Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 8
8 SIDA — ÞJ6DVILJINN Helgin 25. — 26. október 1980
Árni
Bergmann
skrifar
bókmenittrir
Strákadraumurinn
Guölaugur Arason. Pelastikk.
Skáldsaga. Mál og menning 1980.
t sagnaþáttum frá Suöurnesj-
um er á þaö minnt, aö formanni
beri aö taka i áhöfn sina ungling,
sem enn kann ekkert til sjó-
mennsku, og gamlan mann sem
er ekki lengur fullgildur háseti.
Með þessu móti sýnir veiöi-
mannaþjóðfélagið viröingu þeim
sem eru aö ljúka sinu verki og
býður nýliða velkomna. Eins og
viö öll vitum höfum viö lengi siglt
hraöbyri frá slikum viðhorfum:
nú eiga allir að vera vanir og á
besta aldri.
Guölaugur Arason hefur sett
saman skáldsögu um tiöindi sem
visa til fyrri tima: hann lætur
hinn mikla strákadraum sjávar-
plássanna rætast. Sá draumur er
aö verða fyrstur til aö stiga út úr
bernskunni og inn i samfélag sjó-
manna, þar sem öll merkustu tið-
indi slikra plássa hljóta aö gerast,
eða svo halda allir strákar aö
minnsta kosti. Þaö er bráöum niu
ára gamall Dalvikingur, Logi er
hann nefndur, sem fær aö stytta
sér leiö inn i hefðarstand fullorð-
inna i sögunni: hann fær aö fljóta
með einn túr á sildarbát, en at-
vikin vilja haga þvi svo að hann
er með alla vertiöina. Hann er
meira að segja svo heppinn að
gera gagn um borð, altént vilja
skipsfélagar hans aö svo sé.
Undir lokin er þessi stráklingur,
sem er mesti tossi i skóla, oröinn
allæs á sjóinn, og eins vist aö
hann geti „siglt hjálparlaust inn i
framtiðina”.
Þau sjaldgæfu tiðindi aö svo
ungur maöur rær heila sildarver-
tiö, eru útskýrö með þvi, aö faöir
hans var sjómaður og drukknaöi;
minningin um þann sem var einn
úr hópnum eins og baktryggir
velvild skipverja i garð drengs-
ins, hann er „sonur hersveitar-
innar” svo visað sé i önnur lönd
og annan tima. Og það tekst svo
vel til, að þessi samstaöa
Sleipnismanna með drengnum og
draumi hans verður alveg nógu
sannfærandi til aö bera lesandann
greitt inn i þann heim sem sagan
lýsir.
Tvær sögur
Nú þegar heyrum viö, aö Pela-
stikksé miklu betri bók en mikið
umtöluö verðlaunasaga höf-
undarins, Eldhúsmellur. Og þaö
er alveg rétt. I Eldhúsmellum
ætlaöi höfundur sér stóran hlut i
uppreisn gegn rikjandi viðhorf-
um, en komst ekki mikið lengra
en aö svamla i yfirboröi jafn-
réttisumræöunnar, þar sem
nokkrar auöveldar formúlur
fengust fyrir litiö. Pelastikk er
hinsvegar næsta sáttfús bók, þar
er ekki á dagskrá aö sparka i
púnginn á karlrembunni eða
hleypa innanúr SlS-auövaldinu.
Það gæti þvi fariö svo, aö menn
drægju þær ályktanir aö ádrepa
færi höfundi illa, eöa jafnvel að
þjóðfélagsádeila sé bókmenntum
heldur til bölvunar, eins og stund-
um heyrist. Slikt tal er ekki á
traustum rökum reist. Munurinn
á Pelastikk og Eldhúsmellum er
fyrstog fremst sá, að i fyrrnefndu
bókinni veit lesandinn ofurvel af
þekkingu höfundar á þvi sem
hann lýsir. Sagan sækir ekki
reynslu i milliliði. Höfundur
hvorki vill né reynir aö skrúfa
hana áfram með rembu og til-
gerö. (Þótt hann stöku sinnum
hrati inn á hættusvæði, eins og til
að mynda i játningum Laufeyjar
ráöskonu á Raufarhöfn, en til
hennar kemur Logi litli sem
sendisveinn fornra ásta). Viö trú-
um á þetta pelastikk, eins þótt við
nálgumst það úr nokkurri fjar-
lægð þeirra, sem aldrei prófuöu
sinn sjómannadraum.
Bakhliö draumsins
Þessi trúnaöur skapast ekki sist
vegna þess að sjómennsku-
draumurinn,er ekkidreginn upp i
rósrauöum litum. Einlægur og
kannski spaugilegur áhugi
drengsins, hrifning hans yfir þvi
að komast inn i stærri heim fer
eölilega saman viö skuggahliöar
hins eftirsótta tilverusviös. Gam-
aniö, sem menn reyna aö skjóta
leiðindin á kaf með, getur verið
grátt og einhæft. Fylliriið er
hrikalegt og eins vist, aö það endi
rœtist
á heimskulegum dauöa góðs
drengs. Dáölaus biö eftir veöri og
sild rekur velvild og samstööu út
fyrir borðstokkinn. Ofsafengin
veiöigleöi getur dregiö bátinn i
kaf fyrr en varir; er karldjöfull-
inn vitlaus, að hlaöa bátinn
svona? Drengurinn sem áöur hét
staögengli guös, fööur sinum i
sjónum, öllu fögru, bara ef þeir
fengju nú svo sem hundrað
tunnur (162), hann er undir lokin
farinn að láta sér nægja aö „vera
uppi á dekki i huganum” (186) og
vonar heitt að torfudjöfullinn
stingi sér svo þeir fái ekkert og
geti haft sig heim. Hinsvegar er
ekkert eðlilegra en þegar sjó-
maöur sumarsins er um haustið
truflaöur i kábojleik með hlutar-
greiöslu, aö þá ris draumurinn
aftur úr fjarlægö nokkurra vikna;
skyldi Logi ekki mega fara einn
eöa tvo túra meö Pálma á Sleipni
næsta sumar?
Að ánetjast
Framan af rekst lesandinn
stundum á stiröbusalegt mál-
far („samkvæmt þvi tregöulög-
máli sem alltaf virtist gilda þegar
sjórinn og bryggjurnar voru
annars vegar” bls. 11 — eða
„blótsyröi sem voru eölileg af-
leiöing af þvi aö vera kominn um
boröi bát” bls. 13). En þaö er sem
þessum hnökrum fækki þegar á
liður. A hinn bóginn er margt vel
athugaö og útfært i sjómennsku-
Guölaugur Arason: vinsamleg en
ekki sársaukalaus sambúö
draums og veruleika.
lýsingunni. Til dæmis lýsingar á
vinnustaðagamni, sem byrjar á
þvi, aö einhver uppákoma er hent
á lofti og henni velt áfram,
kannski af hugviti fyrst, en svo
kemur að þvi aö hún er ofnýtt orð-
in þótt menn þrjóskist viö aö
skyrpa henni út úr sér. Það er lika
góö skemmtun aö fylgjast meö
þvi, hvernig goðsagnir og hjátrú
sjómennskunnar ná tökum á
drengnum, þótt hann reyni stund-
um aö malda i móinn. Trúin á
sóðaskapinn sem veit á afla, ótt-
inn við eitthvaö sem getur fælt
fiska — kannski eru þaö búss-
urnar langþráöu, sem annars áttu
aö gera Loga aö fullgildum sjó-
ara?
Aö öllu samanlögöu: tilefni
þessarar skáldsögu og efnistök öll
eru mjög likleg til aö skapa Pela-
stikki merkilega sérstööu: þá, að
hún veröi ein þeirra skáldsagna
sem getur sameinað lesendur á
öllum aldri.
A.B.
(iuxscl \malrik
lliiIIIV'Sliil
.MÍNÍ
IHJSSL'WIII
- •: ■ • *. i 11 j i
* 8' ai»«T
Gtlagabókmenntir á rússnesku
hafa að undanfömu eflst mjög
meö brottflutningi Gyðinga
og/eöa andófsmanna og þeirra
skylduliös. — Þrjár nýjar
miöstöövar útlagabókmennta á
rússnesku hafa til oröiö. Tel Aviv
i Israel (timaritiö „22”), Paris
(hópurinn sem skrifar mest i
„Kontinent”) og New York
(„Timinn og viö”). Þau timarit
sem hér voru nefnd og fleiri fjalla
mjög mikiö um Gyöingamál
(„22”) og alþjóöleg stjórnmál,
þau birta mikiö af nýjum
kveöskap harla misgóöum, en
langsamlega mest fer fyrir
endurminningum Utlaganna um
fortiö sina i Sovétf-Ikjunum og til
þessa eru þær bækur öörum út-
lagatextum merkari.
Slömmbyggja
Ein sllk er nýkomin út hjá AB,
Bernska min 1 Rússlandi eftir
Gujsel Amalrik, tatarska eigin-
konu sagnfræöingsins Andrei
Almariks, en þaö er hann sem
efast um aö Sovétrikin veröi til
áriö 1984. Þessi litla bók er aö þvl
leyti ólik flestum öörum minn-
ingabókum útlaga, aö hún er ekki
saga andófs og fangelsana,
heldur blátt áfram frásögn af
erfiöri bemsku I fátækri tatara-
fjölskyldu I Moskvu. Þaö er ýmis-
legt merkilegt viö þessa lýsingu.
Til dæmis þaö, aö bernska af þvi
tagi sem Gujsel Amalrik lifir á
fyrstu árunum eftir strlö I
Sovétrlkjum Stalins heföi vel eet-
í tilefni þýðingar á bók Gujsel Amalrik
Endurminningarbækur
sovéskra útlaga
aö — meö litlum breytingum —
gerst allmiklu fyrr I þeirri sömu
borg, Moskvu, eöa þá i öörum
heimshlutum. Það er kannski
ekki ýkja mikill munur á þeirri
grimmd fátæktar sem slær inn I
fjölskyldulifiö sem sovéska stúlk-
an lifir og svo til dæmis reynslu
þeirra barna I slömmum Mexikó-
borgar sem lýst er I frægu riti
Oscars Lewis, Börn Sanchezar.
Sá verður þó helstur munur, aö I
Moskvu fimmta og sjötta
áratugarins er smugu aö finna út
úr myrkrinu þar sem eru skólar
og umgangur viö listir — þau úr-
ræöi voru, minnir mig, óralangt
frá slömmbúum hinnar
Rómönsku Ameriku.
Tatarar
„Mér var einkar ljúft aö
heyra”, segir Gujsel Amalrik á
einum staö, „aö þótt Rússar
undirokuöu Tatara nú— þá heföu
Tatarar um eitt skeiö veriö yfir-
drottnarar Rússanna”. Þessi
athugasemd staöfestir rétt einu
sinni vitahring þjóörembunnar:
einu sinni vorum viöherraþjóöin
og böröum ykkur áfram! En
höfundur gerir lltiö meira en aö
vekja aöeins upp forvitni: lesandi
sem ekki veit annaö en i bókinni
stendur mun eiga erfitt meö aö
átta sig á sérstööu einmitt Tatara
Irússnesku og sovésku samfélagi.
En þaö vill mörgum gleymast, aö
vandamál og staöa hinna ýmsu
smærri þjóöa Sovétrikjanna eru
næsta misjöfn, og hlutskipti
þeirra þjóöa sem bera enn vitni
um fyrra veldi Islams yfir mikl-
um hluta Rússlands er afar ólikt
vanda t.d. bókaþjóöa eins og
Gyðinga og Armena.
Þýðingarslys
Þaö kann aö reynast erfitt aö
láta höfund njóta sannmælis
vegna þess hve léleg þýöing
Bergs Björnssonar er. Málfariö
er einatt mjög klúöurslegt og
beinlinis villandi á köflum. Það
væri fróölegt aö skoöa myndir
þeirra listamanna sem þýöandinn
kallar „rússneska fylkingar-
brodda”, og furðulegt má þaö
heita, aö nýbygging Moskvu-
háskóla á Leninhæöum er allt i
einu oröin „Lenin-Bergens-
háskólinn”.Svomætti lengi telja.
Önnur rit
En dr þvl útlagabókmenntir eru
á dagskrá skal tækifærið notaö til
aöbenda á nokkrar aðrar útlaga-
bækur sem allar eru gagnmerkar
og verða vonandi þýddar á
aögengilegar tungur þótt þær séu
enn aöeins til á rússnesku.
Ljudmila Shtem hefur gefið út
ágæta skáldsögu „Tólf deildir”
sem fjallarum grimma og stund-
um óvart spaugilega valda-
baráttu visindamanna — byggír
sagan á endurminningum
höfundar. Viktor Nekrasov, sem
varö mjög vinsæll i Sovétríkjun-
um fyrir skáldsögu sina um
orrustuna við Stalingrad, hefur
skrifaö afar fróölegar endur-
minningar um llf sitt og annarra I
bókmenntum — hann býr nú I
Paris. Boris Vajl (Kaupmanna-
höfn) hefur nýlega sent frá sér
endurminningabókina „Sérlega
hættulegur fangi”; þar er aö
finna prýöilega lýsingu á leiö
ungra stúdenta inn I andóf upp úr
leyniræöu Krúsjofs 1956 og Ung-
verjalandsstriöinu.
Mikið afrek
En þá er sú bók ónefnd sem
mestur fengur er aö, en þaö er
seinna bindi sjálf sævisögu
Evgeniu Ginzburg, Krútoj
marsjrút”, sem á ensku var köll-
uö „Into the Whirlwind”. Fyrri
hlutinn kom út fyrir þrettán árum
en seinni hlutinn er nýkominn út
á Vesturlöndum — Þetta rit er
ekki útlagabókmenntir meö sama
hætti og fyrrnefndar bækur, þvi
Evgenia Ginzburg fór aldrei úr
landi, hún er nýlega látin.
Þetta bindi segir frá dvöl
höfundar i fangabúöum austast i
Siberiu á striösárunum og 1 útlegö
þar eystra frá 1947 og fram til
1955. Þetta er semsagt Gulagbók,
enum margt miklu fremri hinum
mikla bálki Solsjenitsin um sama
efni. Evgénia Ginzburg sýnir
merkilega mannlega yfirburöi
yfir Nóbelshöfundinn, ekki sist
þar sem hún lýsir afrekum ástar
og góövildar f svartnætti þess
þrælahalds sem hún hafnar i sak-
Evgenia Ginsburg: skrifar um
Gúlag meö y firburöum.
laus. Astarsaga hennar, þessa
trúlausa Gyöings úr
KommUnistaflokltínum^og Antons
Walters, þýsks læknis og
sanntrúaös kajiólika, er einhver
hin fegursta sem fyrir augun
hefur boriö um langan tima.
AB.
Orðsending til lesenda
Bókmenntasiöa veröur fastur
liöur helgarblaöanna nú um all-
langt skeiö. Ýmislegt er þegar
komiö út af nýjum bókum is-
lenskum sem þarft er og
skemmtilegt aö fjalla um; næst á
dagskrá veröur ný minningabók
Halldórs Laxness, ný skáldsaga
! Þorsteins frá Hamri ofin úr sögn
og samtiö og miklum munaöi i
máli eins og fyrri skáldsögur
hans, sem og bók sem þegar er
fariö aö kvarta yfir grimmd
i: Ljóstollur eftir Ólaf Gunn-
arsson.
A hverju ári spá svartsýnir
menn hruni 1 bókaútgáfu — en
þær spár viröast ekki ætla aö ræt-
ast i ár fremur en i fyrra, og
hitteöfyrra og eins þótt „jóla-
bókin” veröi i fimmtán þús-
undum eöa meira. Þaö er svosem
ekki mikiö verö, miöaö við þaö
hvaö brennivin og mublur kosta.
—áb.