Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 11
1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
íþröttir
Sex Víkinoar
í landsliðinu
Umrién: Ingólfur Hannesson.
Bayern á toppnum
9 Bayern MOnchen er nú á
toppnum i vestur-þýsku
Bundesligunni, en liðiö gerði á
laugardaginn jafntefli gegn
Uerdungen, 2-2. Hamburger er i
öðru sæti, en á leik til góða.
Dortmund, lið Atla Eðvaldssonar,
er i 4.-5. sæti.
IR sigraði
Aftureldingu
% Tveir leikir fóru fram i 2.
deild handboltans um siðustu
helgi. Breiðablik sigraði Armann
á föstudagskvöldið 21-19 og ÍR
sigraði Aftureldingu á sunnudag
23-20.
Sterk lið i
Evrópukeppninni
9 Liðin sem eftir eru i Evrópu-
keppni meistaraliða i handknatt-
leik: Vikingur, Islandi, Lugi,
Sviþjóð, Grosswallstadt, V-
Þýskalandi, Barcelona, Spáni,
Magdeburg, A-Þýskalandi,
Belovar, Júgóslaviu, ZSKA,
Sovétrikjunum og Staua
Bukarest, Rúmeniu.
Jafnt hjá Val
og Vikingi
% Vfkingur og Valur gerðu jafn-
tefli i 1. deild kvenna i Laugar-
dalshöllinni sl. sunnudagskvöld,
15-15.
Mikilvægur pressuleikur
Q Akveðið er að Hilmar Björns-
son velji 3 leikmenn i handbolta-
landslið sitt að afloknum pressu-
leiknum i kvöld. Það má þvi búast
við að hart verði barist um þessi
lausu sæti og að pressuliðið gefi
landsliðinu ekki mikið eftir.
Valsmenn áttu ekki i ýkjamikl-
um erfiðleikum með að sigra ÍR-
inga i úrvalsdeildinni sl laugar-
dag. Fyrri hálfleikurinn var
einstefna á körfu ÍR og Valsar-
arnir höfðu 19 stiga forskot i
leikhléi, 46-27. Þeir sigruðu siðan i
leiknum næsta örugglega, 83-72.
Allt frá fyrstu min.voru Valsar-
arnir ákveðnir og samhentari en
ÍR-ingarnir, enda fór svo að Val-
ur tók forystuna og jók jafnt og
þétt við hana til hálfleiks, 6-2, 24-
13 og 46-27.
IR-ingarnir réttu ögn úr kútn-
um i seinni hálfleiknum og mun-
aði þar mestu um stórleik
Kolbeins Kristinssonar. Þeir
komu muninum niður i 7 stig, 77-
70, en Valur var mun sterkari á
endasprettinum og sigraði 83-72.
Stigahæstir i liði IR voru:
Kolbeinn 26 og Andy 23. Fyrir Val
skoruðu mest: Miley 23, Kristján
14. Rikharður 13, Torfi 12 og
Jóhannes 10. M/IngH
„Stjömuhátíð” á Selfossi
t kvöld verður haldin i
iþróttahúsinu á Selfossi heljar-
mikil iþróttahátið, sem nefnist
Stjörnuhátið. Þar leika listir
sinar margir af fremstu iþrótta-
mönnum landsins og má i þeim
hópi nefna Skúla Oskarsson,
Bjarna Friðriksson, Ómar
Itagnarsson og handboltamenn-
ina Sigurð Sveinsson, Ólaf
Benediktsson og Þorberg Aöal-
steinsson.
Hátiðin hefst kl. 19.30 með þvi
að leiknar verða nýjustu jóla-
plöturnar frá STEINUM. Kl. 20
hefst sjálf iþróttadagskráin með
þvi að Skúli Óskarsson heims-
methafi ryðst á lóðin. Siðan
rekur hvert atriðiö annað,
Bjarni Friðriksson og Halldór
Guðbjörnsson sýna júdd,
áhorfendur spreyta sig á vlta-
köstum og þar eru hljómplötur i
verðlaun og hið margfræga
stjörnulið Ómars Ragnarssonar
leikur gegn liði iþróttafrétta-
manna. Ómar ku ætla að halda
liði sinu leyndu, en frést hefur
að þar séu kunnir fótmennta-
menn, s.s. Bogi Agústsson, Jón
bróðir, Magnús „Þorlákur
þreytti” ólafsson og Laddi.
Væntanlega verður Bjarni
„rúlluskauta - sérfræðingur”
Felixson i fararbroddi liðs
iþróttafréttamanna.
Um kl. 21 hefst leikur lands-
liðs og pressuliðs i handknatt-
leik og ef að likum lætur verða
þar samankomnir allir fremstu
handboltamenn landsins.
Iþróttafréttamennirnir Her-
mann Gunnarsson og Þór-
arinn Ragnarsson, fyrrum
landsliðsmenn sjá um stjórnun
pressuliðsins. Það má búast við
hörkuviðureign þvi að leik lokn-
um mun Hilmar Björnsson,
velja 3 leikmenn til viðbótar i
landslið sitt.
Verð aðgöngumiða á Stjörnu-
hátiðina er 3000 fyrir fullorðna
og 1000 fyrir börn.
- IngH
Nettelstedt sigraði 17-12 í seinni leiknum, en...
Haukarnir stóðu
vel fyrir sínu
Eins og við var að búast riðu
Haukar ekki feitum hesti frá
seinni viðureign sinni við
vestur-þýska liðið Nettelstedt.
Þjóðverjarnir sigruðu með 17
mörkum gegn 12, en þrátt fyrir
það geta Haukarnir verið ánægðir
með sinn hlut. Það sem gerði
útslagiö I leiknum var siæmur
kafli hjá Haukunum i upphafi
seinni hálfleiks, en þá náði
Nettelstedt forskoti sem dugði til
Olfar Hróarsson (t.v.) sést hér
Herbertsson.
i baráttu við KK-inginn Sverri
Allt bendir nú til þess að hinn
harðskeytti bakvörður úr Þrótti,
Úlfar Hróarsson, muni leika með
Breiðabliksmönnum i knatt-
spyrnunni næsta sumar. Verður
Breiðabliksmönnum mikill feng-
ur að honum, þvl bakverðirnir
voru einmitt veiku hlekkirnir i
hinni sterku Blikakcöju siðastlið-
ið sumar.
Olfar vakti mikla athygli i
leikjum Þróttar sumariö 1979 og
var undantekningalitiö einn af
bestu mönnum liðsins. Siöastliðið
sumar lék hann litið með vegna
meiðsla. — IngH
sigurs.
Leikurinn var hnlfjafn i
upphafi, 1-1, 3-3 og 5-5. Nettelstedt
skoraði 2 næstu mörk, en Hauk-
arnir voru ekkert á þvi að gefa
eftir baráttulaust og þeir jöfnuðu
7-7. Siðasta mark hálfleiksins
skoruðu Þjóðverjarnir 8-7.
1 upphafi seinni hálfleiksins
skoraði Nettelstedt hvert markið
á fætur öðru án svars frá Haukun-
um og um miðbik hálfleiksins var
staðan orðin 15-8 fyrir Nettelstedt
og leikurinn i raun búinn. Hauk-
arnir drógu heldur á það sem eftir
lifði leiksins og lokastaðan varð
17-12 fyrir Nettelstedt.
Viðar Simonarson sýndi mikið
öryggi i vitaköstunum og átti
þokkalegan leik. Arni Hermanns-
son stjórnaöi spilinu vel og á lin-
unni var Lárus Karl kvikur. Ann-
ars er ekki hægt að segja annað
en aö frammistaða Haukanna
hafi verið mun betri i Evrópu-
keppninni en búast mátti við
fyrirfram, einkum með það i
huga hve gifurlega sterkir
mótherjarnir voru.
Fyrir Hauka skoruðu: Viðar
6/5, Hörður 3/1, Arni H 1 og
Sigurður 1. — IngH
Arni Hermannson og hinir Hauk-
arnir máttu þola ósigur gegn
Nettelstedt. Myndin er úr fyrri
leik liðanna.
Lokeren og
Standard
á sigurbraut
Asgeir Sigurvinsson og Arnór
Guðjohnsen voru fjarri góðu
gamni i belgisku knattspyrnunni
um helgina, en þeir félagarnir
voru báðir i leikbanni. Lokeren
lagði efsta liðiö, Anderlecht, 2-0
og Standard sigraöi Beerschot á
útivelli , 0-2.Standard er i þriðja
sæti i 1. deildinni og Lokeren i þvi
fjórða.
Létt hjá
Valsmönnum
Skúli heimsmethafi óskarsson
mun taka á lóðunum i kvöld
á Stjörnuhátiðinni á Selfossi.
Hann er sagöur I góðu formi
þessa dagana og til alls
vls ...
Eftirtaldir 13 leikmenn eru i
landsliðshópnum:
Markverðir:
ólafur Benediktsson, Val
Kristján Sigmundsson, Val
Aðrir leikmenn:
Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi
Páll Björgvinsson, Vikingi
Steinar Birgisson, Vikingi
Ólafur Jónsson, Vikingi
Guðm. Guðmundsson, Vikingi
Sigurður Sveinsson, Þrótti
Páll Ólafsson, Þrótti
Atli Hilmarsson, Fram
Steindór Gunnarsson, Val
Stefán Halldórsson, Val
Bjarni Guðmundsson, Val
Ekki lá alveg ljóst fyrir hvort
Páll Björgvinsson gæti tekið þátt i
undirbúningnum fyrir leikina
gegn Belgum. Þá skal það tekið
fram, að Ólafur H. Jónsson og
Björgvinsson gáfu ekki kost á sér
vegna anna. — IngH
Hilmar Björnsson, landsliðs-
þjálfari i handknattleik, hefur val-
ið 13 leikmenn til æfinga fyrir
landsleiki gegn Belgum I HöIIinni
um næstu helgi. Eftir pressuleik-
inn á Selfossi I kvöld mun hann
bæta 3 leikmönnum við þennan
hóp.
Eitt og
annað
Sovétmaöur
til Blikanna?
# Breiðabliksmenn eru þessa
dagana að ganga frá ráðningu
þjálfara fyrir 1. deildarlið sitt
næsta keppnistimabil. Þeir hafa
leitað til Guðna Kjartanssonar,
landsliðsþjálfara, en hann verður
að öllum likindum með ÍBK, sem
féll i 2. deild sl. sumar. Eins eru
Blikarnir i sambandi við aðila i
Sovétrikjunum og eins og stendur
eru mestar likur á að Sovétmaður
þjálfi Blikana næsta sumar.
UBK fær
liðsauka