Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJtflN .Þriöjudagur 14. ofctóber 1980. UOMIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds-, hreyfingar og þjódf relsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann RlUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson • Auglýsingastjóri: Þorgeir ölafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: GuÖjón Friöriksson. Kekstrarstjóri: úlfar Þormóösson AftfrelÖaluatióri .Valbór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gfslason, Sigurdór Sigurdórssor.. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Eina’r Karlsson, Gunnar Elisson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur-.Eyjólfur Arnason. '.Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :GuÖrún Guövaröardóttir. ’AfgreiösIa-.Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlÖur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristín Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. i XJtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. ; Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. , Prentun: Blaöaprent hf. Leiksýningu atvinnu- rekenda er lokiö • Viðbrögð atvinnurekenda við sáttatillögu þeirri sem lögð var fyrir ASI og VSÍ sl. laugardag eru dæmigerð fyrir hin ódýru leikbrögð sem þeir hafa viðhaft allt þetta ár. En nú er tjaldið fallið og launa- fólk ekki i skapi lengur til þess að horfa á sviðsleik forystusveitar atvinnurekenda. • Siðustu daga hafa atvinnurekendur sett á svið einlægan vilja sinn til þess að semja um tilsvarandi kauphækkanir og aðrir hafa þegar fengið. Hefur það verið viðkvæðið að Alþýðusamband Islands stæði i vegi fyrir þvi að félagsmenn þess fengju sambærilegar hækkanir og BSRB samdi um. Þegar sáttanefnd leggur fram tillögu um svipaðar kaup- leiðréttingar og opinberir starfsmenn hafa fengið skipta atvinnurekendur umsvifalaust um leiktjöld. Og nú er það ekki gleðiboðskapurinn,heldur harma- tölur um slæma stöðu, of miklar hækkanir, og útúr- snúningar um forgangsröðun verkefna i samning- unum. • Samningaþjarkið hefur nú staðið linnulaust i fimm mánuði. Samningamenn atvinnurekenda hafa hagað sér á þann veg i sumar að flestir sem með hafa fylgst eru sannfærðir um að þeir ætla sér ekki að semja. Þeir hafa lagt fram hverja tillöguna á fætur annarri en þegar að þvi hefur komið að ræða hugmyndir þeirra s jálfra haf a þeir hlaupið frá þeim. #Með framkomu sinni hafa atvinnurekendur teflt málum i þá stöðu að uppi eru kröfur innan verka- lýðshreyfingarinnar um að löggjafarvaldið taki fram fyrir hendurnar á þeim og lögfesti fram- komna sáttatillögu. Rökin eru helst þau að öll stjórnmálaöfl hafi lýst yfir vilja til þess að rétta hlut hinna lægstlaunuðu, en samt sé láglauna- fólkið samningslaust enn, þó að opinberir starfs- menn hafi náð samningum fyrir tveimur og hálfum mánuði. Við slikt verði ekki unað og næsta ósann- gjarnt að láglaunafólkið þurfi að ná fram sjálfsögð- um hlutum með harðvitugum verkfallsátökum. • Sáttatillagan sem lögð hefur verið fram full- nægir ekki öllum kröfum Alþýðusambands Islands, og enda þótt samanburður við kjör opinberra starfs manna sé á margan hátt flókinn og erfiður, þá er vist að ekki er um betra tilboð að ræða, enda þótt atvinnurekendur muni sjálfsagt tina fram einstök dæmi og sérhópa til þess að sanna hið gagnstæða. • Þeirri spurningu er i raun ósvarað hvernig lág- launafólk sætti sig við það igildi ,,gólfs” á verð- bætur sem reiknað er inn i sáttatillöguna fyrir tvö visitölutimabil. Á hitt er að lita að með einföldun. kjarasamninganna og röðun i 30 launaflokka nást fram ýmsar leiðréttingar til fastlaunafólks i verk- smiðjuiðnaði og hópa innan Verkamannasam- bandsins. Þá er og ljóst að rikisstjórnin er reiðubú- in til þess að koma til móts við kröfur ASI um félagslegar réttindabætur á mörgum sviðum. • I sáttatillögunni eru lægstu mánaðarlaun sam- kvæmt 6. flokki 324.325 kr. miðað við október og hæstu laun i 30. flokki 555.372 krónur. Miðað við þá dýrtið sem launafólk býr við er ekki verið að bjóða fram nein sældarkjör. Samt vilja atvinnurekendur visa frá sér allri ábyrgð á samningum i þessa veru. Hvað er þá til ráða? • Leiksýningu atvinnurekenda er lokið, enda orðin ærið langdregin og leiðigjörn. Enginn mun mæta hjá þeim á næstu sýningu, enda þótt þeir vilji freista þess að draga tjaldið frá nýjum leikþætti. Verkalýðshreyfingin á um það tvennt að velja að knýja á með verkfallsboðunum sem atvinnurek- endur hyggjast svara með allsherjar verkbanni, eða að skáka þeim með þvi að fá rikisvaldið til lög- festingar, sem talist geti viðunandi frá sjónarhóli ASÍ. Hvorugur kosturinn er góður, en nú duga engin vettlingatök né timaeyðsla. — ekh klippt Samvinna Hrikalegur vandi fremur en,hjálp’ IMaður og hungur nefndist ráðstefna sem efnt var til á laugardaginn i tengslum við • Afrlkusöfnun Hauða krossins. Ibar komu margar upplýsingar fram, mikilvægar og ógnvekj- andi. ■ Þaö var talað um stærð vand- Ians, þvi að sú brýna neyð sem sækir heim ibúa Austur-Afriku- landa um þessar mundir er ■ aðeins hluti vandans. Björn IÞorsteinsson sagði m.a. í sinu erindi: „Ef þeim matvælum sem eru • framleidd i heiminum yrði skipt Ijafnt milli allra hinna 4000 miljóna sem jörðina byggja mundi hver einstakur fá það • sem hann hefði þörf fyrir. En Iþannig er þessu ekki háttað i heiminum. Um 500 miljónir manna svelta. Helmingur þessa ■ fjölda eru börn undir 5 ára aldri. IUm 1000 miljónir eru vannærðir og/eða rangt nærðir”. Og þessi vandi stækkar. Dr. ■ Björn Sigurbjörnsson sagöi I umræðum á eftir erindum kom sterklega fram það við- horf, að best heppnuð væri sú aðstoð, sem leitaði sér vett- vangs i samvinnu veitenda og þiggjenda, þar sem báðir aðilar eru ábyrgir og virkir, og lausn á hinum brýnasta vanda fer saman við starf sem miðar að þvi, að byggja upp til lengri tima. Vitnað var i þvi sambandi til árangurs af sameiginlegu starfi Norðurlandaþjóða i Afriku. Björn Friðfinnsson tók m.a. svofellt dæmi af árangri sem fæst með skynsamlegri samþættingu ýmiskonar að- stoðar: ,,Ég nefndi áðan hjálparstarf i Bangladesh. Þar herjaði bæði borgarastyrjöld og stórfelld flóð fyrir nokkrum árum og urðu ótöldum fjölda landsmanna að fjörtjóni. Rauði Krossinn gerði mikið átak i hjálparstarfi á þessum slóöum og hann lét ekki neyðarhjálpina eina duga. Sem hluta af þróunaraðstoð, varði menn og fiskifræðingar hefðu unnið gott starf að þvi að efla fiskveiðar i þróunarlöndum. En að þvi er varðar það örlæti sem mælt er i upphæðum erum við einstaklegu aumir. Björn Sigur- björnsson sagði m.a.: ,,Af nágrannaþjóðum okkar sem ég þekki til látum við hungrið i heiminum trufia okkur sem minnst. Alþjóðamatvæla- áætlunin (World Food Program) er öflugasta alþjóða- stofnunin á þvi sviði. I þá áætlun leggja t.d. Norðmenn og Danir sem svarar um tiu dollurum á mann en við Islendingar sem svarar sjö sentum”. Þeir kjósa ekki hér A alþjóðavettvangi hefur fengist nokkur viðurkenning fyrir þvi markmiði að þróunar- aðstoð nemi a.m.k. 0,7% af þjóðartekjum vestrænna og efn- aðra þjóða. Aðeins Danmörk, Holland, Noregur og Sviþjóð hafa náö þessu marki. íslend- ingar eiga mjög langt i land i 0,1% og Björn Þorsteinsson I ii I I ■ I 4 Pilíyðk mHm Im.a.: „Varabirgðir matar i heiminum hafa stórminnkað á þessu ári og eru nú um 10 , miljónum tonna minni en fyrir 110 árum.. ..Alvarlegast er ástandið i Afriku, þar sem mat- vælaástandið hefur stöðugt , versnað á sl. 20 árum. Fólks- Ifjöldi vex um 3% en matvæla- framleiðsla eykst um 2% á ári. Það er taliö að meðalaafriku- , maður hafi nú um 10% minni Imat á boröum en fyrir 10 ár- um”. ■ Gagnrýni á aðstoð Samfara upplýsingum um Istærð vandans fór allmikil gagnrýni á þá aðstoð sem veitt hefur verið snauðum rikjum, I bæði á þróunaraðstoð og neyðarhjálp. Ólafur Mixa, | Björn Þorsteinsson, Jónas • Þórisson og fleiri komu inn á I þessi mál. I fyrsta lagi var það I gagnrýnt, aö versnandi kjör I þróunarlanda i viðskiptum við ■ iðnrikin væru sýnu afdrifarikari I til hins verra en sem svaraði I jákvæðum áhrifum þróunarað- I stoðar. í annan stað var á það • minnst, að þróunaraðstoðin er I oft mjög sérgóö, tengd skilmál- I um um vörukaup frá þeim aðila I sem aðstoðina veitir — og er þar ■ með orðin að útflutningsuppbót- I um, sem fremur er ætlað að I leysa til langframa markaðs- I vanda hins rika gefanda en J vanda hins snauða. I þriðja lagi I drógu menn ekki fjöður yfir það, I að einatt væri aðstoð misráöin I bæði vegna vankunnáttu á að- J stæðum í þriðja heiminum og I vegna hroka hvita mannsins I sem heldur aö allir hljóti að • vera á sömu leiö og hann J sjálfur. hann allmiklu af fé og mannafla til þess að styrkja fólk i stöðugri flóðahættu til byggingar sér- stakra varnarhóla, þangað sem fólkið getur flúið undan flóðum. Ráðgjafar mældu fyrir gerð slikra hóla, en siðan tók al- menningur við og hóf stórfellda jarðvegsflutninga, með kerjum þeim, sem borin eru á höfði og herðum. Hólarnir voru styrktir gegn flóðbylgjum með sérstök- um aðgerðum og á toppi þeirra var komið fyrir skýlum með neyðarbirgðum og viðvörunar- búnaði. Það spillti ekki fyrir málinu, að i þeim gröfum, sem mynduðust við efnistökuna, var tekin upp fiskirækt i stórum stil. Að undanförnu hafa gengið yfir flóð á nýjan leik i Bangladesh. Það vekur sér- staka athygli, hvað manntjón er litið af þeirra völdum. Skýringin er sú, að flóðin eru á þvi svæði, þar sem ibúarnir hafa verið efldir til sjálfshjálpar með framangreindum hætti”. Við látum hungrið lítt trufla okkur Það var lika lögð veruleg áhersla á að menn mættu ekki láta nauðsynlega gagnrýni á framkvæmd aðstoðar og neyðarhjálpar til þessa verða eins og til að skapa sér fjar- vistarafsökun þegar spurt er, hvað hver og einn er reiðubúinn til að gera þegar hinn hrikalega harmleik hungurs ber á góma. Þar með var komið að frammistööu lslendinga sjálfra. 1 erindi og umræðu minntu þeir Sturla Friðriksson og Björn Sigurbjörnsson á það að is- lenskir sjómenn, skipstjórnar- ---------------«9 taldi i umræðum engar likur á ' þvi, að við værum að færast nær jafnvel svo lágu marki. Þvi miður, sagði hann, er engu iik- ' araenaðaðþaðskipti verulegu j máli um framvindu slíkra mála , að ibúar þróunarlanda eru svo ■ órafjarri þvi að greiða atkvæði i islenskum þingkosningum. Verðugt verkefni Siðasta erindið á ráðstefnunni flutti Tryggvi Emilsson verka- maður og rithöfundur, hann 1 fjallaði um það „ákall um að- stoð” sem til tslands hefur bor- ist. Hann sagði meðal annars: „Ég er þess fullviss að það léti vel i eyrum íslendinga almennt á þessari öld tækni og visinda, þegar lönd og lýðir færast I stöðugtnærhvortöðru, aðfólkið ' sem sveltur fram i opinn dauð- ann vegna örfátæktar og alls- | leysis fái i tæka tið að vinna ■ fyrir mat sinum, verði gert að vinna þar sem hægt er að koma I slikum ráðstöfunum við og vaxa þannig að visku og manndómi. • Þaö væru fyrirbyggjandi að- I gerðir i anda islensku þjóðar- I innar, sem sjálf hefur slitið af sér hörðustu hlekki fátæktar- J innar. A þeim vettvangi gætu Islendingar verið ráðgefandi og tekið til höndum... Það eru mörg ljón á veginum og fjölmargar illgengar tor- færur, en að fækka þeim torfær- um, velta þeim völum úr leið er Islendingum verðugt verkefni vegna mannsins, sem meta veröur öllu ofar, vegna lifsins á I jörðinni, það er varanleg sam- hjálp. Hvert handtak sem unniö J er á þeirri braut er öðrum lýs- andi, fordæmi, mönnum og I þjóðum, og framlag til friðar i heiminum”. —áb. skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.