Þjóðviljinn - 19.09.1980, Page 5
Föstudagur 19. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Gestur Guðmundsson skrifar frá Kaupmannahöfn:
er inntakið í „vinstrisveiflu” danskra krata
i septemberbyrjun þinguðu danskir kratar, og 11.8
hafði Þjóðviljinn fréttir af þvi eftir dagblaðinu Infor-
mation. Full þörf er á að gera nánari grein fyrir at-
burðum þingsins.
Information túlkar þingið nefnilega sem sigur
vinstri arms f lokksins, og byggir þá útleggingu á kjöri
Inge Fischer Möller til varaformanns. Hins vegar
gerir blaðið því lítil skil, að Möller er í reynd 2. varafor
maður flokksins 1. varaformaður var hins vegar kjör-
inn Knud Heinesen, helsti hagspekingurinn hægra
megin í flokknum, og bæði Anker Jö'rgensen og
f lokkspressan sögðu, að þar með væri Heinesen orðinn
krónprins flokksins.
Hagspeki Knud Heine-
sens
Þegar Anker Jðrgensen
myndaði núverandi stjórn fyrir
tæpu ári, neitaöi Knud Heinesen
að taka við embætti fjármála-
ráðherra. Honum þótti efna-
hagsstefnan of lin, þ.e. ekki væri
stefnt að nægilega mikilli rýrn-
un kaupmáttar. Síðan hefur
efnahagsstefnan nálgast víð-
horf Heinesens.
í upphafi kreppunnar 1973-4
vildu kratar halda óbreyttum
kaupmætti, en bæta kjör laun-
þega með ýmsum umbótum.
Umbótastarfsemin hefur hins
vegar i reynd orðiö að niður-
skuröi. og siðustu tvö ár hefur
jafnframt orðið veruleg rýrnun
kaupmáttar. Stefnuskrá krata
hefur nú um siöir lagað sig að
verkum þeirra, og þeir hvetja
almenning til að sætta sig við
kjaraskerðingu og félagslegan
niðurskurð þar til „atvinnu-
lifið” hafi rétt úr kútnum. Þar
með hefur orðið kúvending i
sögu kratahreyfingarinnar, þvi
að hún hefur ávallt barist fyrir
bættum kjörum og aukinni
félagslegri þjónustu, hvernig
sem heilsufar auðmagnsins
hefur veriö. Og er þá komið að
„vinstri armi” krataflokksins.
Valkostur í orði eða á
borði?
Vinstri armur krata er all
sundurleitur hópur. Þeir einörð-
ustu hafa sett fram stefnuval-
kost við almenna efnahags-
stefnu flokksins. beir vilja
halda núverandi kaupmætti, en
beita aðgerðum til að auka
framleiðni fyrirtækja, styrkja
vaxtarbrodda atvinnulifs, en
höggva kalkvisti af. Veigamikið
atriði þessarar stefnu er að
launþegar öðlist hlutdeild i
stjórnun fyrirtækja, þannig að
alþýðusamtökin ráðstafi hluta
fyrirtækjagróöans. Verkalýðs-
armur flokksins hefur stutt
þessa stefnu aö mestu leyti, og
sum atriði hennar, s.s. gróða-
hlutdeildin, eru i opinberri
stefnuskrá flokksins.
Vinstri armur þingflokksins
ber hins vegar kápuna á báðum
öxlum i þessum stefnuátökum.
Á annan bóginn hefur hann
fengiö þvi framgengt, aö stór
hluti ofangreindrar „vinstri
stefnu” (sem er i megindráttum
furðulik stefnu Alþýöubanda-
lagsins), er orðinn að langtima-
stefnuskrá flokksins. A hinn
bóginn sættir þessu hluti þing-
flokksins, sem er skipulagður i
svonefndum „kaffiklúbb”, sig
Anker Jörgensen flytur ræðu á þingi danskra sósísldemókrata:
hægfara umbótasókn sem langtlmastefna, en niðurskurð og kjara-
skerðingar sem skammtimastefnu.
við að ekki sé þingmeirihluti
fyrir róttækari umbótastefnu.
Félagar kaffiklúbbsins taka
m.a.s. fullan þátt I aö fram-
kvæma niðurskurðarstefnu
flokksmeirihlutans.
Helsti forspakki klúbbsins, Ritt
Bjerregaard, var lengi mennta-
málaráðherra og þótti þá
óvægin I niðurskurðar- og kúg-
ungaraögerðum. Nú er hún
félagsmálaráöherra og sér um
að framkvæma stööugan niöur-
skurð á þvi sviði. Hún hefur
m.a. haldið þvi fram, að alltof
stór hluti útgjalda til heil-
brigðismála fari til gamal-
menna, það fólk eigin nefilega
ekki eftir aðskila aröi I þjóðar-
búið! Ritt Bjerregaard átti
stærstan hlut i kosningu Inge
Fischer Möller til
varaformanns sósialdemó-
krata.
Máftlaus gagnrýni
A flokksþinginu flutti Thomas
Nielsen, formaður danska al-
þýðusambandsins harða gagn-
rýni á kjaraskerðingarstefnu
rikisstjórnarinnar, og fékk hann
bágt fyrir bæöi hjá flokksforyst-
unni og forystuhollum verka-
lýösleiðtogum. Hins vegar
Loford um umbætur
1 fjarlægri framtíð
fylgdi hann gagnrýninni ekki I
eftir, svo að hún þótti bera vott
um sýndarmennsku.
„Kaffiklúbburinn” reyndi ■
v hins vegar ekki aö breyta j
dægurstefnu flokksins, lét sér
nægja aö harma að ekki væri |
þingmeirihluti fyrir framsækn- •
ari stefnu. Hins vegar kvartaði |
.klúbburinn yfir þvi að áróðurs- I
herferðir flokksins væru ávallt |
til stuðnings dægurstefnunni. •
Þess i stað vill hann að flokkur- I
inn reki áróður fyrir langtima-
stefnumiðum sinum og reyni að I
afla þeim nauðsynlegs þing- ■
meirihluta. í þvi skyni var I
stofnað til nýs varaformanns- I
embættis, sem fer meö skipu- I
lagsmál flokksins, og meö
stuöningi kvenna og róttækari
afla var félagi kaffiklúbbsins,
Inge Fischer Moller, kosin til
starfans. Hægri armur flokksins
styrkti hins vegar stöðu sina við
mótun dægurstefnunnar, þar
sem Knud Heinesen var kosinn
pólitiskur varaformaöur og i J
raun útnefndur eftirmaöur
Anker Jö'rgensens.
Gamall tviskinnungur krata
hefur hér klæðst nýjum búningi.
Aður fyrr boðuöu þeir grund-
vallarbreytingu á samfélaginu I
sem langtimastefnu, en hæg- |
fara umbætur sem skammtima- i
stefnu. (Þannig var stefnuskrá
islenskra krata frá 1922 llka) Nú
boöa þeir hægfara umbótasókn ,
sem langtimastefnu, en niður- ■
skurð, kjaraskerðingar og aukið
atvinnuleysi sem skammtlma-
stefnu.
Þegar Information fagnar i
þessari þróun mála, lýsir það
einkum þeirri þráhyggju ein-
stakra blaðamanna að hægt sé ,
aö mynda einhverja breiöfylk- i
ingu mikils hluta sósialdemó-
krata og hreyfingar róttækra |
sósialista. Það er hins vegar ■
raunsærra að meta flokksþingið I
sem dæmi um vaxandi ráöleysi
umbótaafla, þar sem æ erfiðara |
verður að samrýma umbótar- •
viðleitni og tryggð við kapital- I
iska framleiðsluhætti.
Kaupmannahöfn 15. sept. 1980 |
GesturGuðmundsson •
----------------------------------1
r
Iranska byltingin í tvöföldum háska:
Án er ills gengis
nema að heiman hafí
Iranska byltingin er í
hættu bæði vegna ófriðar
við írak/ sem styður útlæga
irani og svo vegna ágrein-
ings milli Bani-Sadr
forseta og klerkaveldisins í
landinu.
Frá þvi byltingin hófst i febrúar
i fyrra hefur ööru hvoru komið til
skæra á landamærum trans og
traks, en siðustu vikurnar hefur
ófriðurinn eflst, stórvirkari vopn-
um hefur verið beitt, meðal ann-
ars flugvélum. trakir hafa her-
tekiö landskika, sem þeir segja að
keisarinn hafi rænt þá, og lagt þar
með áherslu á hernaöarlega yfir-
burði sina yfir tran — og vilja
sinn til aö nýta þá.
Styðja útlaga
Þar með hefur trak auðmýkt
byltingarstjórnina i Iran, og ef til
vill reynir hún aö magna ófriðinn
með það fyrir augum að steypa
henni. Ýmsir útlagar hafa ieitað
hælis I lrak meöal þeirra einn af
helstu hershöfðingjum keisarans
sem var, Golam Ali Oveissi.
Bakhtiar siöasti forsætisráðherra
Keisarans stjórnar öörum útlaga-
hópi frá Paris. Þessi öfl styöja
trakir og talið er að þeir standi að
baki ýmsum skemmdarverkum
sem framin eru i tran.
Kúrdar
Kúrdar i tran hafa verið
byltingarstjórninni I Teheran
óþægur ljár I þúfu, þeir hafa eftir
að byltingin hófst hvað eftir ann-
aö reynt að fylgja eftir kröfum
sinum um sjálfstjórn, og sú
barátta hefur veriö barin niður
meö vopnaváldi. Nú styðja Irakir
baráttu Kúrda, svo hlálegt sem
það er. Fram til 1975 voru það
Kúrdanir I trak sem áttu i lang
vinnri og blóöugri styrjöld við her
hins arabiska meirihluta I land-
inu, og nutu þá nokkurs stuðnings
transkeisara. (Enda þótt
keisaranum dytti ekki I hug að
veita sinum Kúrdum nokkra
sjálfsstjórn). Siöan geröi keisar-
inn hrossakaup við stjórnina i
Bagdad og hætti stuðningi sinum
viö Kúrda i trak og urðu þeir að
gefast upp. Stjórn Iraks hefur nú
veitt sinum Kúrdum viss réttindi
— og nú er þaö hún sem styður
kúrdiska uppreisnarmenn hinum
megin landamæranna. Það hefur
verið skipt um hlutverk.
Valdastreita
En valdastreitan milli Bani-
Sadr forseta og klerkaveldisins'
með ajatollah Beheshti i broddi
fylkingar, hefur reynst hafa skaö-
legri og meira lamandi áhrif á
tran en öll samsæri og fjandskap-
ur utan að.
Nú eru báöir aðilar sammála
um að Iran eigi að verða islamskt
riki, en þeim ber svo ekki saman
um hvernig það skuli útfært.
Bani-Sadr er leikmaöur og vill
byggja upp einskonar velferðar-
riki, en Berheshti vill að
hefðbundin túlkun á Islam gildi
og móti allt hversdagslif manna.
Flokkur Bereshtis, IRP, ræður
mestu á þingi, og skipaði
Mohammad Ali Radjai forsætis-
ráðherra i ágúst. Radjai bar fram
ráðherralista, sem Bani-Sadr gat
með engu móti fallist á — neitaöi
Höfuðféndur á þingi: Bani-Sadr forseti og Ajatollah Beheshti. Valda-
barátta þeirra er öllum samsærum afdrifarikari
hann með öllu aö samþykkja
skipan sjö ráöherra af 21 vegna
þess að þeir tilheyrðu hópi sem
„hafa fest klónum I allt og vilja
ráðskast með rikisstjórnina meö
ofstopa”.
Radjai hefur svarað með þvi að
saka forsetann um að haga sér
eins og formaður stjórnarand-
stöðu og þaö sem skuggalegra er,
„vikja frá stefnu imamsins”. Þar
er átt við ajatollah Khomeini, en
hann hefur yfirleitt tekið málstað
klerkanna, þótt þaö hafi borið
nokkuð á þvi upp á slðkastið að
hann eins og léti hlutina ráðast af
sjálfum sér.
Tvísýna
Þótt Bani-Sadr hafi stuöning
áhrifamanna eins og Ghotbzadeh
utanrikisráðherra, þá er staða
hans mjög tvisýn, og engu likara
en aö Beheshti sé að ná tökum á
helstu valdastofnunum landsins.
Khomeini er farinn að heilsu og
getur horfið af sviöinu hvenær
sem er. Þá væri úr sögunni sá
maöur sem allir verða að taka til-
lit til I Irönsku valdatafli , og ef
flokkur Beheshtis fær að ráöa,
mun sá stuöningur sem helstu
sjónarmið irönsku byltingarinnar
njóta, rýrna og likur á borgara
styrjöld eflast. Og trak mun þá
vafalaust hafa fingur I þvi tafli til
að geta ráðið sem mestu um það
hver hrifsar stjórnartaumana i
Teheran.
áb tók saman.