Þjóðviljinn - 25.10.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Blaðsíða 10
1« StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. október 1980 Höskuldur Þráinsson Höskuldur Þráinsson var nýlega skipaöur prófessor I nútimaislensku viö Háskóla íslands. Hann er kornungur maöur, hefur aöeins nokkur ár framyfir þritugt, en hefur alla sina skólatiö vakiö athygli fyrir framúrskarandi námsárangur. Höskuldur er Mývetningur og lauk stúdentsprófi frá MA áriö 1966. Þremur árum siöar lauk hann BA-jirófi frá Háskóla islands og kandídatsprófi frá sama skóla 1974. I fyrra lauk hann svo doktorsprófi i málvis- indum frá Harwardháskóla i Bandaríkjunum. Um tveggja ára skeiö var hann kennari i islensku viö háskólann f Kiel og s.i. vetur var hann stundakenn- ari viö Háskóla tslands, A háskólaárum sinum tók Höskuldur mikinn þátt i félags- lifi og var formaöur Stúdenta- félags Háskóla Islands. Hann var lika spretthlaupari og dægurlagasöngvari um tima. Viö slógum á þráöinn til prófessorsins og lögöum fyrir hann spurningar. — Er áhugi á málfræöi núna meöal islenskra stúdenta? — Já, þaö er vaxandi áhugi núna eftir svolitla lægö undan- fariö. Núna er I gildi ný reglu- gerö um nám á kandídatsstigi og er unniö aö þvi aö skipu- ieggja námskipan i málfræöi eftir henni. — Þiö Kristján Amason eruö núna á visindasjóösstyrk til aö kanna nútimaframburö á Islandi. Hvernig gengur? — Viö teljum þessar rannsóknir ekki vera neitt einkamál okkar og höfum reynt aö fá stúdenta til liðs viö okkur og bæöi t.d. Ingólfur Pálmason kennari i Kennaraháskólanum og Jón Aöalsteinn Jónsson, for- stööumaöur Oröabókarinnar, hafa lagt okkur liö. Einnig veröum við varir viö vaxandi áhuga hjá erlendum málfræöingum aö kanna islenskt nútimamál en áhuginn hefur frekar veriö bundinn viö fornmáliö til þessa. Viö von- umst til aö framhald veröi á öll- um þessum rannsóknum. — Um hvaö fjallaöi doktors- riterö þin viö Harwardháskóla? — Hún fjallaöi um setninga- fræöi nútimamáls og þá einkum samsettar setningar i islensku. Ég varmeö þessu aö prófa ýms- ar málfræöikenningar, sem nú eru ofarlega á baugi, á islensk- . unni. — Er þaö um svokallaöa málmyndunarfræöi aö ræöa? — Já, málmyndunarfræöin hefur til þessa einkum veriö bundin viö enska tungu og ég vonaöist til meö þessari ritgerö aöleggja nýjan skerf til þessara fræöa þar sem islenskan hefur mun flóknara beygingakerfi en enskan og þvi ýmislegt hægt aö sjá betur i henni. — Varst þú kannski nemandi hins fræga Chomskys? — Ég sótti tima hjá honum en hann er reyndar prófessor viö annan háskóla I Boston, M.I.T. Helsti kosturinn viö aö nema á þessum slóöum er aö þar eru margir ágætir háskólar sem hafa samvinnu sin á milli og þess vegna hægt aö sækja ýmis- legt til þeirra allra. — GFr. Arni Bergmann skrifar: Hermdarverk nýfasista Fátt er algengara en aö i blöö- um og öörum fjölmiölum séu bornir saman hermdarverka- hópar „öfgamanna til hægri og vinstri” og vanalega þó meö höfuöáherslu á aö ofbeldishætt- an komi frá vinstri. Tiöindi þessa sumars og hausts hafa nokkuö breytt áherslum i um- fjöllun um þessi mál. I ágúst fórust átta tugir manna I spreng ingu i Bologna á Italiu, i september fórust þrettán manns i' sprengingu i Mflnchen ognú i október munaöi minnstu aö hundruö Gyöinga væru myrt- ir í sprengingu fyrir utan synagógu I Paris — var þaö tilræöi raunar endir á langri keöju ofbeldisverka gegn Gyöingum I Frakklandi. I öllum þessum tilvikum eru aö verki nýfasisk öfl og hefur ekki um annað veriö meira rætt siöustu vikurnar en þann sels- haus sem nú skýtur upp kolli imynd margvislegra fasista- hópa, sem bersýnilega hafa meö sér samtök og reyna aö sam- ræma aögeröir sinar. Horft i aðra átt Bæöi i Frakklandi og Þýska- landi hafa fréttaskýrendur og andfasistar vakiö athygli á þvi, aö sú alda hermdarverka sem nú gengur yfir Vestu-Evrópu veröur meöal annars rakin til þess, aöyfirvöld hafa mjög séö i gegnum fingur viö allskonar fasistahópa, og gert sem minnst úr umsvifum þeirra. Virt vest- ur-þýskt blaö, Frankfurter Allgemeine.segir t.d. aö ofbeld- isverk hægrisinna hafi yfirleitt veriö túlkuö á mjög hlutdrægan hátt á þessa leiö: Þeir sem aö verki voru eru kallaöir einstakir fáráölingar sem ekki er mark á takandi. Lögö er áhersla á að um einstaka upphlaup sé aö ræöa — um leiö og öll áhersla er lögö á þaö aö hin raunverulega hætta sé frá vinstrisinnuöum hermdarverkamönnum. Þýska vikuritiö Spiegel leggur á þaö mikla áherslu i yf- irlitsgrein um málið.hvernig hin kristilega hægriblökk Þýska- lands og þeir fjölmiölar sem hana styöja, hafi keppst viö að gera sem allra minnst úr nýnas istahópunum. Þeir hafi þó mjög unniö gegn betri vitund, þvi aö lögregluyfirvöldum sé mætavel kunnugt um mikla vopnasöfnun þessara hópa, um alþjóðleg tengsl þeirra og þar fram eftir götum. Auk þess gerir Spiegel þann samanburö á sprenging- um nýfasista og t.d. mannrán- um Baader- Meinhof hópsins, sem sprottin eru af vissri teg- und anarkisma, aö september- moröin i Miinchen heföu ein Kostaö fleiri mannslif (13 látna og 219 særöa), en öll afbrot Baader-Meinhoffólksins, þar til kjarni þess hóps var handtekinn áriö 1972. Auk þess er á þaö minnt, aö meöan svonefndir vinstriöfgamenn hafa beint sinu ofbeldi gegn einstökum mönn- um stunda nýfasistar „blind grimmdarverk”, handahófs- morö sem eiga eftir þeirra kenningu aö kalla á meira lög- regluvald og aukna spennu i þjóöfélaginu og draga úr trausti manna á lýöræðislegu starfi. Dapurleg saga Þessi samanburöur er ekki nefndur hér til þess aö réttlæta þá sem kallaöir hafa veriö öfga- menn til vinstri. Saga slikra hópa hefur veriö næsta sorgieg, allt frá þvi aö róttækir rússneskir hugsjónamenn kom- ust aö þeirri niöurstööu á seinni hluta siöustu aldar, aö eina færa leiöin til aö berjast viö ein- valdan keisara væri aö sprengja hann I loft upp eöa helstu em- bættismenn hans. 1 slikum hreyfingum fylgir undarleg spilling jafnan i kjölfar samsær- isins: endanlegan ósigur biöa þeir svo þegar upp kemst, aö samsærismaöur úr innsta hring er um leiö Utsendari lögreglu keisarans, tvöfaldur agent sem á aö leiöa hreyfingu i ógöngur. Slik reynsla hefur jafnan fælt eindregiö alla þá vinstrisinna frá hermdarverkarómantik, sem gera sér grein fyrir þvi, að annaöhvort fá þeir fulltingi alþýöu manna viö sinn málstaö eöa þeir komast ekki spönn. Vitanlega eru til þær stjórnir sem svo djöfullegar eru, aö ör- þrifaráöiö sýnist þaö eitt aö skjóta haröstjórann á færi — og er þar átt viö menn eins og Ritstjórnargrein Somoza, Stroessner i Paraguay eöa þá Hitler meöan hann var og hét. Aö minnsta kosti veröur erfitt aö fordæma þá sem þannig fara aö andspænis valdi sem engin griö gefur. En jafn- dapurlegt veröur þaö engu aö siöur, þegar einstakir hugsjóna- menn á villigötum yfirfæra vél- rænt aðstæður hjá glæpastjóm- um af þessu tagi yfir á tiltölu- lega siömenntuö réttarriki — enda er sú villa, sem betur fer, mjög á undanhaldi. Að falsa uppáskrift En þá er ekki getið um einn þátt þessa máls, sem vert er aö gefa sérstakan gaum, þegar fjölmiölar hella i eina súpu ný- fasistum og leifum af stjórn- leysingjarómantik. Vikuritiö Spiegel sem fyrr var nefnt, minnir á þaö, aö þeir sem eiga aö vernda stjórnarskrá Vestur- Þýskalands viti þaö vel, að nýnasistar hafa mjög velt fyrir sér möguleikum á aö koma ábyrgö á hermdarverkum sem þeir sjálfir fremja yfir á „öfga- menn til vinstri”, og þeir hafa ekki látið sitja viö vangaveltur einar. Tekiö er dæmi af þvi, aö þekktur hægrisinnaöur prófess- or i Köln hafi látið kunningja sina hægrisinnaöa ræna sér rétt fyrirkosningartilfylkisþings og látiö sem vinstrimenn væru þar aö verki. Svipaöir hlutir hafa gerst á Italiu: þar hafa þær deildir lögreglunnar sem mest eru mengaöar fasisma sent menn inn I vinstrihreyfingar i þeim tilgangi, aö þeir breyti friösömum mótmælaaögeröum i sprengjukast og vopnaviö- skipti. Til aö hægt sé á eftir aö hafa hátt um „hættuna frá vinstri”. Hvort sem þau mál eru rakin lengur eöa skemur: þaö er ljóst, að meöal ráövilltrar miöstétta- æsku og atvinnuleysingja Evrópu finnst efniviöur i fasistahreyfingar, sem þegar hafa látiö til skarar skriöa meö árásum á Gyöinga og farand- verkamenn og meö „blindum” hermdarverkum. Þaö er engin ástæöa til aö ætla aö Island losni meö öllu viö þennan ófögnuö: eins gott aö menn séu viö öllu búnir nú þegar. — áb. Nýfasistavigorö á vegg IParis: Hitler um þúsund ár. Cr Gullfiskunum: F.v. Asta Magnúsdóttir, Margrét Snæbjörnsdóttir, Unnsteinn Kristinsson og Hólmberg Magnússon (Ljósm.: Hreggviöur) Gullfiskar í Garðinum I gærkvöldi frumsýndi Litla leikféiagiö I Garöinum ieikritiö Gullfiskana eftir sænska rithöf- undinn Per Gunnar Evander og er þaö I fyrsta skipti sem flutt er verk eftir þann höfund hér á landi. Jakob S. Jónsson þýddi verkiö og leikstýrir jafnframt sýningunni. Gullfiskarnir eru skrifaðir fyrir um 5 árum og fjallar leikritið um hræringar i atvinnulifi Svia. Þaö gerist i litlu þorpi þar sem fólkið verður fyrir þvi að missa úr hönd- um sér eina atvinnutækið og neyöist til aö flytja á brott. Lýst er lífi einnar fjölskyldu og dregur höfundur upp mynd af viöbrögð- um og tilfinningum fólksins gagn- vart þessum örlögum sinum á mjög næman og skilningsrikan hátt. Leikritið byggist á stuttum at - riöum og er skemmtilet og spennandi þótt þaö fjalli um alvarlega atburöi. Hlutverkini Gullfiskunum eru 7 og leika þau Ólafur Sigurösson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Unn- steinn Kristinsson, Hólmberg Magnússon, Asta Magnúsdóttir, Hreinn Guöbjartsson og Þórdis Jónsdóttir. Leikmynd geröu Sig- fús Dýrfjörö og Bragi Einarsson, en lýsingu annast Svavar Óskarsson. Litla leikfelagið er nú 5 ára gamalt og hefur á þeim tima sett upp fjölda rómaðra sýninga þ.á m. Hart ibak eftir Jökul, Táp og fjör og Þið munið hann Jörund eftir Jónas, einnig Delerium bubonis eftir bræöurna Jónas og Jón Múla Arnasyni og Sjö stelpur. Veröur að telja Litla leikfélagið i Garöi meö þeim öflugustu á land- inu undanfarin ár. Það hefur nú að undanförnu sýnt barnaleikrit eftir Brian Way viða i grunn- skólum við mjög góðar undirtekt- ir (m.a. i Reykjavik) og ætlunin er aö feröast með þessi tvö leikrit saman á næstunni. Næstu sýningar á Gullfiskunum i Garöinum eru á mánudag, miðvikudag og fimmtudag og hefjast allar kl. 9. — GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.