Þjóðviljinn - 19.09.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.09.1980, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. september 1980. Varmaveita á Neskaupstað — Valkostur 1 húshitun Inngangur Fyrir nokkrum dögum skrifaBi Heimir Sveinsson tæknifræöingur grein i Tfmann og Þjóöviljann um fyrirhugaða varmaveitu i Nes- kaupstaö. Hann fjallar um málið af meiri þekkingarskorti og skilnings- skorti en búast má viö hjá tækni- menntuöum manni, sem auk þess aö vera tæknimenntaöur vinnur viö orkumál. I umfjöllun sinni veitist hann aö ýmsum aöilum, sem aö orku og hUshitunarmálum vinna, svo sem VST og öörum verkfræöistofnunum, Lands- virkjun, Orkustofnun og Rarik, meö ásakanir um öhæfni og illan vilja. Uppspretta reiði hans virö- ist vera þaö aö honum finnst vegur beinnar rafhitunar allt of litill. Hann finnur varmaveitu- hugmynd i Neskaupstað allt til foráttu bæöi fyrir notanda og orkukerfiö i heild og reynir aö gera fyrirbæriö sem tortryggi- legast. Verkfræðistofa Siguröar Thor- oddsen h.f. (VST) fær á’ sig ásak- andir um fals og óheilindi. Þar sem ég hef á vegum VST unniö aö þessum varmaveitum og er höf- undur frumathugunar er mér skylt aö svara þessu. VST hefur stundaö ráögjöf i verkffæði i nærfellt 50 ár, hefur unniö viö ýmsar helstu fram- kvæmdir i orkumálum hér á landi og er mi stærsta verkfræðistofa landsins meö um 60 starfsmenn. Hjá okkur hefur ætiö veriö lögö mikil áhersla á vönduö vinnu- brögö. Ásökunum Heimis visa ég til fööurhúsanna, slikur mál- flutningur þjónar engum tilgangi i umræöu um tæknilegt og fjár- hagslegt málefni eins og hér um ræöir. Megininntak greinar Heimis er rangt, og kem ég aö þvi siöar, en ætla fyrst aö gera nokkra grein fyrir varmaveitum. Húshitun Vegna sihækkandi oliuverös á undanfömum árum hefur veriö aö þvi stefnt aö taka I notkun inn- lenda orkugjafa i staö gasolíu. Stór skref hafa verið stigin i nýt- ingu jarövarmans á undanförn- um áratug. Má þar nefna Hita- veitur Reykjavikur, Suöumesja og Akureyrar sem hinar stærstu. Enn eru margar hitaveitur i undirbúningi og á lokastigi, svo sem Hitaveita Akraness og Borg- arfjaröar. Hlutdeild jarövarmaorku i hús- hitun var 1974 um 49 %, 1977 um 64 % og er nú um 73 %. Hlutdeild oliuorku i húshitun var 1974 um 46 %, 1977um 27 % og er nú um 16 %. Af opinberri hálfu er að þvi stefnt aö taka innlenda orkugjafa i notkun i staö gasoliu aö sem mestu leyti á næstu tveim til þremur árum. Jarövarmi veröur væntanlega virkjaöur áfram eins mikiö og bægt er en á svæöum þar sem hann viröist ekki tiltækur I bráö huga menn eölilega aö nýt- ingu raforku til húshitunar. Rarik og Iönaöarráðuneytiö hafa unnið mikiö starf viö aö móta stefnuna I þessu máli og er niöurstaöan sú fyrir hin svo- nefndu köldu svæöi aö velja blöndu af varmaveitum og beinni rafhitun. Fyrir meginhlutann af okkar húshitunarmarkaöi er jarö- varminn nú og veröur viö frekari aukningu byggöar áfram mikil- vægasti og jafnframt ódýrasti orkugjafinn. Hvað er varmaveita? Varmaveita eöa R—O hitun er I hugsuö sem hitaveita þar sem varminn er framleiddur i kyndi- stöö meö rafmagni eða svartoliu- brennslu. í kyndistöð er vatn frá bakrás hitaö upp i 80—90*C i kynditækjum og dælt þaðan inn á jöfnunar- geymi. Þaöan er þvi dælt eftir þörfum um framrás til notenda, en i miöstöövarofnum þeirra og neysluvatnshiturum kólnar þaö ogrennur siöan um 35—4<fC heitt um bakrás til geymis. Þaöan fer þaö aftur til kynditækja og hitnar aftur. Fyrst og framst er raf- skutsketill notaöur til þess aö hita upp vatn. Hann er haföur nokkuö riflega stór til þess aö geta annaö vatnssöfnun þegar rafmagn er tiltækt. 1 kyndistöð er einnig svartoliuketill. Hann er notaöur þegar ekkert rafmagn er tiltækt og jöfnunargeymir hefur veriö tæmdur af orku. Auk þess er svartoliuketill nauösynlegt vara- afl, þegar truflun veröur i raf- orkuöflun og raforkudreifingu. Jöfnunargeymir varðveitir orku I formi 90^C heits vatns. Umframafl rafskautsketils og varmarýmd geymis gera stööinni kleift aö safna orku og nýta þann- ig flutningsvirki betur. Sömu- leiöis leiöir þetta til aukins nýt- ingartima á afli i orkukerfinu bæöi I- flutningskerfi og i virkj- unum. Hvers vegna varmaveita? I timariti VFt áriö 1976 skrifar Jóhannes Zoéga um húshitun. Hann fjallar um varmaveitur eöa R—0 hitaveitur eins og hann nefnir þær. Hugmyndin var nýleg og byggöist á þvi aö nýta af- gangsorku til aö hita vatn i kyndi- stöö, en hafa svartoliukatla til uppfyllingar og til vara. Nýtingartimi hámarksafls al- mennrar notkunar og húshitunar sameiginlega er aö meöaltali ná- lægt 55 %. Oftast er þvi talsvert umframafl til staöar i raforku- serfinu, sem byggt er upp af virkjunum, flutningslinum og dreifikerfum. Talsverð orka um- fram þarfir er einnig oft til i kerfinu. Þetta er misjafnt eftir þvi hvernig stendur á virkjunum 3g eftir eðli og gæöum vatnsára. Þar er um aö ræöa orku fallvatna sem rennur ónotuð fram hjá virkjunum. Slik orka er oft nefnd ítryggö orka og er seld sem slik. Not slikrar orku, þegar til er, bætir nýtingu flutningsvirkjana og virkjana og hefur þannig heppileg áhrif á raforkukerfiö i beild. Hugmyndin er aö varma- veitur nýti slika ótryggöa af- gangsorku. Stefnumótun um nýtingu raforku til húshitumr Arið 1978 geröu nokkrar verk- fræðistofur frumáætlanir um varmaveitur fyrir allmarga staði á landinu. Vinna þessi var unnin aö tilhlutan Rarik fyrir Rarik og Iönaöarráöuneytiö. Þar á eftir unnu tvær verkfræöistofur aö samanburöi á beinni rafhitun og R—O hitun. Niöurstaöa þessara athugana benti til þess aö lítill munur væri á þvi þjóöhagslega aö velja annan hvorn kostinn ein- göngu. Hins vegar var taiiö hag- kvæmt aö koma upp varma- veitum á stærstu stöðunum en nota annars beina rafhitun. Framhald þessa máls er aö varmaveitur á Höfn og Seyðis- firöi eru i byggingu og veitur fyrir Neskaupstaö, Stykkishólm, i Grundarfjörö og Ólafsvik eru i at- I hugun. i Varmaveita í Neskaupstað Varmaveita i Neskaupstað, frumathugun 2, kom út hjá VST i febrúar 1980. Þar er ýtarlega gerö grein fyrir öllum forsendum sem skýrslan grundvallast á. Aætlaö orkuverö til notenda er á verðlagi i febrúar 1980 um 13.7—15.0 kr/kWh á meðan bein rafhitun kostaöi 16.80 kr/kWh, eöa um 81—89 % af veröi beinnar rafhit- unar. t ágústmánuöi haföi verölag á stofnkostnaöi oliu, launum o.fl. hækkaö um 20—25 % og verö raf- orku hækkaö um 9 %. Sé þaö verölag notaö er áætlaö orkuverö miöaöviösömuforsendurog áöur 16.2—17.6 kr/kWh á meðan bein rafhitun kostar 18.31 kr/kWh eöa um 89—96 % af veröi beinnar raf- hitunar. Nú er þaö svo aö verölag sveifl- ast mjög ójafnt. Einnig eru ýms- ar forsendur skýrslunnar enn i athugun svo sem vextir, hlutfall afgangsraforku og verö hennar. Aö teknu tilliti til þessa er þaö enn mat okkar aö til lengri tima litiö Viðar Ölafsson, verkfrœðingur skrifar: muni varmaveítan skila orku- verði sem er 80—90 % af verði beinnar rafhitunar og er þá miöað viö aö verölag á raforku þróist svipaö og annaö verölag i landi- nu. Kostir og ókostir varmaveitna Auk þess að geta skiiað við- unandi orkuverði til notenda hafa varmaveitur ýmsa kosti umfram beina hrafhitun. Jöfnunargeymir kyndistöövar jafnar álagið á flutningskerfið yfir sólarhring- inn. Varmaveitur nýta afgangs- orku sem annars færi forgöröum t.d. sumarrennsli og orku sem er til staðar fyrst eftir gangsetningu nýrrar virkjunar. Varmaveitur veita talsvert öryggi með sitt 100 % varaafl. Varaafliö má einnig nýta til frestunar framkvæmda viö virkjanir og flutningsvirki ef það telst hagkvæmt fyrir heild- ina. Varmaveitur eru sveigjanlegar meö tilliti til þess aö nýta nýja j orkugjafa. Þannig má hugsa sér ; aö þær geti notaö kol, vetni, mó, I rekaviö og önnur brennsluefni, j auk þess sem varmadælur gætu | komiö til álita sem grunnafl. ! Finnist nýtanlegur jarövarmi þar ■ sem varmaveita er komin má I nýta dreifikerfiö sem hitaveitu og | kyndistöðina sem varaafl og toppafl. Akveönir möguleikar eru á jarövarma t.d. á Snæfellsnesi. Ef til vill kemur aö þvi að nota megi heitar en þurrar borholur sem einskonar kynditæki fyrir varmaveitur. Helstu ókostir varmaveitna eru j aö stofnkostnaöur þeirra er hár og sömuleiöis er orkutap þeirra j eitthvaö meira en orkutap beinn- ar rafhitunar. Reynsla af varmaveitum I Noröur-Evrópu er talsvert byggt af varmaveitum af ýmsum toga og ræöur þar miklu hag- kvæmni til langs tima, jafnari nýting orku meö dægurmiðlun og sveigjanleiki með tilliti til nýrra orkugjafa. Mikiö er byggt af orkuverum er brenna kolum og framleiöa bæöi heitt vatn og raf- magn. Hér byggir Orkubú Vest- fjaröa upp varmaveitu á Isafiröi, Bolungarvik og Patreksfirði. Resktur á Isafiröi hefur gengið vel aö sögn og er orka frá varmaveitu seld á 90 % af orkuverði beinnar rafhitunar. Bein rafhitun Þaö skal skýrt tekiö fram að alls ekki er hugmyndin aö útrýma beinni rafhitun, heldur aö velja heppilega blöndu af henni og varmaveitum. Þar er ekki um neitt trúboð aö ræöa heldur til- högun sem álitin er heppileg fyrir raforkukerfiö i heild þegar til langs tima er litið. Bein rafhitun skiptist i þil- ofnahitun og raftúpuhitun. Raf- túpa og vatnshitakerfi er dýrara i stofnkostnaði en gefur möguleika á að taka við hitaveitu eða varmaveitu siöar. Þilofnar eru ó- dýrari i stofnkostnaöi, en mun örðugra og dýrara er að taka viö hitaveitu siöar, eins óg sumir ibúar á nýjum hitaveitusvæðum fá aö reyna, þar sem mikil þil- ofanhitun degur úr hagkvæmni nýrra hitaveita. Nokkrar athugasemdir Megininntak greinar Heimis er aö varmaveita i Neskaupstaö veröi ibúunum dýrari en bein raf- hitun, svo og aö slikar varma- veitur eigi engan rétt á sér. Megininntak greinarinnar er rangt.AÖ teknu tilliti til stööu raf- orkuverös, almenns verölags og forsendna um vexti, verð og magn afgangsorku, er það enn niöurstaö okkar að veitur þessar bæði i Neskaupstað og viöar geti skilaö orkuveröi til notenda sem er um 80—90 % af veröi beinnar rafhitunar. Ýmis atriði greinarinnar eru athugunarverö. Þar er taliö frá- leitt aö öll hús i Neskaupstaö tengist samdægurs. Þetta er rétt en ég vænti þess aö flestir hafi þó áttaö sig á aö hér er um reikn- ingslega einföldun aö ræöa. 1 framkvæmdaráætlun er gert ráö fyrir að bæjarkerfi verði byggt og tengt á tveimur árum. Veröi hins vegar um þaö aö ræða aö þeir sem hafa raftúpur tengist ekki strax er þaö i andstöðu viö for- sendur áætlunar og frá sliku þarf aö ganga i upphafi ef varmaveitu á aö byggja. Röksemd um að dráttur á greiöslu heimtaugargjalda valdi kostnaðarauka má svara meö þvi aö reiknað er meö vöxtum á byggingartima á heimæöar eins og annan stofnkostnað. ' Heimir gerir athugasemd um aö 8.2 Mkr. séu ætlaöar i stjórn og umsjón dreifikerfis og telur aö sú upphæð hrökkyi skammt til greiöslu húsweigu, hita„ raf- magns, sima, bilkostnaðar, pappirskctótnaöar, mannalauna og launagjalda. Hér er ekki um patentlausn aö ræða heldur mis- skilning. Framantaldir liðir auk efniskaupa felast i viöhaldi, stjórnun og orkusölu og til þeirra eru ætlabar 31 Mkr. á ári. Gert er ráö fyrir aö slikur rekstur sam- einist öörum rekstri bæjarskrif- stofu og áhaldahúss. Heimir telur stöövarhús metiö á 60 Mkr.. Hið rétta er aö reiknaö er meö 75—80 Mkr..Hitt er annaö mál að liklega mun kostnaöur viö kyndistöð verða nokkru meiri en gert var ráö fyrir i upphaflegri á- ætlun samkvæmt nýlegum reynslutölum frá Höfn og Seyöis- firði. Varöandi rökstuðning fyrir beinni rafhitun vefjast ekki smá- atriöin fyrir greinarhöfundi.Þar er lágur nýtingartimi hámarks- afls ekki til trafala. Kostnaður viö nýja linu til Neskaupstaðar sem kostar 870 Mkr. er ekkert vanda- mál auk endurbyggingar þeirrar gömlu. 20 MW i Fjarbará á aö virkja fyrir 6000 Mkr, þó áætlanir geri ráö fyrir 16000 Mkr.. Nú- verandi rafhitunartaxti er talinn of hárþótt hann ab margra dómi standi vart undir kostnaði. Vara- afl R—0 hitunar er talið lélegt samanboriö viö diesel-varaafl, þó svo stofnkostnaður dieselafls sé 5—6 faldur og orkunýting oli- unnar varla 1/3 af nýtingu oliu til brennslu. Hins vegar er þaö rétt að dieselafl er fyrir almenna raf- orkunotkun auk hitunar og er hreyfanlegra meðan linur eru i lagi, en viö línubilanir er þaö varaaflið á hverjum stað sem skiptir máli. Um þetta allt má segja að bein rafhitun er i sjálfu sér góður kost- ur þó svo gerö sé tillaga um varmaveitur á stærstu stöðunum. Bein rafhitun þarf ekki á svona ó- merkilegum rökstuðningi aö halda. Fleira athugunarvert er viö grein Heimis en ég ætla ekki aö tina fleira til. Eftirmáli Opinskáar umræöur um stefnu I orkumálum og um einstakar framkvæmdir þar geta verið gagnlegar. Hins vegar er óþarft aö vera með ofstopa og dylgjur eins og fram kemur i fyrrnefndri grein. Með varmaveitum er veriö aö bjóða upp á eitt form nýtingar innlendra orkugjafa til hús- hitunar vegna þess aö það form er taliö vera heppilegt fyrir raforku- kerfiö i heild ásamt þvi að geta gefið notendum viðunandi orku- verö. Þaö skal undirstrikað aö öll viöleitni til hagkvæmara orku- kerfis sem ber árangur leiðir til lægra verös bæði fyrir almenna notkun og húshitun og ber ekki aö vanmeta slika viöleitni. Ég hvet að lokum alla þá sem nú eiga aö taka ákvaröanir um varmaveitur aö ihuga máliö sem best og afla sér upplýsinga um máliö frá öllum hliöum. Viöar Ólafsson, verkfræöingur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.