Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 16. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Nýsmíöi forsenda vidgerðarþjónustu Gunnar Kagnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, flutti erindi á ráðstefnu um stöðu islensks skipaiðnaðar, sem hald- in var fyrir skömmu á vegum Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja. Hann talaði um ástand og horfur i islenskum skipaiðnaði og samanburð við erlendan skipa- iðnað. Hann gerði m.a. samanburð á norskum togurum og japönskum miðað við islenska og voru niður- stöðurnar islenskri nýsmiði yfir- leitt ekki i óhag. Einnig útskýrði Gunnar samanburðartölur um timanýtingu i skipaviðgerðum. Hann sagði að þessi samanburöur væri mjög erfiður, en umræður um málið væru of yfirborðs- kenndar. Þá hélt hann þvi fram, að framleiðslugallar i aðkeyptum tækjum i fiskiskip væru óhemju algengir, eða langt yfir 50%. Þórleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri Félags dráttar- brauta og skipasmiðja ræddi á ráðstefnunni m.a. um samstarfs- verkefni um hönnun og raðsmiði fiskiskipa. Hann sagði að jöfn og stöðug endurnýjun fiskiskipa- flotans væri sameiginlegt hags- munamál sjávarútvegsins og iðn- aðarins. ,,Ég óttast ekki samkeppni er- lendis frá ef hægt verður að tryggja samfellda smiði innan- lands”, sagði Þórleifur. „Niður- greiðslur i öðrum löndum má ekki nota sem rök til að drepa niður eina af okkar mikilvægustu at- vinnugreinum”. Ritsafn Jóhanns Sigurjóns- sonar I tilefni af aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar á siðastliðnu sumri hefur MAL OG MENNING sent frá sér ritsafn hans i þremur bindum. Ritsafn Jóhanns Sigur- jónssonar kom fyrst út á árunum 1940—1942 og þá i tveim bindum. Nú hefur verið aukið við fyrra safnið nokkrum ljóðum og bréfum skáldsins sem ekki hafa áður verið prentuð. Þá birtist Lyga-Mörður hér i fyrsta skipti i nýrri þýðingu Ólafs Hall- dórssonar, handritafræðings. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. ritar sérstakan formála fyrir þessari nýju útgáfu og hefur umsjón með henni. Einnig fylgir útgáfunni ritgerð Gunnars Gunn- arssonar skálds um Jóhann, sem nefnist „Einn sit ég yfir drykkju.” Akveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum MÁLS OG MENNINGAR Ritsafn Jóhanns Sigurjónssonar á sérstökum vildarkjörum fram að áramótum. Ritsafnið er samtals um 700 blaðsi'ður. Gunnar Ragnars forstjóri útskýrir samanburðartölur um skipasmiði og skipaviðgerðir með aðstoð myndvarpa á ráðstefnu um stöðu Is- lensks skipaiðnaðar. (Mynd:-eik.) iensks skipaiðnaðar. Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja telur mikla þörf á nýsmiði fiskiskipa. Mikill hluti bátaflot- ans sé löngu úreltur og þess sé farið að gæta nokkuð, að skuttog- arar séu að ganga úr sér. Þá sé nýsmiði skipa forsenda þess, að stöðvarnar geti veitt flotanum nauðsynlega viðgerðarþjónustu. — eös Samtök grásleppuhrognaframleiðenda Fagna laga- friimvörpum um útflutningsgjald af grásleppu- afurðum og aflatryggingarsjóð Þann 1. april nk. falla úr gildi lög um fuilvinnsiugjaid, en með þeim eru tekin 3% af öllum útfluttum grásleppuhrognum og hefur svo verið siðan 1978, en áður voru tekin 6%, sem runnu i Þró- unarsjóð lagmetisins. Stjórn grá- sleppuhrognaframleiðenda fór þess á leit viö sjávarútvegsráö- herra, að hann legði fram laga- frumvarp um útflutningsgjald af grásleppuafurðum og um afla- tryggingarsjóð grásleppuveiði- manna. Sjávarútvegsráðherra varð við þessum óskum, og hafa þessi frumvörp, sem samin voru i sam- ráði við stjórn og framkvæmda- stjóra SGHF, verið lögð fram á Alþingi. A blaðamannafundi sem SGHF hélt fyrir skömmu kom fram, að þessi lagafrumvörp leggi i raun grundvöllinn að þessari grein sjávarútvegs og endurspegli þau vilja meginþorra þeirra manna sem þennan útveg stunda. Sögð- urs grásleppukarlarnir fagna þessum frumvörpum mjög. I samtökum grásleppuhrogna- framleiðenda, SGHF, eru um 330 grásleppuveiðisjómenn, en leyfi til grásleppuveiða fengu 525 menn sl. vetur. Nú stendur til að SGHF hefjist handa við byggingu stórrar kæli- geymslu i Reykjavik, og hafa samtökin von um að fá lóð undir hana i uppfyllingu sem gerð verður i örfirisey. Mun slik kæli- geymsla bæta mjög alla aðstöðu grásleppukarla, þar sem mikið af hrognum skemmist i hitum á sumrin, þar sem engin leið er að geyma þau i kæligeymslum. — S.dór. „LÍTIL VANDAMÁL AF LITLUM BÖRNUM! STÓR VANDAMÁL AF STÓRUM BÖRNUM!" segir mamma í símann. Hún er auðvitað að tala um Elvis. Því meir sem hann staekkar, þeim mun erfiðari verður hann, finnst henni. Nú hefur hann aftur verið með Önnu Rósu Pettersson! Enda þótt hún hafi bannað honum það! Hann skrökvar að henni! Og hann strýkur að heiman! Svo hefur hann 'r þokkabót komist i kast við lögregluna! Já, mamma er áhyggjufull. Hún er alveg að missa tökin á Elvis. Hann virðist aðeins leggja lag sitt við fólk, sem hún geíur ekki viðurkennt - til dæmis föðurafa sinn! Þegar hann má vera hjá móðurafanum, sem er svo „fínn" maður! En hvað um Elvis sjálfan? Jú, víst lendir hann í hinu og þessu, einu sinni munar minnstu að hann týni lífinu, en honum þykir ágætt að fá að reyna sitt af hverju. Lífið er byrjað og hann er ekki jafnhræddur um sjálfan sig lengur. Honum finnst tilveran áhugaverð. Bækurnar um Elvis hafa vakið mikla athygli hér á landi sem annars staðar. UNGLINGA- OG BARNABÆKUR HAGPRENTS Félagsrád- gjafar stydja Gervasoni Stjórn stéttarfélags félagsráð- gjafa hefur sent rikisstjórninni bréf þar sem afstaða félagsins til máls Patricks Gervasoni er itrekuð. I bréfinu segir: ,,aö stjórnin telji það mikilvægt mannúðarmál að bundinn verði endir á margra ára óöryggi og hrakninga þessa pólitiska flótta- manns. Hinn mikli stuðningur sem mál þetta hefur greinilega hlotið hér á landi m.a. með yfir- lýsingu Alþýðusambands Islands, sýnir ótviræða afstöðu almenn- ings gegn þvi að fólk sé þvingað til að bera vopn. Stjórn stéttarfélags islenskra félagsráðgjafa skorar á rikis- stjórn tslands að veita Patrick Gervasoni ótakmarkað leyfi til dvalar og starfa hér á landi og hnekki þannig ákvörðun dóms- málaráðuneytisins um aö visa honum úr landi”. Pamdís íslenskmr náttúru fÓRBUH TÓMASSQN Þættir úr sögu ættarseturs og atvinnuhátta SKAFTAFELL Þættir úr sögu ættarseturs og atvinnuhátta eftir Þórð Tómasson A ári hverju heimsækja þetta undraland þúsundir islenskra og erlendra manna til þess að njóta töfra þeirra er náttúran býður vegfaranda, ekki einu sinni heldur ár eftir ár. Allir kveðja staðinn með djúpu þakklæti og sökn- uði og von um að fá að gista hann oftar. Bók þessi er skrif- uð af nærfærni og þekkingu þess manns er kann skil á lifi þeirra er hamfaraland þetta háfa byggt mann fram af manni. Njótið staðarins með sem ýtarlegastri þekkingu á sögu hans. Fjöldi mynda landslags, fólks og ýmiskonar gripa fylgir þessu bókverki til áréttingar allri frásögn höfundar. ^ niiyiin sími 13510.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.