Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. desember 1980 ALFA-LAVAL STYRKURINN Sænska f yrirtækið Alf a-Laval AB, hef ur ákveðið að veita þeim, sem vinna að mjólkurframleiðslu eða í mjólkuriðnaði, styrk einu sinni á ári næstu f imm ár. Styrknum skal varið til þess að afla aukinnar menntunar eða fræðslu á þessu sviði. Upphæð styrksins er sænskar kr. 10.000.- hvert ár. Þeir, sem til greina koma við úthlutun Alfa-Laval styrksins, eru: 1. Búfræðikandidatar 2. Mjólkurfræðingar 3. Bændur, sem náð hafa athyglisverðum árangri í mjólkurf ramleiðslu. 4. Aðrir aðilar, sem vinna að verkefnum á sviði mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnaðar, eða hyggjast afla sér menntunar á því sviði. Umsóknir með sem ýtarlegustu upplýsingum um fyrri störf svo og hvernig styrkþeginn hyggst nota styrkinn þurfa að berast undirrituðum í síðasta lagi föstudaginn 26. desember. — Úthlutunin verður til- kynnt miðvikudaginn 31. desember. Samband ísl. samvinnufélaga Véladeild Ármúla 3, 105 Reykjavík Simi 38900 jQ/töjtííiAvéíaA. A/ Suðurlandsbraut 32, 105 Reykjavík Simi 86500. Auglýsing UM UNDANÞÁGU FRÁ ÁKVÆÐUM 5. gr. laga nr. 85/1968 um eiturefni og hættu- leg efni varðandi innflutning og sölu á metanóli. Með stoð i 21. gr. laga nr. 85/1968 um eitur- efni og hættuleg efni er oliuinnflytjendum veitt heimild til þess að flytja inn metanól i heilum tunnum til endursölu þeim aðilum sem rétt eiga til slikra kaupa sbr. 5. gr. 1. mgr. 1. og 2. tl. áðurnefndra laga. Með reglugerð útgefinni i dag hefur ráðu- neytið heimilað oliuinnflytjendum að rjúfa tunnur, sem i er metanól, og búa til vatnsblöndur metanóls, sem ætlaðar eru til eldsneytis i flugförum. Heimildin er bundin þvi skilyrði að vatnsblöndur metanóls séu tryggilega geymdar og af- greiddar beint i sérstaka geyma i flug- förum og jafnframt að seljandi færi inn i sérstakar sölubækur upplýsingar um selt magn metanóls. Framangreint auglýsist hér með skv. 21. gr. laga nr. 85/1968. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. desember 1980. Laus staða heilbrigðisráðunauts (dýralæknis) við Heilbrigðiseftirlit ríkisins Laus er til umsóknar staða heilbrigðis- ráðunautar við Heilbrigðiseftirlit rikisins. Umsækjendur skulu hafa dýralækna- menntun. Staðan veitist frá og með 1. april 1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um dýra- læknismenntun og störf sendist ráðuneyt- inu fyrir 10. janúar 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. desember 1980 Nýjar bækur IMýjar bækur Nýjar bækur Maddit eftir Astrid Lindgren Mál og menning hefur sent frá sér nýja barnabók eftir hinn ást- sæla barnabókahöfund Astrid Lindgren. Þetta er bókin Madditt, en Madditt er ný sögupersóna, sem lesendur hafa ekki áður kynnst i islenskri þýðingu, sjö ára telpa, sem um sumt minnir á Emil i Kattholti, þvi Madditt hug- kvæmast uppátækin fyrr en hendi sé veifað. Eins og íleiri söguper- sónur Astrid Lindgren hefur Madditt verið kvikmynduö og oröiö afar vinsæl hjá þeim sem hafa kynnst henni. Þaö er Sigrún Árnadóttir sem þýðir bókina. Um efni hennar segir m.a. á bókarkápu: Madditt heitir að réttu lagi Margrét. En þegar hún var litil nelndi hún sjálfa sig Madditt. Og þó hún sé oröin stór og næstum sjö ára gömul er hún ennþá köiluð Madditt. Þaö er bara þegar hún hefur gert eitt- hvað af sér og þarf að fá ákúrur sem hún er köllúð Margrét. Eiisa- bet, systir hennar, er kölluö Beta og fær afar sjaldan ákúrur. En Madditt dettur svo margt skrýtið i hug og gætir sin aldrei... fyrr en eítir á ... En þó aö ævintýrin endi stundum með ósköpum eru bernskuárin gleðitimi fyrir Madditt og Betu. Þaö er svo gam- an áð eiga heima á Sólbakka, i stóra, rauða húsinu niðri við ána. Madditt er 184 bls., prentuö i Prentstofu G. Benediktssonar. Myndirnar i bókinni og á kápu eru eftir Ilon Wikland. 8X' Tony Wol! Sígildar rökkttr: sögur ðmogörtygur Sígildar rökkur- sögur í nýjum búningi Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur nú gefið út bókina: SIGILD- AR RÖKKURSÖGUR. Er þarna um að ræða niu sigildar og kunn- ar sögur i endursögn Marciu Armitage og i islenskri þýðingu Sigriðar Arinbjarnardóttur. Sögurnar eru mikið myndskreytt- ar með litmyndum eftir hinn kunna teiknara Tony Wolf og texta og myndum fléttað skemmtilega saman. Sögurnar niu sem eru i SIGILDUM RÖKKURSÖGUM eru eftirtaldar: Sætabrauðs- drengurinn; Nýju fötin keisar- ans; Jói og baunagrasið; Hrokkinskinni; Ljóti andarung- inn; Óskirnar þrjár; Hans og Gréta; Gullgæsin og Gosi. Með þessari fallegu bók gefst fólki tækifæri að rifja upp með börnum sinum, þessar fallegu og skemmtilegu sögur sem eru yfir allt kynslóðabil hafnar og hafa um langan aldur orðiö f jölda fólks til ómældrar ánægju og skemmtunar. Bókin SIGILDAR RÖKKUR- SöGUR er íilmusett i Prentstofu G. Benediktssonar en prentuö og bundin hjá Piero Dami Etitori á ítaliu. íslensk ástarsaga Spor á vegi heitir önnur bók Aðalheiðar Karlsdóttur frá Garði sem Skjaldborg gefur út og er hún auglýst sem „rammislensk ástarsaga”. Fyrsta bók Aðalheiðar Þórdis á Hrauná, kom út á siðasta ári og /ar henni vel tekið. Þessi bók hennar, Spor á vegi, ?erist að mestu leyti i sveitinni. íýðalsöguhetjan heitir Huld og er eviþráður hennar rakinn i bók inni, en fjölmargir aðrir koma auðvitað við sögu. örlögin spinna sinn vef og eins og i daglegu lifi manna skiptast á skin og skúrir, sn allt fer vel að lokum, segir i bókarkynningu. ______JDftTTB nk BABÐl SPORÁVECI RAMMlSLENSK ÁSTARSAGA Minningar Einars frá Hermundar- felli Bökaútgáfan Skjaldborg sendir nú frá sér 2. bindið i heildarútgáfu af verkum Einars Kristjánsson- ar, rithöfundar, en hann heldur áfram að rekja æviminningar sinar. I þessu bindi, sem nefnist „Ungs manns gaman”, segir hann m.a. frá dvöl sinni á Raufahöfn og vinnu i sildar- verksmiðju hjá Norðmönnum, þá segir hann frá dvöl sinni á Laxa- mýri hjá Jóni H. Þorbergssyni siðan frá skólaminningum sinum i Reykholtsskóla og Hvenneyri i Borgarfirði og koma þar margir landskunnir menn við sögu. bindi lýkur Einar siðan með kafla sem heitir „Allar góðar ástasögur enda á hjónabandi.” t næsta bindi segir Einar siðan frá búskaparárum sinum iÞistil- firði, en siðan vikur sögunni til Akureyrar þar sem höfundur hefur búið yfir 30 ár og býr enn. t þessu bindi eins og i hinu fyrsta er fjöldi mynda af þeim er við sögu koma. Enn lifir hann Emil í Kattholti Emill i Kattholti kannast flestir við, og núer komin út hjá Máli og menningusiðasta bókin um Emil eftir hinn siunga og frjóa höfund barnabóka Astrid Lindgren. Þessi siðasta bók heitir Enn lifir Emil i Kattholtiog hefur Vilborg Dagbjartsdóttir islenskað hana eins og fyrri bækurnar. Myndir eru eftir Björn Berg. Um efni bókarinnar segir m.a. á bókarkápu: „1 öllum Hlynskógum og öllum Smálönd- unum og — hver veit — kannski i öllum heiminum hefur áreiöan lega aldrei verið til krakki sem hefurgert fleiri skammarstrik en Emil, sem átti heima i Kattar holti i' Hlynskógum i Smálöndum einu sinni fyrir langalöngu. Að strákurinn sá skyldi eiga eftir að verða oddviti þegar hann varð stór er hreint kraftaverk, en odd- viti varð hann nú samt og finasti karlinn i öllum Hlynskógum...” I bókinni Enn lifir Emil i Kattholti má lesa um skmmar- strikinn hans Emils, en lika um það þegar Emil drýgði dáð sem allir Hlynskógabúar glöddust yfir og létu skammarstrik hans gleymd og grafin. Bókin er 214 bls. Saga hjólsins Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina: A HJÓLUM, eftir Huck Scarry, sem er sonur hins þekkta barnabóka- höfundar Richards Scarry. Hefur bók þessi fengið mikiö lof i fjöl- mörgum löndum þar sem hún hefur komið út og þykir Huck Scarry liklegur til þess að ná sömu vinsældum hjá börnum og faðirinn. A hjólum segir frá þróunarsögu hjólsins á mjög sérstæðan og skemmtilegan hátt, allt frá þvi að frummennirnir mótuðu óvönduð hjól úr tré eða steinum, til þess sem gerist á okkar dögum, en hjólið kemur ótrúlega viða við sögu i daglegu lifi manna. Þýðendur bókarinnar eru þeir Jóhann Pétur Sveinsson og ólafur Garðarsson. Bókin var filmuunn- in og sett i Prentstoíu G. Bene- diktssonar en prentuð erlendis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.