Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 1
25 milljarða lán á hagstæðum kjörum
UOmiUINN
Þriðjudagur 16 .desember 1980.—285. tbl. — 45. árg.
Afborgunar-
laust í 24 ár
Lán til 25 ára sem er afborg-
unarlaust fyrstu 24 árin og greiö-
ist upp á þvi 25. Vafalaust myndu
margir vilja krækja sér i slikt lán
væru kjörin á þvi að öðru leyti
hagstæð. Og það er einmitt það
sem rikisstjórnin hyggst nú gera,
en lán þetta býðst nú á breskum
lánamarkaði.
Rikisstjórnin hefur óskað sér-
stakrar lántökuheimildar frá
Alþingi til þess að taka 25
miljarða króna lán nú i janúar, en
venjulega eiga slikar lántökur sér
ekki stað fyrr en á miðju ári.
Miðað við stöðu punds og dollara i
dag er talið sérlega hagkvæmt að
taka lán á breska markaðinum.
Lán með þeim kjörum sem nú
bjóðast hafa ekki fengist þar til
þessa, en fyrir nokkru var lána-
reglum breytt, og voru Danir
fyrsta erlenda þjóðin sem tók lán
af þessu tagi. Láninu verður ekki
ráðstafað hér innanlands fyrr en
iánsfjáráætlun hefur veriö af-
greidd.
— ekh
Hagkaup má
selja bækur
en ekki veita neinn afslátt
Jólasveinarnir eru komnir i bæinn. Þvf fögnuðu börn og fullorðnir á Austurvelli á sunnudag undir
uppljómuðu Oslóartré. —Ljósm.: —eik—.
Samkomulag um samsetningu Laxárvirkjunar
við Landsvirkjun:
Formleg sam-
eining 1983
Endanlegur sameignarsamningur
fyrir lok febrúarmánadar
Formleg sameining
Laxárvirkjunar við Lands-
virkjun verður vorið 1983
samkvæmt samkomulagi
“StáF
brædsla
í sigtinu
Verkefnisstjórn um stál-
bræðslu, sem iðnaðarráðu-
neytið skipaði 30. júni sl. hef-
ur skiiað áætlun um stál-
bræðslu til að framleiða
steypustyrktarjárn á
islandi. Markmiðið var að
kanna hvort slik framleiðsla
gæti talist arðbær hérlcndis
og þá á hvaða forsendum.
Niðurstaðan varð sú, að
stálverksmiðja sú, sem um
er rætt I áætluninni eigi að
geta orðið arðbær og reynast
stöðugt fyrirtæki. Stofn-
kostnaður slikrar verk-
smiðju er áætlaður um 8
milljarðar króna og
framleiðslumagnið á ári 15
þúsund tonn.
Iðnaðarráðuneytið hefur
heimilað stálfélaginu h.f.,
sem stofnað var fyrir 10 ár-
um I þvi skyni að reisa og
reka stálbræðslu, afnot af
áætluninni en félagið hefur
sýnt þessu máli mikinn
áhuga. Áður en aðild rikisins
að fyrirtækinu verður ákveð-
in verður að koma i ljós
hvernig til tekst með hluta-
fjársöfnun.
sem undirritað var á Ákur-
eyri fyrir helgina með fyr-
irvara um samþykki
ríkisstjórnar, borgarráðs
Reykjavíkur og bæjarráðs
Akureyrar. Fram til þess
tíma verður rekstur fyrir-
tækjanna samræmdur með
ýmsum hætti, en endanleg-
ur sameignarsamningur
verðurgerðuri lok febrúar
næstkomandi.
Eignarhlutur hvers aðila
i hinu sameinaða fyrirtæki
er sem hér segir: Ríkið
48,40%, Reykjavíkurborg
45.95% og Akureyrarbær
5,65%. Af hálfu ríkisins er
réttur áskilinn til að auka
hlutdeild þess í 50% með
því að leggja fram fjár-
muni eða yfirtaka skuldir
að upphæð 6.889 AAkr.
Eins og áður sagði er gert ráð
fyrir að endanlegur sameignar-
samningur þessara aðila verði
gerður fyrir lok febrúar-mánaðar
næstkomandi, en ýmis fleiri atriði
eru í samkomulaginu, svo sem
um greiðslu á eignarfjárframlagi
Akureyrarbæjar og um að allir
starfsmenn Laxárvirkjunar skuli
halda áfram störfum slnum og
réttindum hjá hinu sameinaða
fyrirtæki.
Núverandi kjörtimabil stjórnar
Landsvirkjunar rennur út vorið
1983, þegar hin formlega sam-
eining á að fara fram, en aðilar
eru sammála um að fram að þeim
tima skuli unnið að endurskoðun
á fyrirkomulagi stjórnarkjörs
I Landsvirkjunar.
Fyrir hönd rikisins skrifuðu
undir samninginn á Akureyri
Tryggvi Sigurbjarnarson, Helgi
Bergs og Baldvin Jónsson, en fyr-
ir hönd Akureyrar og Reykjavik-
ur bæjar- og borgarráðsmenn.
— ekh
Friðjón Þórðarson hefur ákveð-
ið að veita Patrick Gervasoni
lengri frest til dvalar hér á landi,
en samkvæmt fyrri ákvörðun
dómsmátaráðuneytisins átti
Gervasoni að hverfa af landi brott
i dag.
Ragnar Aðalsteinsson sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær að
hann hefði verið kallaður niður i
ráðuneyti skömmu eftir hádegi i
gær og verið tilkynnt þar að
Gervasoni ætti að koma sér á
Deilumál Hagkaups og
Félags íslenskra
bókaútgefenda um bóksölu
er nú leyst. Um helgina
fóru fram viðræður
Verðlagsstofnunar og
bókaútgefenda og einnig
átti Verðlagsstof nun
viðræður við Hagkaups-
menn. Lauk þessum við-
ræðum í fyrrakvöld með
bráðabirgðasamkomulagi,
sem gilda skal til 31. mars
1981.
Samkomulagið felur i sér, að
bókaútgefendur fallast á að selja
Hagkaupi bækur gegn þvi að
verslunin virði samkomulag út-
gefenda og bóksala og felli niður
10% afslátt, sem Hagkaup hefur
veitt á bókum að undanförnu.
A samningstimanum mun
Verðlagsstofnun og samkeppnis-
nefnd, m.a. i samvinnu við bóka-
útgefendur, vinna að gerð „hlut-
brott i dag. Seinna um daginn
hafði Ragnar svo samband við
ráðuneytið og bað um hálfsmán-
aðar frest og var frestur veittur
eftir nokkra athugun, en
timamörk voru ekki tiltekin.
Ragnar sagðist meta ákvörðun
ráðherrans mikils; þarna hefði
Friðjón sýnt mannúðlega afstööu.
Patrick Gervasoni fær þvi að
dvelja hér enn um sinn og
væntanlega verður haldið áfram
að leita lausnar á vanda hans.
— ká.
rænna og sanngjarnra leiðbein-
anda skilyrða, sem söluaðilar
bóka skulu uppfylla”, eins og seg-
ir i fréttatilkynningu frá
Verðlagsstofnun.
Með þessu samkomulagi sem
nú hefur verið gert, falla jafn-
framt úr gildi hömlur á afgreiðslu
bóka frá útgefendum til Bóka-
verslunar Snæbjarnar og Hjartar
Jónassonar farandbóksala.
— eös.
Bíl-
stjórar
frestuðu
verk-
fallinu
I gær voru hásetar og
matreiðslumenn á far-
skipum á fundi hjá
sáttasemjara. Bensín-
afgreiðslumenn voru
einnig á sáttafundi i
gær og síðdegis hófst
sáttafundur i deilu
bílstjóra á Suðurlandi
og í Borgarnesi.
Bilstjórarnir hafa frestað
verkfalli sinu, sem átti að
hefjast i gær, um tvo daga og
kemur það þvi til fram-
kvæmda á morgun, ef ekki
hefur samist. Verkfallinu
var frestað vegna þess aö
það var ekki boðað með lög-
legum fyrirvara.
1 gærkvöldi voru bilstjórar
Mjólkursamsölunnar i
Reykjavik boðaðir til fundar
hjá sáttasemjara og einnig
ófaglært starfsfólk Samsöl-
unnar og Mjólkurbús Flóa-
manna.
A laugardag var sátta-
fundur með starfsmönnum i
rikisverksmiðjunum og .
! viðsemjanda þeirra. Næsti
| fundur hefur verið boðaður á
{ föstudag.
I
Útifundur — Sjá 3. síðu
Ræðumenn á útifundinum til Stuðnings Gervasoni sl. laugardag. Frá
vinstri: Anton Helgi Jónsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Bryndfs
Schram, Hreinn Hákonarson, Heimir Pálsson og Sigurður A.
Magnússon. — Ljósm.: — eik.
Gervasoni
Fær lengri frest