Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. október 1980. þJóÐVILJINN — SIÐA 7 Halldóra Bjarnadóttir 107 ára í dag Kona sem vissi hvad hún vildi Halldóra Bjarnadóttir: Myndin var tekin á jóiunum 1972 þegar Hail- dóra var 99 ára. Hún er ennþá andlega hress, en llkamsþrekið hefur dvinað. Hún klæðist þó enn og situr uppi á degi hverjum. — Ljósm.: Sigursteinn Guðmundsson. Hulda Stefánsdóttir segir frá kynnum sínum af Halldóru Bjarnadóttur „Allt var hennar áhugamál’/ sagði Hulda Stefánsdóttir þegar hún var beðin að segja blaða- manni Þjóðviljans svolítið frá kynnum sínum af Halldóru Bjarnadóttur. „Ég kynntist Halldóru þegar hún kom til Akureyrar árið 1908. bá var ég 10 ára gömul og hún eins og tók mig að sér. Halldóra hafði brennandi áhuga á svo mörgu. Hún vildi stuðla að batnandi lifi, hún vildi sameina konur og kenna þeim að vinna saman. Hvað má hönd- in ein og ein o.s.frv. Mér er það mjög minnisstætt þegar Sam- band norðlenskra kvenna var stofnað 1914, þá lánaði faðir minn henni húsnæði i skólanum á Akureyri. Aður en Halldóra kom til sögunnar voru fá kven- félög starfandi noröaniands, en hún tók sig til og ferðaðist um á gráum hesti og hvatti konur til dáða. Halldóra er mikil kvenrétt- indakona, en hún fór aldrei út i neinar öfgar. Hún lét staöar numið áður og vildi samvinnu milli karla og kvenna. Hún kaus þá sem henni likaöi i kosningum og var afskaplega fordómalaus. Það voru samt alltaf einhverjir á móti henni. Til dæmis skrifaði kona bréf á móti henni þegar hún var skólastjóri á Akureyri. Hún þótti of framfarasinnuð. Halldóra vildi vera sjálfstæð og fara sinar eigin götur, og það gerði hún. Hennar hugsjónir voru margar, allt frá stofnun húsmæðraskóla og handavinnu- kennslu til garðyrkju og sjúkra- hjálpar. Ég man eftir þvi að frostaveturinn mikla 1918 geng- um við saman um Akureyrarbæ og söfnuðum fötum. Seinna gekkst hún fyrir þvi að hvetja ungar stúlkur til að fara á hjúkrunarnámskeið hjá lækn- unum á Akureyri og Sauöár- króki og fara siðan heim i sina sveit til að hjálpa þeim sem sjúkir voru. Hún valdi stiilkur og hvatti til sliks. En umfram allt er hún Halldóra svo góð manneskja, falleg kona og kurteis og vilja- styrkur er hennar aöalsmerki. —ká Halldóra Bjarnadóttir, fyrrum skólastjóri og frömuður í heimilis- iðnaðarmálum,er 107 ára í dag. Hún er elsti borgari landsins, og það er ekki vitað til þess að nokkur íslendingur hafi náð svo háum aldri. Halldóra dvelst nú að héraðshælinu á Blönduósi, þar sem hún hefur búið undanfarna áratugi. Hún er klædd á hverjum degi og situr uppi, heyrn og sjón hefur dvínað mjög, en Halldóra er enn andlega hress. Halldóra Bjarnadóttir á að baki viðburðarika og merka ævi. Saga hennar er ólik sögu is- lenskra kvenna af hennar kyn- slóð. Hún komst til mennta, lærði i Noregi, gerðist kennari, ferð- aðist viða, hélt fyrirlestra og námskeið og flutti með sér ýmsar nýjungar inn i skólana. Hún var sannkölluö kvenréttindakona, tók að visu ekki beinan þátt i kvenréttindabaráttunni, en sýndi með starfi sinu, hugsjónum og baráttumálum að andi kven- réttindanna fylgdi henni alla tið. Á leið til náms Halldóra fæddist árið 1873 að Ási i Vatnsdal i A-Húnavatns- sýslu og átti þar góða daga, en seinna skildi leiðir foreldra hennar. Bjarni fór til Ameriku þar sem hann dó 1930. Halldóra, sem var yngst átta systkina, fylgdi móður sinni og kynntist góðu fólki sem gaf henni kost á þeirri menntun sem á þeim timum var fáanleg. Hún fékk snemma mikinn áhuga á handa- vinnu og heimilisiðnaði og greini- lega var menntunarþrá hennar mikil. Hennar gæfa var sú að hennar fólk var framfarasinnað og vildi styðja hana og styrkja til náms, þó að hún væri kona. Halldóra segir frá þvi i ævisögu sinni að hún hafi skrifast á við Ólafiu Jóhannesdóttur sem búsett var i Noregi. ólafia var ein af fyrstu kvenréttindakonunum hér á landi og var m .a. neitað um inn- göngu i Latinuskólann i Reykjavik. Ólafia bauðst til að út- vega Halldóru ódýrt húsnæði i Noregi ef hún kæmi þangað til að mennta sig^og það varð úr með góðra manna hjálp að Halldóra sigldi utan. Móðir hennar seldi húseign sina i Reykjavik og seinna meir jarðarparta, og frú Jóninna i Höfnum veitti einnig stuðning. Halldóra fékk þarna einstakt tækifæri^, enda rikti glaumur og gleði á leiðinni út, þar sem Halldóra var með gitarinn sinn og strákarnir sem voru á leiö til Kaupmannahafnar kunnu vel að meta samfylgdina á siglingunni. Þetta varárið 1896,en i fimm ár þar á undan hafði Hall- dóra fengist við farkennslu i sveitum norðanlands. 1 þrjú ár var Halldóra við nám i Noregi og kunni vel við sig. Hún lauk kennaraprófi 1899 og hélt þá heim á leið. Hún segir um þessi ár: ,,A þessum námsárum minum hvarflaði það að mér að varpa fyrir borð allri andúð minni á hjónabandinu og verða stór- bóndakona i Noregi. En hvaða vit var i þvi, kunnandi ekkert sem þurfti, skuldum vafin. Nei, nú var sjálfsagt aö halda sinu striki, heim þegar prófið væri fengið.” (Ævisaga bls. 84—5.) Heima tók við kennsla við barnaskólann I Reykjavik. Hall- dóra bjó með móður sinni og var eins og segir i ævisögunni skuldum vafin. Hún gat ekki lifað á þeirri stundakennslu sem henni bauöst og hélt þvi aftur til Noregs þar sem hún kenndi i 8 ár. Kennsla og hugsjónir Arið 1908 kom hún heim aftur og gerðist þá skólastjóri Barna- skólans á Akureyri, fyrst kvenna til að gegna slikri stöðu. Þar með hefst ferill Halldóru sem mikillar framkvæmdakonu. Hún kom á ýmsum nýjungum i skólanum, eins og handavinnukennslu pilta og stúlkna, leikfimi o.fl., en jafn- framt hóf hún afskipti af félags- málum. Hún bar hag kvenna mjög fyrir brjósti, vildi fá þær til að stofna kvenfélög og sinna ákveðnum málum, konum i hag. Hún ferðaðist um allar sveitir norðanlands og hvatti til stofnana kvenfélaga, flutti erindi um ýmis mál og 1914 stóð hún fyrir stofnun Sambands norðlenskra kvenna. Halldóra segir um þessa hugsjón sina: „Hlutverk kvenfélaganna á fyrst og fremst að vera það, að sameina konurnar, kenna þeim að starfa i félagsskap, tengja saman krafta þeirra, til þess að vinna að góöum málum. Það sem þau eiga að starfa að, er að auka heimilismenninguna og styrkja með þvi heimilin, að vernda arf- inn, sem forfeöurnir hafa skilað þeim, að efla innivinnu og heim- ilisiðnað, að starfa að uppeidis- málum á þennan hátt, að vinna aö heilbrigðis- og liknarstörfum bæði innan sinnar eigin sveitar og i sameiginlegu átaki héraða og landsins i heild, að hvetja til auk- innar garðræktar og vinna að öðru leyti að alhliða menningar- legri og heimilislegri viðreisn I landinu.” (Ævisaga bls. 149.) Þarna eru nugsjónir Halldóru samandregnar, og að þessum málum vann hún ótrauð meðan heilsan leyfði. Halldóra segir á einum stað að sér hafi ekki lfkað að þegar stúlk- ur luku barnaskólanum, lærðu þær ekkert meira af hannyrðum og þess vegna kom hún á fót nám- skeiðum á Akureyri til að bæta þar úr. Einnig á þvi sviði var hún brautryðjandi. Mörg járn í eldinum Halldóra fluttist til Reykja- vikur og varð stundakennari við Kennaraskólann i handavinnu, jafnframt þvi sem hún varð „ráðunautur almennings i heimilisiðnaði” frá 1922. Ariö 1946 stofnaði hún tóvinnuskóla á Sval- barði við Eyjafjörð og starfaði hann til 1955. Halldóra var stöð- ugt á ferðalögum, hún stóð fyrir sýningum á islenskum heimilis- iðnaðiheima og erlendis og þegar betur er að gáð, þá liggur sú hug- sjón að baki hjá henni að stuðla aö þvi að tslendingar framleiöi sjálf- ir það sem þeir geta úr islenskri ull, en séu ekki að flytja inn brúkshluti. Þá er eftir að nefna ritstörf Halldóru, en hún gaf i hálfa öld út timaritið Hlin,sem er eins og spegilmynd af hugsjónum henn- ar. Þar eru birt ritverk, greinar, heimilisiðnaður af ýmsu tagi er kynntur og fl. Vefnaðarbók Hall- dóru kom út 1966 og barnaefni úr Hlin var gefið út i bók. Halldóra segir i ævisögunni að hún hafi haft mörg járn i eldinum þegar hún bjó á Akureyri: „Þeir kusu mig i bæjarstjórn, skóla- nefnd og ég veit ekki hvað. Kon- urnarvildu koma mér á alþing og hvað eina. En þangað átti ég ekkert erindi. Ég sagði þeim að það væri af og frá. Ég væri ævin- lega á sama máli og siðasti ræðu- maður, sæi ævinlega eitthvað gott i ræðu mótstöðumannsins. Og þó að flokksfylgið væri þá ekki komið i algleyming, var þetta þó ófært.” (Ævisaga bls. 134.) Og seinna segir Halldóra um starf sitt: „Ef til vill halda menn þvi fram, að i raun og veru hafi ég verið i andðfi. Það er að segja, að ég hafi reynt að halda fram þvi, sem hlaut að eiga i vök að veriast þá áratugi, sem liðnir eru og hafa fært yfir þjóðina óviðbúna, stór- fenglegustu breytingar sem gengið hafa yfir hana frá þvi að land var numið. Ég geri hvorki að játa þessu né neita. En ég vil álita, að þó að ég kunni með starfi minu að hafa verið i andófi, þá hafi tekist að vernda margt, sem annars hefði sogast út i hafsauga með þungum straumum hinna nýju siða- og gleymst að fullu.” (Ævisaga bls. 186—7.) Trú á eigin mátt Það er kannski erfitt fyrir ungt fólk að skilja hvað ævi Halldóru Bjarnadóttur hefur verið mikið ævintyri, ólikt þvi sem flestir aðrir af hennar kynslóð eign- uðust. Saga hennar lýsir krafti, hugsjónum og trú á eigin mátt. Starf hennar og fjölda annarra kvenna hafa gert öðrum konum auðveldara að lifa, og þær reistu hornsteina sem enn er byggt á. I dag þegar þessi aldna kona heldur upp á sitt 107. aldursár er vert að þakka henni fyrir framlag hennar til varðveislu þeirrar menningar sem Islenskar konur hafa skapað um aldir. Þegar þar að kemur verður sá kafli stór i sögu isienskra kvenna. Starf Halldóru Bjarnadóttur var mikið og framlag hennar stórt, en sennilega hefur það lika kostað sinar fórnir. Halldóra er ógift og barnlaus og það hefur löngum verið erfitt fyrir konur að sinna hvoru tveggja heimili og börnum, og svo félagsstörfum. Þar hafa konur orðiö að velja og hafna. Halldóra valdi að berjast fyrir hugsjónum sinum og þess njóta þeir sem nú leggja út i lifið. —ká Heimildir: Halldóra Bjarna- dóttir, ævisaga, skráð af Vil- hjálmi S. Vilhálmssyni, Setberg 1960. Kennaratal I, 1958.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.