Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 11

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 11
Helgin 25. — 26. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 #mér datt þad í hug JmIH Anton Helgi Jónsson skrifar: „TALKIN’ ’BOUT MY GENERATION” „Þaö ætti aö hengja alla þessa poppara,” var haft eftir aust- firskum alþýöumanni i Mogg- anum á liönu sumri. Blaöa- maður haföi spurt, hvort maöurinn hlustaði á útvarp eða sjónvarp. Hann svaraöi: „Mér finnst viö gamla fólkiö heföum átt að fá fritt útvarp og sima. Sjónvarpið hefur samt engan tilgang. Það er þetta andskot- ans popp I þvi alla daga. Þaö ætti aö hengja alla þessa popp- ara. Það eina sem ég hlusta á i sjónvarpinu eru fréttirnar. Þaö er ekkert annaö i þvi fyrir gam- alt fólk.” Sá sem þetta sagöi er gamall maður, fæddur 1896, svo viöhorfiö til poppara er skiljan- legt. Sem betur fer er nöldur gamalmenna yfirleitt ekki tekið alvarlega. En biöum' viö, hér kemur önnur tilvitnun: „Á siðustu misserum hafa svo risiö upp hér á landi nýir „vinir alþýöunnar”, sem kveöjast ætla að hefja hana uppúr niöurlæg- ingu meö þvi aö leika og syngja fyrir hana lélega uppsuöu af þessari fjölþjóðlegu verslunar- músik við ennþá verr geröa texta. Helsti samnefnari þessa fyrirbæris heitir vist gúanó- rokk.” Þessi klausa er úr grein sem birtist i Þjóöviljanum föstudag- inn 10. október. Höfundur er Arni Björnsson, maöur á fram- kvæmdaaldri, og viröist helst sem nöldur Austfirðingsins hafi knúiö hann til athafna. Meö skrifi sinu reisir Arni snotran gálga og er ætlun hans tvimæla- laust sú „að hengja alla þessa poppara.”,Hann fer þó hægt af staö, og þaö reynist bara einn sem hann kallar á meö nafni upp i gálgann. Sá sem veröur fyrir valinu er Bubbi Morthens. Svo óheppilega tekst þó til, aö snaran lendir um hálsinn á Arna sjálfum. En sleppum þvi i bili. Aö góöra manna siö byrjar Arni á þvi, aö þylja nokkur ákæruatriöi yfir þeim sem hann hyggst hengja. Hann ákærir Bubba fyrir aö vera á mála hjá forheimskunarsérfræöingum fjölþjóöahringa og umboösaöila þeirra hérlendis, Vinnuveit- endasambandi Islands. Þá sakar hann Bubba um aö halda verkalýbnum i skefjum og stuöla aö þvi aö halda lifs- kjörum niðri. Þetta eru stórar ásakanir, en ég efast ekki um að austfirðing- urinn tekur heilshugar undir þær. Trúlega vill hann þó bæta viö, aö þaö séu Bubbi og hinir poppararnir sem standi i vegi fyrir þvi að gamalt fólk fái fritt útvarp og sima. Nú kann einhver aö spyrja: „Getur það veriö aö jafn skegg- prúöur maður og Arni Björns- son hlaupi til og beri annaö eins á Bubba Morthens, bara vegna þess aö einhver kall á Aust- fjörðum er að nöldra i Mogg- anum?” Nei, þaö býr annað og meira á bakvið. Alveg einsog Þjóövilj- inn ber Arni Björnsson mikla umhyggju fyrir þeim merku hjúum Alþýöu og Verkalýö. Hann vill þeim allt hiö besta. En öfugt viö Þjóðviljann er Arni á móti popptónlist, gott ef hann telur hana ekki tilheyra „menningarlegu • lágstigi”, segir hana gera þau Alþýbu og Verkalýö að auösveipum vinnu- dýrum, — og það sem verst er, koma á þau óorði. Eða einsog Árni oröar þaö: „Svo leyfa menn sér aö kalla þetta alþýðu- tónlist — og fá hrekkleysingja til að trúa að svo sé. Þaö er verið aö ýta undir þann gamla áróöur aö alþýöutónlist hljóti aö vera „vulger”.” En þaö er ekki nóg meö að Arna þyki tónlist Bubba vera „vulger” og „fjölþjóðleg”, hann finnur skitalykt leggja af text- unum. Reyndar telur hann þá virðingarverða tilraun til að nálgast hinar slorugu staö- reyndir, en bætir við: „...hvers vegna þarf endilega aö kasta svona til þess höndunum? Halda fulla leit aö einhverjum veg- visum og leita þá gjarnan til baka, á brautir frumherjanna. Um leið afhrópa þeir hina áhrifariku miöla auðvaldsins, og telja þaö svik við málstaðinn, stingi einhver upp á þvi, aö nota þessa miöla i þágu sósialism- menn virkilega, aö skáldskapur um slor og skit þurfi sjálfur að vera fúll og slepjulegur? Hall- grimur Pétursson orti 50 sálma við viðbjóðslegt athæfi: sak- lausan mann negldan á kross. En hann geröi þaö fagurlega. Halldór Laxness skrifaði Sjálf- stætt fólk um haröneskju fátæktarinnar. En það var samt listaverk.” Samt var þaö listaverk. Látum liggja milli hluta hina dularfullu athugasemd um Hallgrim Pétursson, hún er listaverk út af fyrir sig. En þegar Arni stillir upp Halldóri gamla frá Laxnesi og Sjálfstæðu fólki fer maöur loksins aö skilja hvers vegna hann vill hengja poppara. Þaö er ekkert vafamál aö tækniframfarir siöustu áratuga hafa komið illa viö sósialista. Þeir sjá hvernig auövaldið dælir gegndarlausum áróöri inn á hvert heimili i gegnum sjón- varpiö. Þeir sjá hvernig það dreifir glæsilegum auglýsinga- og afþreyingarritum i miljóna upplögum, meöan þeirra eigin bæklingar, fjölritaöir i fáum eintökum, rykfalla i hillum. Og það hefur ekki farið framhjá sósialistum, að hljómflutnings- tæki njóta meiri vinsælda en sellufundir eða fundir i verka- lýðsfélögum. 1 krafti fjár- magnsins og tækninnar hefur auðvaldiö alla möguleika á þvi aö heilaþvo fjöldann. Gagnvart þeirri staöreynd standamargir sósialistar 'lamaöir. Þeir ráöa hvorki yfir tækni né fjármagni til að vega upp á móti vitundar- iðnaði auövaldsins. En til aö tapa ekki áttum I öllu mót- lætinu hefja þeir örvæntingar- ans. Þaö er engin tilviljun aö Arni Björnsson stillir upp Sjálfstæöu fólki sem „listaverki” gegn „slori” Bubba Morthens. Hér á landi er til sorglega margt fólk sem horfir meö dýrbaraugum til kreppuáranna, vegna þess að „þá var eitthvað að gerast. Þá var harka I stéttabaráttunni og þá voru bestu bókmenntir aldarinnar skrifaðar. Þá var enginn rafmagnsgitar og þá var ekkert sjónvarp. Þá las Verka- lýður baráttuljóö og Alþýða vakti langt fram á nætur yfir Sjálfstæöu fólki.” Og þegar þetta fólk veit, að það var herinn sem flutti inn bæöi sjón- varpið og poppiö, þá, já þá hefur þaö nú aldeilis gild rök fyrir þvi að þaö eigi ab hengja alla popp- ara. Arni Björnsson er ekki vit- laus. Hann veit að Halldór Lax- ness ólst upp i ööru þjóðfélagi en Bubbi Morthens. Hann veit aö Halldór læröi aö lesaáMynsters- hugleiöingar, en Bubbi á Gagn og gaman. Hann veit aö Halldór var fóstraöur af ömmu sem mundi aftur i aldir og kenndi stráknum skáldskap eldri kyn- slóða. Hann veit aö Bubbi upp- fóstraðist undir kanasjónvarpi og popptónlist. Árni veit lika, aö Halldór hefur aldrei gert neitt annaö um ævina en skrifa bækur. Hann veit lika, að þegar Halldór gaf út sina fyrstu bók, leysti móöir hans belju úr fjósi sinu til aö borga prentsmiöju- kostnaö. Og Arni veit, aö þegar Bubbi gaf út sina fyrstu hljóm- plötu fór hann i loðnubræðslu til aö vinna fyrir upptökukostnaöi. Allt þetta veit Árni og margt fleira. En eitt veit hann ekki, hann veit ekki hvernig hann á að bregöast við þvi þjóöfélagi sem Bubbi Morthens ólst upp i. Hann getur ekki sætt sig viö þetta þjóðfélag. Þaö getur Bubbi ekki heldur. En Bubbi kann aö bregðast viö á réttan hátt. Hann véit af eigin reynslu aö átökin eru hér og nú. Og hann gripur þau sterkustu vopn sem hann hefur viö hendina, án þess aö velta þvi fyrir sér hvort þau kallist listaverk eða eitthvað annað. Nei, Árni veit ekki hvernig hann á að bregðast viö, hann veit bara að Halldór Laxness spilaði aldrei á rafmagnsgitar. Þess vegna fer hann út i guö- fræöi og fer aö tala um „lista- verk”. Þess vegna afgreiðir hann kraftmikla rokktónlist með frasanum „fjölþjóöleg verslunarmúsik”. Meö nöldri sinu mun Arni Björnsson ekki r-4 eyrum ungs fólks á tslandi. .. ni mun ekki laöa ungt fólk undir merki sósialismans, eöa i raðir herstöðvaandstæöinga. Synir og dætur Verkalýðs og Al- þýöu munu ekki hlusta á hann. En Arni greyið má eiga það, aö hann er prýöilegur i þvi að fræða gamalmenni um hvað poppiö sé skitugt. Og snaran sem hann ætlaði aö koma um hálsinn á Bubba er farin aö nálgast hann sjálfan iskyggi- lega mikið. Siðustu tvo áratugi hafa verið ortir margir popptextar á tslandi. Flestir eru blóölitill skáldskapur. Viöa má finna i þeim málvillur, klúðurslegt orðalag, ófrumlega hugsun. Yfirleitt f jalla þessir textar ekki um baráttu daglegs lifs eða póli- tisk málefni. Svokölluö „ást” og hennar fylgikvillar eru vin- sælasta yrkisefniö. Iöulega spilla þessir lélegu textar þeim hressilegu lögum sem þeir hafa veriö sungnir undir. Þetta er allt ákaflega hryggilegt, sér- staklega vegna þess, aö þetta er sá skáldskapur sem hefur náö eyrum flestra siöustu tvo ára- tugina. Og þaö er ekki fráleitt aö áiykta sem svo, aö þessi skáld- skapur hafi aö einhverju leyti haft skaðleg áhrif, vanið fólk viö leirburð og merkingarleysur i staöinn fyrir kjarngóö ljóð. En hvers vegna er þetta svona? Eru textarnir lélegir vegna þess að tónlistin er fjölþjóöleg? Eru textarnir lélegir vegna þess aö þeir eru ortir i anda Eggerts Ólafssonar? Er kannski brag- eyrað týnt? Nei, textarnir hafa fyrst og fremst verið lélegir vegna þess aö þeir eru ekki ortir af skáldum, þ.e.a.s. mönnum sem leggja einhverja vinnu i aö raöa saman oröum á skynsamlegan hátt. Þeir eru ortir af tónlistar- mönnum sem fyrst og siöast eru að hugsa um músik. Og tón- listarmennirnir hafa neyðst til þess aö setja saman texta. Skáldin eru ekki á þeim bux- unum aö láta orða sig við poppið. Poppiö er „vulger”, nei þá gef ég heldur út ljóöabók i hundrað eintökum. Þaö var ekki draumurinn um heimsfrægðina, sem kom popp- urunum til að yrkja á ensku hérna um árið. Nei, þaö var búiö að berja svo rækilega inn i þá, aö þeir væru „fjölþjóölegir”, „vulger” og „óþjóölegir”, aö það lá beint viö að yrkja á ensku. „Ástkæra ylhýra máliö” var ekki þeirra mál, þaö var mál menntamannanna, foreldr- anna og sósialistanna, sem fussuöu og sveiuöu viö aö sjá timanna tákn; rafmagns- gitarinn. Og poppararnir, sjálf- menntaöir alþýöukrakkar, fengu minnimáttarkennd, héldu sig stadda i einhverjum afmörkuöum „poppheimi” sem hvergi snerti hið daglega lif. Og þeir sem byrjuöu i poppinu uppúr 1960 fóru margir i hundana, gengu á mála hjá ,,f jölþjóölegu músikhring- unum” og framleiddu siöan gelda iönaöarmúsik. Bandarikjamaöurinn Joe Hill hefur verið i miklu uppáhaldi hjá sósialistum viöa um heim. Joe Hill orti pólitiska söngtexta, hann orti þá undir lög sem Hjálpræðisherinn haföi gert vinsæl. Og textar hans fóru viöa og höföu sjálfsagt góö áhrif. Þegar popptónlistin kom til Islands horfðu sósialistar aftur til kreppuáranna og spuröu: „Spilaöi Halldór Lanxness á rafmagnsgitar?” Og svöruðu: „Nei, hann spilaði aldrei á raf- magnsgitar.” Þar með þóttust þeir vita, aö ekki væri hægt aö nota poppiö i baráttunni. t staöinn fyrir að taka poppiö upp á arma sina, létu þeir þaö sigla sinn sjó á vegum auövaldsins. En ef þá vantaöi söng til að kyrja, grófu þeir upp kassagitar og Hjálp- ræðisherslögin hans Joe Hilt. •Það var i lagi, þvi Þórbergur minnist á Joe Hill i Bréfi til Láru. Á siðustu árum hafa ungir sósialistar skynjaö kraftinn i poppinu, skiliö aö þaö má nota þaö i baráttunni. Nýjasta dæmiö um þetta er Bubbi Morthens og Utangarðsmenn. Tónlist Bubba og textar túlka frábær- lega þann sloruga veruleika, sem hann hefur lifaðog hrærst i. Vissulega má ýmislegt finna að textum Bubba, en hann er jú lika fremur tónlistamaður en skáld. Og þegar á aö gagnrýna textana hans verður aö gera þaö útfrá einhverju ööru en kreppuárapólitik. Menn veröa aö skilja, aö þegar Bubbi syngur eina „sloruga” setningu á balli i verstöö vinnur hann sósialism- anum meira gagn en Þjóöviljinn á heiiu ári. Hvers vegna? Jú, vegna þess aö Bubbi er á staön- um. Hann er i slorinu og skitn- um með þeim Alþýðu og Verka- lýð. Mér finnst aö Arni Björnsson ætti að þakka fyrir að Bubbi skuli vera sósialisti, en ekki eitthvað annað. Og Arni ætti ,aö hætta aö láta poppið pirra sig. Poppiö er ekki neinn sér afmarkaöur heimur, það er fátt sem snertir eins daglegt lif verkafólks i landinu og einmitt poppiö. Aftur á móti eru Árni og hans likar i lokuöum heimi, sem hvergi snertir lif venjulegs fólks i landinu. Arni reynir i grein sinni i Þjóöviljanum aö hengja poppara, en það er ekki undar- legt aö snaran skuli lenda um hálsinn á honum sjálfum; undir lok greinarinnar reynir hann aö vera fyndinn. Hann viöur- kennir, aö honum finnist flestir sjómannasöngvar siöustu 40 ára væmnir og púkalegir. Siðan segir: „Verri eru þó þeir sem skitalyktina leggur af. Þaö liggur viö aö maöur andvarpi: heldur púkó en kúkó.” Arni gleymir einu; skitalyktin fylgir lifi, og það er öruggt mál, aö þau Alþýöa og Verkalýöur vilja miklu fremur „kúkó”, heldur en hægðatregðu Arna Björnssonar. Látum Arna hanga i sinum eigin gálga um stund og vonum aö hann hressist eitthvaö viö þaö. Best væri aö hann kæmi ekki niður fyrr en hann er búinn aö skilja hin miklu sannindi lifsins og sósialismans: Músik- hringarnir hafa ekki abeins smiöaö vopnin sem þeir veröa vegnir meö, þeir hafa lika skapaö mennina sem munu bera þessi vopn — tónlistar- menn nútimans, popparana.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.