Þjóðviljinn - 25.10.1980, Page 22

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. október 1980 Jón Guömundsson skrifar Höfundur hefur lokiö fil.- Lundi og stundar nú fram- kand. prófi í stjórnmála- haldsnám þar í alþjóða- fræöum frá háskólanum i stjórnmálum. Skipbrot utanríkis- stefnu Þar sem forsetakosningar fara fram i Bandarikjunum i nóvem- ber næstkomandi og likur fyrir aö núverandi forseti — Jimmy Carter — og utanrikisstefna hans komi til meö aö hverfa af sviöi al- þjóöamála, er kannski rétt aö staldra viö og ihuga þau grund- vallaratriöi sem hafa stjórnaö ákvöröunum hans i utanrikis- málum og þá þýöingu og þær af- leiðingar sem þessi grundvallar- atriöi hafa haft á ástand heims- mála þau þrjú ár, sem Carter hefur setið i Hvita húsiiju. Aö sjálfsögöu getur einhliöa grein aldrei gefiö alhliða skýringar á öllum þáttum utanrikisstefnu Carters. og verö ég þvi miöur aö sleppa mörgum atriöum i utan- rikisstefnu hans, sem gætu varpað skýrara ljósi á margar af hans furöulegu ákvöröunum i utanrikismálum. Breyttar aðstæöur í heims- málum Þegar Jimmy Carter tók viö embætti sem forseti Bandarikj- anna i janúar 1977 höföu skilyröin fyrir utanrikisstefnu Bandarikj- anna breyst i mörgum þýöingar- miklum atriöum. Þessar breyttu aðstæöur voru: A) Þaö var tiltölulega friösamt i heimsmálum. I fýrsta skiptið eftir seinni heimstyrjöldina tók bandariskur forseti viö embætti án þess aö stórveldin styddu eða væru hluthafendur i striði i Þriöja heiminum. Ef maöur undanskilur Rhodesiu þá var þjóöfrelsisbaráttunni gegn ný- lenduveldunum i Þriöja heim- inum i stórum dráttum lokið — eftir sigur þjóöfrelsis- hreyfinganna i Indókina og portúgölsku nýlendunum. 1 Mið austurlöndum var um aö ræða hernaðarlegt jafnvægi frá októ- berstriöinu 1973 sem breyttist ekki aö neinu leyti þrátt fyrir borgarastyrjöldina i Líbanon. B) Segja má aö hernaðarlegt jafnvægi hafi rikt milli stjórveld- anna. SALT I samningurinn frá 1972 um takmörkun á langdræg- um kjarnorkuvopnum var staö- festing á þvi, aö bæöi Moskva og Washington álitu það óhagstætt aö halda áfram vigbúnaðarkapp- hlaupinu án einhverra takniark- ana. C) Deiian milli Sovétrikjanna (SR framvegis) og Kina var nú öllum fullkomlega ljós siöan landamæraskærurnar byrjuöu 1969 og þaö sáust engin merki að úr þeim drægi þrátt fyrir fráfall Maos og ChouEn-lai 1976. Þessir atburöir sýndu aö ekki var lengur hægt aö hræöa fólk meö ,,sam- stæðri, vaxandi kommúnistískri ógn undir forustu Moskvu” til aö skapa samstööu i hinum s.k. ,,frjálsa heimi”. D) Deilurnar milli vesturveld- anna sýndu einnig aö annaö áhrifasvæöiö i tvöfaldri heims- mynd kalda striösins haföi viö miöjan áttunda áratuginr. skipst i fleiri og ólik áhrifasvæöi. Sú staö- reynd aö V-Evrópa og Japan vildu ekki og án mótmæla beygja sig undir áhrif USA kom fram i margvislegum málum, t.d. versl- unarmálum, orkustefnu, fram- leiöslu og sölu á vopnum svo og auknum verslunarviöskiptum og feröalögum milli V- og A-Evrópu. Hinn s.k. Evrópukommúnismi gerði mörgum erfitt fyrir að skiljaá milli „vina” og „óvina” i hugmyndafræöilegum skilningi, sem var eitt af frumskilyrðum fyrir forustuhlutverki Banda- rikjanna á dögum kalda striösins. E) Ekki var lengur hægt aö ganga framhjá kröfu Þriðja heimsins um að fá að gegna sjálf- stæöara hlutverki I heimsmáium. Þegar gömlu nýlendurnar höföu fengið sitt sjálfstæöi uröu þær margar hverjar áhrifamiklar vegna sinna hráefnalinda, bæöi sem einstök riki og samstæö heild (OPEC og hin sameiginlega krafa um nýja efnahagsskipun i heim- inum). Þessi nýju lönd sýndu samstöðumátt sinn i mörgum al- þjóöastofnunum t.d. hjá SÞ og gegn riku iönaöarþjóðunum i Ameriku og V-Evrópu. F) Bandarikin höföu í fyrsta skiptið 1 sögu sinni ekki lengur möguleika til að fullnægja sinum þörfum fyrir hernaöarlega mikil- vægar vörur t.d. oliu, meö nýt- ingu eigin auölinda sinna. G) Hvlta húsiö haföi misst mikiö af sinni fyrri virö- ingu — bæöi innan- og utan- lands — sem er svo nauðsynleg til aö orð þess séu tekin trúanleg og aðrar þjóöir geti treyst á þau,— Watergatehneykslið skap- aði vantrú á forsetaembættinu og framkvæmdavaldi þess. Viet- namstrlðið vakti sterka andstöðu hjá almenningi gegn þvi aö senda ameriska hermenn til landa sem ekki höfðu beina þýðingu fyrir eigið öryggi USA. Þar aö auki haföi Bandarikjaþing komið til leiöar aö sett voru mörg lög sém takmörkuðu vald forsetans i utanrikismálum. Astæöan fyrir þvi aö þingiö kraföist betra eftirlits meö forset- anum I utanrikismálum var sú, aö mörg mál sem vöröuöu sam- skipti Bandarikjanna viö umheim inn höfðu innanrikispólitiska þýö- ingu: orku- og hráefnisþörfin, gjaldeyrismál, kjarnorkutækni og dreifing kjarnorkuvopna vopna- og matvælaútflutningur, aöstoö viö fátækar þjóöir og verslunarstefnan. Afleiðingin af þessum hömlum á forsetann varö sú aö hann var neyddur til aö berjast á tvennum vigstöövum. Hann varö aö taka frumkvæöiö til að leysa aökallandi vandamál og á sama tlma vera hóflegur I kröf- um sínum til þingsins og taka til- lit til áhrifahópa, ef hann átti að hafa nokkra möguleika til aö fá sinar kröfur að einhverju leyti samþykktar i þinginu. Sú tiltölulega breiöa samstaöa sem var fyrir hendi I tið kalda strlðsins varöandi hlutverk Bandarikjanna i heimsmálum, haföi nú riölast þegar Carter tók viö I Hvlta húsinu. Sú heföbundna utanrikisstefna Bandarlkjanna á árunum eftir seinni heimsstyrj- öldina aö umkringja Sovétrlkin meö herstöövum / bæla niöur meö öllum ráðum félagsleg um- bótaöfl I Þriöja heiminum, sem gátu — aö mati USA — oröiö hættuleg bandariskum hags- munum, styrkja einræðisstjórnir hernaðarlega og efnahagslega sem voru þægir stuðningmenn USA og mynda hernaöarbandalög i öllum heimshornum, beiö að sið- ustu aigjöran ósigur með uppgjöf bandariska hersins i Vietnam. Utanríkispólitískar kenn- ingar í tíð Nixons og Kissingers. 1 tið Nixons, Fords og Kissing- ers var gerö tilraun til aö skapa nýja bandariska utanrikisstefnu. Þessi nýja stefna kom meðal annars fram i nýrri afstööu til SR og Kina. Þessi stefna var I fyrsta lagi hagstæö fyrir Bandarikin á þann hátt, aö hún hjálpaöi þeim aö halda forustuhlutverki sinu á vesturlöndum, og I ööru lagi — þá I byrjun áttunda áratugs- ins — leiddi hún til bættrar sam- búöar viö Sovétrikin annarsvegar og Kina hinsvegar. Meö þessu skyldi kostnaöurinn af áfram- haldandi köldu strlöi minnka og þar að auki skyldi sundurlyndiö milli landanna I Vestri um hvort Vesturlöndum raunverulega staf- aði hætta af Sovétrikjunum hverfa. Stefna Nixons og Kissing- ers — þess efnis aö minnka spennuna miili USA og SR — var notuö sem nokkurs konar mælikvaröi á árangur utanrikisstefnu Bandarikjanna. Sagt var að þessi „friöarstefna” væri eitt af skilyröunum fyrir aö, a) koma i veg fyrir kjarnorku- striö og koma á fót takmörkun i vfgbúnaðarkapphlaupinu milli Stórveldanna (SALT I var.mikil- vægasti árangurinn), b) leysa or- sakirnar fyrir árekstrum og striöshættu milli landa I Evrópu (t.d. stórveldasamkomuiagið um Berlin 1971), c) þróa efnahagsleg og menningarleg samskipti milli Austurs og Vesturs sem gæti FYRSTI HLUTI dregið úr hættunni á nýjum árekstrum, d) skapa „hegðunar- reglur” milli stórveldanna til þess aö gera það léttara aö skapa „gagnkvæma varkárni” milli þeirra á vissum stööum og svæð- um þar sem stríöshættan var hugsanleg. Samkvæmt kenningum Nixons og Kissingers var slökunar- stefnan nothæf viö alla þætti bandariskra utanrikismála. Fyrir þá skipti öllu máli valda jafnvægið milli BR og SR i al- þjóðamálum. Nixon og Kissinger höföu þá skoöun aö öll þjóðriki sæktust eftir aö auka sitt hern- aðar stjórnmála- ogefnahagslega öryggi. Stefna Nixons og Kiss- inger tók aldrei inn i sina heims- sýn þau áhrif sem alþjóöa auö- hringir, alþjóöasamtök, alþjóða stofnanir, minnihlutahópar, þróunarvandamáliö og litil fram- leiöslugeta fátæku þjðöanna höföu á samskipti Sovétrikjanna og Bandarikjanna og hiö almenna valdajafnvægi I heiminum. Þessi einhæfa áhersla á slök- unarstefnuna og Kina hjá Nixon og Kissinger sætti gagnrýni hjá mörgum. Vandamál sem nær stóöu stórum hluta af heiminum einsog fæðuskortur, auöskipt- ingin milli fátækra og rlkra þjóöa, efnahagssveiflur, verslunar- og gjaldeyrisvandamál o.s.f. — voru varla rædd á sameiginlegum fundum fulltrúa Sovétrikjanna og Bandarlkjanna. Það sýndi sig þar aö auki, aö slökunarstefnan upp- fyllti ekki þau skilyröi sem stuön- ingsmenn hennar höföu vonast til. Vlgbúnaöarkapphlaupiö hélt áfram af fullum krafti hjá báöum stórveldunum, þrátt fyrir fögur loforö. Margir vöruöu USA viö aö þessi stefna drægi úr möguleik- unum fyrir litlar og meöalstórar þjóöir til aö hafa áhrif i alþjóða- málum. Stórveldin tækju einhliöa ákvaröanir sem varöaöi hags- muni annarra rikja, án þess aö leita álits hjá sinum banda- mönnum, sem þar aö auki væru oft neyddir til aö fylgja þessum ákvöröunum. Kröfur um breytta stefnu. Eftir Vietnamstriöiö vildu margir áhrifamenn i Bandarikj- unum draga úr þeim umsvifum sem þau höföu viösvegar um heim. Formaöur þingflokks demókrata i Oldungadeildinni. Mike Mansfield, kraföist þess i byrjum áttunda áratugsins aö BR tækju heim hluta af ameriska hernum erlendis. Demókratar vildu aö bandarisk utanrikis- stefna skyldi: a) gera greinar- mun á grundvallar- og minna árlöandi hagsmunum BR, á raun- verulegri þjóöarhættu og hugsan- legri eöa vafasamri hættu sem steöjaði aö bandariskum hags- munum, b) aö vera sveigjanlegri, með þvi að svara á ólíkan hátt og i réttu hlutfalli þeirri hættu sem aö BR steðjaði og taka mið af þeim sérstöku aöstæöum við hvert til- felli. Afleiöingarnar af þessu áttu að verða þær, aö Bandarikin hættu að leika stórveidishlutverk á sama hátt og þau höfðu gert siö- ustu 25 árin og sætta sig viö, aö vera i framtiöinni riki án nokk- urra sérréttinda. Ef þjóöfélags- kerfi Bandarikjanna ætti aö hafa einhverja möguleika til aö hafa áhrif I heiminum þá yröi þaö aö gerast án vopnavalds. Þessi hugsunargangur var útbreiddur meöal andstæðinga Vietnam- striösins, menntamanna og frjálslyndra i bandariska þing- inu. Einn annar hópur sem krafðist breyttrar utanrikisstefnu voru s.k. Þrihyrningsmenn. Alit þeirra var, aö þaö væri BR fyrir bestu ef hin vestrænu iönaðarlönd — sem höföu sama stjórnmála- og efna- Jiagskerfi — sameinuðust um aö verja sameiginlega hagsmuni. Þessir menn settu á stofn sérstakt ráö sem skyldi vinna aö þessum málum. 1 þessum hópi voru menn frá BR, Japan, Kanada og V-Ev- rópu. Aö þessum samtökum stóöu iönjöfrar, fjármálamenn, áhrifa- miklir stjórnmálamenn, dipló- matar og menntamenn. Sá sem tók frumkvæðiö aö stofnun þess- ara samtaka var enginn annar en bankastjóri Chase Manhattan Bank, David Rockefeller. Fram- kvæmdastjóri fyrir samtökin var ráöinn núverandi aðalráögjafi Carters i utanrikis- málum — Zbigniew Brzezinski. Aöal markmiö þessa félags- skapar var aö reyna að breyta utanrikisstefnu BR I þá átt aö auka og þróa samskiptin viö Japan, V-Evrópu og N-Amerlku eöa á milli Þrihyrningssvæöanna, Japans, V-Evrópu og N-Ameriku. Þessi hópur áhrifamikilla manna, bæöi i ameriskum stjórn- málum og fjármálum, sem gerö- ust stuöningsmenn Þrihyrnings- stefnunnar, höföu mest áhrif á utanrikisstefnu Carters, af þeirri einföldu ástæðu aö hann sjálfur var aðili fram aö þvi, er hann varö forseti. Aörar ástæöur voru m.a. þær aö ástandiö i alþjóöa- efnahagsmálum i byrjun áttunda áratugsins versnaöi og þörfin fyrir betri samvinnu I efnahags- málum milli landanna jókst. Stærstu iönaöarþjóöirnar héldu hvern efnahagsmálafundinn á fætur öörum til aö reyna aö leysa stærsta og versta efnahagsvand- ann I hinum kapltalistiska heimi, siöan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Til aö geta leyst efnahags- vandann varö aö koma á betri efnahagssamvinnu milli hinna kapitallstisku landa, aö áliti þessara aöila aö Þrlhyrnings- ráöinu. framhald Nixon og Brésjnéf. — A valdaskeiði Nixons og Kissingers haföi alit orð- ið að vikja fyrir jafnvægislistum við Sovétrikin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.