenska sjónvarpiö taki til sýninga svip- myndir frá ensku meistara- keppninni i sauöfjársmölun, en áöur haföi téður Guöni fundiö sig knúinn til aö varpa fram samhljóöa uppástungu.Meö þvi aö hinn sikviki, en þó þögli, meirihluti sjónvarps- og Iþróttaunnenda er þessu án minnsta vafa sérdeilis and- snúinn (að ég ekki segi mótfall- inn), tel ég I alla staöi óum- flýjanlegt aö hreyfa hér nokkrum andmælum, en sitja eigi andvaralaus undir fólskunni eins og kria i köldu vatni og daga siöan uppi sem litilsiglt nátttröll er hin engil- saxneska þjóöariþrótt stigur fram á altari húsfriöar og náungakærleika I litum og si- nemaskóp og hundgá heyrist i fjarska. Nú er ég grandvar maður og hvorki kvalráöur né illkvittinn nema rétt i meöalhófi, enda skyldi enginn meötaka min hæ- versku skrif sem fólskulega árás aö æru og mannoröi tveggja tittnefndra sóma- manna, enda væri slikt sannar- lega högg undir beltisstaö, og þeir sist maklegir að sæta slikum ákúrum af minni hálfu. A ég enga ósk heitari en þá áð andi fjallanna, blómanna og vatnanna^ megi um ókomin ár hressa þá," bæta og kæta se'm ópal væri. En enginn er svo skýr að honum skjöplisteigi, og fæ ég ekki betur séð en þeim kompánum hafi nú oröiö á þau messuglöp að seint muni aö fullu bætt, og gildir einu hver heföi þar um vélt. Þaö væri þunnur jólasveinn sem ekki geröi sér grein fyrir þvi hve margnefnd uppástunga þeirra félaga er vel til þess fallin aö grafa undan hinni islensku þjóö- erniskennd sem tengir okkur öll saman sem þetta eyland býggjuni, og mætti seint sjá fyrir endann á slikum ósköpum, aö ekki sé minnst á djúptæk og aö minu viti hápólitisk áhrif svo hjákátlegrar tómstundaaf- þreyingar á þjóölif almennt. Þaö skal þó tekið fram aö þessi örstutta samliking er hér ekki dregin fram úr skúmaskotum undirmeövitundarinna fram i dagsljös upplýsingar og fjöl- miölunar til þess aö kasta rýrö á hina siötulu og velvakandi stétt islenskra jólasveina, heldur er þvi starfsheiti aöeins brugöiö upp sem ljóslifandi eintaki og lýsandi dæmi um hinn almenna islenska skattborgara, til- heyrandi hinni almennu is- lensku alþýðustétt, sem okkur Gunnlaugi og Guöna er öllum jafnmikill sómi aö þvi aö til- heyra, og eru allir sem hlut eiga aö máli beðnir afsökunar á hugsanlegum misfærslum og rangtúlkunum, sem aldrei hafa verið minar sterku hliðar. Ég vænti þess aö mér hafi tekist aö sýna minum ágætu kollegum fram á hverjar villi- götur þeir hafa nú um skeið fetaö meö sinum fimu og fjölkunnungu pennum, og vil ljúka þessu rabbi meö þvl aö höföa til samvisku allra þeirra sem orö mín lesa og hvetja þá til vakningar gegn hvers kyns and- þjóðlegri hróflan viö „maga- pinu islensku þjóöarinnar”, og ég á þá einkum viö hinar hjart- fólgnu (að ég ekki segi ljúf- sáru) sælustundir sem iþrótta- þættirnir veita okkur meöaljónum á þessu óbyggi- legasta útskeri jaröar- kringlunnar. Eins og skáldið kvaö: Sauöfjárrall — ja, svei þviatarna svei þvi lon og don. Má ég þá heldur biöja um Bjarna — Bjarna Felixson. Siguröur Magnússon, Kárastig 9, Reykjavik. UMSJÓN: BRYNHILDUR OG MARGRÉT Ga Idur Hér er mjög auðveldur galdur, sem þið getið notað næst þegar þið sýnið töfra- brögð. Hann er fólginn í því að láta tómt glas standa uppi á spili, eins og þið sjáið á mynd A. Auðvitað eru brögð í tafli! A myndum B og C sjáið þið hvernig þetta er gert. Þið límið einfaldlega pappaspjald aftan á spilið, og gætið þess vandlega að áhorfendur sjái það ekki. Svör við gátum. Hér koma svör við gátunum sem við birtum í gær. Gátuð þið ráðið þær allar? Athugið nú hvort ykkar svör eru rétt! l. Ég sjálfur 2. Hurðarhúnn. 3. Þegar þeir koma svo langt út í vatnið að þeir botna ekki. 4. Fimm fingur 5. Ég 6. Lækninn 7. Him- ingeimurinn 8. Hurð 9. Vekjaraklukkan 10. Stýrið 11. Inn í hann miðjan, því þá fer hann að hlaupa út úr honum aftur. 12. Matarins 13. Snigillinn 14. Augun 15. Tunglið. Og hér koma nýjar gátur handa ykkur að glíma við — svorin koma á morgun! 1. Hver er það sem fer út á hverjum morgni en er samt alltaf heima hjá sér? 2. Hv^ðer langtfrá austri til vesturs? 3. Hver er skuldugur upp fyrir eyru? 4. Ég er bæði elstur og yngstur í heiminum. Hver er ég? Árrisul vinnukona Stúlkan: Ég óska að ráða mig sem vinnuVconu hjá yður næsta ár. \ Frúin: Hef urðu allt til að bera, sem ég vil áð vinnu- konur hafi? Geturðu t.d. farið snemma á fætur? Stúlkan: Ég held nú það. Þar sem ég var síðastliðið ár fór ég svo snemma á fætur að ég var búin að hita kaffi, taka til f herbergjunum og búa um öll rúm áður en nokkur vaknaði. barnahorndð Babi Jar. Þar er nú minnismerki um 33.771. Gyöing, sem þar voru teknir af llfi I september 1941. Leidin til Babí Jar Þaö hlýtur aö vera mikill léttir barnafólki aö I kvöld hefst Helförin ekki fyrren kl. 22.20, þegar meiri Hkur eru á aö blessaöir englarnir veröi komnir I bóliö. Þátturinn I kvöld lieitir Leiöin til Babi Jar. Helförin er fyrst og fremst saga tveggja fjölskyldna, en jafnframter veriö aö segja frá þvi hvernig 6 miljónum Gyöinga var útrýmt. Þessi útrýming fór sem kunnugt er fram i mörgum iöndum Evrópu, I mörgum út- rýmingarbúöum. Söguhetjur Geralds Green fara þvl viöa, reyndar ótrúlega viöa. Þær eru i Auschwitz, Buchenwald, Varsjá og Babi Jar, svo eitt- hvaö sé nefnt. Einhver annar rithöfundur heföi sennilega notaö þetta viöa og breiöa sögusviö til aö lýsa fleira fólki, skapa fleiri persónur. En þá heföi sagan heldur ekki oröiö fjölskyldudrama og mynda- flokkurinn ekki eins góö sölu- vara. Fyrsta þættinum lauk þar sem Rudi Weiss var flúinn frá Þýskalandi. I Prag kynntist hann Helenu, ungri Gyöinga- stúlku, og þau héldu brátt flóttanum áfram, I austurátt. I kvöld fáum viö svo væntan- lega aö sjá hvaö kom fyrir þau i Úkrainu. Sjónvarp kl. 22.20 Skildagar eftir langferö í kvöld spjallar Hjörtur Pálsson við Heiörek Guömundsson skáld og les úr ljóöum hans, og Heiðrekur les sjálfur eitt Ijóða sinna. Heiörekur fæddist 5 septem- ber 1910 og á þvi sjötugsaf- mæli i dag. Faðir hans var Guðmundur Friðjónsson rit- höfundur og bóndi á Sandi i Aðaldal. Heiðrekur var við bú föður sins til tvitugsaldurs, en fluttist þá til Akureyrar, þar sem hann hefur átt heima slöan. Ljóðabækur hans eru: Arfur öreigans (1947), Af heiðarbrún (1950), Vordraumar og vetrarkviði (1958), Mannheimar (1966) og Langferðir (1972). Heiðrekur skáld Guðmunds- son. Útvarp kl. 19.40 Liza Minelli í Prúðu Prúðu leikararnir fá stundum skemmtiiega gesti i heimsókn. Slðast var þaö Dizzy sjálfur Gillespie, og I kvöld kemur Liza Minnelli. Lisu þessa þarf varla að kynna. Hún er dóttir Judy Garland og Vincente Minnelli og byrjaði leikferil sinn meö þvi aö leika Onnu Frank meðan hún var enn I skóla. Frægust er hún auðvitað fytir leik sinn og söng i kvikmynd- inni Cabaret (1972), sem hún fékk óskarsverðlaun fyrir. Síðan hefur hún m.a. leikið i New York, New York og Silent Movie, sem báöar hafa verið sýndar hér. Liza Minnelli er ekkf siður þekkt sem kabarettskemmti- kraftur og sjónvarpsstjarna,og ætti þvi að verða á heimavelli hjá þeim prúðu i kvöld. Sjónvarp kl. 20.40 Sykuruppskera á Kúbu. Sykursætur þáttur Sykur til góðs og ills nefnist þáttur frá BBC sem sýndur verður I kvöld og fjallar um sykurinn, þessa stórhættulegu munaðarvöru sem áöur fyrr var kveikja styrjalda og þrælaverslunar i stórum stil. A Vesturlöndum veröa menn stööugt hræddari við sykurinn, sem veldur offitu og tannskemmdum og guö má vita hverju, og þvi hafa rann- sóknir á seinni árum fariö aö beinast að þvi hvernig hægt sé aö nota sykurinn ööruvisi en til áts. Nú er fariö að vinna úr honum eldsneyti á bifreiöar og ýmislegt fleira. Sjónvarp kl. 21.20

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.