Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 30

Þjóðviljinn - 25.10.1980, Síða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. október 1980 Lúðvik Geirsson skrifar um útvarp og sjónvarp Að skila kveðju Svo ótrúlegt sem það er, þá leiðist mér fátt eins mikið og aö fylgjast meö fréttum i sjónvarp- inu. Þá á ég ekki endilega viö, hvaö sagt er i fréttunum, sem mættu vera fjölbreyttari, heldur hitt, hvernig framsetningin er á sjálfum fréttunum. Þaö er leitt aö segja þaö, en stjórn fréttaútsendingar siöustu vikurnar hefur veriö fyrir neöan allar hellur. Þar sem fréttatima sjón- varpsins er fyrirfram mjög þröngur stakkur sniöinn, og ekki nema litill hluti þeirra frétta- og fréttaskýringa, sem þar ættu i raun heima, kemst fyrir í dagskránni, þá er erfitt aö taka meö þegjandi þögninni þeim eilifu mistökum, sem hafa einkennt útsendingu sjónvarps- frétta, a.m.k. sérstaklega i þeirri viku sem nú er aö liða. Vandræðalegar þagnir, i lengri og skemmri tima, vit- lausar skýringamyndir, illa sagöar fréttir.vélræn fram- koma og aö endingu ólesandi fréttaskýringar fyrir heyrnar- daufa eru helstu eyöileggingar þættir þessarar dagskrár, sem öllu jöfnu ætti aö vera vel til vandaö, sóma sjónvarpsins vegna. Af ööru dagskrárefni sjón- varpsins i vikunni bar hæst aö minu mati danska framhalds- myndaflokkinn Arin okkareftir Ribjerg og Kjærulff-Schmidt. Leikurinn var með ágætum og atburöarásin raunsæ og lifandi, eiginlega blátt áfram. Sam- félagslýsing sem við þekkjum úr okkar eigin þjóölifi. Blindskákin umtalaöa virtist mér eftir byrjuninni aö dæma lofa góöu um framhaldiö. Fjöl- margar og fjölbreytilegar per- sónur tindar til sögunnar og at- burðarásin flókin. Helst olli þaö óánægju hversu stutt þátturinn stóö yfir. Eöa var þaö annars? Heilar 50 minútur. Morgunpósturinn viröist loks- ins vera aö falla i þaö sama ágæta form sem viö, þessir sem erum ihaldssamir og syfjaöir á morgnana, viljum hafa hann. Stutt en samt löng atriði, og löng atriöi en samt stutt. Vonandi skilur mig einhver. Aö minnsta kosti er Páll Heiöar farinn aö átta sig á þessu, en ég var orö- inn úrkula vonar eftir þunga byrjun. En útvarpiö er lika oft ágætt á siökvöldum. Forsætisráöherrann verst hverri árásinni meö stórsókn. Undarlegt aö Gunnar skuli ekki hafa gengiö I Alþýöubandalagiö miklu fyrr. Hvar annarssstaöar en á Is- landi gefst sveitakonunni tæki- færi til aö skila persónulegri kveðju og þökk til forsætisráö- herrans frá háöldruöum fööur sinum, i simtali sem jafnóöum er fluttá öldum ljósvakans inn á hvert heimili landsmanna. Svo segir fólk aö útvarpsdagskráin sé óheyrileg. —lg. Viðtal við Thomas Ahrens, höfund leikritsins „Pældiði” List vinnandi stéttar ræöuvettvang, þar sem mögu- leikar eru fyrir fólk aö ná sam- an. Þaö er ekki hægt aö lita á þessi leikrit sem „sjálfstæö listaverk” heldur eru þau inn- legg i umræðu. ...og veiku hliðar samfélagsins Meö leikritunum viljum við lika benda á ýmsa veikar hliöar samfélagsins. I Berlin t.d. er svo mikiö atvinnuleysi meöal unglinga aö þeim er nánast til ýtt út I afbrot. Þannig reynum við aö benda á hvernig sam- félagsaöstæður ýta undir vandamálin. — Hvernig stóö á þvi aö þú fórst aö starfa viö unglingaleikritin. Ég lenti inn i þessum þýska leikhóp fyrir u.þ.b. 6 árum slðan og i byrjun var þaö eins og hver önnur vinna. En smátt og smátt óx áhuginn og núna gæti ég ekki hugsað mér aö gera neitt annaö. Þegar ég svo kom til tslands var þaö fyrsta hugsun min aö vera meö I einhverskonar starfi meb unglingum. — Hvers vegna haföir þi-í áhuga á aö setja upp einmittt þetta leikrit? Þessari spurningu væri hægt aö svara meö löngu máli, en ég ætla aö láta mér nægja aö gefa upp eina ástæöu. Þegar ég s:i þetta stykki fyrst var ég 25 ára gamall og ég hugsaöi meö sjálf- um mér: „Þetta heföi ég átt aö sjá 13 ára gamall.” sam/ig Visur___________________ Breyting til til óbóta t síöasta helgarblaöi Þjóövilj- ans birtist visa, sem ég hef rök- studdan grun um aö sé rangt meö farin. t blaöinu er upphaf hennar þannig: „Hún þráöi loft og þurfti loft”. Þessa visu heyröi ég fyrst fyrir fjöldamörgum árum og siöan oft og viöa noröanlands og ætiö þannig: „Þurfti loft og þráöi loft” o.s.frv. Visa þessi er talin vera eftir tvo höfunda, Friörik Hansen, kennara á Sauöárkróki og sr. Sigurö Norland i Hindisvik, Skagfiröing og Vestur-Húnvetn- ing, og hafi annar byrjaö en hinn botnað. Hvorugum þeirra hætti viö hortittasmiöi. < —mhg Fyrr á þessu ári var haldin mikil sýning á Siippstööinni á Akureyri á hvers konar iistiöju og tómstundahandverki starfs- manna þar. Einnig hefur frést af ljósmyndasýningu starfs- manna Véismiöjunnar Héöins. Um daginn átti undirritaöur leiö i Prentsmiöjuna Odda á Bræöra borgarstignu m i Reykjavik og sjá! Upp um alla veggi á göngum hússins voru forlátafailegar Ijósmyndir i iit og var undirrituöum tjáö aö þetta væri Ijósmyndasýning starfsmanna. AHt er þetta gleöi- / legur vottur um jákvætt fram- tak vinnandi stétta. Er nánar var grennslast fyrir um sýninguna I Odda bar upp á fjörur Þórleif V. Friöriksson en hann er einn þeirra sem aö henni standa. Þórleifur sagöi aö um siöustu áramót heföi veriö stofnaöur ljósmyndaklúbbur i prentsmiöjunni og væru i hon- um 14 manns. Klúbburinn heföi svo gengist I þvi aö kaupa sam- eiginlega inn hvers konar tæki sem þarf til ljósmyndageröar en aöstööu hefur hann i prent- smiöjunni sjálfri og kvaöst Þór- leifur sérstaklega vilja þakka stjórnendum hennar fyrir þá velvild. Klúbbfélagar hafa fariö i tvær ljósmyndaferðir, aöra um Reykjanesskagann en hina i Grafninginn og i vetur er ætlun- in aö fá fyrirlesara á klúbbfundi til aö fjalla um ýmislegt varö- andi ljósmyndun. Á sýningunni, sem nú stendur yfir I Odda, eiga 6 af klúbbfélög- um verk, þeir Þórleifur V. Friö- riksson, ólafur H. Steingrims- son, Ragnar Ragnarsson, Hall- dór Hauksson, Omar Óskarsson og Agúst Ágústsson. — GFr Fyrir þessa setningu fær Jón Baldvin Hannibalsson rós i hnappagatiö: „Aöalatriöið er aö islenskir jafnaöarmenn standa nú sameinaöir I Alþýöuflokkn- um”. (Alþýöublaðið 21. okt. 1980). ÞAR Að vakna upp við vondan draum A Unglingasiðunni i blaöinu I dag er sagt frá frumsýningu á leikritinu „Pældlöi”. Þar kemur fram náungi, sem situr I eins konar búri vinstra megin sviös- ins. Þar grlpur hann I hljóöfæri og gerir þaö vel og kemur meö ýmis innskot og athugasemdir. Viö ákváöum aö taka þennan forvitnilega náunga tali aö sýn- ingu lokinni. Viö þurftum aö biöa drykklanga stund, þar sem leikararnir þurftu aö rusla leik- tjöldum inn I hliöarherbergi i einum hvelli til þess aö diskótek Fellahellis gæti byrjaö. Loksins gátum viö króaö hann af inni i eldhúsi og reyndist þar vera kominn sjálfur leikhússtjórinn, Thomas Ahrens” eöa Tómas frá Þýskalandi, eins og hann er kynntur i leikritinu. Frá Þýskalandi til íslands — Hvaö er aö gerast? Hvaöan er þetta leikrit komiö? — Þetta leikrit er upphaflega komiö frá Vestur-Þýskalandi, nánar tiltekiö Berlin og varö smám saman til i höndunum á leikhóp, sem þar starfar. Leik- hópur þessi hóf göngu sina fyrir u.þ.b. 15 árum og flutti til aö byrja með „pólitiska kaba- retti”, þ.e.a.s. leikararnir not- uöu leikritsformiö til aö koma ýmsum stjórnmálaviðhorfum á framfæri. Einn góöan veðurdag vöknuöu þeir upp viö vondan draum og uppgötvuöu aö þeir voru I raun aö leika fyrir sjálfan sig, þ.e. á leiksýningar þeirra kom eingöngu fólk meö sömu skoöanir og þeir sjálfir. (Svona Hér sjást fimm af þeim sem eiga verk á sýningunni i Odda og nokkrar af myndunum. Þeir eru f.v.: Þór- leifur V. Friöriksson, óiafur H. Steingrimsson, Ragnar Ragnarsson, Halldór Hauksson og Ómar Óskarsson. Vantar þá aöeins einn, Ágúst Agústsson. — Ljósm.: gel. Thomas Ahrens. álika og þegar haldnar eru ræö- ur á móti hernum á vetrarfagn- aöi Alþýöubandalagsins). Svo þeir ventu sinu kvæöi i kross og fórú aö setja upp leikrit fyrir börn og unglinga. 1 fyrstu sviö- setti hópurinn ýmis ævintýri og þess háttar, en smám saman þróaöist starfiö og leikritin uröu raunsærri. Hópurinn fór einnig aö starfa meö æskulýösfrömuö- um, kennurum, sálfræöingum OG og yfirleitt öllum sem eitthvaö höföu meö börn og unglinga aö gera. Að kynna vandamálin... Nú sérhæfir leikhópurinn sig i leikritum, sem fjalla um vanda- mál barna og unglinga og þá frá sjónarhóli þeirra sjálfra. Flestir lita á börn og unglinga frá hin- um sjónarhólnum: Hvaöa vandamál stafa af börnum og ungiingum fyrir umhverfiö og þjóöfélagiö? En hér er spurt: Hvaöa vandamál stafa af um- hverfinu fyrir börnin og ung- lingana? — Hvert er svo markmiðiö meö þessu? — Meiningin er aö hjálpa börnum og unglingum til aö kannast viö vandamálin og finna fólk til aö ræöa við. Og ekki sist, aö gera börnum og fullorðnum kleift aö ná saman. í flestum fjölskyldum rofnar sambandiö milli foreldra og barns, þegar barnið nær vissum aldri, þegar það verður aö unglingi. For- eldrarnir vita ekki hvaö unglingurinn gerir eöa hugsar og unglingurinn skilur ekki hugsanir foreldranna og tilfinn ingar og þá byrja vandamálin fyrir alvöru. 1 unglingaleikrit- unum er reynt aö búa til um- DÍLLINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.