Þjóðviljinn - 28.10.1980, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVHjJINN Þriöjudagur 28. október 1980
Þriöjudagur 28. október 1980 ÞJÓÐVILJINN - StDA 9
Landaö úr Þorranum
Skálaö i gosi fyrir 20.000. tunnunni
Krakkarnir fá launaumslögin hjá Pólarsild
Bátarnir lóna yst i firöinum. Lengst til vinstri er „vetrarhjálpin” aö störfum.
Sama hvert litiö er eða við
hvern talaö, allsstaðar er sildin
efst á baugi á Austfjörðum núna.
Allir sem vettlingi geta valdið og
meö nokkru móti komist frá
öðrum störfum eru komnir i sild-
ina, sumir alfariö, aðrir bæta
söltuninni við eftir að venjulegum
vinnudegi lýkur, mas. skólarnir
gefa krökkunum fri til að salta.
Nú veröur hlé um stund. Rek —
og lagnetaveiöin var stöövuð i
gær og allt er að veröa tunnu-
laust, rifist um hvert hundraðið á
nóttunni meðan hlé er á söltun.
Þegar Þjóöviljamenn komu á
Fáskrúösfjörð á föstudaginn var
allt i fullum gangi enn.
Útifyrir Vattarnesi og i fjarðar-
kjaftinum lónuöu sildarbátarnir
og „vetrarhjálpin” fræga, þe.
þegar stóru bátarnir gefa þeim
litlu það sem þeir komast ekki
sjálfir með i land, var i fullum
gangi. Við bryggjuna hjá Pólar-
sild var verið að landa úr Þorra
SU 104 510tunnum eöa 51 tonni og
sildinni rennt á færiböndunum
beint inn i söltunarskálann. Þorri
hefur verið á hringnót og er kom-
inn með uppundir 120 tonn á
þessari vertið. Dálagleg útkoma
fyrir Friðrik Stefánsson skip-
stjóra og félaga hans um borö.
Söltunarskálinn var tómur. Allt
fólkið uppi i frystihúsi aö fagna
tuttugu jmsundustu tunnunni sem
nú var buið að salta i. Tvöfalt met,
annarsvegar á Austfjörðum að
þessu sinni, hinsvegar slegiö met
undanfarinna ára hjá Pólarsild.
Og forstjórinn bauö uppá gos og
súkkulaðikex i kaffitimanum um
ieið og borgað var út fyrir vikuna.
Fólk er kátt og hresst þrátt fyrir
vinnuálagiö, sumar konurnar eru
búnar að standa alla törnina, en
þreytan gleymist, þvi þetta er
alltaf jafn spennandi, segja þær.
Það vekur athygli hve margir
Pólar-
síld
á Fá-
skrúðs-
fírði
slær
metið
skólakrakkar eru aö taka við
kaupinu sinu, þau vinna um
helgar og hafa fengiö fri dag og
dag úr skólanum til aö hjálpa til
við að bjarga aflanum og fá að
vinna i timavinnu. Meðal þeirra
eru háværar umræöur um til
hvers á að nota peningana: vara-
hluti i hjólið, nýjar gallabuxur og
„bara”....
Bergur Hallgrimsson útgerðar-
maður er ánægöur meö útkom-
una, en siður með ákvarðanirnar
fyrir sunnan: — Þaö er búið að
stoppa alla af, segir hann, þvi viö
fáum ekki fleiri tunnur. Viö
setjum þvi af stað frystingu dag
og nótt núna og mannskapurinn
verður áfram i vinnu viö pæklun
og þessháttar. Við eru með frá-
bært fólk hér, sem hefur unnið
mjög vel, bara i sl. viku var
saltað i 9 þúsund tunnur. Framað
þessu hefur það alltaf verið
þannig, að umbúðirnar hafa verið
sendar þangað sem hráefniö var
fyrir, en ekki öfugt, að hráefnið
elti umbúðirnar einsog nú virðist
eiga að taka upp. Þeir heföu amk.
átt að láta tunnurnar meðan
reknetaveiðin stendur, allt annaö
er óréttlátt gagnvart sjómönnum.
Það kom fram hjá Bergi, að
auk Þorra gerir Pólarsild út Guð-
mund Kristin, sem var i söluferö i
Englandi. — Við notum mögu-
leikana i reknetunum fyrst, sagöi
Bergur, en siðan fer Guðmundur
Kristinn lika á nót. Og svo er hann
rokinn og mannskapurinn á eftir
honum til að vinna aflann úr
Þorranum.
—vh
i s
M
Þreytan gleymist vegna spenningsins, segja þær sem staöiö hafa alla Bergur Hallgrimsson: Skrýtiöef
törnina hráefnið á að elta umbúöirnar
Tunnurnar staflast upp hjá Pólasild, i gær var talan einhversstaðar
milli 21 og 22 þúsund
á dagskrá
Sundurslitin stundatafla sem þeim er
boðið upp á ber vott um
virðingarleysi fyrir tima barnanna
sjálfra, foreldranna og kennaranna.
Guörún
Ágústsdóttir:
Sundurslitin
stundatafla
Fyrir tæpum mánuði skrifar
ungur maður grein i þennan dálk.
Þarminnisthanná bókútgefna af
Reykjavikurborg eftir ónafn-
greindan höfund. Honum finnst
þessi bók vera fjarri raunveru-
leikanum, lýsa draumi um
jákvæöa hetju sem aldrei þarf að
flýta sér, fer sjaldan út á kvöldin
og er aldrei á feröinni eftir mið-
nætti. Þessi bók er leiðabók
S.V.R. Ég ætla ekki aö svara
þessari grein hér, var reyndar
sammála mörgu sem þar kom
fram og fannst greinin skemmti-
leg.
En það er annað plagg sem
starfsmenn borgarinnar senda
inn á mörg heimili á hverju
hausti, sem mig langar til að gera
aöumtalsefni hér. Þetta plagg er
stundaskrá skólabarna og er sú
tafla miðuð við islenskt þjóðfélag
einsogþaðe.t.v. var fyrirum það
bil 20 árum.
Nú vinna flestir foreldrar
skólabarna utan heimilis. Ekki
endilega vegna þess að þau langi
svo mikið til þess, heldur vegna
þess m.a. að laun einnar mann-
eskju nægja sjaldnast til fram-
færslu fjölskyldu. Hversu oft
hefur þetta ekki verið sagt?
En stundatöflur skólanna gera
ráð fyrir að á hverju heimili
skólabams séeinhver sem getur
verið heima allan daginn að taka
á móti þeim, gefa þeim aö borða,
finna til sundföt, leikfimisdót,
handavinnudót o.s.frv. — senda
þau af staö aftur og vera tilbúin
aö taka á móti þeim þegar þau
koma heim.
Ýmsir reyna að haga vinnu-
tima sinum þannig að þeir geti
verið við, þegar börnin koma úr
skólanum — vinna e.t.v. hálfan
daginn. En þá er eins liklegt,
þegar bömin koma spigsporandi
glaðbeitt heim meö stundatöfl-
una, að annaö barnið sé fyrir há-
degi og hitt eftir hádegi. Eigi fólk
þrjú böm er hægt aö búast við
einum möguleika i viðbót.
Eftir langt og gott sumar ætti
þaö að vera tilhlökkunarefni
barna að byrja i skólanum að
hausti. Og æskilegt væri að for-
eldrarnir gætu tekiö þátt i þessari
tilhlökkun barna sinna. En það er
hægara sagt en gert, þvi þeir vita
af reynslu fyrri ára aö daginn
sem börnin koma heim meö
stundatöfluna sina hrúgast
vandamálin upp. Sundurslitin
stundataflan sem þeim er boðiö
upp á ber vott um viröingarleysi
fyrir tima bamanna sjálfra, for-
eldranna og kennaranna. Börnin
þurfa að eyða allt of miklum tima
i ferðir fram og til baka og eyð-
urnar nýtast þeim illa.
En til hvaöa úrræöa er þá hægt
aðgrfpa? Biöja fólkið i næsta húsi
aö hýsa barnið, svo það sé ekki
eitt heima? Það gengursjaldnast,
þvi i næsta húsi rikir sama
ástand. Amma og afi vinna lika
oft úti og langamma og langafi
eru flutt i annað hverfi. Eina til-
tæka ráð foreldranna við þessum
vanda er aö reyna aö lifa fyrir
einn dag i senn. Segja við bamið
sitt að kvöldi, „jæja vinur/vina,
leiddist þér nokkuö i dag, fórstu í
leikfimi, sund, handavinnu?”
o.s.frv. Þetta er auövitað engin
lausn.
Er samfelld stundaskrá enn i
órafjarlægö? Er hægt meö betra
skipulagi að koma henni á, án
mikils tilkostnaðar? Er alveg
vonlaust að hægt sé að leyfa böm-
unum að boröa nestið sitt i skóla-
stofunni í hádeginu eða jafnvel
koma upp aðstöðu til að selja
þeim hollt nesti (jógurt, ávöxt,
brauö með áleggi), þangað til
draumurinn um einsetna skóla og
mötuneyti rætist.
Það er nauðsynlegt að bæta það
ástand sem nú rikir i þessum
málum. En það er álika tilgangs-
laust að benda foreldrum skóla-
barna á aö vera bara heima, eins
og að benda óánægðum strætis-
vagnafarþegum á að kaupa sér
bara bil. Vegna þess aö það er oft-
ast sama fólkið sem ekki hefur
efni á að vera heimavinnandi að
biða eftir skólabarni, og ekki
hefur efni á að kaupa sér bil.
Guðrún Agústsd.
r
Alyktanir Samtaka herstöðvaandstœðinga:
Ríkisstjórnin standi
við stjómarsáttmálann
A landsfundi Samtaka her-
stöðvaandstæðinga 'á Akureyri
var gerö eftirfarandi samþykkt:
Samtök herstöðvaandstæðinga
vara við öllum tilraunum til að
breiða yfir dvöl ameriska her-
námsliðsins á íslandi. Hins vegar
telja samtökin að vinna beri að
þvi eftir öllum mögulegum leið-
um aö rjúfa tengsl hersetunnar
viö islenskt menningar- og at-
vinnulif. Stórt skref I þá átt væri
að loka útvarpi ameriska hersins
á Keflavikurflugvelli. íslensk
sjúkraflugvél verður nú þegar aö
koma i staö sjúkraflutninga
hernámssetuliðsins. Suöurnesja-
áætlun ber og að framkvæma.
Samtök herstöðvaandstæöinga
krefjast þess aö rikisstjórn
tslands standi við þaö ákvæði
rikisstjórnarsáttmála að umsvif
hernámssetuliðsins á Miðnesheiöi
verði ekki aukin.
Fyrirætlanir um stórauknar
eldsneytisgeymslur fyrir NATÓ i
Keflavik svo og tilburðir utanrik-
isráöherra aö betla aöstoö
ameriska hersins til handa Flug-
leiöum er gróft brot á þvi ákvæði
rikisstjórnarsáttmála sem fyrr er
vitnaö til.
Baráttan aldrei mikilvægari
Landsráðstefna Samtaka herstöðva-
andstæðinga haldin þann 18. og 19.
október á Akureyri ítrekar baráttumark-
mið samtakanna og telur að þróun
vígbúnaðar ásamt breyttu eðli herstöðva
Bandaríkjanna hérlendis í stjórnstöð i
kjarnorkuvígbúnaði Bandarikjanna og
NATÖ renni enn frekari stoðum undir
mikilvægi baráttu herstöðvaándstæðinga
gegn herstöðvum hérlendis og aðild að
NATÖ.
Umferðarslys
fleiri og
aivarlegri en
í fyrra
Banaslys i umferðinni urðu
þriðjungi fleiri fyrstu nlu mánuði
ársins en á sama timabili i fyrra,
fleiri hlutu meiri háttar meiðsl I
umferöarslysum og fleiri voru
lagðir inn á sjúkrahús.
22 hafa látist af völdum
umferðarslysa þessa þrjá árs-
RfíKJiVÍKURDtiLD RXÍ
fjórðunga og 529 slasast, þaraf 257
meö meiriháttar meiðsl aö því er
fram kemur i bráðabirgöaskrán-
ingu Umferðarráös. Miðað viö
sama tima I fyrra hefur öllum