Þjóðviljinn - 11.09.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 11.09.1980, Side 13
Fimmtudagur 11. september 1980 Fimmtudagur 11. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Fjaryarmaveita Framhald af bls. 10. ber að afla þeirra til annarra nytsamari hluta en að framan greinir. d) Hagur bæjarbúa hlýtur að vera i fyrirrúmi, litla trú hef ég á aö þeir taki þvi þegjándi að greiöa 4-falt til 5-falt verö, mið- að t.d. viö ibúa i Reykjavik, i upphafi og siðan margfaldist munurinn. _ e) Rafhitunartaxti (42) Rafmagnsveitna rikisins kem- ur nú i fyrsta sinn i dagsins ljós óháður Rotterdamskráningu á oliuverði. Samkvæmt gjald- skrá frá 1. ágúst er verðiö ca 18,30 kr./kwh og samkvæmt minu mati er þetta verð alltof hátt. Það ætti ekki að vera flók- inn útreikningur fyrir ráða- menn orkumála að koma þessu veröi niður i ca 70% eða 12,80 kr./kwh, með sömu reiknings- forsendum og fyrir fjarvarma- veitur. Þetta verð ætti að geta orðið tiltölulega stöðugt þannig að unnt væri að eyja von um að húshitunarkostnaður á tslandi smám saman jafnaðist út, hvar sem er á landinu. f) Vilji svo óliklega til aö bæjar- stjórn samþykki R/O-veituna og geti á grundvelli laga um oliustyrk þrælað þeim sem oliukyndingu hafa inn á veituna eða ca 40% ibúa, þá get ég ekki séö með hvaða rökum á að ná hinum sem raftúbur hafa eða ca 19% ibúa; sjáanlegt er að þeir þurfi að borga vænar fúlg- ur fjár með sér. Ekki þekki ég nein lög sem heimila. aö þvinga þá til tengingar. g) Varaafl R/O-veitna er ekki sambærilegt við annað varaafl t.d. dísilafl. Þið getið ekki notað það til neinna annarra hluta en að hita þau hús sem tengd eru veitunni svo framarlega að til sé rafmagn til að dæla þvi til þeirra. Við erum staddir á nákvæm- lega sama stað með öll önnur tækifæri. Sé hins vegar vara- aflið i formi disilafls getum viö miðlaö þvi innan staðarins á hvaða tæki sem er, sent það til annarra staða, sem oft áöur. Þannig að ég get ekki sætt mig við þann hugsunarhátt sem virðist rikjandi á Norðfirði aö dísilstöðin sé eitthvað privat fyrir Norðfirðinga eina, hún er og hefur alltaf verið varastöð fyrir allt, Austurland, og hefur gefið okkur öllum birtu og yl. Siðan er til annað vara- afl, sem hvort sem er kemur innan tiðar, þ.e. önnur lina (sú gamla er ónýt, þ.e.s. þarf að endurbyggjast eftir að ný lina veröur komin). h) Samkvæmt áætlun RARIK veröur bæjarkerfið að fullu uppbyggt 1983 til að geta annaö 100% rafhitun. Iönaðarráö- herra á aö hafa fengið áætlanir frá RARIK, sem tilgreina þau markmið. i) Er ekki skynsamlegt aö doka við og sjá hvort Seyðfiröingar krafla sig upp úr brunninum, áður en þið farið að flana ofan i hann. Að lokum vil ég benda ykkur á aö lesa fram komin gögn i mál- inu, svo sem Frumathugun 2 frá VST, helstu sjónarmið varðandi gjaldskrá R/O-veitna, og Verðlagning á raforku til R/O- veitna frá RARIK. Það þarf engan sérfræðing til að sjá vitleysuna sem þar er á ferðinni. Ég vil llka benda ykkur á grein á forsiðu Dagblaösins Timans 2. sept. varöandi Hitaveitu á Hellu og Hvolsvelli. Þá vona ég aö ákvörðun ykkar veröi öllum Noröfirðingum gæfu- rik i komandi framtið. Heimir Sveinsson tæknifræðingur. (fftl Nei takk w ég er á bíl tp" L 9 ulUMFERÐAR Uráð erlendar bækur Hansers Sozialgeschi- chte der deutschen Literatur von 16. Jahr- hundert bis zur Gegen- wart. Herausgegeben von Rolf Grimminger. RedaktionHans Joachim Simm. Band 3. I-II: Deutsche Aufklarung bis zur F ranzös ischen Revolution 1680—1789. Deutscher Taschen- buch Verlag 1980. Útgefandinn segir i inngangi að hugtakið félagsfræöi, sé hér notað i mjög viðtækum skilningi, og sé nýtt að svo miklu leyti sem félagslegar forsendur megi auka skilning á bókmenntum hvers timabils. Bókmenntalegt verk eða heimspekileg umræða hvers timabils verður ekki skilin og metin, nema gerð sé grein fyrir samfélagi og tjáningaformi sam- félagsins á þeim tima i ræðu og riti, sérmerkingu hugtaka viðkomandi tima og almennri notkun málsins. Otal þættir hverrar samfélagsgerðar móta málnotkunina og hún er frum-for- senda bókmennta. Atvinnuhættir, þar með talin verkmenning er þar veigamikill þáttur. Þvi er mikill sannleikur fólginn i þeirri skoðun, sem gáfaöur maður sló fram, að íslendingar myndu týna islensk- unni þegar þeir hættu að stunda sauöfjárbúskap. Bókmenntir hvers tima eru bundnar timanum en þó ekki all- ar, sumar verða sigildar, ná þeim hæðum að hver timi skynjar þær og þær verða uppspretta fyrir alla tima, en þær eru engu síður markaðar þvi timabili, og umhverfi, sem þær eru sprottnar úr, tjá hið sammannlega og þær hæðir sem gilda ætiö. Skilningur á sigildum verkum hvers timabils veröur dýpri, ef forsenda þeirra er rakin með skirskotun til lifs- máta, smekks og meðvitundar þeirra kynslóða sem skáldin voru brot af. Þær bókmenntir sem voru bundnari sköpunartiman- um, eru ekki siður þýðingarmikl- ar, sem skuggsjá timabilanna, og heimild um smekk og mat og meðvitund timabilsins, sem þær tjá meðvitað og ekki siður ómeðvitað. Arnold Hauser skrifaði m.a. merkt rit, „Sozialgeschichte der Kunst und Literatur” sem út kom I Munchen 1953. Þar eru svipaöar slóðir þræddar, einkum varðandi listir, sem leitast er viö aö þræða i þessu riti, I mun viðameira formi. Rit þetta á allt að spanna timann frá þvi seint á 17. öld og fram á vora tima. Það hefst sem sé, með upphafi skynsemisstefnu og sin- um að upplýsingarstefnunni, sem eru tvö heiti sama fyrirburöar. Skynsemisstefnan er tengd uppkomu borgarastéttarinnar og bókmenntir 18. aldar eru mark- aöar lifsskoðun og meðvitund þeirrar stéttar. Skynsemi, nytsemi, og nauðsyn timanna og framfarir var hvatinn að sókn borgarastéttarinnar. Kirkjan varð að beygja sig undir verald- lega nauðsyn, sekulariseringin tók langt skref framá viö. Þetta bindi rekur sögu bókmennta og samfélagsmeðvitundar fram að frönsku byltingunni 1789. Það er undirbúningsskeiðið undir enn frekari umsvif borgarastéttarinn- ar á 19. öld. Andófið gegn þessari stefnu hefst seint á 18. öld með Rousseau ofl. og nær hæst með rómantikinni, en sú saga verður rakin i 4. bindi þessa ritsafns. Höfundarnir rekja þessa forsögu, fyrst meö greinagóðu yfirliti i fyrra l/2bindi um stétta- breytingar á 18. öld, nýskipan skólakerfisins, þróun læsis og uppkomu leynifélaga, sem unnu að þvi að gegnsýra samfélagið vissum skoðunum og mati, svo sem Frimúrara og Illuminata. Bókadreifing er hér rædd, höfundaréttur og áhrif forleggj- ara. Sérkafli fjallar um leikhúsiö. I öðrum kafla fyrra 1/2 bindis er stiklað á þeim helstu vörðum, sem varöa veginn, höfundum og heimspekingum sem móta nýja meðvitund þ.m. er fjallað um Johann Arndt: Verus Christianis- mus, eöur Sannur Christenn- domur... sem kom út á islensku i fjórum bindum i Kaupmannahöfn 1731—32. En sú bók kom fyrst út snemma á 17. öld og varð mjög áhrifamikil til mótunar nýrrar trúarkenndar. Fjöldi annarra höfunda er nefndur. í þriðja kafla annars 1/2 bindis er komið að Klopstock, Gellert, Lessing og fyrri leikritum Schillers, Goethe ofl. ofl. barnabækur, satirur og sögu skáldsögunnar á 18. öld. I bókar- lok eru nauðsynlegar skrár og registur, bókaskrár, útgáfur, heimildaskrár og skrár um rannsóknir á bókmenntum tima- bilsins. Og I lokin eru taldir þeir sem skrifað hafa hina ýmsu kafla þessa viðamikla rits, sem er tæp- ar 1200 bls. Rit þetta er einnig gefið út af Hanser Verlag. Þetta er mjög þarft rit, ekki aðeins fyrir þá sem áhuga hafa á bókmenntum, heldur einnig fyrir þá sem snudda i öðrum greinum mannlegrar viöleitni, svo sem félagsfræði og sagnfræði. Útgefanda hefur tekist að kerfa efnið skynsamlega niöur og höfundum að takmarka sig við þau efni, sem þeim var falið að fjalla um. Hér er dregin upp samkerfuð lýsing samfélags og samfélagsafla og bókmennta samfélagsins innan viss tima-ramma á þýzka málsvæðinu. Fjallaö er um ferðasögur ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Umræðufundur um fjölskyldupólitik 1. fundur I umræðufundaröð um fjölskyldupólitik verður haldinn aö Grettisgötu 3 I kvöld kl. 20.30. A fundinum mun Guðný Guöbjörnsdóttir flytja er- indi um skilgreiningu á hugtakinu „fjölskyldupóli- tik” og þróun og stöðu slikra mála I nálægum lönd- um. Félagar takið þátt i undirbúningi ABR fyrir landsfund. Mætið vel og stundvislega. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið á Siglufirði Félagsfundur veröur i Suðurgötu 10 nk. fimmtu- dagsvköld, 11. september, kl. 21. Ragnar Arnalds fjármálaráöherra mætir á fundin- um. Umræðufundur um kjaramál. Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar yUMFERÐAR RÁÐ ___ Næstifunduriumræðufundaröð um kjaramál veröur n.k. miövikudag kl. 20.30. Nánar auglýst eftir helgi. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið iReykjavik Opiö hús n.k. fimmtudag 11. september kl. 20.30. Heitt á könnunni. Hvað verður? — Stjórnin. Alþýðubandalagið á Seifossi og nágrenni Almennur félagsfundur. alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur almenna félagsfund fimmtudaginn 11. september kl. 20.30aö Kirkjuvegi 7 Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kynnt tillaga að reglum um forval. 3. Nýja húsnæöislöggjöfin. Framsögumaöur Olafur Jónsson. 4. Garðar.Sigurösson og Baldur Óskarsson ræöa stjórnmálaviöhorfið. Stjórnin. FOLDA Ég hef ekki lengur sérherbergi. Lilli á að sofa þsr lika. Hann fleygði sér í gólf ið' og vildi sofa áfram hjá þeim. .. -^^Hvað y ^sagöi En þau! Þau gera bara það sem þeim sýnist! Við börnin fæðumst þegar foreldrarnir hafa þegar tekið völdin TOMMI OG BOMMI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.