Þjóðviljinn - 20.11.1980, Síða 13
Fimmtudagur 20. nóvember 19ðt) ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Styrkir til orlofcheimila
verkíilýífcsaintakaniia
Á fjárlögum fyrir árið
1981 er fyrirhugað að veita
112 milljónum króna til
byggingar orlofsheimila
verkalýðssamtakanna#
sem er 32 milljónum króna
hærri upphæðen veitt var á
fjárlögum ársins 1980.
Þetta kom fram i máli Svavars
Gestssonar félagsmálaráBherra
er hann svaraði fyrirspurn Péturs
Sigurðssonar (S) á alþingi i
fyrradag um þetta mál.
A fjárlögum ársins 1979 var
veitt 48 miljónum króna til bygg-
ingar orlofsheimila verkalýðs-
félaganna, 80 milljónum á fjár-
lögum ársins 1980 og i fjárlögum
næsta árs er veitt 112 milljónum
króna. Þau samtök sem hafa nýtt
þessa fjárveitingu eru Alþýðu-
samband Islands, Alþýðusam-
band Vestfjarða, Alþýðusamband
Norðurlands, Alþýðusamband
Austurlands, Orlofsbúöir I
Svignaskaröi, Hið islenska
prentarafélag og Múrarafélag
Reykjavikur.
Svavar Gestsson
Framvarp um manntal
Fyrsta manntalið i tuttugu ár
verður tekiö á tslandi 31. janúar
n.k. ef frumvarp til laga um það
veröur samþykkt á Alþingi.
t gær mælti Gunnar Thor-
oddsen forsætisráðherra fyrir
frumvarpi til laga um manntal 31.
janúar 1981, en siðast var tekið
manntal árið 1960.
t greinargerð með þessu
stjórnarfrumvarpi segir að sam-
kvæmt lögum um manntal frá
1920, sem enn eru i gildi, skal
manntal tekið þau ár sem enda á
núlli og að það skuli fara fram 1.
des það ár. Samkvæmt þvi voru
manntöl 1920, 1930, 1940, 1950 og
1960, en manntalið sem fram átti
að fara árið 1970 féll niður vegna
þess að með tilkomu þjóðskrár
var taliö aö aðstæður hefðu breyst
þannig að ekki var talin þörf á þvi
og þannig spöruðust mikil
fjárútlát.
Með hinu nýja kerfi hefur hins
vegar komið i ljós að tilfinnan-
lega vantar upplýsingar um at-
vinnu, menntun og húsnæði
landsmanna og er það m.a.
ástæðan fyrir þvi að nú er ákveðiö
að taka manntal á nýjan leik. '
Ólafur Ragnar Grimsson (AB)
tók til máls að lokinni ræðu for-
sætisráðherra og sagðist fagna
þessu frumvarpi, þar sem meö
þvi skapaðist tækifæri á nýjan
leik aö afla mikilsverðra upplýs-
inga um fjölmörg atriði, en á
þessar upplýsingar hefði skort
mjög vegna ákvörðunar um að
taka ekki manntal árið 1970. Hefði
það reynst mjög bagalegt fyrir
fræöimenn á sviði félagsvisinda
að skapast hefði þarna eyða i
kortlagningu þjóðarinnar. Væri
það hlálegt að standa frammi fyr-
ir þeirri staöreynd aö minni
upplýsingar væru til núna um
þessa þjóð siðustu 20 árin, en
væru um timabilið 1920—1930 svo
dæmi væri tekið.
Ólafur Ragnar taldi
nauðsynlegt að setja inn i þetta
frumvarp ákvæði um að taka aft-
ur upp reglulegt manntal og
ákveöa i frumvarpinu aö næsta
manntal færi fram árið 1990 eða
1991.
Byggingamenn vilja afdráttarlaus úrrœði:
Algjör verðstöðvun
Mcð stórbættri aðstööu gctum við btxÖið
stórbætci bjónustu, því cnn höfum við
harðsnúiðlið,scm brcgður skjótt við !
Nú Parf enqinn að bíða lengi
eftir viðgerðamanninum.
bú hringir og hann er kominn
innan skamms.
Einnig önnumst við nýlagnir
og gerum tilboð. ef óskað er.
}RAFAFL
Iramleiðslusamvinnu-
lélag iðnaöarmanna
SMIÐSHÖFÐA 6 - SlMI: 8 59 55
Við tilkynnum
flAsetursskipti
og nýtt símanúmer: 85955
Blikkiðjan
Asgarði 7» Garðabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468
í hálft ár, — lœkkun vaxta og fast gengi
A þingi Sambands bygginga-
manna um siðustu helgi var
samþykkt ályktun um kjara-, at-
vinnu- og efnahagsmál, þar sem
segir m.a. að sambandiö Itreki þá
skoðun sina, að um launahlutföll
eigi að semja við ákvörðun
grunnkaups, en að öðru ieyti eigi
aðjafna kjörin meö skattakerfinu
og félagslegum umbótum.
Þingiðtelurbrýnanauðsyná að
ljúka hið allra fyrsta gerð nýrra
kjarasamninga fyrir allar iðn-
greinar i byggingariðnaði.
Þá segir i ályktuninni, að verð-
lagsbætur á laun séu afleiðingar
undangenginna verðlagshækk-
ana, en ekki orsök. Þvi sé raun-
Málþóf
Framhald af bls. 6.
fyrirspum þingkonunnará oröinu
og svaraöi þvi til að þótt hann
safnaöi saman öllum sálfræðing-
um landsins gætu þeir örugglega
ekki sagt hvað hugarfarsbreyting
þjóðarinnar kostaði. Þar sem
ekkert frekara svar barst við
þessari fyrirspurn sagðist Sigur-
geir Sigurðsson taka sér ráð-
herravald og svara fýrirspurn-
inni — þvi enginn veit sina asvi
alla, sagöi hann, en skiliö hefði
hann fyrirspurnina á þann veg
hvaö myntbreytingin kostaði.
Svarið væri 600 milljónir.
Leiörétting
Þau leiðu mistök urðu i mynda-
texta í Þjóðviljanum i gær að
Sigurveig Guðmundsdóttir, var
rangnefnd Siguröardóttir og er
beðist velviröingar á þvi. Enn
hlálegri uröu þessi mistök þar
sem myndatextinn hófst á orðun-
um „Þærþekkja vist flestir...” en
Sigurveig Guðmundsdóttir kenn-
ari i Hafnarfiröi var eitt sinn
formaöur KRFt og er einnig
þekkt úr útvarpinu.
hæfasta leiðin til að draga úr vixl-
hækkun kaupgjalds og verðlags
að koma i veg fyrir verölags-
hækkanir.
Þingið telur að leita þurfi nýrra
úrræða i baráttunni við verðbólg-
una og til að tryggja kaupmátt
launa. Beri i þvi sambandi að
kanna rækilega þá leið, að gera
algjöra verðstöðvun um nokkurra
mánaöa skeið, þannig aö verðlag
verði fryst og þar með felldar
brott forsendurnar fyrir visitölu-
hækkun launa. Samhliða gjald-
miðilsbreytingunni verði gripið
til viötækra efnahagsráðstafana,
er feli m.a. i sér lækkun vaxta,
festingu gengis, svo og þá lækkun
annarra kostnaðarþátta sem
möguleg kann að reynast. Allar
verðhækkanir verði bannaðar
a.m.k. um hálfs árs skeið, einnig
þær sem skapast af hækkun er-
lendis og innflytjendum þar meö
gert að leita hagstæðustu inn-
kaupa. „Verði gripið til svo af-
dráttarlausra ráðstafana mun
það leiða af sjálfu sér, að laun
munu ekki hækka á timabilinu, en
kaupmáttur launanna ætti aö
haldast þeim mun betur,” segir i
ályktuninni.
Að lokum segir að atvinnu-
öryggi, fullur kaupmáttur launa
og félagslegt öryggi séu þau
grundvallaratriði sem setja beri
efst við ákvörðun efnahagsaö-
gerða á næstu mánuðum. — eös
Eftir að veiða um
20.000 tonn af síld
Ef öll þau skip sem leyfi
hafa fengiö til siidveiða á
vertiðinni, fara til veiða og ná
þvf afiamagni sem leyfin
miðast við, ættu að afiast á
vertiöinni samtais 52.040 tonn.
Þar af hafa afiast 20.292 tonn i
reknet, en þeim veiðum lauk
27. október.
AB kvöldi 11. nóvember
höfðu samtals borist á land
33.792 tonn af sild, og má þvi
áætla að eftir sé að veiöa um
20 þúsund tonn. Af þeim 145
hringnótabátum, sem leyfi
fengutilsildveiBa ávertiðinni,
höfðu aðeins 35 lokið að veiða
upp i kvóta sinn 10. nóvember
sl.
Sildarútvegsnefnd áætlar aö
um 30.000 tonn, eöa tæplega
90% af aflanum til þessa, hafi
farið til söltunar. Söltun upp i
gerða samninga er um það bil
að ljúka.
Af þeim 20.000 tonnum sem
áætlaö er að eftir sé að veiöa
af sildveiöikvótanum, er
hugsanlegtaö 1—2000 tonn geti
fariö til söltunar á hefðbundn-
um tegundum og rúmlega 2000
tonn til framleiöslu á ediks-
söltuðum flökum. Þvl má
búast við aö þá sild sem eftir
er að veiöa á vertiöinni veröi
aðmestu aö nýta til frystingar
og niöurlagningar, auk þess
sem búist er við aö nálega 40
loðnubátar sigli með afla sinn
til Danmerkur. — eös.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir október
mánuð 1980 hafi hann ekki verið greiddur i
siðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu-
skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag
eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en
siðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar
fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið, 17. nóvember 1980
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Óskar að ráða
TALSíMAVÖRÐ við skeytamóttöku
Kröfur eru gerðar til góðrar kunnáttu i
einu norðurlandamálanna, og ensku, auk
þjálfunar i vélritun.
Nánari upplýsingar verða veit^ar i starfs-
mannadeild Póst - og simamálastofn-
unarinnar.
Eiginkona min.
Jóhanna Steinþórsdóttir,
er andaöist 15. nóv. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 21. nóv. kl. 10,30 f. hád.. Blóm og
kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim er vildu minnast
hinnar látnu er bent á liknarstofnanir.
F.h. vandamanna.
Kristján Eyfjörð Guðmundsson.