Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.11.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. nóvember 1980 Opið hús á 75 ára afmæli / Verzlunarskóla Islands Fimmtudagur 20. nóvember 1980 Dagskrá: 1. Kl. 16.00 Safnastsaman i hátiöarsal skóians og þegnar veitingar. 2. Siguröur Gunnarsson, formaöur skólanefndar, býöur gesti velkomna. ÞorvaröurEliasson,skólastjóri,fernokkrum oröum um skólastarfiö. Hans Kristján Guömundsson, forseti N.F.V.I., lýsir félagslifi nemenda. Gestum gefsttækifæri til aöfæra skólanum árnaöarósk- ir. 3. Skólakórinn flytur nokkur lög undir stjórn Jóns Cortes. 4. Húsnæöi skólans og búnaöur skoöaö. Kennarar, nemendur og skólastjórn veröa til viötals fyrir gesti i kennslustofum skólans. Stofa 1 Islenskukennarar Stofa 2 Enskukennarar Stofa 3 Þýzkukennarar Stofa 4 Dönskukennarar Stofa 6 Stæröfræöikennarar og raungreina- Stofa 7 Tölvukennarar Stofa 8 Latlnu og frönskukennarar Stofa 9 Bókfærslu og hagfræöikennarar Stofa 10 Verzlunarréttar, sögu-og vörufræöikennarar. Hellusundshús — velritunarkennarar Skrifstofa — starfsliö skrifstofu Hátiöarsalur — skólastjóri, skólanefnd. 5. Kl. 19.00 Formaöur skólanefndar, Siguröur Gunnarsson, kveöur gesti. Lyfsölulevfi er forseti Islands veitir Lyfsöluleyfi Dalvikurapóteks, Dalvik, er auglýst laust til umsóknar. Umsóknir sendist landlækni, Arnarhvoli, fyrir 20. desember 1980. Samkvæmtheimildi32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er verðandi lyfsala gert að kaupa húsnæði, áhöld, innréttingar og vöru- birgðir lyfjabúðarinnar, ennfremur ibúð lyfsala, sem er i sama húsi. Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. nóvember 1980. Starfsmaður Iðnnemasamband íslands auglýsir eftir starfsmanni. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu i félagsmála- störfum og þekki eitthvað til iðnnema- hreyfingarinnar og málefna iðnnema. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og störf að félags- málum skulu hafa borist til skrifstofu INSl, Skólavörðustig 19 Rvik, föstudaginn 5. des. n.k.. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sambandsins. Iðnnemasamband íslands. Vélt æknifræðingur Landssmiðjan óskar eftir að ráða véltæknifræðing. Upplýsingar i sima 20680- LANDSSMIÐJAN Mmningarorð: Ragnar Jónsson Fæddur 4/8 1921 - Hinn 12. nóvember s.l. andaöist I Borgarspitalanum vinur minn Ragnar Jónsson, eftir langa og erfiöa sjúkdómslegu. Meö honum er góöur maöur genginn og harmur I huga allra þeirra, er hann þekktu. Ragnar Jónsson var fæddur 4. ágúst 1921 I Gróörar- stööinni viö Laufásveg, sonur hjónanna Aöalheiöar ólafsdóttur frá Sogni I ölfusi og Jóns Ivars- sonar frá Reykjakoti I sömu sveit, og var hann næst yngstur sjö systkina. A uppvaxtarárum Ragnars var erfitt um afkomu hjá verka- mannsfjölskyldu ekki sist þar sem barnahópurinn var jafn stór og hjá foreldrum hans. Varö hann þvi að létta undir meö þeim strax og geta leyföi m.a. sem mjólkur- póstur og sendisveinn. Siöar stundaöi hann almenn verka- mannastörf, þar til áriö 1941, aö hann gerðist starfsmaður tsafoldarprentsmiöju og var hann mörg siöustu árin forstööumaöur bókaforlags Isafoldar og gegndi þvi starfi af mikilli húsbóndaholl- ustu og nákvæmni þar til i nóvember á s.l. ári aö hann tók sjúkdóm þann, er nú hefur leitt hann til dauöa. Þann 16. júni 1950 gekk Ragnar aöeiga Magnúsínu Bjarnadóttur og eignuöust þau tvær dætur, Sól- rúnu Lilju hjúkrunarfræöing, gift Jóhannesi Noröfjörö, og Pálinu Aöalheiöi, gift Oddi Halldórssyni, og eru barnabörnin oröin fjögur. Hjónaband þeirra Magnúsinu og Ragnars var ætiö hiö ástúöleg- asta og besta. Þau voru sérstak- lega samhent um aö bæta og fegra sitt umhverfi og ber heimili þeirra þess gleggst vitni. Þar undu þau löngum og nutu fag- urrar tónlistar og góöra bók- mennta. Ekki er hægt aö minnast Ragnars án þess aö Möggu sé getiö nokkuö frekar, og er mér þá efst i huga sú fórnarlund og ósér- hlifni, sem er svo rik og eiginleg i fari hennar. Þessir kostir hennar komu bestfram i þvl, hvernig hún annaðist eiginmann sinn i hans löngu og erfiöu sjúkdómsraun. hvort sem hann var heima eöa á sjúkrahúsi. Kynni okkar Ragnars hófust er ég kvæntist, þar sem Helga kona min og Magga eru æskuvinkonur. Ég hef oft hugsað um þá skemmtilegu tilviljun, en sumir segja nú aö ekkert sé tilviljun, aö viö skyldum hittast og takast með okkur svo náin kynni og vinátta sem raun varð á. Skýringarinnar er sjálfsagt aö leita til þess hve viöhorf okkar- til manna og málefna fóru vel saman, og ekki hvaö sist hvaö varöar málefni skógræktar á tslandi. Ragnar geröist snemma félagi i Skóg- ræktarfélagi Reykjavikur og varö þar virkur félagi. Hann sat i stjórn þess um árabil og gegndi þar ritarastörfum siðustu árin og sat einnig aöalfundi Skógræktar- félags Islands sem fulltrúi sins félags. Á þessum fundum eignaöist hann marga góöa vini viösvegar aö af landinu. Honum var ekki nóg aö starfa aö félagsmálum skógræktar- manna, hann haföi einnig mikla löngun til aö fá landskika, sem hann gæti hafiö uppgræöslu og trjárækt á. Þetta tókst honum áriö 1971, er hann fékk land hjá ábúendum á Neöra-Hálsi i Kjós. Fyrir þetta voru þau hjón ákaf- lega þakklát, aö hafa fengið sitt eigiö friöland. Strax hófust þau handa um gróðursetningu trjá- plantna og byggingu sumarhúss, og er nú þegar kominn upp fjöl- breyttur blóm- og trjágróöur, sem gleöur auga þeirra, er um veginn fara og lita heim aö Brekkukoti. Ragnar sannaöi þaö i rikum mæli, aö menn geta veriö fjöl- fróöir, þótt þeir hafi ekki notiö langrar skólagöngu, þetta kom ekki hvaö sist fram i þvi hve fróöur hann var um allt er varö- ar okkar kæra land og sögu þjóöarinnar, og eru þetta ekki einmitt traustustu hornsteinar al- mennrar menntunar? Margar hafa þær ánægju- stundir verið, sem viö áttum Dáinn 12/11 1980 saman, ekki sist er viö fórum og fjölskyldur okkar mörg sumur um nær allar byggöir landsins. Oft rifjuðum viö upp minningar frá þeim stööum sem viö höföum dvaliö á I tjöldum okkar og minntumst þá allra þeirra unaö- semda islenskrar náttúru, er viö höföum notiö þar. Þá þótti okkur og gaman aö taka heimamenn tali og heyra þannig hinn fjöl- breytta oröaforöa og tungutak landsmanna. Það er erfitt fyrir okkur öll er áttum hann aö vin aö sjá á bak honum. Nýtt og óbætanlegt skarö er komiö I vinahópinn. Þegar aldurinn færist yfir vill svo oft vera, aö efunarmaöurinn fer aö trúa á annaö lif, og þaö er vist aö trú min hefur styrkst nú um sinn. Ég á erfitt meö að hugsa mér aö viö Ragnar eigum aldrei eftir aö hittast. Hvernig sem þaö tilveru- stig verður, vona ég, aö þar megi finna dulitinn beran mel og blásiö barö, og viö getum þá dundaö viö aö koma þar upp smá Brekku- kotshvammi og litlum Bólstaö. Um leiö og ég og fjölskylda min vottum eiginkonu hans, dætrum og fjölskyldum þeirra samúö okkar, minnumst viö Ragnars hins hógværa og góöa vinar og þökkum honum hans tryggu vin- áttu. Blessuð sé minning hans. ólafur T.R. Vilhjálmsson Kær frændi minn og bernsku- vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bernskuævintýrin heima á Staðastaö voru honum tengd i tvö sumur. Hann var náttúrlega foringinn kominn beint úr Reykjavik, sem þá var undralandiö sjálft I minum huga. Það var fagran vormorgun, ég held 1930, aö móöir hans Aðal- heiöur ólafsdóttir, móöursystir min, kom meö syni sina tvo, Ragnar og Ivar litla, siglandi á skipi beint aö Trööum. Þangað hefur, mér vitanlega, ekki i annaö sinn komiö hafskip, Þaö var nú raunar 20 til 30 tonna mótorbátur meö timburfarm til fööur mins, og þegar ég hljóp á undan mömmu fram á sjávarbakkann mætti ég þar vörpulegri konu meö tvo drengi sinn viö hvora hönd. Þetta er mér enn i dag svo skýr mynd i huga að þaö heföi eins getaö gerst i gær. Móöir Ragnars var, ef svo má segja, holdi klædd móðurimynd þess besta úr heimsbókmenntunum (Maxim Gorki), ógleymanleg öllum er henni kynntust. Frá henni haföi Ragnar mikið vegarnesti út i lifiö eins og systkini hans. Þegar ég fór aö fara I langferöir til Reykjavikur meö móöur minni, toldi ég hvergi nema hjá foreldrum Ragnars. Þau bjuggu i gömlu Gróðrastöðinni viö Laufás- veginn og fyrst er ég man eftir i einu herbergi og eldhúsi. Þarna vorum við mamma velkomin i þrengslin þó aö börnin væru fimm, tvær systur voru farnar aö heiman. Og áfram héldu ævin- týrin meö Ragnari á bió, i svaðil- farir langar og stuttar, i erjur og orrustur viö strákana I Pólunum, meira aö segja járnbrautarferð. Ragnar var aö alast upp á kreppuárunum, faöir hans Jón ívarsson var verkamaöur i grjót- námi Reykjavikur og haföi þvi oftar atvinnu en sumir aörir, en þaö var einhver erfiöasta vinna sem um getur. Þá var grjótiö klofiö og muliö meö handverk- færum og hann var útslitinn maður fyrir aldur fram. Svo komu unglingsárin. Ég fór aö læra aö hnoöa leir I Reykjavik. Ragnar frændi minn vann höröum höndum alla daga, en hans skóli var Námsflokkar Reykjavikur á kvöldin og svo las hann fagurbókmenntir af kappi og átti vini heimspekilega sinnaöa sem grufluöu I lifs- gátunni. Þetta var nokkuð fyrir ofan mitt plan. Viö hittumst þó á góöum stundum, áttum sam- eiginleg áhugamál i músik og myndlist. Hann gerðist starfs- maöur hjá Isafoldarprentsmiðju og vann sig þar upp, varö sölu- stjóri mörg siöustu árin. Ragnar kvæntist ágætiskonu, Magnúsinu Bjarnadóttur, og eiga þau tvær uppkomnar dætur, Sól- rúnu Lilju og Pálinu Aöalheiöi, sem hafa gefið þeim tengdasyni og barnabörn. Þau hjónin hafa veriö mjög áhugasöm um skóg- rækt og hafa grætt upp eftirtekt- arveröan skógarlund viö sumar- bústaö sinn hjá Hálsi i Kjós. Þau hafa fariö náms- og ræktunar- feröir til Noregs og Ragnar hefur veriö i forustusveit skógræktar- manna á Islandi um árabil. Allir frændur og vinir syrgja heiöursmanninn Ragnar Jónsson en sárust er sorg konu hans, dætra og þeirra fjölskyldna. Við hjónin biðjum þeim guösfriöar og huggunar. Ragnar Kjartansson. V ígbúnaðarkapphlaupið — NATO — Gereyð- ingarhættan — herinn — friðarbaráttan — aðgerðir um jól Um þetta verður fjallað i vetrarbúðum Samtaka herstöðvaandstæðinga i ölfus- borgum 22. og 23. nóvember. Allir her- stöðvaandstæðingar velkomnir. Látið skrá ykkur á skrifstofu Samtakanna, Skólavörðustig 1 a, milli kl. 3 og 6 i sima 17966. Samtök herstöðvaandstæðinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.