Þjóðviljinn - 28.10.1980, Side 1
UÚÐVIUINN
Þriðjudagur 28. október 1980 — 243. tbl. 45. árg.
4 miljarðar til félagslegra ráðstafana
Kjarasamningar hafa tekist
• Almenn launahœkkun 15.200,- kr. •Þeir lægst launuðu fá 25.800,- kr.
Grafiskir:
HÖFNUÐU
VERKFALLI
I gær lauk allsherjaratkvæðagreiðslu 1 Grafiska sveinafélaginu
um hvort boða ætti til verkfalls frá og með 5. nóvember nk.. Þegar
atkvæöi voru talin síðdegis i gær kom i ljós að 37 félagar höfnuðu
vinnustöðvun en 35 voru henni meömæltir. —S.dór
Klukkan rúmlega 5
aðfaranótt s.l. sunnu-
dags tókust samningar i
kjaradeilunni sem stað-
ið hefur i 10 mánuði
milli Alþýðusambands
íslands og Vinnuveit-
endasambandsins.
Þá þegar undirrituðu
viðræðunefndir sam-
komulagið með fyrir-
vara um samþykki
félaganna. Klukkan tvö
í gærdag kom aðal-
samninganefnd Alþýðu-
sambandsins saman til
fundar, en hún er skipuð
43 mönnum. Á fundi
nefndarinnar var sam-
komulagið samþykkt
einróma.
Formleg undirritun átti að fara
fram hjá sáttasemjara klukkan 6
siðdegis i gær. Undirritun dróst
hins vegar til kl. rúml. 11, i gær-
kvöld, þar sem fulltrúar V.S.l.
töldu sig þurfa skýringa á atrið-
um i félagsmálapakkanum.
Klukkan fjögur i gærdag af-
henti Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra samningamönnum
Alþýðusambandsins yfirlýsingu
rikisstjórnarinnar um margvis-
leg félagsleg málefni, sem kjara-
samningunum tengjast og sam-
komulag hafði orðið um milli
rikisstjórnarinnar og samninga-
nefndar Alþýðusambandsins.
Talið er að hinar félagslegu ráð-
stafanir kosti rikissjóð um 4
miljarða króna á ári.
Kjarasamningarnir byggjast i
öllum meginatriðum á innan-
hússtillögu sáttanefndar, sem
lögð var fram þann 11. október
s.l.
Almenn launahækkun er kr.
15.200.- á mánuði. Þeir lægst
launuðu fá til viðbótar sérstaka
láglaunauppbót, sem er kr.
10.600,- á lægstu laun. Þannig fá
þeir lægst launuöu beina kaup-
hækkunsem erum 25.800,- krónur
á mánuði. Auk þess er samiö um
miklar flokkatilfærslur, og launa-
kerfið einfaldað verulega. Þannig
er flestum félagsmönnum innan
Alþýðusambandsins raðaö i 25
launaflokka eftir störfum, en áð-
ur skiptu launatilbrigðin
hundruðum.
Frá hinum nýju kjarasamning-
um og félagsmálapakkanum sem
þeim fylgja segir nánar annars
staðar í blaðinu.
Ásmundur Stefánsson, framkvœmdastjóri A.S.I.
Mest kauphækk-
unájægstu launin
Undirritun samninga ASt og VSt hófst um kl. 23.00 i gærkveldi. Fyrstir skrifuðu undir Snorri Jónsson,
starfandi forseti ASt, lengst t.h. á myndinni, og Páll Sigurjónsson, formaöur VSt, t.v., en á milli þeirra
er rfkissáttasemjari, Guðlaugur Þorvaldsson. (Ljósm. — S.dór)
Meðan beðið var eftir undir-
ritun kjarasamninganna i gær-
kvöld hittum við aö máli Asmund
Stefánsson, framkvæmdastjóra
A.S.I.
Viö spurðum Asmund hvaö
hann vildi segja i stuttu máli um
þesa samninga.
— Þessir samningar eru ótvi-
ræðir láglaunasamningar, bæði
er kauphækkunin mest i lægstu
þrepum launastigans og svo
koma t.d. ákvæði um aö aldurs-
hækkanir eftir eins árs starf skuli
ekki vera minni en 1,75% og að
lokaáfangi aldurshækkana verði
ekki minni en 5% fyrst og fremst
fólki innan Verkamannasam-
bandsins að gagni.
Samanlagt er sú meðaltals-
kauphækkun, sem samningarnir
fela í sér líklega 9—10%. Auk
hinna almennu kauphækkana og
þeirra ákvæða um lágmarks-
aldurshækkanir sem ég nefndi, þá
veröa með þessum samningum
miklar breytingar á röðun starfa i
launaflokka. Þar er i sumum til-
vikum um að ræöa að taxti er
færður I átt til greidds kaups, i
öðrum tilvikum er veriö að sam-
< ræma kaup sömu starfshópa i sitt
hverju verkalýðsfélagi. Þess utan
eru svo ýmsar almennar lag-
færingar.
— En hverjar eru helstu breyt-
ingar frá sáttatillögunni?
— Launataxtinn er að öllu leyti
sá sami og sáttatillagan gerði ráð
fyrir. Það sem breyttist var, að
Alþýöusambandiö féll frá tillögu
sáttanefndarum reglur um fæðis-
kostnað farandverkafólks og
þeirri tillögu sáttanefndar aö
matartimar um helgar skuli
reiknast sem vinnutimar. A móti
þessu fékkst fram sú breyting að
sett var lágmark á aldurshækk-
anir eftir eitt ár 1,75%. Það
ákvæði var ekki i tilíögu sátta-
nefndar.
Niðurstaðan er þvi sú, að sá
samningur, sem undirritaöur
verður eftir stutta stund aö viö
vonum, er jafnvirði sáttatil-
lögunnar.
1 tengslum við þessa kjara-
samninga hefur rikisstjórnin
gefið yfirlýsingu um ýmsar
félagslegar úrbætur. Þar er ekki i
öllu komiö til móts við okkar
kröfur, en tvimælalaust er hér um
mikilsveröar réttarbætur aö
ræöa, sagði Asmundur
Stefár.sson,
—k
Nýr félagsmálapakki
Verulegur þáttur i gerö kjara-
samninganna nú er hinn svokall-
aði félagsmálapakki, en um kl. 4 i
gær afhenti Svavar Gestsson,
félagsmálaráðherra samninga-
mönnum Alþýöusambandsins
yfirlýsingu rikisstjórnarinnar um
úrbætur i margvfslegum félags-
legum málefnum. Yfirlýsingin
var undirrituö af þrem ráöherr-
um þeim Gunnari Thoroddsen,
Svavari Gestssyni og Steingrimi
liermannssyni.
Við ræddum við Svavar Gests-
son, er yfirlýsingin hafði verið af-
hent og spurðum hver aðalatriðin
væru i yfirlýsingu rikisstjórnar-
innar.
Svavar sagði:
Þarna er fjallað um 12 atriði
misjafnlega mikilvæg. I sumum
tilvikum er um að ræða endan-
legan frágang en i öðrum tilvik-
um er þetta yfirlýsing um vinnu
að tilteknum málefnum.
Helstu atriðin eru:
Fœðingarorlof fyrir
alla
Fyrsta og eitt veigamesta at-
riöiö i þessari yfirlýsingu um
félagslegar aðgerðir varðar fæð-
ingarorlof. Þar er gert ráð fyrir
þvi aö foreldri eigi rétt á allt að
440.000,- kr. á mánuði i fæðingar-
orlof miöaö við 1. september 1980
i þrjá mánuði. Þetta er hugsaö
þannig að móðirin eigi i rauninni
réttinn, en ef foreldrar koma sér
þannig saman að móðirin taki t.d.
tvo mánuði og faðirinn einn mán-
uð þá er það þeirra val.
Sjómenn fái lífeyri
frá 60 ára aldri
Annaö atriöi i yfirlýsingunni
varðar almannatryggingarnar.
Þar eru tvær breytingar. Gert er
ráð fyrir að sjómenn fái rétt til aö
taka ellilífeyri frá 60 ára aldri,
enda hafi þeir haft sjómennsku aö
aðalstarfi i 25 ára eða lengur. Þá
er tekin upp sú breyting að fólk
sem talið er 50% öryrkjar skuli
njóta fulls elli- og örorkulifeyris
frá 62ja ára aldri, en nú er miðað
við 67 ár eins og almenna reglan
er.
Hœkkun
tekjutryggingar um
10%
aukaiega á ári
Þriöja dæmiö varðar lifeyris-
mál. Þann 1. júli s.l. hækkaði
tekjutrygging elli- og örorkulif-
eyrisþega um 5% umfram
verðbótahækkun launa og gert er
ráð fyrir þvi i yfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar nú, að tekjutrygg-
ingin hækki aftur sérstaklega um
5% 1. júli á næsta ár. Jafnframt
er ákveðið að létta af atvinnu-
leysistryggingasjóði þeim gjöld-
um sem hann hefur borið vegna
fæðingarorlofs og að rikissjóður
taki þærgreiðslur á sig. Þetta eru
taldarverða 1850miljónir króna á
næsta ári. A móti þessu kemur.að
rikisstjórnin lýsir sig reiðubúna
til að beita sér fyrir auknum lif-
eyrisréttindum samkvæmt lögum
um eftirlaun aldraðra, enda verði
sú sérstaka hækkun borin uppi af
atvinnuleysistryggingasjóði þeg-
ar hann losnar við greiðslur
vegna fæðingarorlofs.
Framhald á bls. 13
SVONA VERÐUR
LAUNASTIGINN
Eins og greint er frá á öðrum
staðf hér i blaðinu, þá verða
launaflokkar samkvæmt nýju
kjarasamningum nú aðeins 30, og
þar af 25 „virkir”; Meginþorra
félagsmanna Alþýðusam-
bandsins er raöað 1 einhvern
þessara 25 flokka eftir þvi hvert
starf hans er.
Byrjunarlaun á mánuði i
hverjum flokki verða sem hér
segir:
Launa- Launa-
n. Kr. fl. Kr.
6. 324.325 19. 427.843
7. 330.812 • 20. 438.111
8. 337.428 21. 448.626
9. 344.177 22. 459.393
10. 351.061 23. 470.418
11. 358.082 24. 481.708
12. 365.244 25. 493.269
13. 372.549 26. 505.107
14. 380.000 27. 517.230
15. 389.120 28. 529.644
16. 398.459 29. 542.355
17. 408.022 30. 555.372
18. 417.815
Sjá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar— sídu 7