Þjóðviljinn - 20.11.1980, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. nóvember 1980
Kærleiksheimilid
Viðtalið
Ég var ekki sendur útaf — ég er bara að f ara á
klóið.
t gær birtum við mynd af Marlene Dietrich á húsvegg i DUsseldorf
og hér kemur mynd af veggnum sem mesta athygli vakti I París i
sumar. Fólk hrökk i kút og glápti — þangað tii það sá að þetta var
bara mynd. Málarinn var beðinn að mála „eitthvað áhugavert” á
vegg nýs vöruhúss og það geröi hann lika með glans. Á myndinni er
aðeins einn galli. Sérðu hann? Jú, vegggengillinn sveiflar vinstri
handlegg fram um leið og hann stigur i vinstri fót.
Maðurinn sem gat gengið á vegg
Molar
„Hinsvegar töldu íslendingar
að réttur til herstöðva á tslandi
erlendu riki tii handa væri ekki
samræmanlegur sjálucæöi
tslands og fullveldi”.
Ólafúr Thors á Alþingi 1946.
Bjarni Benediktsson i
Morgunblaðinu 22. marz 1949,
(um inngöngu i Atlantshafs-
bandalagið).
Mikil þörf á ráðgjöf
— segir Svavar
Sigmundsson
nýkjörinn
formaður FEF
• Fyrir skömmu var Svavar
Sigmundsson ritstjóri sam-
heitaorðabókarinnar kosinn for-
maöur félags einstæðra for-
eldra. Hann er þriðji formaður
félagsins, en áður hafa tvær
konur gegnt þvi embætti.
• Hér á landi eru á sjöunda
þúsund einstæðir foreldrar og
eru konur þar i miklum meiri-
hluta. Það telst þvi til tiöinda að
karlmaður skuli kominn i
fremstu viglinu þessa hóps og
Þjóðviljinn spurði Svavar hvort
kosning hans væri timanna
tákn, merki þess aö karlmenn
væru farnir að sinna börnum
sinum meira en áður?
Það getur hver og einn túlkað
það aö vild sinni hvort einhver
stefnubrevting .er á ferðinni”,
sagði Svavar. ,,I frumvarpinu
um barnalögin, sem væntanlega
verða lögð fyrir alþingi i fjórða
sinn nú, er gert ráð fyrir jöfnum
hlut beggja foreldra hvað
varðar forsjá barna þeirra og
það færist I vöxt að karlmenn
sinni börnum sinum. Hvaö mig
varöar þá gekk ég I Félag ein-
stæöra foreldra síðla sumars,
enda nýkominn til landsins. Ég
hef ekki komið nálægt svipuðu
starfi áður, en mér finnst þarna
um kjörinn vettvang að ræöa.”
— Hver eru helstu verkefnin
sem félagið vinnur að?
„Þar er fyrst aö telja húsið i
Skerjagaröinum sem keypt var.
Það kemst i notkun innan
skamms. Þar eru sex ibúðir og
fjögur einstaklingsherbergi. í
húsinu á að vera einskonar
neyðarhúsnæöi fyrir einstæða
foreldra og jafnvel námsmenn,
en þaö hefur ekki verið gegnið
endanlega frá reglum um
notkun þess.
Skattamálin eru ofarlega i
huga og nú er starfandi nefnd
sem athugar hvernig nýju
skattalögin koma niður á ein-
stæðum foreldrum. Þar eigum
viö einn fulltrúa. Nú, svo er það
barnalagafrumvarpið, sem ég
minntist á áöan, viö ætlum að
skoða þaö og láta frá okkur
heyra um efni þess, en flestir
telja þaö mjög til bóta. Við
viljum reyna aö knýja á um aö
það verði afgreitt.
Þetta er það helsta, en siðan
er innra starf, barnaskemmt-
anir, fjáröflun og slikt.”
— Er kraftur i félaginu?
„Þaö hefur verið unnið mikið
starf á vegum þess og þar fer
fram stöðug endurnýjun. Við
höfum opna skrifstofu i Traðar-
kotssundi og þangað leitar fólk
með allskonar vandamál. Þar
er veitt lögfræðiaöstoð og það er
greinilega mikil þörf á ráðgjöf.”
— Eru margir karlmenn i fé-
laginu?
„Þeir eru um 200, flestir
þeirra eru virkir og nokkrir
hafa verið i stjórn.”
— Heldur þú að það sé mikill
munur á aðstöðu einstæðra
karla og kvenna sem hafa börn
á framfæri sínu?
„Viö fyrstu sýn virðist svo,
sennilega er auðveldara fyrir
karlmann aö vera einn með
barn, bæði vegna launa og að-
stoðar annarra. Ég hef sjálfur
ekki fundið fyrir miklum erfiö-
leikum. Stelpan min er á skóla-
dagheimili og ég nýt aðstoðar
fjölskyldunnar. Fyrir einstæða
foreldra eru gæslumálin erfiö-
ust, enda vinna flestir fullan
vinnudag.”
— Hyggið þið á einhverjar
breytingar i starfi Félags ein-
stæðra foreldra?
„Það er staðreynd að mörg þau
mál sem félagiö hefur barist
fyrir hafa náðst fram og það
mætti vel huga aö þvi að útvikka
starfið, t.d. að sinna fjölskyldu-
pólitik almennt. Ég nefni mál
eins og dagvistarmál sem þyrfti
aö sinna betur og þrýsta á um
úrbætur.”
—ká
Tekið eftir
Þessi verölagsmál i brenni-
vini eru alveg að drepa mig.
Fyrst þurfti karlinn minn að
drekka úr sér óttann við nýja
veröhækkun i tiu daga, og nú
segist hann þurfa aö drekkja
gremju sinni i fimm daga i við-
bót!
Lærið að blóta
Nú er hægt að komast á kvöld-
námskeið þar sem kennt er aö
tvinna saman blótsyrði. Gróf og
krassandi eða einföld en áhrifa-
rik — allt eftir þvi sem við á
hverju sinni.
Það er breski kennarinn
David Brikett I Manchester sem
stendur fyrir námskeiðinu.
Hann kennir þrjú kvöld i viku og
námskeiðið er mjög vel sótt.
David leggur mesta áherslu á
að kenna innflytjendum að
krydda málfar sitt, enda segir
hann að þeir verði ekki færir um
aö bjarga sér og aölagast sam-
félaginu fyrren þeir geti svarað
fyrir sig með velvöldum oröum.
Hingað til hefur enginn haft
neitt viö þetta aö athuga, ekki
einu sinni breska stjórnin, sem
borgar kennaranum kaup.
Sjaldan hlegið meira
1 þýska blaöinu Spiegel er
sagt frá þvi er þingmaðurinn
JOrgen W. Möllemann leitaöi
sendiráðshjálpar i Moskvu.
Orsökin: Landsleikur Sovéts og
Islands i fótbolta á dögunum
(5:0). Vildi Möllemann sem auk
þingmennskunnar er stjórnar-
maður i 2. deildar knattspyrnu-
félaginu Preussen Mtlnster, að
sendiráösmenn V-Þýskalands
fylgdust með leiknum og gæfu
skýrslu um frammistöðu
islenska landsliösmannsins
Guömundssonar (Alberts)
sem Preussen Mtlnster mun
hafa hug á aö fá til sin. Beiöni
Möllemanns var synjaö. „Viö
höfum sjaldan hlegið meira”,
sagði talsmaöur utanrikisráöu-
neytisins.
„Við skýrðum rækilega sér-
stöðu okkar sem íámennrar og
vopnlausrar þjóðar, sem
hvorki gæti né vildi halda uppi
her sjálf og mundum vér þvi
aldrei samþykkja, að erlendur
her né herstöðvar væru á landi
okkar á friðartimim. Dean
Acheson utanrikisráðherra og
starfsmenn hans skildu fyllilega
þessa afstöðu okkar. Er þvi
allur ótti um það að fram á slikt
verði fariö við okkur, ef við
göngum i bandalagiö, gersam-
lega ástæðulaus.”