Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 14. október 1980. Þriöjudagur 14. október 1980. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Ferðaskrifstofan Útsýn Heldur upp á afinœlið í Mexíco Ferðaskrifstofan Útsýn hefur á þessu ári haldiö upp á 25 ára af- mæli sitt meö ýmsu móti innan- iands og utan en aöalhátiöin, sjálf afmælisferöin, veröur farin i nóvember til Mexicoborgar og til baöstaöarins Acapulco viö Kyrrahafsströnd. Flogiö veröur meö Boeing þotu Arnarflugs, fyrst til Mexicoborg- ar þar sem dvalist veröur i þrjá daga, en siöan haldiö landleiöina til Acapulco og komiö viö i silfur- námuborginni Taxco i leiöinni. I Acapulco verður dvaliö i lúxus- hóteli i 12 daga og flogið beint þaöan heim til Islands og komið til Keflavikur aö morgni 24. nóvember. Kynnisferöir veröa um Mexico- borg og nágrenni hennar meöan þar er staöiö viö, m.a. skoöaðir pýramidarnir viö Teotihuacan og i Acapulco og á ieiöinni þangaö er einnig nóg aö skoöa aö degi og nóttu. í frétt frá Útsýn segir, aö verö fararinnar sé ótrúlega lágt og litlu hærra en i venjulegum sólar. landaferðum, en fáum sætum mun enn óráöstafaö I feröina sem er lokaþáttur 25 ára afmælis- hatíöarhaldanna hjá feröaskrif- stofunni. Veiðisvæðið út af Faxaflóa Sjávarútvegsráöuneytið hefur, eins og undanfarin haust gefiö út regiugerð um sérstakt linu- og netasvæöi út af Faxaflóa. Sam- kvæmt reglugerö þessari eru all- ar botn- og flotvörpu veiöar bannaðar timabiiiö 20. október 1980 til 15. mai 1981 á svæöi út af Faxaflóa, sem aö sunnan mark- ast af linu, sem dregin er réttvis- andi vestur af Sandgeröisvita, aö vestan afmarkast svæöiö af 23 gráöu 42 '0 V og aö noröan af 64 gráöu 20 ’O N. Reglugerð þessi er sett vegna beiöni frá Útvegsmannafélagi Suöurnesja og aö fenginni um- sögn Fiskifélags tslands, en á undanförnum árum hefur veruleg aukning oröiö I linuveiöum á þessu svæöi yfir haust- og vetrar- mánuöina. Myndin er tekin inni Isal veituhúss Mjóikárvirkjunar og sést út um gluggann aöVetur konungur hefur heilsaö uppá Vestfiröinga, þótt enn sé aöeins miöur október. — Ljósm. — gel — Þaö var ekki tekiö út meö sitjandi sældinni aö komast yfir Hrafnseyrarheiöi frá Þingeyri yfir í Mjólkár- virkjun. Bilarnir festust i sköflum, og meö samgönguráöherra Ibroddi fyikingar tóku menn til viö aö ýta bflunum I gegnum ófæröina og fórst þaö vel. — (Ljósm. — gel—) Hann var mikill hátíðisdagur á Vest- f jörðum sunnudagurinn síðasti,þegar hin langþráða Vesturlína var formlega tekin í notkun. Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra hleypti straumi á línuna kl. 14.00 á sunnudag í Mjólkárvirkjun í Arnarf irði meðþeim orðum.að hann lýsti línuna tekna í notkun og þakkaði þeim sem að verkinu hefðu unnið. Að lokinni þessari stuttu athöf n var haldið til Þing- eyrar, þar sem RARIK hélt veislu í til- efni þessa merka áfanga í rafmagns- málum Vestfirðinga. Hátíðisdagur áVestfjörðum þegar Vesturlínan var formlega tekin í notkun Undir borðum voru margar ræður fluttar. Fyrstur talaöi iðn- aðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, og rakti hann aödrag- anda byggöarlinu, en hún var for- senda þess að Vesturlina kæmi til. Hann minnti á aö þegar Magnús Kjartansson, þáverandi iðnaðarráðherra, hóf lagningu rafmagnslinu norður, heföu margir verið andvigir þeirri framkvæmd og kallaö hana ýmsum ljótum nöfnum. Þaö heföi siöan sýnt sig aö þessi fram- kvæmd heföi veriö ein sú merk- asta sem framkvæmd hefði verið i rafmagnsmálum hér á landi og i dag fögnuöu flestir byggöarlinu, sem nær frá Suðurlandi og allt til Skriödals á Austurlandi. Út úr þessari linu er Vesturlina tekin i Hrútafiröi. Þá ræddi hann um hringtenginguna, en senn verður hafist handa um aö ljúka henni, þ.e. aö leggja linu frá Sigöldu og austur til Hafnar i Hornafiröi. Norðurlína upphafíð Þá minnti hann á aö byggöar- linana væri mun sterkbyggöari en rafmagnslinur á Suöurlandi, enda væru þær lagðar um heiöar og fjöll þar sem allra veöra er von,og menn væru sammála um aö þær þyrftu aö vera þetta sterkar til þess að bilanahætta á þeim væri ekki meiri en á öörum rafmagns- linum, sem liggja á mildari veöursvæöum. Loks ræddi Hjör- leifur um raforkuverö i landinu og nauösyn þess aö samræma veröiö, þannig aö allir landmenn sætu þar viö sama borö, og var þessu málí mjög vel fagnaö meöal þeirra sem hófiö sátu. Erfiðasta tínulögnin Næstur tók til máls Kristján Jónsson, forstjóri RARIK. Hann rakti fyrst gang mála viö lagn- ingu Vesturlinu og ræddi um þá miklu erfiöleika sem viö var aö etja viö hönnun og lagningu lin- unnar. Sagöi Kristján aö vestur- linan væri erfiöasta lina sem byggð heföi veri hér á landi og ein sú sterkbyggðasta. I þessu sam- bandi minntist hann sérstaklega á lagningu linunnar yfir Gilsfjörð og Þorskafjörö þar sem Hnuhafiö er rúmlega 800 og 600 metrar. í þvi sambandi hefði tekist aö vinna bugáöllum erfiöleikum, og væri linan og möstur hennar á þessum stöðum svo rammgerð að ekki ætti að vera meiri hætta á bilunum þar en á öörum raflinum i landinu. Hann minnti menn þó á að auðviíað gæti Vesturlinan bilað eins og öll önnur mannanna verk. Loks minntist hann á hve fljótt og vel heföi tekist aö leggja linuna og að hún myndi spara á vetri komanda á milli 1,5 og 2 milljaröa króna i dísilkeyrslu, sem annars heföi orðiö aö fram- kvæma til rafmagnsframleiöslu á Vestfjöröum. Hundur að sunnan ekki æskilegur Steingrimur Hermannsson. samgönguráöherra og þingmaöur' Vestfiröinga, tók þar næst til máls. Sagöi hann m.a. frá þvi að fyrir um þaö bil 10 árum heföi hann veriö staddur á fundi i þessu sama samkomuhúsi, þar sem veriö var aö ræöa raforku- mál Vestfirðinga. Þá heföi einn fundarmanna staöiö upp og and- mælt þvi ákaft þegar minnst var á lagningu byggöarlinu og Vesturlinu útúr henni og sagt að Vestfiröingar óskuöu ekki eítir neinum „hundi” aö sunnan. Steingrimur kvaö þaö sina skoöun aö engin framkvæmd i landinu heföi veriö meira áriöandi en lagning þessarar Vesturlinu,og þvi fagnaöi hann þvi aö verkinu væri nú lokiö. Þá sagöist hann ennfremur fagna þvi aö nú stytt- ist óöum þar til samtengingu alls landsins yröi lokiö,og ennfemur hvatti hann til þess aö sem allra fyrst yröi lokiö viö aö samræma raforkuverð i landinu. Langþráður draum- ur hefur ræst Ólafur Kistjánsson, formaöur stjórnar Orkubús Vestfjaröa.tók næstur til-máls og sagði lang- þráöan draum hafa ræst hjá Vest- firðingum. Benti hann á aö til- koma Vesturlinu yröi til eflingar alls atvinnulifs á Vestfjörðum og aö lifsafkoma Vestfiröinga myndi batna. En hann minnti menn einnig á að margt væri enn óunniö innan fjóröungsins til þess að Vestur- linana nýttist fullkomlega. Samt sem áöur sagöi hann daginn mik- inn hátiðisdag á Vestfjöröum. A eftir ólafi tóku til máls þeir Guömundur Ingólfsson,formaöur Fjóröungssambands Vestfjaröa, Þorvaldur G. Kristjánsson alþingismaöur, Jakob Björnsson orkumálastjóri, Jóhann Már Mariusson, yfirverkfræöingur Landsvirkjunar, Hafsteinn Daviösson, rafveitustjóri á Pat- reksfiröi,og Jóhannes Arnason sýslumabur. Allir tóku þessir ræðumenn i sama streng, fögnuðu opnun Vesturlinu og sögöu hana myndi bæta afkomu fólks og efla atvinnulif á Vestfjörðum. —S.dór. Iönaðarráðherra, forstjóri RARIK og aörir gestir skoöa mannvirki viö Mjólkárvirkjun tengd Vesturlfn- unni. (Ljósm. — gel —) Kristján Jónsson, forstjóri Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra flytur ræöu sina I hófinu á RARIK, I ræöustól. Þingeyri sl. sunnudag. Steingrlmur Hermannsson sam- gönguráöherra flytur ræöu. á daaskrá Mál er til komið að hagsmunaaðilar í byggingariðnaði leggi metnað sinn í það að vinnuumhverfi verkafólks í þessari starfsgrein verði ekki öllu lengur til skammar Grétar Þorsteinsson: Betri „kaffiskúra” Þaö er sannarlega ástæöa til að leiða hugann aö aðbúnaöar- málum okkar byggingamanna, nú þegar dregur aö vetri, þvl svo slæmt sem er aö una ófull- komnum aöbúnaöi yfir sumar- mánuöina er i raun óþolandi meö öllu yfir vetrarmánuöina hvernig búiö er aö byggingamönnum á mörgum byggingavinnustöðum. Vinnuumhverfismál bygginga- manna fengu allmikla kynningu siöast libinn vetur, bæöi i sam- tökum okkar byggingamanna og i fjölmiölum. Þar kom glögg- lega I ljós hversu ástand þessara málaeri miklum ólestri. Hér á ég sérstaklega við „kaffiskúrana” og hreinlætisaðstöðuna. Þessi húsakynni eru I mörgum tilvikum óupphituö, án einangr- unar og gjarnan notuö jafnframt til geymslu á efni og verkfærum. Hvaö hreinlætisaöstööuna varöar er þaö svo aö hún er oft engin. Þaö er þ.ví ekki aö ófyrirsynju aö leiða hugann að þessu vandamáli nú þegar haustar, og velta enn einu sinni fyrir sér hvaö er til ráöa. „Vinnuverndarvikan” sem Fræöslumiöstöð Sambands bygg- ingamanna stóö fyrir siöast liöinn vetur hefur sýnilega haft nokkur áhrif, en ekki sllk áhrif aö þau ein og sér valdi þáttaskilum. Sama máli gegnir um afskipti sveina- félaganna af einstökum vinnu- stööum. Aróbur félaganna fyrir úrbótum viröist, ef litiö er til liö- inna ára, skila takmörkuöum árangri. Hér kemurmargttil og þá ekki sist vaninn. Sveinarnir hafa margir hverjir ekki kynnst ööru, og atvinnurekendur I bygginga- iðnabi komist upp meö aö búa svona illa að sínum starfs- mönnum, þrátt fyrir skýr ákvæöi kjarasamninga um hiö gagn- stæöa. Þ á er rétt aö velta fy rir sér hvers vegna sveinafélögunum hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni. Þvi er fyrst til aö svara, aö sjálfsagt heföu félögin getaö gert betur, þó sitthvaö hafi veriö reynt af þeirra hálfu til aö fá fram úrbætur. Höfuðvandinn er trúlega sá að I byggingaiönaöinum eru mun fleiri atvinnurekendur aö tiltölu en I nokkurri annari starfsgrein og má sem dæmi nefna aö meist- arar i húsasmiöi á Reykjavikur-- svæöinu munu vera á 4. hundraö, auk annarra verktaka.Vinnustaö irnireruþvifjölmargirog vinna á mörgum þeirra stendur aöeins yfir i nokkrar vikur. Þetta er aö minu viti ein aöal*skýringin á þvi hversu félögin hafa litlu áorkaö þrátt fyrir viöunandi ákvæöi kjarasamninga um þessi mál. Þaö var því ekki aö ástæöu- lausu aö byggingamenn fögnuöu heimildarákvæbi I nýrri bygg- ingareglugerö, þar sem bygg- ingafulltrúum er heimilaö aö stööva byggingaframkvæmdir á byrjunarstigi, ef ekki er fyrir hendi viöunandi aöstaöa, þ.e.a.s. matstofa og hreinlætisaöstaöa þannig úr garöi gerö, aö ekki brjóti i bága viö lög, reglugeröir og kjarasamninga. Ég tel aö þaö eigi öllum aö vera ljóst, sem til þekkja, aö fram- kvæmd þessa heimildarákvæðis er langwliklegust til aö valda þáttaskilum til hins betra i aö- búnaðarmálum byggingamanna á útivinnustööum. Borgaryfirvöld hér I Reykja- vik hafa tekið þetta mál upp og hafa veriö geröar samþykktir bæöi i Heilbrigöisráöi og borgar- stjórn þess efnis, að þessu heim- ildarákvæöi veröi framfylgt. Þvi er hér viö aö bæta, aö s.l. sumar voru haldnir fundir hjá byggingafulltrúa, ásamt full- trúum sveina og meistara til undirbúnings aögerða bygginga- fulltrúa i málinu. Ég hef ekki ástæöu til aö ætla annaö, eftir þessa fundi, en aö þaö sé fullur vilji hjá byggingafull- trúa aö gera fyrmefnd heimildar- ákvæöi virk og aö meistarar séu tilbúnirtilsamstarfsi þessu máli. En timinnliöur og komiö fram i október og allra veöra von. Þaö er sannarlega litiö tilhlökkunarefni, þegar kominn er vetur og oft og tiðum unpiö viö heldur kaldrana- legar aöstæöur, aö hafa þá ekki i önnur hús aö venda á matmáls- timum en þau sem ég gat um i upphafi þessarar greinar. Ég tel því, að nú á haustmán- uöum veröi aö taka heimildar- ákvæöi hinnar nýju bygginga- reglugeröar til framkvæmda og vona aö allir málsaöilar leggist á eitt til þess aö svo megi verða. Ég hef hér fjallaö sérstaklega um vinnuumhverfismál á úti- vinnustööum byggingamanna, og dregiö upp nokkuö dökka mynd af ástandinu, þó þar finnist, sem betur fer, vinnustaöir sem eru til fyrirmyndar á þessu sviöi, en þeir eru frekar undantekningar. Ég tel þvi að þaö sé mál til komið aö hagsmunaaöilar i bygg- ingaiönaöi leggi metnaö sinn i þaö, aö vinnuumhverfi verka- fólks i þessari starfsgrein veröi ekki öll lengur til skammar. Grétar Þorsteinsson. Tónlistarskóli F.Í.H. Býður fræðslu í tónlist án hljóðfærakennslu Hinn nýstofnaöi Tónlistarskóli F.Í.H. hefur tekiö upp þá nýjung aö taka fulloröinsfræöslunám- skeiö inn á starfssviö sitt. Þar veröur alme nningi I fyrsta skipti boöin fræösla I tónlist án hljóö- færakennslu, og er kunnátta i tón- list ekki nauösynleg til þess aö geta sótt námskeiöiö. Leiöbein- endur viö fulloröinsfræösludeild- ina veröa þekktir tónlistarmenn og er ætlunin aö koma vlöa viö i hinum stóra heimi tónlistar. Innritaö veröur 1 tvo hópa, og verbur hverjum hópi leiðbeint i tvo samfellda tima einu sinni i viku. Verður annars vegar kennt á þriöjudagskvöldum kl. 20-22 en hins vegar á fimmtudögum kl. 18- 20. Þetta fyrsta námskeib stendur alls I níu vikur og hefst þriöjudaginn 14. október næst- komandi en lýkur fimmtudaginn 11. desember. Fyrstu þrjár vikurnar mun Atli Heimir Sveinsson leiöbeina hóp- unum og erviöfangsefnið sinfónfa klassiska timabilsins. Næstu þrjár vikurnar rekur Jón Múli Árnason sögu djasstónlistarinnar með spjalli og dæmum. Jónas Ingimundarson pianóleikari sér um vikurnar tvær þar á eftir,en i siöustu viku þessa námskeiðs mun Manuela Wiesler kynna þátttakendum hljóöfæri sitt — flautuna. Þátttökugjald er kr. 30.000 fyrir þetta fyrsta námskeiö og fylgir bók Jóns Þórarinssonar „Stafróf tónfræðinnar” hverju þátttökuskírteini. Innritun I full- oröinsfræölunámskeiöiö fer fram á skrifstofu F.I.H. aö Laufásvegi 40 milli kl. 14 og 17 alla virka daga eöa i sima 23780 á sama tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.