Þjóðviljinn - 28.10.1980, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 28.10.1980, Qupperneq 16
DJÚÐVILHNN Þriðjudagur 28. október 1980 Oliusamningur við Sovétmenn: Ekki fékkst þar öll svartolían Undirritaður hefur verið samningur við Sovétmenn um kaup á oliuvörum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að keypt verðilOO þús. tonn af gasoliu, 70 þús. tonn af bensini og 110 þús. tonn af svartoliu. Þetta er nokkuð meira magn af gasoliu en afgreitt verður frá Sovétrikjunum i ár, en heldur minna af bensini og svartoliu. Sérstök áhersla var lögð á að fá keypta meiri svartoliu, en sovéska oliufélagið taldi sig ekki geta skuldbundið sig til að full- nægja áætluðum þörfum íslend- inga fyrir þá vöru. Verðmiðun og önnur skilyrði eru að mestu óbreytt frá gildandi samningi, nema hvað verðálag vegna gæða svartoliunnar er hækkað. Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins f þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Vááááá... Hún er aðeins 13 ára og var að fá útborgað fyrir þriggja daga vinnu i sfldinni fyrir austan. Sigrún Júlia Geirsdóttir fékk fri i skóianum til að vinna hjá Pólarsild, en fleiri myndir þaðan eru i opnu blaðsins I dag. — Ljósm. —gel— Frestur til að koma sildinni i hús Stopp á rek- og lagnet Sjávarútvegsráðuneytið afturkallaði öll leyfi til rek- og lagnetisveiða á síld frá og með hádegi i gær. Á föstudag hafði verið landað rúmum 16.500 lestum af sild úr þessum veiðarfærum og var þá útlit fyrir, að heildarkvótinn, sem ákveðinn var 18.000 þúsund lestir fylltist um helgina. Heildarsildveiðikvótinn á þessari vertið er 50 þúsund lestir, þannig að reiknað er með að veiða i nót 32 þúsund lestir og hafa þaraf veriö veiddar um 7 þúsund lestir. Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða hefur nú gefið söltunar- stöðvunum fyrir austan nokkurra daga frest til að koma allri salt- aðri sild i upphituð hús svo og þeirri sem berst á land hér eftir, en tunnurnar staflast nú upp fyrir utan söltunarstöðvarnar eystra. —vh Sildin eystra — Sjá opnu Ákvörðun sjávarútvegsráduneytisins um loðnuveiðar: Veitt veröi 70 % af kvótanum Sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið að loðnubátar fái aðeins að veiða 70% af þeim kvóta sem ákveðinn var fyrir loðnuvertiðina i vetur. Þessi ákvörðun er tekin Það blæs ekki byrlega fyrir loðnuveiðum ís- lendinga. Mælingar á loðnustofninum benda til þess að hann sé mun minni en gert var ráð fyrir og hefur þegar verið ákveðið að loðnu- bátar fái að veiða 70% af þeim kvóta sem þeim var skammtaður. Ákvörðunin byggist á niðurstöðum leiðangurs sem farinn var af ís- lenskum og norskum fiskifræðingum fyrir skömmu, en þá kom i ljós að hrygningarstofn- inn er aðeins rúmlega 500 þús. tonn. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að i sumar hefði hámarksaflinn verið ákveð- inn 775 þús. tonn til bráðabirgða. Þar af fengu Norðmenn um 120 þús. tonn i sinn hlut, sem þeir i samráði við fuiltrúa útvegsmanna, sjó- manna og loðnuvinnslu, og byggð á þeim niður- stöðum sem lagðar voru fram eftir sameiginleg- an rannsóknarleiðangur hafa þegar veitt, en Islendingar hafa veitt um 115 þús. tonn. Það er þvi eftir að veiða um 540 þús. tonn af hámarksaflanum, en að sögn Hjálmars þolir stofninn það engan veginn. Siðastliðinn föstudag var sjávarútvegsráðráðuneytinu sent bréf frá Hafrannsóknarstofnun- inni, þarsem niðurstöðurnar voru kynntar og lagt til að leyft yrði að veiða 60% af kvótanum. „Það þyrfti að skilja eftir minnst 300 þús. tonna hrygningarstofn til að viðhalda loðnustofninum, sem er svipað og skiliö var eftir i fyrravor”, sagði Hjálmar. Hjálmar var inntur eftir þvi á hverju fyrri tölur væru byggðar og sagði hann að seiöatalning hefði farið fram árið 1978 og hefði sá árgangur nú átt að vera uppi- staðan i hrygningarstofninum. Hann virtist bara alls ekki hafa skilað sér. „Þaö er sjáanlegt að ef þessar mælingar okkar eru réttar, þá duga þær ráðstafanir sem nú hafa verið gerðar skammt. Timinn mun leiða það i ljós. Við förum i annan leiðangur i janúar til að mæla stofninn á nýjan leik, en eins og nú horfir er útlitið ekki gott”, sagði Hjálmar að lokum. —ká íslendinga og Norð- manna. 1 fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu segir að niðurstöður mæl- inganna sem gerðar voru hafi verið mjög neikvæðar og sýndu þær 47% rýrnun hrygningar- stofnsins frá þvi i fyrra. Þannig Loðnubátum á sild Heimilað að selja erlendis Sjávarútvegsráðuneytið hefur heimilað þeim loðnubátum sem leyfi hafa til sildveiða að sigla meðaflann. Bátarnir mega veiða 1501estir og geta nú og selt aflann erlendis. Þeir aðilar sem gera út loðnu- báta til sildveiða eiga að snúa sér til ráöuneytisins, varðandi veiði- leyfi og ber þeim að tilkynna hvort sildinni verði landað hér heima eða erlendis. mældist stofninn nú aðeins 506.000 tonn og samkvæmt þvi yrði ekk- ert eftir þegar islenskir loðnubát- „Þaðer komiðiljós að gagnrýni Alþýðubanda- lagsins á stjórn Flug- leiða hefur haft við rök að styðjast. Alþingi hefði betur samþykkt tillöguna um nefnd til að rannsaka starfsemi Flugleiða fyrir tveimur árum,” sagði ólafur Ragnar Grimsson i umræðum um Flug- leiðafrumvarpið i efri deild Alþingis í gær. „Nú fyrst i dag hefur þaö komið fram hvað Geirsarmurinn i Sjálf- stæðisflokknum vill og það i máli Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar. Hann vill að rikið og almenningur i landinu styrki Flugleiðir með beinum fjárfram- lögum án þess að upplýsingar um fjárstreymisáætlun á greiðslu- grunni og rétt mat á eignum liggi fyrir. Geirsarmurinn viil spila með fé almennings i þágu eignaklik- unnar i Flugleiðum og heldur að ar hafa veitt allt það magn sem þeim hefur þegar verið úthlutað. Framhald á bls. 13 Morgunblaðið ráði enn skoðana- myndun i landinu. En svo er ekki og Alþingi samþykkir ekki aftur stuðning við þessa fyrirtækja- samsteypu svo að segja með bundið fyrir augun, stuðning við fyrirtæki sem á tveimur siðustu árum hefur tapað andvirði heillar Kröfluvirkjunar. Alþingi mun krefjast svara við öllum spurn- ingum.” -gb Mjólk og kart- öflur lækka Niðurgreiðslur hafa verið auknar á mjólk og kartöflum. Verð á þessum vörum lækkar þvi nokkuð. Mjólkurlitrinn kostar nú kr. 353, lækkar úr 371 kr., og eitt kg af kartöflum lækkarúr 356kr. i 257 kr. Kostnaður rikissjóðs vegna þessara auknu niðurgreíðslna nemur 150-200 miljónum i ár. Akveðið hefur verið að efna til útsölu á smjöri á næstunni og á að reyna að létta „smjörfjallið” um ein 300 tonn. —eös Loðnustofninn mun minni en talið var „Útlitið ekki gott, þessar rádstafanir duga engan veginn”, sagöi Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur Ólafur Ragnar um Flugleiðamál: Þingið vill skýr svör Höfnum hugmyndum Geirsmanna um styrkveitingar i blindni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.