Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. október 1980 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkallýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Ú gáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan O’ífsson. Augiýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðrikssoo. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristín Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. tJtlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jóhannes HarBarson. AfgreiBsia: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurðardóttir. Stmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Barnavinir • Þá eru nú barnaskattarnir hans Matthíasar Á. Mathiesen komnir til f ramkvæmda, — þessir sem leiddir voru i lög á síðasta rikisstjórnarári Geirs Hallgríms- sonar, þegar Matthfas var f jármálaráðherra. • Þá þegar var kveðið á um, að þessir sérstöku skattar skyldu koma til framkvæmda í fyrsta sinn á árinu 1980. Menn hefðu sannarlega getað átt von á því að forgöngu- menn þessarar skattlagningar, þáver,andi forsætis- og f jármálaráðherrar.fögnuðu því þegar lög sem þeir höfðu alla forgöngu um að setja koma til framkvæmda. • Svo er þó ekki. Þvert á móti rísa þingmenn Sjálf- stæðisf lokksins upp á Alþingi nú hver á fætur öðrum með háværum kveinstöfum, yfir barnasköttunum, þessum sköttum sem að einu og öllu leyti eru lagðir á samkvæmt einmitt þeirra eigin lagafyrirmælum. • Það er þeirra eigin kross sem þeir kveina nú hæst undan og minnir athæfið satt best að segja á sjálfspynt- ingarmeistara, sem fyrst berja sig utan með gadda- svipum, en taka síðan að emja og hljóða undan eigin höggum. • Þegar Matthias Á. Mathiesen, Geir Hallgrímsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins beittu sér fyrir því að upp yrðu teknir sérstakir barnaskattar og sett voru þau lög, sem nú er verið að f ramkvæma, — þá reiknuðu þessir herramenn að sjálfsögðu með því, að verða áfram við vöid þegar að framkvæmd laganna kæmi. • Máske hafa þeir verið svo framsýnir, að hugsa sér einmitt barnaskattana til að borga svolífið brot af vöxt- unum af skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann, þessum skuldum sem þeir sjöfölduðu á einu kjörtímabili og komu upp í 60 miljarða á núvirði. • Það er mikill misskilningur, sem nokkrum börnum og fáeinum fullorðnum hefur verið talin trú um, að Ragnar Arnalds, núverandi f jármálaráðherra.hafi lagt á barnaskattana. Álagninguna annast að sjálfsögðu skattstofurnar, og þær fara í þeim efnum nákvæmlega eftir lagagreinum þeirra Matthíasar og Geirs. Þótt Ragnar Arnalds vildi borga börnunum peninga í stað þess að skattleggja þau, þá breytti það engu, því lögin eru æðri vilja ráðherrans. Hins vegar getur Alþingi gripið í taumana og breytt þessum lögum sem öðrum. • Áður en haf ist er handa um slíka breytíngu, er ekki nema réttað láta Matthias og Geir njóta sannmælis. Það er nefnilega ekki vístað þeir hafi lögleitt barnaskattana eingöngu til þess að ná sér niðri á blessuðum börnunum. Og ekki er heldur víst að þeir hafi eingöngu lögleitt barnaskattana af misskilningi og glópsku eins og rit- stjóri Vísis,sem er fyrrverandi alþingismaður Sjálf- stæðisf lokksins,nefnir sinn eigin hlutað lagasetningu um barnaskattana í forystugrein Vísis 22. október. Það eru ekki allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherrar glópar. • Hér er sem sagt ekki bara um það að ræða hvort menn séu meðeða móti börnunum, heldur líka hitt, hvort heimilin, það er börn og foreldrar, samanlagt, þurfi að borga hærri skatta vegna sérsköttunar barna heldur en áður var, eða máske lægri. Áður bættusttekjur barnanna við tekjur foreldranna, og foreldrarnir þurftu þá að borga skatta af tekjum barna sinna, ef þær námu ein- hverjum verulegum upphæðum, jafnvel yfir 60% af skattskyldum tekjum barnsins. Nú þurfa börnin hins vegar að borga 10—12% af eigin tekjum á fyrra ári í öll opinber gjöld, en námsf rádráttur sem eldra kerf ið gerði ráð fyrir fellur niður. • Vafalaust kemur þessi breyting eitthvað misjafnlega niður og fer það eftir upphæð tekna og öðrum aðstæðum. Sjálfsagt er að endurskoða lagagreinar Matthíasar og Geirs um barnaskattana, þær eru ekki heilagar. Hitt blasir viðaðeigiaðtaka upp staðgreiðslukerfi skatta, þá verður að skattleggja hvern einstakling sérstaklega, karla, konur og börn. Og það liggur ekkert fyrir um það að lagagreinar AAatthíasar og Geirs um sérsköttun barna færi ríkinu nokkurn tekjuauka miðað við eldra kerfi, þegar foreldrarnir borguðu skatta af tekjum barnanna. Þess vegna er ekki heldur víst, að heimilin í landinu hefðu nokkurn hag af því, þó breytt væri aftur í fyrra horf. • Allt þetta þarf að skoða vandlega en ekki rjúka í nýjar breytingar af „misskilningi eða glópsku " . k. „Slst vildi ég óska núverandi skólanemum aO eiga aö hverfa til fyrrverandi vinnubragða, sem stundum mátti likja við kleppsvinnu, en eitthvað þarf aö koma I staðinn, sem veitir nægilega lágmarks æfingu i islenskri tungu”. íslenska eða hvað? Liklega er ég með aldrinum farin að likjast ömmu minni og nöfnu, en hjá henni var allt best i hennar ungdæmi. Amk. er ég oröin alvarlega þenkjandi yfir almennu málfari og þeirri þróun sem mér virðist hafa orðið siðan ég byr jaði aö fást viö blaðamennsku fyrir tuttugu árum. Hef ég þó aldrei veriö neinn sérstakur bógur i islensku né fyllt flokk málhreinsunar- manna, en bragð er að þá barniö finnur, stendur þar. I núverandi starfi á Þjóðvilj- anum kemur þaö oft i minn hlut bæði aö lita yfir handrit frá öðrum blaöamönnum og ekki siður hitt að lesa og vinna uppúr aösendu efni og fréttatil- kynningum svokölluðum frá ólikustu aðilum og verð ég þá, vægast sagt, undrandi á stund- um og kviöin yfir framtíö hins ástkæra, ylhýra máls. Sama kennd gerir vart við sig við lestur blaða og tlmarita yfir- leitt, svo morandi er þetta les- efni orðið af sóðaskap I málfari og á ég þá sannarlega ekki við klám eöa annað slíkt, sem áður þótti dónalegt og óhæft til prent- unar. Né heldur er ég að tala um ranga stafsetningu eða prent- villur, sem vissulega er lika sóðalegt og hvimleitt, en ekki eins hættulega smitandi og mál- villurnar, sem greinilega breiöast út einsog hver önnur farsótt. Það er sama hvert litið er eða hvar hlustað, málið er oröiö bæði dönskuskotið og ensku- skotiö og þá á ég við orðaröð og setningaskipan, en ekki einstök útlend orð, sigur þágufallssýk- innar er nær alger hvar sem er á landinu, notkun viðtengingar- háttar er öll á reiki, máltök- unum er ruglaö saman og siendurteknar klissjur rlða húsum. Ansi er ég hrædd um, að eitthvað hafi farið meira en lítiö úrskeiöis I móöurmálskennslu þjóðarinnar undanfarna ára- tugi. Ég þekki þó nokkuð af óskóla- gengnu fólki, miðaldra eða eldra, sem varla þorir að skrifa sendibréf, hvað þá blaöagrein, af ótta við að veröa sér til skammar vegna ónógrar staf- setningarkunnáttu. Daglegt mál flests þessa fólks ber þó sem gull af eiri miðað við það sem margur langskólagenginn maö- urinn sendir frá sér skriflegt og kemst jafnvel óleiðrétt á prent. Sömu langskólagengnu menn geta kannski tjáö sig sæmilega I töiuðu máii, amk. þangað til kemur að þeirra sérgreinum sem þeir þurfa að nota útlend orð yfir. En margir, bæði lang- skólagengnir og minna skóla- gengnir, einkum þó af yngri kynslóðinni, tala orði beinllnis illa, þótt þeim takistsjálfsagt aö gera sig skiljanlega með ein- hverju móti. Þegar ég var I skóla var óhemju áhersla lögð á málfræði og stafsetningu með fyrr- greindum afleiðingum á þá sem' ekki þora að skrifa. Enn er kennd einhver stafsetning, en að þvi er mér virðist á annan hátt en áður, og litil málfræöi, þannig að margt i Islenskri staf- setningu sem byggist á mál- fræöinni hlýtur að fara fyrir ofan garö og neöan hjá þeim sem ekki hefur lært hana. Auðvitað fannst manni þetta málfræöistagl heldur hvimleitt á sinum tima, en það skýrði þó sitthvað i uppbyggingu málsins og notkun þess og auðveldaði þar að auki skilning á byggingu annarra tungumála. A minum skólatlma fór lika mikill tlmi I að þýða texta er- lendra tungumála yfir á islensku. Vitaskuld þótti manni þetta líka leiðinlegt og óþarft, enda löngu hætt I skóium nú og látiö nægja, aö nemendur geti sýnt fram á, aö þeir skilji text- ann. Þannig læra þeir lika áreiðanlega fyrr og betur að skilja og tjá sig á erlendum tungum, en þeir verða um leið af mikilli æfingu I Islensku sem við hin nutum. Þriöja breytingin I skólanum Vilborg Hardardóttir skrifar er, að þess er ekki lengur kraf- ist, aö nemendur skili skrif- legum verkefnum I öðrum fögum en islensku á sæmilega skrifaöri islensku. Látið er nægja, að nemandinn geti sýnt, að hann skilji og viti nægilega mikið um viðkomandi grein, en engin athugasemd er gerð viö málfarið. Vlst verður að viðurkenna óréttmæti þess, aö slæmt vald á máli skyggi á árangur I annarri grein, en enn missir Islend- ingurinn uppvaxandi af ákveö- inni þjálfun I meðferö máls síns. Sist vildi ég óska núverandi skólanemum að eiga að hverfa til fyrrverandi vinnubragða, sem stundum mátti likja viö kleppsvinnu, en eitthvaö þarf að koma i staöinn, sem veitir nægi- lega lágmarks æfingu I Islenskri tungu, þeas. ef við ætlum okkur að halda áfram að tala og skrifa islensku i þessu landi. Það er ekki ætlunin að skella allri skuldinni á skólana eöa fræðslukerfið, en ég hlýt aö taka eftir hve þeir ungu blaðamenn t.d. sem nú koma úr skólum hafa aö öllu jöfnu slðra vald á málinu en þeir blaöamenn sem voru ungir meö mér, þótt þeir sem nú koma séu einmitt oft mun betur að sér varöandi blaðamennsku aö ööru leyti. Þetta þykir mér alvörumál vegna þess að ég tel að hluta, og það þó nokkuö stóran, af sök- inni á málfari almennings sé aö finna hjá blöðunum og öörum fjölmiðlum og aö mótandi hlut- verk þeirra muni fremur fara vaxandi en hitt. Þessvegna eru þessar vangaveltur mínar um versnandi málfar llka um leið sjálfsgagnrýni og hvatning til allra þeirra annarra sem dag- lega tala til fólks i gegnum fjöl- miðla að reyna að vanda málið. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.