Þjóðviljinn - 28.10.1980, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINfl Þriðjudagur 28. október 1980
sháh
Umsjón: Helgi Ólafsson
Vél-
mennið
ljúfa
Ógn og skelfing steöjar nú aö
heimsbyggöinni allri, þtí einkum
og sérilagi þeim gáfuöu mönnum
sem leggja stund á manntafl svo
eitthvert gagn sé aö. Þaö hefur
nefnilega komiö á daginn aö
örsmá skrapatól leggja undir sig
hugi manna i æ rikara mæli.
Þessi tól þdckjum viö öll og kall-
ast tölvur og hefur innreiöþeirra i
allt mannlegt lif veriö gefiö hiö
harmsögulega nafn, örtölvubylt-
ingin. Margt hefur veriö rætt og
ritaö um þetta merkilega fyrir-
bæri og er þaö auövitaö ekki á
leikmanns færi aö bæta þar
nokkru viö. Hitt viröist augljóst
aö allir hræöast þennan ófögnuö
(ekki sist skákmenn), nema þá
helst sölumenn af ymsu tagi.
Viröist sá tími ekki langt undan
aö allt þaö sem kvikt getur talist
megi vart hreyfa sig spönn frá
rassi án þess aö vera undirlagt
þessum hryllingi á einn eöa ann-
an hátt. Skal nú veröa rætt um
eitt litiö brot af örtölvubylting-
unni, en þaö er skáktölvurnar
sem vitaskuld hafa hafiö innreiö
sina Ilandiö. Upphafsmenn þess-
ara skáktölva kann ég ekki aö
nefna, þeir eru sjálfsagt margir
ogekkiendilega vist aö manntafl-
iöhafi veriöþeirra sterkasta hliö,
heldur öllu fremur mekanisminn,
enda voru fyrstu tölvurnar þvilikt
endemis drasl, aö mátti kallast
hundaheppni ef þær færu ekki I
miöjum kliöum aö spúa eldi og
eimyrju yfir áhugasaman and-
stæðinginn, þá yfirleitt af þeirri
ástæöu aö þær kunna ekki mann-
ganginn til hlitar. Þaö fór auövit-
aö svo, aö sæmilega sterkir
skákmenn færu aö bjástra viö aö
prógrammera fyrirbæriöog er sá
þekktasti sennilega skoski skák-
maöurinn David Levy þó vissu-
lega megi einnig nefna Mikhael
Botvinnik sem þö hefur ekki náö
nándarnærri eins góöum árangri
og Skotinn. Levy þessi hefur
aldrei þótt merkilegur skákmaö-
ur enda var hann svo skynsamur
aö snúa sér mestmegnis aö rit-
störfum ogafrekaöi m.a. að eyöi-
leggja efnilega skákmenn i
hundraöatali meö bók sem hann
reit um Drekaafbrigöiö i Sikil-
eyjarvörn. Eins og þeir sem gjört
þekkja til skákarinnar vita, þá á
afbrigöi þetta ekkert skyit viö
skák og kveður svo til eingöngu
á um algeran og jafnframt
smásmugulegan utanbókar-
lærdóm. Þessi vesæla bók er
að auki full af hróplegum
vitleysum og hafa þvi hinir
dyggu utanbdkarlærdóms-
menn oftsinnis veriö mátaöir
þegar bókarkorniö fullvissar
menn um aö aUt sé f himnalagi og
þeir muni brátt uppskera laun
trúarsannfæringar sinnar. Þeir
ógæfusömu menn sem haldiö hafa
tryggö viö rit þetta hafa fæstir
borið sitt barr og iöulega hafa
gárungar skeytt aftan I nafn
þeirra orðinu Dreki t.d. „Jón
Dreki” eöa eitthvaö i þeim dúr.
Geta menn rétt Imyndað sér hvi-
likan kross menn bera.
Aöurnefndur Levy bætti, eins
og áöur sagöi, siöan gráu ofan á
svart þegar hann fór I tölvubrans-
ann og hefur haft hönd i bagga
meö prógrammeringu banda-
risku tölvunnar „Chess Calleng-
er”. SU tölva ku vera heimsmeist-
ari i tölvuskák, en nýlega fór slikt
mót fram I London meö þátttöku
alls 14 talva frá ýmsum löndum.
Þessi tölva er flutt inn hingaö til
lands og hefur Neskó umboö fyrir
ferlikiö. Þegar hún kom fyrst á
markaöinn einhverntimann i
hitteöfyrra ginntust margir til
kaups, ginntust segi ég þvi flestir
sem ég þekki til lögöu tækiö frá
sér eftir sáralitla notkun. Þaö
kom nefnilega í ljós aö tölvunni
var fyrirmunaö aö hróka og aö
auki endurtók hún ávallt sömu
byrjunarleikina þannig aö menn
læröu fljótt aömáta hana. Svo fór
þvi sem og um mörg önnur leik-
föng aö tölvunni var ýtt til hliðar,
þegjandi og hljóöalaust, og er
sjálfsagt til sölu fyrir litinn pen-
ing. Framleiöendurnir sáu fljótt
aö ekki þýddi aö pranga þessu
tæki inná menn til langframa og
þvi ýmsar lagfæringar geröar.
Hrókunarvandamáliö leyst og
ýmis tæknibrögö höfö i frammi,
t.d. gat tölvan nU spjallað viö
andstæöing sinn á sinni undur-
ljúfu tölvumállýsku.
Brátt kom á daginn
aö orðaforðinn var ekki upp á
marga fiska. Enn eitt prógramm-
iöer væntanlegt á markaöinn inn-
anfárra vikna sem kann vist heil-
an heliing af frægum skákum ut-
an aö — hefur gleypt i sig teoriur
svo undrum sætir, oröaforðinn
hefur stóraukist (gott ef tölvan
hlær ekki aö afleikjum andstæö-
ingsins). Þannig geta menn
„flett” upp ýmsu af þvi sem hug-
urinn girntist. Styrkleikinn hefur
m.ö.o. stóraukist. Hér kemur ein
skák frá HM-mótinu sem getiö
var um:
Hvftt: Chess Callenger
Svart: Fafner 2
Hollensk vörn
1. d4-f5
2. Rf3-e6 20. Dxd5+-Kh8
3. g3-Rf6 21. Bf4-Dh3
4. Bg2-Be7 22. Bxe5+-dxe5
5. 0-0-0-0 23. Dxe5+-Kg8
6. c4-d6 24. Dxe7-Df5
7. Rc3-De8 25. Rf6+-Dxf6
8. Bf4-Rc6 26. Dxf6-Bf5
9. Rb5-Dd7 27. Hcdl-Hf8
10. Rc3-Hcl-g6 28. Hd8-Hxd8
12. Bh6-Hf7 29. Dxd8+-Kf7
13. Rxe4-fxe4 30. Dxc7+-Ke6
14. Rg5-Hf5 31. Dxb7-Ke5
15. a3-Rc6 32. De7 + -Kd4
17. d5-Re5 33. Hdl + -Bd3
18. Bh3-exd5 34. exd3-h6
19. Bxf5-Dxf5 35. Dd6 mát.
Þá vindum viö okkar kvæöi i
kross og staönæmumst þar sem
skákstjórnandinn er af holdi og
blóöi. t Buenos Aires hefur góö-
kunningi okkar Islendinga gengið
berserksgang og er langefstur
eftir 7 umferðir. Hann geröi sér
litiö fyrir og vann allar biðskákir
sinar 4 aö tölu og hefur 6 1/2 v.
þegar mótiö er rúmlega hálfnaö.
Staöa efstu manna er þessi: 1.
Larsen 6 1/2 v. 2. Timman 5 v. 3.
Ljubojevic 4 1/2 v. 4.—6. Karpov,
Anderson og Kavalek4v. 7. Hort
3 1/2 v.
Friðrik óiafsson er meö 2 v. og
er I 10—12. sæti.
Skyldi hún hyggja á ferðalag eöa aö halda kyrru tyrir? Mynd: Grétar Eiriksson,
Síöbúnir sumargestir
Nú, 19. okt. eru lóurnar, sem ég sá hér um daginn á Stakkagerðis-
túninu, orðnar aðstórum hópi. Þetta eru allt ungfuglar. Þeir virðast
una hag sinum vel i haustbliðunni, enda ánamaðkurinn sem jneir
drógu á afturendanum upp úr gljúpum jarðveginum, akleilis ekki I
svefnhugleiðinum.
Það er alls ekkert óvenjulegt við þetta, eins og ég hélt. I Fuglabók
Almenna bókafélagsins segir, að heiðlóan sé að nokkru leyti staö-
fugl. Eldri fuglinn fari til meginlands Evrópu og Afriku, en hluti af
ungfuglinum á fyrsta ári haldi hér kyrru fyrir.
Magnús frá Hafnarnesi.
Umsjón: Magnús H. Gislason
Bréfaskólinn 40 ára
Hinn 1. okt. voru liðín
rétt 40 ár frá því að
Bréfaskólinn tók til
starfa. Hann var stofn-
aður 1940 af Sambandi
ísl. samvinnufélaga og
hét þá Bréfaskóli SIS.
Tilgangurinnmeð stofnun
skólans var að mæta
þörfum þess fólks, sem
ekki átti kostá að af la sér
á annan hátt þeirrar
menntunar, sem það
óskaði. Þegar fyrsta árið
innrituðust 280 nemendur
í fyrstu fjórar náms-
greinarnar.
Ariö 1965 geröist Alþýöusam-
band íslands meöeigandi Sam-
bandsins aö skólanum og
starfaöi hann næstu 10 árin
undir nafninu Bréfaskóli SIS &
ASl. Ariö 1975 var nafninu siöan
breytt i Bréfaskólinn þegar eig-
endum fjölgaöi og Bandalag
starfsmanna rikis og bæja,
Kvenfélagssamband Islands,
Farmanna- og fiskimannasam-
band Islands og Stéttarsam-
band bænda bættust i hópinn.
Ari slöar gerðist Ungmenna-
félag Islands einnig aðili aö
skólanum. Núna á Sambandið
30% eignaraöild aö skólanum,
aörir eigendur 10% hver en 10%
eignarhluta er óráöstafaö.
Bréfaskólinn er rekinn af
sameignaraöilum hans og
stjórnaö af niu manna skóla-
stjórn og skólastjóra. Auk þess
er árlega boöaö til 30 manna
fulltrúaráösfundar, sem m.a.
tekur til samþykktar rekstrar-
og fjárhagsáætlun skólans. Á
siöasta ári innrituðust um 930
nýir nemendur til náms viö
skólann, og mun nú heildarnem-
endafjöldi frá upphafi vera um
28 þús. Kennslu viö skólann
annast um 30 kennarar, og sjá
þeir um kennslu i 45 bréfaflokk-
um. Meðal nýjunga, sem skól-
inn hefur komið meö á siöustu
árum er aö nefna hin svonefndu
ASSimil-tungumálanámskeiö,
— en þau eru sniöin viö þarfir
þeirra, sem vilja stunda sjálfs-
nám I tungumálum, og njóta
þau stööugrar eftirspurnar.
Skólastjórar Bréfaskólans
hafa veriö Ragnar ólafsson hrl.
1940—1941, Jón Magnússon fil
| cand 1942—1945, Vilhjálmur
Arnason hrl. 1946—1960, Guö-
mundur Sveinsson skólameist-
ari 1960—1974, Siguröur A.
Magnússon rithöfundur
1974—1977, Ester Guðmunds-
dóttir þjóöfélagsfræöingur
1977—1978 og Birna Bjarna-
dóttir, sem gegnt hefur starfinu
frá 1978. Umsjón skrifstofu ann-
ast Haraldur Þorvaröarson.
Formaöur skólastjórnar er
Kjartan P. Kjartansson fram-
kvstj.
Allar upplýsingar um náms-
greinar skólans má fá i kynn-
ingarriti hans, sem fæst frá
skrifstofu hans aö Suöurlands-
braut 32, simi 91—81255. — mhg
F óðurhækkanir
framundan
Ótlit er fyrir verðhækkanir á
dönsku fóðri á næstu mánuðum.
Stafar þetta m.a. af þvi að ný-
liðið sumar var kalt og vot-
viðrasamt á meginiandi
Evrópu. Er þvi ljóst, að korn-
uppskeran verður minni en
undanfarin ár.
Samdráttur i kornuppskeru
Dana er um 10% og verða þeir
þvi að flytja inn nokkuð af korni
nú i vetur, sem veldur hækkandi
verðlagi. Ofan á þetta kemur
svo að gert er ráð fyrir að niður-
greiöslur Efnahagsbandalags-
ins verði lækkaðar nú hinn 1.
des. Aætlanir gera ráð fyrir að
verðhækkanir vegna breytinga
á niðurgreiðslum verði 7% og
hækkun vegna samdráttar i
framleiðslu 8—10% svo að frá og
með 1. des. er gert ráð fyrir um
15—17% hækkun.
Sambandið kaupir fóður sitt
frá Danmörku, frá fyrirtækinu
FAF, og hefur það nú tilkynnt
að það geti ekki afgreitt fóður til
Islands á timabilinu frá 1. dés.
til 15. jan. vegna mikils álags á
heimsmarkaði og margra fri-
daga um jólin. Þvi má gera ráð
fyrir að það fóður, sem kemur
til landsins fyrir jól, verði á
eldra verði, en hækkunin komi á
þær sendingar, sem afgreiddar
verða eftir 15. jan. og koma
væntanlega i hús hér heima um .
mánaðamótin janúar-febrúar.
—mhg
Seinkun
gæruverðs
veldur
óþægindum
Samkvæmt reglum á sex-
mannanefnd að hafa lokiö verö-
ákvörðun á gærum hinn 1.
september. En þegar þctta er
ritað, eftir miöjan október,
liggur verðið enn ekki fyrir.
Hjörtur Eiriksson, fram-
kvæmdastjóri, segir að þessi
seinagangur hafi valdið
Iðnaðardeild talsverðum erfið-
leikum. Meðan hráefnisverðið
liggur ekki fyrir getur deildin
ekki tekið við pöntunum i
skinnavörur, og er þvi ljóst, að
þetta mun seinka sölustarfi
deildarinnar á næstu mánuðum
talsvert.
— mhg
Neftóbaksleysi
Hiö háttæruveröuga „Riki” I
Vestmannaeyjum hefur nú i
heila viku verið neftóbakslaust
til mikillar hrellingar fyrir nef-
tóbaksmenn, enda tóbakshækk-
unar von á næstunni.
Neftóbaksmenn hafa þvi orðið
að gripa til þess óyndisúrræðis
að fara að reykja, þvi sjopp-
urnar hér urðu neftóbakslausar
um leið og þær fundu þefinn af
tóbakshækkuninni. Litið dregur
vesælan.
Magnús frá Hafnarnesi.