Þjóðviljinn - 25.10.1980, Side 25

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Side 25
Helgin 25. — 26. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 . Þú átt aö styðja mig til forseta ASÍ, Matti og ég hjálpa þér í | Sjálfstœðisflokknum Þinglyndi Er það nokkuð, Gvendur? Da ma nu kommerne fara at vare sig! vísna- mál 4t J, Umsjön: Adolf J. Petersen 'r?'' Birtast horfm sjónarmið Sleðaferðiraö vetrarlagi voru næsta algengar hér á landi til flutninga, bæöi á varningi og fólki, allt til þess tima aö bil- arnir komu til sögunnar og fóru aö brjótast leiðar sinnar oft á fenntum vegum. Til aö byrja meö mokuöu bilstjórarnir sjálfir snjónum frá þegar bil- arnir sátu fastir i sköflunum. Svo kom véltæknin og hreinsaöi burt snjóinn. Fyrri erfiöleikar i vetrarferöum eru nú aöeins minningar eldri kynslóöa. Nú er lika komin önnur vél- tækni til vetrarferöa, þ.e. vél- knúnir sleöar sem menn hrósa og mega vist gera þaö. Nota- gildi þeirra er óumdeilanlegt, þar sem öörum farartækjum veröur ekki við komiö, svo einnig sú skemmtun sem þaö veitir aö geta þotiö yfir snjó- auönirnar frjáls i faömi vetrar- rikisins. Eöa eins og vélsleöa- eigandinn kvaö: Unaösstundir auka mér auönir vetrar leiöa þegar i sleöa-för ég fer á fönnum dais og heiöa. Sleöaferöir hér áöur fyrr, þegar hestar voru spenntir fyrir sleöa til aödrátta fyrir heimili, gátu oft á tlöum veriö erfiöar bæöi mönnum og hestum, svo báöir uröu hvild fegnir er komiö var á leiöarenda. Sleöaferöir meö hestum gátu lika veriö léttar og skemmtilegar. Þaö var mörgum manni sérstök unaö- semd aö fara meö léttan sleöa og viljugan hest út á isilagða slóö, sitja þægilega á sleöanum og láta hestinn brokka án veru- legrar áreynslu, þannig aö hesturinn haföi lika skemmtun af sleðaferöinni. Hjörtu manns og hests slógu saman I takt viö hófahljóöiö og marriö I sleöa- meiöunum er þeir strukust viö hjarniö. Þá var eins og maöur og hestur finndu sameiginlega til innri gleöi, frjálsir i Ijúfum leik. Jón Jónsson Skagfiröingur á Ingveldarstöðum á Reykja- strönd f. 1886, hefur eflaust oft notiö þess aö láta leiöina liöa fram i sleöaför likt og draum um lifsþægindi og gleöi. Hann kvaö um eina slika sleöaför: Buröahneliinn brokkar Rauöur best á svellunum. Svarar smelliö, hjamiö. hauöur hófaskellunum. Leikur i taumum, rennur reiöin rétt sem straumarnir, Allt er glaumur, enda leiöin eins og draumarnir. Áfram liður Litli-Rauöur likt og þýöur blær. Sleöinn skriöur hratt um hauöur, heim um siöir nær. Jón áttiaörar unaösstundir en þær aö láta Litla-Rauö brokka fyrir sleöa, en kannski hefur þaö veriöi sleöaferð sem hann kvaö aö kvöldi dags: Dvfn i vestri dagsins glóö, dansa él á hjarni, syngur móöir svæfilsljóö sinu þreytta barni. Sumrin komu aö enduöum vetrum og Jón gekk upp til fjalla: Löngum viö mér lifiö hló, lék á strengi snjalla. Sætast jafnan syngur þó sumariö upp til fjaila. Svo gekk Jón meöfram læk. Þeir kváöu saman, en hvor meö sinni stemmu: Lækur hlær og leikur sér létt meö skæru hljóöi. Andar blær i eyra mér enn þá kæru Ijóöi. Léttur I lund hefur Jón Skag- firöingur jafnan veriö, sem þessi visa hans ber meö sér: Lifs mins sjóö er ekki eytt, enn er glóö i svörum, enn er blóöiö i mér heitt, enn er ljóö á vörum. Nú er veöur aö ganga i garö. Eflaust gefst mönnum þá kostur á aö fara i sleöaferöir aö minnsta kosti á vélknönum sleöum, eöa þá sleöum sem eldri og yngri setjast á og láta renna niöur brekkur. En glæsi- legasta sleöaferöin er þegar hestur dregur sleöann á rifa- hjarni. Kannski hestamenn taki upp þann sið aö fara i sleöa- feröir meö hestum, þaö gæti veriö hrifandi fögur sjón aö sjá. Alltaf er hægt aö treysta á hestinn, það haföi Guömundur Ingi Kristjánsson reynt og kvaö: Hef ég fundið heyrt og reynt hestsins vit og snilli, þegar ekki gat ég greint götujaöra milli. Þaö getur veriö sleöaför i tunglsljósi sem Jóhannes úr Kötlum er aö lýsa með þessari visu: Blakkar frýsa og teygja tá, tungliö lýsir hvolfin blá, knapar risa og kveöast á, v kvikna visur til og frá. Þarfasti þjónninn var aöals- heiti á hesti, en drottinsþjónn var lýsingarheiti á presti. I gömlum húsgang segir svo: Gráa hestinn met ég minn meira en prest á stólnum, þó hann lestur semji sinn og sé i besta kjólnum. Þórarinn Egilsson kaup- maöur I Hafnarfiröi auglýsti eitt sinn aö hjá sér fengist gnægö af kolum. Þá kvaö Andrés rakari Johnsen: Ef aö dvinar eldurinn undir lyga-meröi, skaltu kaupa, Kölski minn, kol I Akurgeröi: Andrés haföi gefiö út kvæöa- bók sem hét Reitingur. Þórar- inn svaraði: Kolalaus er Kölski þinn, kóinar gegnum feldinn. Réttu honum reitinginn af reyfinu i eldinn. Einhverntima á sinum efri árum varBjarni Jónssonfrá Asi i Vatnsdal á gangi i Reykjavfk. Mætti hann þar gamalli kunn- ingjakonu sinni, sem spuröi um liöan hans. Hann svaraöi: Gigtin hamast, bognar bak, brotalamir séröu. Allt er gamalt, ónýtt brak, eins aö framanveröu. ööru sinni mætti hann á götu mönnum sem leiddu konur sinar og kvað þá: Vif þá drengir veija sér viö mig tengist grunur. Kona engin auönast mér. En sá gengismunur'. I kalsaveöri kvaö Bjarni: Nú er svalt viö sandinn hér, svellur kalt aö dröngum. Hverfur allt sem hlýjast er, hjóliö valt er löngum. Upphafiö aö þessu sinni var um sleöaferöir og hesta. Best er aö ljúka þvi meö visum Þór- hildar Sveinsdóttur frá Hóli I Svartárdal, um bókina Horfna góöhesta eftir Asgeir Jónsson frá Gottorp: Birtast horfin sjónarsviö, sorgir ailar dvina. Gaman var aö glettast viö góöhestana þina. Góöa bók ég muna má mitt i dagsins önnum. Astarþakkir áttu frá öllum hestamönnum. Þagnar tunga, þrýtur mátt, þröngt er um Ijóöaforöann. Heyri ég aftur hófaslátt hestanna fyrir noröan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.