Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stykkishólmur: FaUþungi dilka meiri en í fyrra Slátrun er nýlega lokið hjá Kaupfélagi Stykkishólms. Slátrað var um 4000 fjár, sem er talsvert minna en i fyrra. Fallþungi dilka var hinsvegar mjög mikill, eða 15,9 kg að jafnaði, sem er tveimur og hálfu kilói meira en haustið áður. Þyngsti dilkurinn sem slátrað var kom frá Bjarnarhöfn i Helga- fellssveit, 30 kg. Dilkar eftirtalinna bænda höfðu mestu þyngd: Daniel Njálsson Breiðabólstað Skógarströnd 17,03 kg. Magnús Guðmundsson, Grishóli, Helgafellssveit, 16,72 kg. Daniel Jónsson Dröngúm Skógarströnd 16,69 kg. ímynd kvenna í skáldsögum Anne R. Clauss, bandariskur lektor i bókmenntum við Kaup- mannahafnarháskóla, mun á föstudag nk. halda fyrirlestur við heimspekideild Háskóla tslands sem hún nenfir „Images og Woraen in Recent Fiction”. Ætlar hún að fjalla um hvernig konum er lýst i bókmenntum nú- timans og tekur m.a. fyrir kven- höfundana Margareth Drabble, DorisLessing og Marilyn French, eneftir þá siðasttöldu er nýkomin út á islensku sagan Kvennakló- settið. Fyrirlesturinn verður haldinn i stofu 201 i Arnagarði kl. 17.15. Borðeyri: Nýr kaupfélags- stfóri Jónas Einarsson, kaupfélags- stjóri á Borðeyri, litur nú af þvi starfi, eftir að hafa þjónað þvi i 30 ár. Mun nýr kaupfélagsstjóri taka við um áramótin. Sá, sem leysir Jónas Einarsson af hólmi, er Ólafur Stefán Sveins- son, sonur Sveins Guðmunds- sonar, sem um áratuga skeið var kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og skildi eftir sig i þvi starfi mörg heillaspor, sem ekki fennir yfir fyrsta sprettinn. Ólafur Stefán Sveinsson varð stúdent frá Verslunarskólanum 1977. Vann siðan hjá Búnaðar- bankanum og Bæjarútgerð Reykjavikur jafnframt þvi sem hann stundaði nám við lagadeild Háskólans. —mhg Eiðfaxi 10. tbl. t 10 tbl. Eiðfaxa, sem blaðinu hefur nýlega borist, er m.a. eftir- talið efni að finna: Forystugrein eftir Björn Sig- urðsson: Höfuðbólið og hjáleig- urnar. S.B. ritar grein um móta- hald og keppni og aðra, er hann nefnir: Hvar eru lög og reglur? Þorvaldur Arnason skrifar um rannsóknir á hreyfingum hross- anna, og margt fleira efni er I heftinu. —mhg. Þjóðleikhúsið sýnir DAGS HRtÐAR SPOR eftir Valgarð Egilsson Leikstjórar: Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gislason Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Jórunn Viðar Hugkvæmir leikstjórar hafa áður sýnt að hægt er að nota kjallara Þjóðleikhússins með góðum árangri og að hann býð- ur upp á næsta fjölbreytileg og nýstárlega. Er það vissulega Itaktvið texta Valgarðs, sem er mjög óvenjulegur að gerð, ein- kennileg blanda af farsa, ádeilu og ljóðrænni rómantik. Hér er afar ólikum hlutum stillt hlið viö hlið og öldungis vonlaust að þeir gætu með nokkru móti rúmast innan ramma sýningar sem væri meö hefðbundnara og raunsæislegra sniði, en það er eins og hin hástemmda þensla i stilfærsluaðferð Brynju og félaga upphefji stilræna árekstra textans og skapi aöeins ara tveggja skauta allan fyrri hluta sýningarinnar. Hér átti leikmynd og ljósanotkun veiga- mikinn hlut að máli, en einnig framúrskarandi leikur. 1 seinni hlutanum, þegar sýn- ingin er færð inn i hliöarsal, er eins og spennan detti nokkuð niður og verkiö færist nær þvi að vera einhliöa farsi. Þar eru aö visu frábærlega fyndnir hlutir innan um og Erlingi Gislasyni tekst að hefja leikinn upp i kynngimagnaðan djöfulskap undir lokin með framgöngu valdsdóttur, Guðbjargar Þor- bjarnardóttur og fleiri, en hámarki náöi skopið liklega i fyrirlestri dr. Stefnis sem Sigurður Sigurjónsson lék með sönnum ágætum og sýndi okkur hvað tæknilega fullkominn skopleikur er alltaf i eðli sinu einfaldur. Einnig er vert að minnast á þá reisn sem Leifur Hauksson gaf fanganum. Það er erfitt hlutverk að skila án vand- ræða, en Leifi tókst það, meira að segja i atriðinu þar sem Fanginn frjóvgar Konúna, en „Hér er hiklaust á ferðinni óvenjulega gott leikhús”, segir Sverrir Hólmarsson i dómi sinum um Dags hriðar spor. — Ljósm.: gei. Leikritið fjallar meðal annars um „samvinnu siðlausra visinda, óheftrar gróðahyggju og spilltra stjórnmálaafla...”.— Ljósm.: gel. Þórir Steingrimsson og Herdis Þorvaldsdóttir. — Ljósm.: gel. leiksvæði — menn minnast ef til vill i þvi sambandi snjallrar lausnar Stefáns Baldurssonar og Þórunnar Sigriðar i verki Ninu Bjarkar ifyrra. En ég held að aldrei hafi kjallarinn verið notaöur af eins mikilli hug- kvæmni og með eins góöum árangri og i þessari upp- setningu Brynju, Erlings og Sigurjóns. I fyrsta þætti eru áhorfendur settir mitt á milli spennupóla sýningarinnar, i öörum þætti eru þeir fluttir inn i hliðarsal og gerðir að áheyrend- um i hátiðarsal, i seinasta atrið- inu hefur leiksvæði aðalsalar verið breytt og þeir sitja i hálf- hring eins og læknastúdentar að horfa á krufningu. Þessi notkun leikrýmisins ásamt með þeim ýkjukennda, stilfærða og hástemmda leik- máta, sem beitt er i sýningunni gerir hana verulega spennandi úr þeim lifræna spennu sem gerir allan fyrri hluta leiksins að kröftugum átökum and- stæðna. Þar er annars vegar á ferð- inni revlukennd ádeila á sam- spil visinda, auðmagns og stjórnmála, þar sem persónurn- ar eru fulltrúar hinna ýmsu afla I þjóðfélaginu i skrumskældum gervum, er reyndar minna ansi sterklega á þekktar persónur i þjóðlifinu. Gegn þessum fulltrúum hámarksgróðahyggj- unnar er stillt tveimur persón- um sem eru að visu ekki skop- myndir en engu að siður upp- hafnar og óraunverulegar, Kon- unni sem er einskonar tákn- gervingar frjómagns náttúr- unnar og fanganum sem er tákngervingur frelsisbarátt- unnar. Og það merkilega er að það tókst aö halda einhvers kon- ar órólegu jafnvægi milli þess- sinni i hlutverki prófessors i lif- og sálarfræði, þegar hann kynn- ir hina nýju tegund sem nota á sem vinnudýr I verksmiöjum framtiðarinnar. Erlingur fer einnig á kostum við krufningu fangans i lokaatriðinu. Adeila Valgarðs Egilssonar er nokkuö margbrotin, en grunn- tónn hennar er óttinn við það aö samvinna siðlausra visinda, óheftrar gróðahyggju og spilltra stjórnmálaafla muni leiða mannkyn inn á brautir sem leiði til ómennskrar kúgunar og endanlegrar tortimingar. Þetta er þarfur og hollur lestur og settur fram af hugkvæmni, á þróttmiklu máli og af einlægni. En það sem skilar verkinu heilu i höfn er fyndni þess, sem sýn- ingin kemur svo rækilega til skila. Þar nýtur hún nákvæms og vel útfærðs skopleiks Rúriks Haraldssonar, Herdisar Þor- þar ris lifræn dulhyggja höfund- ar I heldur vafasamar hæðir. Hér er hiklaust á ferðinni óvenjulega gott leikhús. Brynja ogfélagarhafa eygti texta, sem satt að segja hefur varla litið mjög gæfulega út viö fyrstu sýn, möguleika til að fara nýjar leið- ir I uppsetningu og þeim hefur af dirfsku og dugnaði tekist að gera þessa möguleika að veru- leika. Sverrir Hólmareson skrifar um |<« j leik hús

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.