Þjóðviljinn - 10.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. desember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 A stuttum fundi með Halldóri Laxness og Rolf Hádrich „Samt verður alltaf til Steinar”, sagði kvikmyndaleik- stjórinn Rolf Hadrich um leið og hann viðurkenndi fyrir blaða- mönnum, að íslendingar einsog þeir sem Paradisarheimt sýnir væru liklega ekki þeir sömu og nií lil'a i landinu, þótt einmitt þær einföldu manneskjur sem þar koma fram, og hin óspillta náttúra, séu það sem mesta að- dáun vekja meðal þýskra áhorf- enda. — Þetta er það sem bjóðverjar þrá, sagði Hadrich, og þeir undrast, að þessi einfaldi bóndi skuli geta hugsað og hugsað djúpt. Myndinni var mjög vel tekið i þýska sjónvarpinu og þvi sviss- neska og reiknast mönnum til, að yfir24% sjónvarpsáhorfenda hafi séðhana, þ.e. um 6 miljónir, sem telst mjög gott i löndum þar sem um fleiri dagskrár er að velja. Eftir forsýningunni sl. laugardag að dæma má búast við ekki síðri móttökum hér á tslandi, en senni- lega af öðrum orsökum, og áreiðanlega hærra áhorfenda- hlutfalli. Rolf Hadrich og félagar hafa áður sýnt og sannað að þeim lætur vel samvinnan við Halldór Laxness, —Brekkukotsannáll olli ekki vonbrigðum, — en hvers vegna einmitt Paradisarheimt? leikstjóra. Mér finnst hugblærinn hafa náðst mjög glæsilega. Hinrik Bjarnason sem stendur fyrir blaðamannafundinum af hálfu islenska sjónvarpsins telur þaðkoma vel útúr viðskiptunum, ekki aðeins fjárhagslega — slik mynd fyrir 35 miljónir eru bestú kaup sem gerð hafa verið til þessa — en einnig og ekki síður vegna reynslu og lærdóms sem Rolf Hadrich hefur miðlað. En hvað um hann — er ekki erfitt að vera Þjóðverji og vinna á Islandi Frh. á bls. 13 — Það var Halldór sjálfur sem valdi hana, segir Hadrich. Við vorum aðeins að gæla við hug- myndina um Kristinhald undir jökli, en sýndist þetta svo betra. Paradisarheimt er mikilvægt bókm ennta verk og jafnframt merkur áfangi i höfundarferli' Laxness. Steinar leitar fyrir- heitna landsins*Halldór Laxness er þarna lika að leita og verkið endurspeglar hugsanir hans. Sjálfur kveöst Halldór Laxness ánægður með arangurinn: — Ég undrast af hve mikilli smekkvisi, ,,Það verður alltaf til Steinar” skilningi og umfram allt þraut- seigju verkið er unnið. Hann var að sjá kvikmyndina i heild í fyrsta sinn. Gefur hún rétta mynd af bókinni? Hvernig er tilfinningin að sjá eigið hug verk endurfæðast i öðrum miðli? — Ég get ekki hugsað mér myndina i öðru formi né betur gerða. Tilfinningin var misjöfn. stundum var þetta þægilegt, á mörgum pörtum sérstök unun, nú og stundum eru lægðir i verkinu sem drama af minni halfu, og þar reynirá i'myndunarafl leikara og Að eiga sér lífsspeki Það er alltaf vandi að gera kvikmynd eftir sögu lesendur gera sér sina mynd af persónun- um og það er ekki liægt að koina yfir á mynd öllu þvi sem vel skrif- aður texti felur i sér. Rolf Hadrich reynir i kvikinyndinni Paradisarheimt að fara bil beggja. Myndin fcr i þann flokk sem kallaður er kvikmyndaðar bókinenntir. Hadrich lætur myndina segja söguna en tengir atriðin með lestri Halldórs Lax- ncss sjálfs. Sá lestur er aldrei langur og það er unun að hlusta á orðin sem tengja áheyrandann við tima Steinars bónda. bað er ekki ætlunin hér að segja of mikið, það veröur sjón- varpsáhorfenda að vega myndina og meta, en svo mikið er hægt að segja að ekki leiddist undirritaðri þær klukkustundir sem setið var framan við sjónvarpið að hótel Loftleiðum. Paradisarheimt gerist á þeim timum er islenska þjóðin var að rétta úr kútnum, eftir áratuga sjálfstæðisbaráttu. Atvinnuhættir voru að færast nær þeirri tækni sem rutt hafði sér til rúms i Evrópu og bjartara virtist fram- undan. Kóngurinn Kristján 9. kom til landsins þeirra erinda að sitja þjóðhátiðina 1874 þegar minnst var 1000 ára byggðar i landinu. Á Þingvöll mættu skáld- in og það er all kostulegt atriði i myndinni þegar aumingja kóngurinn má sitja undir óskiljanlegu konungslofi klukku- stundum saman. Þangað mætir Steinar bóndi til að gefa konungi hest, hann er eins konar tákn þrautsegjunnar i honum samein- ast speki og umburðarlyndi þess manns sem ekki krefst neins, en lætur hverjum degi nægja sina þjáningu. Hann á þó i sér forvitni og þrá mannsins‘tirað kynnast þvi sem æðra er og betra og hann leggur upp i leitina miklu yfir eyðimerkur og sanda, tilbúinn að láta berja sig eins og Þjóðrekur mormónabiskup. A timum Steinars lá leið margra til Ameriku, þar sem land var sagt betra og meira en annars staðar þekktist. Þangað leitaði fjöldi Islendinga i von um betra lif og á mormónasvæðunum i Utha er enn að finna afkom- endur Islendinga sem snérust til þeirrar trúar. Þjóðrekur biskup er i myndinni hvort tveggja i senn lorkostu- legur agent Amerikulerðanna sem trúboði „villutrúar” að dómi landans. Hann fær hins vegar leyfi Danakóngs til að prenta bækur og boða trú enda stóð is- lenskum á sama um prentfrelsi og trúfrelsi sem gengið var i gildi og lúskruðu óspart á Þjóðreki. I myndinni er margt sem varpar ljósi á timann, bæjarhúsin hestaprang Björns á Leirum, samband hans og Steinu sem leiddi huga minn að þeim kenn- ingum að kynlifsfræðsla sé með öllu óþörf og börnin hafi hér áður lært af náttúrunni það sem til þurfti. Slik kennsla lór með öllu fram hjá þeim i Steinahlið, þar gerðist kraftaverk. Þá kemur stéttaskiptingin möguleikar at-* hafnamannanna sem voru að opnast og menntunarmunurinn fer fram i húsakynnunum klæðnaði, ferðalögum til útlanda o.fl. i Paradisarheimt er birt saga sem var undanfari þeirra miklu þjóðfélagsbreytinga sem hófust eftir aldamótin. Það er alkunnugt að Laxness sækir efnivið sinn til sögu Eiriks frá Brúnum og margar persón- urnar minna á samtimamann hans. (Sýslumaðurinn likist mjög Einari Ben) En það er alltaf varasamt að fara of langt út i samanburð raunveruleikans og skáldsögunnar sem alltaf lýtur sinum eigin lögmálum og ætlar sér að koma til skila ákveðnum boðskap. Saga manns eins og Ei- riks frá Brúnum og Steinars bónda hlýtur að koma okkur við af þvi að þeir eiga i sér einhvern kraft þeir gefast ekki upp, þeir eru tilbúnir til að fórna öllu til að leita að þvi sem þeim finnst meira virði en jarðneskt góss. Þeir eiga sina lifsspeki sem þeir hika ekki við að standa viö og það Jón Laxdal — Steinar bóndi i Steinahlið. '■'rifta Gylfadóttir — 14 ára Keykjavikurstúlka sem leikur Steinu. er meira en sagt verður um margan manninn: bað er ævintýrið sem Steinar bóndi leggur út i sem er svoheill- andi i bland viö allar þær mann- lýsingar sem fylgja. Myndin fylgir tveimur þráðum Steinari og dóttur hans, frá þvi að hann leggur upp i ferðina á Þing- völl og þar til þau sameinast aftur i Bandarikjunum. A þeirri löngu leið sýna þau að bæði eru greinar af sama meiði, þau eru ekki að- eins fulltrúar islenskrar alþýðu, heldur lika margs þess besta sem mannfólkið á t.a.m. æðruleysi og þrautsegja. bau traðka aldrei á nokkrum manni þó aö veröldin traðki á þeim. Og þar með er meira en nóg sagt að sinni. —ká Nýkomnir Barna- og unglingaskídagallar 16 litir og gerðir Stæröir: 116 verð gkr. 27.000 nýkr.270 Stærðir: 128-140 verð gkr. 31.400 nýkr. 314 Stærðir: 152/164-176 verð gkr. 34.200. nýkr. 342 Póstsendum CLpnRTUAI samdægurs Or Un I VML LAUGAVEG1116, VIO HLEMMTORG- SIMAR 14390 i* 26690

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.