Þjóðviljinn - 11.09.1980, Síða 7
Fimmtudagur 11. september 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7
Verkalýdsfélagið Eining:
Fyrst og fremst
aukinn kaupmátt
og ekki lakari samninga en BSRB
Á almennum félagsfundi Verkalýðsfélagsins Einingar sl. sunnudag þar sem
samþykkt var verkfallsheimild fyrir trúnaðarmannaráð tii að ýta á eftir gerð
nýrra kjarasamninga i samráði við aðalsamninganefnd ASi var jafnframt sam-
þykkt eftirfarandi ályktun um samningamálin:
„Almennur félagsfundur
Verkalýösfélagsins Einingar
haldinn 7. september 1980 telur að
það eigi að vera ófrávikjanleg
krafa launafólks innan A.S.l. að
til samninga verði nú þegar
gengið án tafar, til jafns við það
sem gert hefur verið við launafólk
innan B.S.R.B. og þar á að gilda
jafnt um kaup sem félagsleg rétt-
indi.
Verkalýðsfélagið Eining heitir
þvi á allt launafólk innan A.S.Í. að
standa saman og sameinast i bar-
áttunni til að nú verði afnumið
það misrétti sem átt hefur sér
staðognú virðisteiga að viðhalda
og auka.
Fólkið i framleiðslustéttunum,
sem öll afkoma þjóðarinnar
byggist á, getur ekki þolað það
öllu lengur að það sé stimplað
sem 2. eða 3. flokks fólk og njóti
ekki sömu mannréttinda og með-
limir B.S.R.B.
Þvi skorar Verkalýðsfélagið
Eining á rlkistjórnina að ganga
nú þegar inn i samningaviðræð-
urnar og hlutast til um að samn-
ingar A.S.Í. verði ekki lakari en
samningar B.S.R.B.
Einnig mynnir Verkalýðs-
félagið Eining rikistjórnina á til-
lögur A.S.l. til rikisvaldsins i
skattamálum, ef þeim hefði verið
svarað jákvætt hefði það leyst
betur vandamál láglaunafólksins
og komið betur að gagni en verð-
lausar krónur sem teknar eru
aftur með gengisfellingu og
gengissigi, eins og gert hefur
verið á þessu ári og magnað hefur
verðbólgu meir en nokkru sinni
fyrr.
Við viljum fyrst og fremst auk-
inn kaupmátt, en hann kemur
aðeinsmeðminkandi verðbólgu”.
43-manna samninganefnd ASt hvatti aðiidarfélög sambandsins til þess
að afia sér verkfailsheimildar á fundi sinum i fyrradag. Meöal félaga
sem þegar hafa aflað sér verkfalisheimildar eru Dagsbrún, Iðja og
Félag járniönaöarmanna i Rvik, Eining viö Eyjafjörð, Vaka á Sigiu-
firöi og samtök I prentiðnaði. Ljós, eik.
VUja húsið
I fréttatilkynningu frá Ibúa-
samtökum Vesturbæjar segjast
þau hafa kynnt borgarráði þá
skoðun samtakanna að þau kysu
helst að húsið að Suðurgötu 7
fengiað standa þar sem það er.
Ef þess þyki hins vegar enginn
kostur,vænta samtökin þess að
í miðbænum
húsinii verði fundinn staður i
miðbænum þar sem það megi
áfram prýða bæinn og fái þar
hlutverk sem eigi við húsiö og
umhverfi þess. Samtökin benda
á að þá kæmi vel til greina að
nýta húsið sem listhús eins og
verið hefur undanfarið.
„Þú og ég”
komin heim:
Fengu
mörg til-
boð um
keppni
næsta ár
Helga Möller og Jóhann Helgason
syngja I keppninni i Sopot i Pói-
landi.
,,Þú og ég”, þ.e.a.s. þau Helga
Möiier og Jóhann Helgason, sem
nýiega komust i fjórða sæti i
keppni hljómplötufyrirtækja á
„Sopot Intervision Festival” i
Póllandi, hafa i framhaldi af þvi
fengiö tilboð um þátttöku 1
söngvakeppni i Þýskalandi,
Búlgarfu, Finniandi og Japan á
næsta ári.
Einsog Þjóðviljinn skýrði frá á
sinum tima sungu þau „Þú og ég”
lag Gunnars Þórðarsonar
„Dans, dans” I keppninni, sem
sjónvarpað var beint um i alla
að var beint um alla
Austur-Evrópu og til nokkurra
landa vestan tjalds, en auk þess
var unnin styttri sjónvarpsdag-
skrá um keppnina og mörg
laganna verða gefin út saman á
kassettu, þ.á.m. annaö islensku
laganna.
Helga, Jóhann og Gunnar eru
nú komin heim úr vel heppnaðri
utanför og mun söngparið á
næstunni koma fram á skemmt-
unum I Reykjavik. — vh
Tónleikar í Laugardalshöllinni n. k. laugardag kl. 21.
Inn i fjölbreytta tónlistardagskrá kvöldsins fléttast leikatriði og ýmsar óvæntar uppákomur semörugg-
lega eiga eftir að vekja mikla athygli. Höllin verður svo að sjálfsögðu skreytt í anda Rokks gegn her
Þursaflokkurinn
Flokkurinn sá hefur nýlega sent frá sér breiðskífu og vinnur nú að
söngleiknum Gretti. Á tónleikum munu þeir flytja splunkunýtt og
hressilegt rokkprógramm í anda kvöldsins.
T áragas
Táragas er rokkleikhús. Sambland kvikmyndar, leikatriða og lifandi
tónlistar undir styrkri stjórn Karls Sighvatssonar.
Mezzoforte
Það hefur verið hijótt um meðlimi Mezzoforte að undanfönu. Þeir
hafa verið í stúdíói að vinna að nýrri plötu sem væntanleg er innan
skamms. Afraksturinn fáum við að heyra á laugardaginn.
Bubbi Morthens
Utangárðsmenn
Þetta verða síðustu tónleikar Utangarðsmanna á þessu hausti. Þeir
munu draga sig í hlé vegna plötuupptöku. Á Iaugardaginn munu
þeir félagar leika efni af væntanlegri plötu.
Forsala aðgöngumiða er í Bóksölu Stúdenta, Bókaverslun Máls og menningar og hljómplötu-
I verslunum Kamabæjar; Austurstræti 22, Laugavegi 66 og Glæsibæ. Miðaverð kr. 7000