Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 2
2 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. desember 1980 Kærleiksheimilið Ertu vöknuð amma? Eða ertu sofandi ennþá? Austurvelli Þá er það öruggt. t hugum margra yngstu Reykvíkinganna er þaö árvisst merki um að nú séu jólin áreiöanlega í nánd þegar kveikt er á jóiatrénu á Austurvelli, gjöf Oslóarbúa til okkar. Ljósm. —eik—■. Þetta endalaust kapp- hlaup er að minnka Trésmiðjan heitir nýlegt fyrirtæki þriggja ungra húsa- smiöa á Reyðarfirði og fram- leiðir einingahús. Að þvi er einn eigendanna, Hilmar Sigurjóns- son, sagði Þjóðviljanum er nú vaxandi áhugi á slikum ibúðar- byggingum um allt land, bæði i þéttbýli og til sveita. — Þetta endalausa kapphlaup eftir æ stærra og æ ílottara er að minnka, sagöi Hilmar, og lólk er fariö aö hugsa miklu meira um notagildið. Ástæöan er auö- vitað ma. veröiö, þaö er verið að leita að einhverju ódýrara en steinsteypunni,en lika aö fólk getur unnið meira sjálft viö timburhúsin og aö auðveldara er að breyta þeim siöar ef óskaö er. Það er ekki svo þægilegt aö brjóta niður og breyta steinhús- unum, þótt margir geri þaö — einmitt af þvi að ibúöirnar eru Rætt við Hilmar Sigurjónsson húsa- smið á Reyðarfirði oft óhentugar fyrir litlar fjöl- skyldur. Það byggir varla nokkur oröiö yfir 130 fermetra ibúöir, há- mark, og algengastur eru lik- lega um 120 fermetra 4ra her- bergja ibúöir. Við tökum miö af þessu og erum með einingahús i þessum stærðum og lika minni, 105 fermetra 3ja herbergja ibúðir. Meira úrval er i vinnslu hjá hönnuöi. Það er Ástþór Ragnarsson iðnhönnuður sem teiknaö heíur húsin fyrir Trésmiöjuna á Reyðarfirði og fengiö til liös við sig Helgu Guöm undsdóttur arkitekt. Þeir Hilmar, Jóhann Þorsteinsson og Markús Guö- brandsson byrjuöu smiöi fyrsta hússins i júli og er þaö þegar risið á Kirkjubæjarklaustri, en næsta verður reist er veöur leyfir. Þeir eru einnig meö i byggingu ibúðablokk fyrir leiguibúðanelnd bæjarins og vinna við hana i vetur. Mikið er byggt á Reyðarfiröi um þessar mundir, sennilega aldrei meira i einu, um 30 ibúðir ismiöum áýmsum stigum. Það er mun meira en sem svarar fjölguninni i bænum undanfarin ár, sagði Hilmar, en það er yngra fólkið sem nú er farið aö byggja yfir sig. — vh i hafa bókaútgefendur samið I Hagkaup um frjálsa sam- ppni við bókabúðir um að fa ekki frjálst verð á bókum. ; meina það.... ,Halló elskan! Góður dagur?” ,,Já, ástin min”. „Mmrnmrn... en sá y „ matarilmur! ” ,,Hæ, þetta var vondur dagur. Littu eftir krökkunum, ég á eftir aö elda”. „Allt i lagi, en flýttu þér/ ég er þreyttur!” ,,Sá kemur snemma! Kiktu i isskápinn, hvort eitthvað er eftir”. „Ég er búinn að boröa Lygi! Hjónabandiö skal ekki eyðileggja lif mitt! vidtalið Hilmar Sigurjónsson I vinnusal Trésmiðjunnar — Ljósm —gel— Af tvennu... Vilmundur Gylfason kennir sögu við Menntaskólann I Reykjavik og fór svo fyrir nokkru, að hann þurfti að fá for- fallakennara fyrir sig vegna vcikinda. Sá sem i stað Vil- mundar kom var Hannes Hólm- steinn Gissurarson. Nemendum þóttu þetta ekki sem best skipti; settu þeir saman skeyti á prentsmiðjuþýsku" og sendu Vilmundi i hans krankleika: Sie haben uns verraten die Sozialdemokraten Lass uns nimmer mehr allein mit dem Hannes Holmenstein. Sem i lauslegri þýðingu gæti verið svona: Þeir hafa okkur svikið kratarnir með spikið. Skildu okkur ekki eina með Hannesi Hólmsteina. Jólaljósin tendruð á Þekkirdu þau? Alltaf er jafn gaman að fletta myndaalbúmum. ekki slst þeg- ar um er a_ð ræða gamiar mynd ir af þekktum persónum. Skyldi lesendur geta imyndað sér al hverjum myndirnar eru í þess- ari serlu? Sjá nýrri myndir i Lesendadálki á siöu 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.