Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Skarphéðinn 70 ára Spurningakeppni 29 adildarfélaga A þessu ári eru liðin 70 ár siðan Héraðssambandið Skarphéðinn var stofnað. i þvi tilefni mun sambandið gangast fyrir spurn- ingakeppni milli aðildarfélaga i október og nóvember. Keppnin fer fram viðsvegar um sambandssvæðið sem er Árness- og Rangárvallasýsla. Nú er vitað að öll félögin, samtals 29, munu taka þátt i spurningakeppninni. Auk spurningakeppninnar verður spilað bingó, starfsemi héraðs- sambandsins kynnt, ýmis skemmtiatriöi og dans að lokum. Núverandi stjórn Skarphéðins er þannig skipuð: Form. Einar Magnússon, Litlagerði 1. Hvols- velli, ritari Helgi Stefánsson Vorsabæ II Gaulvergjabæarhr. og gjaldk. Kjartan Lárusson Laugarvatni. Leiötoganema-braut í Skálholtsskóla Skálholtsskóli áformarað hefja á nýbyrjuðum vetri rekstur svo- nefndrar leiðtoganemabrautar. Er þar með komið til móts við óskir um þjálfun fólks á ýmsum aldri til forystu i safnaðarstarfi og ýmiskonar félögum. Séra Heimir Steinsson rektor Skálholtsskóla skýröi frá þessu við skólasetningu 1. okt. sl. Kom fram hjá honum, að raunar hefði skólinn frá upphafi haft með höndum nokkra fræðslu af þessu tagi, lengst af i samvinnu við Ungmennafélag tslands. En að þessu sinni er fyrirhugað að bjóöa til tveggja mánaða dvalar i upp- hafi næsta árs, og munu þátttak- endur hafa leiðtoganám að meginviðfangsefni, en jafnframt eiga þess kost að hagnýta sér hina almennu fræðslu lýðháskólans. Forystumaður leiðtoganema- brautar Skálholtsskóla verður Oddur Albertsson, æskulýðsfull- trúi. Nánari upplýsingar um þessa braut má fá á skrifstofu Þjóðkirkjunnar, Klapparstig 27 i Reykjavik, eða i skólanum sjálf- um. Það kom jafnframt fram hjá Heimi, að rekstur 9. bekkjar grunnskóla fyrir nemendur úr Biskupstungum, sem skólinn hefur annast undanfarin ár til bráðabirgða, hefur nú verið fluttur að Reykholti i Biskups- tungum og er Skálholtsskóli þar með að nýju orðinn eingöngu sá lýöháskóli sem honum er ætlaö aö vera samkvæmt lögum. Geirs-armurinn Framhald af bls. 16 minnihluta, eru boðberi frekari tiðinda getur tíminn einn leitt I ljós.” Við kosningar i nefndir Sam- einaös þings hlaut stjórnin meiri- hluta i fjárveitinganefnd, at- vinnumálanefnd og utanrikis- málanefnd. Kjöri i þingfara* kaupsnefnd var frestað. I efri deild hefur stjórnin meirihluta i fjárhags- og viðskiptanefnd, sjávarútvegsnefnd, iðnaðar- nefnd, heilbrigðis- og trygginga- nefnd og menntamálanefnd. Stjórnarandstaðan hefur meiri- hluta i samgöngunefnd , land- búnaðarnefnd, félagsmálanefnd og allsherjarnefnd. í neðri deild hefur stjórnin meirihluta i samgöngunefnd, landbúnaðarnefnd, iðnaðarnefnd, félagsmálanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, menntamála- nefnd og allsherjarnefnd. Stjórnarandstaðan hefur meiri- hluta i fjárhags- og viðskipta- nefnd og sjávarútvegsnefnd. —gb V erksmið juviima Viljum ráða lyftaramann. Æskilegt er að hann hafi lyftarapróf. Jafnframt vantar nokkra menn til verksmiðjustarfa. Mötu- neyti á staðnum. Ódýrt fæði. Komið á af- greiðsluna og talið við Halidór. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33 erlendar bækur Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UMFERÐAR RÁÐ TOMMI OG BOMMI Sendiherra í Grikklandi Henrik Sv. Björnsson sendi- lands, trúnaðarbréf sem sendi- herra afhenti i sl. viku Constan- herra Islands I Grikklandi. Sendi- tin Karamanlis, forseta Grikk- herrann hefur aðsetur i Briissel. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Umræðufundur um kjaramál Atvinnulýðræði Næsti fundur I umræðufundaröð um kjaramál verð- ur miðvikudaginn 15. okt. kl. 20.30 að Grettisgötu 3. A fundinum hefur Björn Arnórsson framsögn um atvinpulýöræði. Félagar fjölmennið og fræðist jafn- framt þvi að taka þátt i undirbúningi ABR fyrir landsfund. Alþýðubandalagið í uppsveitum Árnessýslu Aðalfundur Alþýðubandalagsins I uppsveitum Árnessýslu verður hald- inn I Aratungu miðvikudaginn 22. okt. n.k. og hefstkl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa i kjördæmisráð og á landsfund. 3. Félagsmálin. 4. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra flytur ræðu um stjórnrriálin og rikisstjórnarþátt- tökuna. Stjórnin Alþýðubandlagið i Hafnarfirði FÉLAGSFUNDUR miðvikudaginn 15. okt. kl. 20.30 i Skálanum. Fundarefni: 1. Undirbúningur fyrir landsfundinn 20,—23. nóv. 2. Kosn- ing fulltrúa á landsfund. 3. Onnur mál. — Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka þátt i mótun stefnuflokksins. — Stjórnin. FÉLAGSGJÖLD ABR Um leið og stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik hvetur félaga til að taka virkan þátt i starfi félagsins minnum við þá sem enn hafa ekki greittútsenda giróseðla aðgera þaðsem fyrst. — Stjórn ABR. Alþýðubandalagið i Þorlákshöfn og nágrenni heldur aðalfund sinn að Reykjabraut 5, Þorlákshöfn, sunnudaginn 19. okt. kl. 16.00. Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Kjördæmisráð Norðurlands vestra AÐALFUNDURi félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 18. októ- ber kl. 13. Dagskrá: 1. Formaður kjördæmisráðs, Jón Torfason frá Torfalæk.set- ur fundinn. 2. Félagsstarfið i kjördæminu. 3. Stjórnmálaviðhorfið. Almennur opinn fundur verður haldinn i félagsheimilinu kl. 16:30—19:00 um störf rikisstjórnarinnar, kjarasamningamál og hags- munamál kjördæmisins. — Frummælandi verður Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. — Fundurinn er öllum opinn. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Der Sachenspiegel in Bildern. Aus der Heidelberger Bilder- handschrift ausgewahlt und er- lautert von Walter Koschorreck. Insel-Verlag 1977. Rit þetta er frá fyrsta þriöjungi 13. aldar og er fyrsta viöamikla ritverkið, sem sett var saman á miðlágþýsku og jafnframt merk- asta þýska lögbókin frá miðöld- um. Höfundurinn Eike von Rep- gow vann þrekvirki i samantekt þessa rits og málsögulega er hún álíka þýðingarmikil og Biblíuþýð- ing Lúters siöar. Lengi vel álitu menn að ritið væri lögbók Karls mikla og hún var þýdd á ýmsar þjóðtungur og höfð sem fyrir- mynd löggjafar víða. Myndirnar eru teknar úr Codex Palatinus Germanicus, frá 1330. Útgefand- inn skrifar fróðlegan eftirmála. Pípulagnir Nýlagnir, breytingar, hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin). FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.