Þjóðviljinn - 10.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.12.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — Þ3ÖÐVILJINN Miövikudagur 10. desember 1980. Kærleiksheimilið Ég var gerður aö gjaldkera. þúsundkalii. Ég var sá eini sem gat skipt Útflutn- ingur dilka- kjöts 445 tonnum minni en s.l. ár Gert er ráð fyrir þvi aö flutt veröi út af dilkakjötsframleiösl- unni i haust 4000 tonn á móti 4445 tonnum á sl. ári. Reiknað er með að 2400 tonn fari til Noregs, 650 tonn til Sviþjóöar, 750 tonn til Færeyja og 200 tonn til Dan- merkur. Þegar er búið að senda úr landi 1257 tonn en jafnan er nauðsynlegt að afskipa tals- verðu magni þegar i sláturtið vegna skorts á frystigeymslu- rými. Er m.a. aö verða brýnt, að auka geymslurými Afurða- sölunnar á Kirkjusandi, sem fyrirsjáanlegt er að verður ófullnægjaandi á næstu árum. Þá er og aukin áhersla lögð á af- skipanir kjöts i frystigámum samkvæmt eindregnum óskum kaupenda. Má búast við að vaxandi hluti kjötsins verði fluttur þannig út á næstu árum. Þetta kom fram á fundi Sam- starfsnefndar Búvörudeildar og afurðasölufélaganna, sem hald- inn var fyrir nokkru. Nokkur óvissa rikir á Noregs- markaði vegna þess aö frá og með næsta ári er gert ráð fyrir að niðurgreiðslur á kjöti verði felldar þar niður, en óljóst er enn hver áhrif það muni hafa á kjötsöluna héöan. Þá hefur Efnahagsbandalagið tekið upp kvótaskiptingu á innflutningi kindakjöts en á móti lækkaö toll á þvi um helming, úr 20 i 10%. Arskvóti íslendinga er ekki að fullu frádreginn. EBE bauð upphaflega 440 tonn en tslend- ingar reyndu að fá a.m.k. 1000 tonna kvóta. Hefur bandalagið nú boöið 600 tonna kvóta, sem gildi fram til 1984. Eins og undanfarin haust var kælt kindakjöt sent flugleiðis til Danmerkur nú i sláturtiðinni. Kjötinu var safnað i frystigáma hjá sláturhúsunum og flutt til Reykjavikur. Þar var skrokk- unum pakkaö tveimur saman i plastfóðraða kassa og fluttir þannig út. Þessi meöhöndlun tókst i alla staði mjög vel en hinsvegar er verðmunur á þessu kjöti, sem fryst er á venjulegan hátt, tæplega nægur til að mæta þeim aukakostnaöi, sem af þessu leiöir. Þá voru athugaðir möguleikar á að senda kælt kjöt meö flugi til Bandaríkjanna. Fyrir þvi reyndist þó ekki grundvöllur vegna hárra flutn- ingsgjalda. Þá hafa nær 200 tonn af hrossakjöti frá haustinu 1979 verði flutt út, mest til Noregs en einnig til Hollands og Frakk- lands. Innyfli eru sem áður nær eingöngu seld til Bretlands, en nokkur verðlækkun hefur orðið þar á ýmsum tegundum. Sala á dúni hefur gengið mjög vel nú i haust en áframhaldandi erfiðleikar eru á hinn bóginn á þvi að selja selskinn. — mhg Nýtt versl unarhús á Fáskrúðsfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur nú opnað nýja og glæsi- lega v.erslun á fyrstu hæðinni af þremur i nýbyggingu sinni á' Fáskrúðsfirði. Byrjaö var á byggingunni vorið 1978 og er gert ráð fyrir að tvær efri hæðirnar verði teknar i notkun á næstu árum. Verslunarrýmið er um 2800 rúmmetrar. Þörfin fyrir þetta hús var orðin brýn þvi að sið- ustu árin hefur félagið verslað i þremur eldrihúsum, þar af einu frá 1896. Teiknistofa Sambandsins teiknaöi húsið en Birgir Isleifs- son, verslunarráöunautur Sam- bandsins annaðist uppsetningu. — mhg vidtalið Nær 10 miljóna niðurgreiðsla með hverri lóð: „Hagkvæm- ara fyrir borgina að úthluta peningunum til kaupa á eldra húsnæði” — Mér sýnist að tölur úr Reykjavlk og Reykjanesi bendi til þess að um samdrátt sé að ræða i byggingum á Reykja- vikursvæðinu, sagði Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati rikisins i/ samtali við Þjóð- viljann. — Bygging fjölbýlis- húsa i Reykjavik hefur stórlega dregist saman, en meðalstærð ibúða er alltaf að aukast. i ár komu 570 ibúðir i fyrsta skipti til mats I Reykjavik. Lóðaverð stórhækkar Stefánsagði að siðan um áramótin 1977—78 hefði lóða- verð hækkað umfram húsnæði og hefði húsnæði þó hækkað mikið. Greinileg spenna væri i byggingamálum samfara stór- hækkuðu lóðaverði. — Við höld- um að á næsta ári verði enn meiri samdráttur i byggingum, sagði Stefán. Stefán Ingólfsson: ,,Enn meiri samdráttur í byggingum á næsta ári.” — (Ljósm.: Gerður). Rætt viö Stefán Ingólfsson hjá Fasteigna mati ríkisins — Á fasteignamarkaðinum rikis spenna og sölutregða til skiptis. Framboð á skrifstofu- húsnæðier meira en sem svarar eftirspurn og gangverð á at- vinnuhúsnæði hækkar litið. En atvinnuhúsnæði er leigt á þeim kjörum, aðhægt er að setja auk- inn rekstrarkostnað út i leigu- verðið, sagði Stefán. Hann sagði að fasteignaverð hafi i raun lækkað i tvo mánuði i sumar, en það hafi ekki gerst siðanárið 1967. — Fasteignamat hefur hækkað um 7% umfram byggingarkostnað frá 1976, sagði Stefán. — Fasteignaverðið hefur hækkað enn meira, það er með vissu 7—8% yfir fasteigna- mati. Gangverð á fasteignum i Reykjavik hefur þvi hækkað á þessum árum um a.m.k. 14% "umfram byggingarkostnaðinn. Sveiflur á fasteignamarkaði Milli áranna 1977 og 78 hækkaði byggingarkostnaður- inn um 51% en fasteignamat aðeins um 42%. Hinsvegar hækkaði byggingarkostnaður milli áranna 1978 og 79 um 48%, en fasteignamatið um 58%. Verð á fasteignum brunaði siðan upp á við þangað til i april sl., þegar verðið lækkaði. Ekki lækkaði þó söluverðið sjálft, heldur breyttust greiðslukjörin. Hlutfall útborgunar lækkaði og þar með raunvirðið. Siðan hafa verið sveiflur á fasteignamark- aði og um mitt sumar lækkaði verðið aftur. Svona ástand hefur ekki komið upp siðan 1966—67, þegar stóru gengisfellingarnar urðu, sagði Stefán. — Ég held að þetta stafi að talsverðu leyti af raunveruleg- um frjárskorti, þvi útborgun er orðin svo gifurlega há. Fólk sem áður gat byggt verður nú að kaupa vegna þess að það fær ekki lóð. Löggjafinn verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að liðka fyrir þessum markaði. Ef t.d. eftirstöðvar kaupverðs yrðu fullverð- tryggðar, væri hægt að lengja lánstimann talsvert án þess að seljandi tapaði fé, en nú hagnast Framhald á bls. 13 íbúar Bygginga samvinnufélags Kópavogs: 28,3% tfl 35,4% ódýrari en á almennum markaði i nóvember afhenti Bygginga- samvinnufélag Kópavogs fjóröa fjölbýlishúsið af fimm, sem fé- lagið byggir við Engihjalla i Kópavogi. 1 frétt frá félaginu segir, að mismunur á raungildi greiðslna fyrir 2ja til 4ra her- bergja ibúðir hjá félaginu ann- arsvegar og á markaðsveröi hinsvegar sé frá 28,33% til 35,4%. Raungildi greiðslna i október 1980 segja BSFK-menn kr. 20.675.504 fyrir tveggja her- bergja Ibúð. Verö samskonar ibúöar samkvæmt visitölu á tima sé kr. 23.172.399 og mis- munur á verði visitöluibúðar hjá BSFK sé þvl 12,08%. Hins- vegar sé áætlað markaösverö á ibúðinni 28.000.000 kr. og munurinn á markaðsverði og raungildi greiðslna hjá félaginu þvi 35,4%. Raungildi greiðslna fyrir fjög- urra herbergja ibúð i október er kr. 32.167.045 samkvæmt frétt BSFK. Verð samskonar ibiíðar samkvæmt visitölu er kr. 35.661.419 og mismunurinn 10.86% félaginu [ vil. Aætlað markaðsverð er hinsvegar kr. 42.000.000 og munar þvi 30,57% á markaðsverði og raunviröi hjá BSFK. Framkvæmdir við húsið sem félagið afhenti i nóvember sl. hófust sumarið 1978. öllum ibúðum i húsinu, 48 að tölu, er skilað fullfrágengnum, sem og sameign og lóð. Allan kostnað við bygginguna verða byggj- endur að fjármagna sjálfir, utan húsnæðismálastjórnar- láns. By ggingasam vinnufélag vogs var stofnaö áriö 1953. Frá árinu 1967 hefur félagið haft stöðug verkefni og nú I haust var hafist handa um byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Astún. Auk þess er unnið að uppsteypu á siðasta húsinu við Engihjalla, en það verður afhent á næsta ári. Um siðustu áramót voru fé- lagsmenn 2451, en eru nú 2794, þannig aö þeim hefur fjölgað um 343 á árinu. öllum þeim ibúðum sem i byggingu eru hefur þegar verið úthlutað til fé- lagsmanna, og um 100 félags- menn eru á biðlista eftir Ibúðum sem kunna aölosna. Ljóster þvi að félagið hefur ekki náð að anna eftirspurn félagsmanna sinna. < Q O Þh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.