Þjóðviljinn - 10.12.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.12.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. desember 1980. In memoriam: JOHN ONO LENNON Fœddur9/10 1940 — Myrtur 8/12 1980 John Lennon var borinn i þenn- an heim i Liverpool á Bretlandi þann 9. október 1940 kl. 6.30 að kvöldi meðan loftárás þýskra nasista stóð sem hæst. Hann fékk nafnið John Winston Lennon. Móðir hans Julia vildi skýra hann Winston i höfuðið á Churchill „i augnabliks föðurlandsástar- kasti”, en Mimi, móðursystir Johns, valdi nafnið John. Faðir Johns, Alfred Lennon, var af irsk- um ættum, farmaður að atvinnu og jafnframt litt heimakær. Slitu þau Julia samvistum þegar sonur þeirra var u.þ.b. 3ja ára. Julia fór að búa með öðrum manni og Mimi vildi þá hafa John á sinu heimili. Þegar John var á fimmta ári birtist faðir hansog fór með hann i sumarfri. Þeir dvöldu hjá vini Freds i Blackpool, en sá var i þann veginn að flytja til Nýja Sjálands svo að Fred ákvað að slást i förina og taka son sinn með sér. Öllum undirbúningi var lokið fyrir flutninginn, þegar Julia birtist i Blackpool og sagðist vilja fá John aftur. Eftir nokkurt þref foreldranna ákváðu þau að láta John 8 ára með Juliu móður sinni. John velja á milli sin. Að sögn Freds Lennon vildi John vera áfram hjá föður sinum. Julia gekk þá út Ur húsinu og var að leggja af stað upp götuna þegar John hljóp á eftir henni. „Það var það siðasta sem ég sá af honum eða heyrði þangað til mér var sagt að hann væri orðinn Bitill segir Fred Lennon. John fór þvi aftur til Liverpool með Juliu, en flutti nú endanlega inn til Mimi frænku, sem ekki vildi sleppa af honum hendi. Það var ekki fyrr en John fékk áhuga á að læra á gitar að náin kynni hófust á milli mæðginanna, en hún gaf honum notaðan gitar og kenndi honum nokkur banjógrip. Juliahefur haft geysileg áhrif á son sinn og hann reisti henni fallegan minnisvarða á fyrstu sólóplötum sinum, en Julia lést sviplega er hún varð fyrir bil 15. júlí 1958. John stofnaði skólahljómsveit The Quarrymen 1955 með skóla- félögum sinum en það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum siðar, eða ’56, að George Harrison og Paul McCartney gengu i hljóm- sveitina, sem ’59 nefndist Johnny and the Moondogs, siðan The Silver Beatles og loks The Beatles. Og árið 1962 var Ringo Starr tekinn i hljómsveitina, sem varð frægasta popphljómsveit allra tima og heldur þeim titli enn, þótt nú séu áratugur siðan sú hljómsveit lagði upp laupana. Bitlarnir hafa allir gefið út eig- in plötur eftir að þeir slitu sam- starfinu og þeirra hefur jafnan verið beðið með forvitni. Þegar litiðer um öxl á þann stóra plötu- bunka þeirra fyrrum félaga verð- ur hlutur Johns Lennon óneitan- lega áhrifarikastur. Hann hafði ævinlega ákveðnar skoðanir á öll- um málum og sterkur persónu- leiki hans æpir á mann i lögum hans og textum hvort sem hann fjallar um óbliðan uppvöxt i verkalýðsstétt eða ást sina til Yoko. ,,A Working Class Hero” er horfinn úr þessum heimi og þvi miður kvaddi heimurinn hann með sama gný og hann tók á móti honum með. —AJ Eftir fimm ára þögn: Eftir fimm ára þögn, fimm ár i faðmi f jölskyldunnar, kom i haust út ný hijómplata/hjónanna John Lennon og Yoko Ono. Fyrir nokkrum árum skiptu þau um hlutverk; John varð heimilis- faðirinn sem sá um barnauppeldi og brauðbakstur meðan Yoko Ono tók að sér fjármál fjölskyldunnar og fvrirvinnuna. I tilefni plötunn- ar, sem heitir Ilouble Fantasy — Scenes of a Marriage og er með sjö lögum eftir Lennon og sjö eftir Ono, átti Barbara Graustark fréttamaður Newsweek viðtal við þau hjónin. Þetta var fyrsta við- talið i mörg ár og það bar yfir skriftina John Lennon sjálfur. Viðtalið varpar Ijósi á þennan tima sem John Lennon kaus að standa utan við sviðsljósin, ástæðurnar til þess, samband þeirra hjónanna og þann tíma þegar Bitlarnir leystust upp. Hér verður hlaupið á viðtalinu, en fvrsta spurningin var af hverju I.ennon fór i felur 1975, var hann þreyttur á tónlistinni eða skemmtanaiðnaðinum almennt? Lennon: Hvoru tveggja. Ég hafði verið á samningi frá þvi ég var 22ja ára gamall og ég „átti” alltaf að gera eitthvað, skila hundrað lögum á föstudegi, nýrri plötu á laugardegi, gera þetta, gera hitt. Ég varð listamaður af þvi að ég dýrka frelsið, — ég passa ekki inn á skrifstofu eða i skólastofu. Frelsið var plúsinn á móti öllum minusunum við þaö að vera skritinn! En skyndilega var .ég orðinn háður plötuútgáfufyrir- tækjum, háður fjölmiðlum, háður almenningi. Ég var ekki frjáls. Ég hef áður dregið mig í hlé, — dálitill hluti af sjálfum mér er munkur, annar er fló i sirkus. — En af hverju i fimm ár? Lennon: Ef þú kannt mann- kynssöguna þina veistu að það tók okkur langan tima að eignast barn. Og mig langaði til að gefa Sean syni minum fimm heil ár. Ég fýlgdist ekkert með uppvexti eldri sonar mins (Julian frá fyrra hjónabandi) og nú er allt i einu 17 ára gamall maður i simanum og talar um mótorhjól! — Ég sendi Sean á barnaheimili en þegar ég gerði mér grein fyrir þvi að ég var að losa mig við hann, tók ég hann heim aftur. Ef ég tek ekki eftir honum þegar hann er fimm ára, þá skulda ég honum tvöfald- an skammt af athygli þegar hann er 10 ára. — En hvernig leið John Lennon i hlutverki húsmóður? Lennon: Þetta vareins og hvert annað grinieikrit. Ég spurði hana hvernig hefði verið á skrifstof- unni f dag, — viltu i glas? — ég náði ekki í skóna og skyrturnar eru ekki komnar úr þvotti! Við húsmæður segi ég: Nú skil ég af hverju þið æpið allar. Lif mitt snerist i kringum máltiðir Seans. Skyldi fæðið vera of einhæft? Skyldi Yoko nú fara að tala um viðskipti þegar hún kemur heim úr vinnunni? — Yoko sá um bankana, John Lennon sj álfur samningana og hlutabréfin. Af hverju? Ono: Það er lag á plötunni eftir John sem heitir Tiltektartimi (Cleaning-up-time) og þannig var það með okkur. Með þvi að vera tengd Apple fyrirtækinu og ölium þeim lögfræðingum og fram- kvæmdastjórum sem áttu hlut i okkur vorum viö aldrei fjárhags- lega s.ialfstæð. Við vissum ekki einu sinni hvað við áttum mikla peninga. Við vitum það ekki enn! Nú erum við að selja 25% hlut okkar i Apple til þess að geta not- að orkuna til annars en að hugsa um það. Okkur hefur verið ráð- lagt að fjárfesta i' hlutabréfum og oliufyrirtækjum en við trúum ekki á það. Þú verður að fjárfesta i hlutum sem þú hefur trú á og elskar. Eins og kúm, sem eru hei- í viðtali í tilefni nýju plötunnar lög dýr i Indlandi. (Þau hjónin áttu m.a. fjögur mjólkurbú i Bandarikjunum.) Það er hag- kvæmt að fjárfesta i húsum. John varorðinnþreytturá Manhattan. — Hvernig var það fyrir mann sem hafði lifað og hrærst i tón- listarheiminum að hætta allt i einu? Lennon : í byrjun var það mjög erfitt, en ég var allur i glymjandanum, þetta var ekki tónlist. Það kom skýrt fram á Walls and Bridges (plata Lennons frá 1974), hún var afrakstur háif- bilaðs iðnaðarmanns. Innblástur- inn var enginn, þetta var ömur- legt. Ég heyrði ekki tónlistina vegna hávaðans i höfðinu á mér. Með því að snúa baki við þessu öllu byrjaði ég að heyra hana aft- ur. Þetta er eins og með Newton, hann hefði aldrei skilið hvað það þýddi að eplið datt, ef hann hefði ekki legið i draumórum undir tré. Þetta er það sem ég lifi fyrir, — aðláta epii detta á hausinn á mér á fimm ára fresti. — Hættirðu algerlega að hlusta á tdnlist? Lennon : Ég hlustaði aðallega á sigilda tónlist og „Muzak”. Ég hef ekki áhuga á verkum annarra manna nema þau komi mér sér- staklega við. Þetta er eins og að spyrja Picasso hvort hann hafi komið á safn nýlega. — Eftir fimm ára þögn kemur út ný plata. Af hverju? Lennon: Þessi húsmóðir hér vildi lika komast áfram í lífinu, á eigin spýtur. 9. október verð ég fertugur, Sean verður fimm ára og ég hef efni á að segja: Pabbi gerirlika svolitið annað. Hann er ekki vanur sliku, i fimm ár hef ég varla tekið i gitarinn. Ovenjulega náið samband þeirra hjóna og samvinna við nýju plötuna barst i tal og i þvi til- efni sagði Lennon: Þetta er eins og leikrit sem við skrifuðum og við ieikum lika i þvi. Þetta eru John og Yoko, annað hvort bæði eða ekki. Yoko er hluti af sjálfum mér. Miglangar ekkitilað syngja ef hún er ekki með. Þegar Bitlarnir hættu hugsaði ég með hrifningu til þess að þurfa ekki að hlusta á Paul, Ringo eða George. En það er ekkert gaman að söngla einn i stúdiói. Ég þarf ekki lengur allt það pla'ss. — Mikil breyting varð á John Lennon ef tir að hann og Yoko Ono tóku saman. Henni var m.a. kennt um að hafa splundrað Bftlunum og gera hann háðan sér. Afstaöan til kvenna hafði breyst mikið frá þvi hann 23 ára gamall sagði að konur væru til þess að riða en ekki til þess að hlusta á. Lennon: Ég var lágstéttargæi, sem var vanur að fá allt framreitt á fati. Yoko hafði ekki áhuga á þvi. Strax og við kynntumst krafðist hún jafn mikilstima, jafn mikils pláss, jafn mikilla rétt- inda. Ég sagði henni að ég myndi ekki breytast: Reyndu ekki að þröngva þér inn á mitt pláss. Hún svaraði: Þá get ég ekki verið hér. Það er ekkert pláss þar sem þú ert. Það snýst allt i kringum þig og ég get ekki andað i sliku lofti. Ég er henni þakklátur fyrir þann lærdóm. — Splundrun Bitlanna likir John Lennon við ævintýri H.C. Andersens um nýju fötin keisar- ans og hefur Yoko i hlutverki barnsins: Ég hafði verið að leita eftir ástæðu til að hætta allt frá 1966. Ég bara þorði ekki. Þetta byrjaðiá þviaðBitlarnirhættu að fara i hljómleikaferðir og ég þoldi ekki að vera ekki á sviðinu. En ég þorði ekki að ganga út úr höllinni. Þetta var það sem drap Presley. Hirðin gengur alltaf að kóngnum dauðum. Hún bindur hann fastan við kórónuna með þvi að gera hann of feitan, of drukkinn og hlaða hann lofi. Fæstir i þessari stöðu vakna nokkurn timann. Yoko sýndi mér hvað það er að vera Elvis Bítill, umkringdur prælum sem vjija haida öllu í sama farinu, i eins konar dauða. Og þannigsplundruðust Bitlarnir, ekki vegna þess að hún klyfi þá heldur vegna þess að hún sagði við mig: ÞU ert ekki i neinum föt- um! — Saknaði John Lennon gömlu góðu daganna? Lennon: Nei. Það sem gerði Bitlana að Bitlum gerði sjöunda áratuginn lika að sjöunda ára- tugnum, og sá sem heldur að ef John og Paul slægju sér saman með George og Ringo og Bitlarnir yröu til að nýju eru brjálaðir. Bitlarnir gáfu allt sem þeir gátu gefiö og meira til. Þessir fjórir náungar gætu aldrei orðið sama grúppan, jafnvel þótt þeir vildu bað sjálfir. Það skiptir ekki máli hvort Georg og Ringo væru með, ivi Paul og ég sköpuðum músik- na. Ekki satt? Það eru mörg 3itialög sem mig langar til þess íð semja upp á nýtt, — þau voru ddrei eins og ég vildi að þau /rðu. En aö byrja aftur á Bitlun- im væri eins og að setjast aftur i kólann. Ég er ekkert fyrir mdurtekningar. Þetta erliðin tið. (Snacað AI) Miðvikudagur 10. desember 1980. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 9 r rægasta, áhnfamesta og virtasta popphljómsveit allra tlma — The Beatles (1963 og ’67) —en þrátt fyrir þessi hástemmdu lýsingarorð sem tengjast henni er fólk ekki á einu máli uin hvers vegna þeir fjórmenningarnir urðu svo miklu vinsælli en aörir i „bransanum”, jafnvel vinsæili en Jesús. John Ono Lennon og Yoko Ono Lennon. Til heiðurs konu sinni sleppti BftiIIinn Winston nafninu og tók upp hennar I staðinn. John ikjoltu Yoko við upptoku á Let ít be, siðustu hljómplötu the Beatles. á dagskrá Almannavarnir gera aldrei betur en að draga ögn úr ógurlegu manntjóni, ef til atómstriðs kemur Hættan á heims- styrjöld og almannavamir A landsráðstefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga á Akureyri i október sl. gengu flestir ræðu- menn út frá þvi, að óvenju mikil hætta væri á stórveldaátökum nú og að hætta væri á kjarnorkuárás á herstöðina á Miðnesheiði, jafn- vel lika á Stokksnes og Snæfells- nes. Menn eru farnir að horfast i augu við geigvænlegar stað- reyndir. öllum bar saman um, að megináherslu bæri að leggja á að koma i veg fyrir striö, eða draga úr likum á þvi, og þar væri meginskerfur okkar að losa okkur út úr Nató og reka herinn úr landi. Sumir vildu auk þess, að settar væru fram kröfur um auknar almannavarnir, bæði i þeim tilgangi að bjarga mannslif- um, ef til styrjaldar drægi, og eins til að sýna fólki fram á, að okkur væri full alvara, þegar við segjumst óttast það, að erlendu herstöðvarnar muni kalla yfir okkur kjarnorkuárás. Það kom mér mjög á óvart, að sumir ráðstefnugestir máttu ekki heyra minnst á almannavarnir. Mér tókst ekki að skilja rök þeirra. Ég ætla hér að setja fram nú- verandi afstöðu mina til þessara mála. Hvers vegna er hætta á heimsstyrjöld? Þetta er flókin spurning, og ekkert svar til við henni. Það dylst fáum, að það er óvenju djúp kreppa i flestum löndum heims, þar á meðal i báðum risaveldun- um, og það sér ekki fyrir endann á henni. Það hefur gerst tvisvar áður, að djúp heimskreppa hefur verið leyst með æðisgengnum vigbúnaði og siðan striði, en eyði- legging af völdum þess hefur skapað nýtt rými fyrir auðvalds- hagkerfin aö þenjast út i. Bæði risaveldin hafa aukið framlag sitt til vigbúnaðar undanfarin ár og sama gildir um marga banda- menn þeirra. Undanfarna 2 áratugi hafa Sovétrikin vigbúist hraðar, en Bandarikin eru nú verulega að auka vigbúnað sinn. Valdajafnvægi risaveldanna hefur raskast talsvert undanfar- inn áratug. Bandarikin hafa misst þýðingarmikil áhrifasvæði og Sovétrikin komið undir sig fót- unum á sumum þessara svæða. Bæði risaveldineiga mikilla hags muna aö gæta utan eigin landa- mæra, t.d. vegna þverrandi oliu- linda heima fyrir. Sovétrikin hafa nýlega komið sér upp herstöövun allt i kring um mið-austurlönd (Afganistan, S-Jemen, Eritrea og Eþiópia) og ógna mjög veldi Bandarikjanna þar. Það er hæp- ið, að Rússinn komist öllu lengra án þess að Bandarikin mæti hon- um.meb vopnum, og hvað þá? A heildina litið er hernaðar- máttur risaveldanna liklega nokkuð jafn. Sovétrikin hafa meira magn vopna af flestu tagi, stærri her og fasiskt miðstýrt stjórnkerfi, er gerir þeim auðveldara að siga þegnum sin- um úti strið. Bandarikin hafa aft- ur á móti þróaðri tæknibúnaö á mörgum sviðum, einkum á sviði gervitunglanjósna og tölvutækni. Fram að þessu hafa hvorugt risaveldanna talið sig geta sigrað hitt án þess að vera lagt i rúst sjálft, ef kjarnorkuvopnum yrði beitt. Margir hafa álitið að strið milli þeirra myndi þvi verða háð með hefðbundnum vopnum. Nú leggja þau bæði mikla áherslu á smið „iéttra” kjarnavopna til að beita i staðbundnum hernabar- átökum og er þvi bilið milli kjarnorkustyrjaldar og „hefð- bundinnar styrjaldar” i raun að þurrkast út. Nýleg forsetafyrirmæli Carters gefa i skyn, að Bandarikin telji sig nú geta unnið kjarnorkustrið með „hæfilegum fórnum” (t.d. fórna Islandi, Noregi og fleiri fjarlægum löndum?). Það ber þó að taka öllum slikum „uppljóstr- unum” með fyrirvara, þær geta hæglega verið blekkingar eða kosningabrellur. Hvað sem þessu liður finnst mér barnaskapur og ábyrgðar- leysi að neita þvi, að það sé hætta á heimsstyrjöld á næstu árum. En hvernig á þá að bregðast við? Leggjast i þunglyndi? Nei, takk. Er nóg að reyna að koma I veg fyrir strið? Jafnvel þótt árangur starfs okkar færi fram úr björtustu von- um, gætum við ekki treyst þvi að okkur takist að koma i veg fyrir strið. Við gætum minnkaö ögn lik- urnará þvi að striö brjóstist út og mættum vel una þeim árangri. Er þá ekki rétt, að við krefj- umst bættra almannavarna af ýmsu tagi, samtimis þvi sem við reynum að koma i veg fyrir strið, ef það mætti draga nokkuð úr þeim hörmungum, sem heims- styrjöld myndi leiða yfir þjóðina? Getum við verið svo kaldrifjuð, að sinna þessum þætti alls ekki neitt, þó svo að við gerum okkur fulla grein fyrir striðshættunni? Ættu almannavarnir ekki fullan rétt á sér, jafnvel þótt þær dygðu aðeins til að fækka dauösföllum um 10%, hvað þá meira? t skýrslu sinni gerir Agúst Valfells ráð fyr- ir að nær 100.000 manns færust, ef atómsprengju yrði kastað á Miðnesheiðina. Væri það ekki ómaksins vert, ef takast mætti að lækka þessa tölu niður i 90.000? hvað þá meira? Segjum sem svo, að við metum likurnar á heimsstriöi á næsta áratug „einungis” 10%. Væri samt stætt á öðru en að fórna mikilli vinnu og fjármunum i að undirbúa fólk sem best undir það, sem að höndum ber? Hvað þá, ef likurnar eru meiri en 10%. Hvort er vænlegra að reyna að horfast i augu við hættuna, eða stinga höfðinu i sandinn að hætti strútsins? Ég kýs fyrri kostinn; en þú, lesandi góður? Hvaö mælir gegn almannavörnum? A landsráðstefnunni máttu margir ekki heyra minnst á almannavarnir. Þó töluðu þessir sömu menn manna mest um hættuna, sem fólki stafaði af þvi, að gerð yrði kjarnorkuárás á herstöðina á Miðnesheiði. Eink- um eru mér minnisstæð þrenn mótrök gegn kröfunni um almannavarnir (ég vona ég fari rétt með): 1. „Krafa okkar um almanna- varnir eykur striðshættuna i heiminum”. Þessi rök finnst mér vera álika fáránleg og þegar Kinverjar hafa verið kallaöir „striðsæsingamenn” fyrir það að vara við hættu á heimsstyrjöld. Ékki vcldur sá er varar, þó verr fari. 2. „Amannavarnir eru blekking”. 3. „Krafan unt almannavarnir er uppgjafa rstefna”. Þessum 2 staðhæfingum hæfir sama svar. Almannavarnir gera aldrei betur en að draga ögn úr ógurlegu manntjóni, ef til atóm — striðs dregur. Það er siður en svo hætta á að auknar almannavarnir gefi fólki svo rika öryggistilfinn- ingu, að það hætti aö óttast strið og hætti þar með að reyna að koma i veg fyrir það, hætti þar með að amast við kanahernum. Ég held, að fólk myndi þá fyrst fást til að horfast i augu við árásarhættuna, þegar umræður hæfust i fullri alvöru um hugsan- legar varnir til að draga úr hinum háskalegu afleiðingum. Algjör höfnun á almannavörnum minnir mest á málflutning ofurrót- tæklinga, sem hrópa „lifi bylt- ingin”, og hafna allri þátttöku i kjarabaráttu og alls kyns baráttu fyrir úrbótum innan ramma auðvaldskerfisins, svo sem bættri heilbrigðisþjónustu og dagvistun. Það er efni i aðra grein að reyna að útlista, hvers konar aimannavörnum við eigum að berjast fyrir. Fyrsta skrefið væri liklega efling þeirra þátta, sem almannavarnir rikisins sýna þegar nokkra tilburði til að sinna, einkum þó almenningsfræðslu um liklegar afleiðingar striðs og hvernig sé skynsamlegt að bregðast við þvi. Mig hryllir við þvi, hve við erum á allan hátt vanbúin, ef striðið við Persáflóa myndi t.d. þróast i það að verða heimsstyrjöld. Mannúðlegri málflutning Herstöövaandstæðingar þurfa að temja sér mannúðlegri málflutning en verið hefur. Mér er enn minnisstæður fundur i Stapa fyrir einum 5 árum, þar sem hryllilegasti kaflinn úr Val- fellsskýrslunni (um afleiðingar kjarnorkuárásar á Miðnesheiði) var lesinn fyrirvaralaust yfir Suðurnesjabúum. Það sló ónota- legri þögn á salinn og nokkrir gengu út, að þvi mig minnir. Þarna var verið að lesa upp dauðadóm þessa fólks. Aðgát skal höfð i nærveru sálar. Ég er þó alls ekki að mælast til, aö þagað sé yfir hættunni, en það er ekki sama hvernig hún er út- listuð. Við megum ekki hrekja fólk inn i draumheim afneitunar, eins og ég held að gerist oft. Fólk er innst inni hrætt, en forðast að hugsa um það, vegna þess að það sér enga leið út úr ógöngunum. i j I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.